Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 12
12 Sænska Sogsláninu sagt upp F V RIH nokk ru samþykti j bœjarstjórn a'") segja upp sænska láninu er bærinn tók þegar Sogsstöðin var bygð.: Lánið nemur um næstu ára- mót 4y* milj. króna sænsk- umi eða nálega 7 miij. kr. íslenskum. Leit bæjarsájórn svo á. að hagkvæmara væri að taka inn lent lán í staðiinn. A bæjarráðsfundi í gær skýrði borgarstjóri frá. að bú- ; ið væti að ganga formlega frá uppsögn lánsins. til borgunar uni áramót. Liggpr ]>á fyrir að bjóða út innlent ián í stað- inn. Grafarholfi og Lágaielli A BÆJARRAÐSFUNDI í gær var lögð fram matsgerð yfirmatsnefndar á þeim hluta Grafarholts, sem tekinn verð- ur eignarnámi, og á LágafelM og Varmá eða þeim hluta Korp- úlfsstaðaeignarinnar, serrvsam- ið hefir verið um, að Mosfells- hreppur keypti. Grafarholtslandið. sem um er að ræða. er 700 hektarar, og auk þess er nýbýlið Engi. Fyrra mat þessara eigna var 254 þús. En yfirmatsnefnd hækkaði það í 355 þús., og eru þá mannvirki nýbýlisins metin á 25 þús. kr. En matið á löndum og mann virkjum þeim, er Mosfells- hreppur kaupir af bænum, var 493 þús. Yfirmatsnefnd hækk- eði það í 555 þús. kr. 305 þús. fyrir landið og 250 þús. fyrir mannvirkin. I yfirmatsnefnd voru þeir Gissur Bergsveinsson hæsta- rjettardómari, Isleifur Arnason prófessor og Steingrímurl Steinþórsson búnaðarmála- stjóri. F/á íöku Harshalieyja. FYRIR NOKKRU náðu Bandaríkjamenn stöðvum Japana á Marshalleyjum á sitt vTald, eftir harða bardaga, og sýnir efri myndin eyðileggingar af árás flugvjela Bandaríkja- manna á eina eyjanna. — Að neáan sjást mennirnir, er stjórnuðu sókninni. Þeir eru frá vinstri: Smith hershöfðingi, Mitscher flotaforingi og Hale hershöfðingi. Beresiimfljétið Xomnir inn í Borisov Uppdræiiir Meia- skcla samþyktir BYGGINGARNEFND hefir samþykt upþdrætti Einars Sveinssonar og Agústs Pálsson ar að Melaskólanum og verð- ur byggingin bráðlega boðin út. Lávarður eltir innbrots- þjóf. LONDON: — Fyrir skömmu var brotist inn til Hawke lá- varðar í sumarsetri hans eigi allfjarri London. Vaknaði irú lávarðarins við hávaða kl. 2 um nótt og vakti mann sinn, sem varð þjófsins var og elti hann. En þjófurinn komst und- an, vegna þess, að lávarðurinn var svo óheppinn að velta nið- ur stíga og meiddist hann nokk uð. Stolið var skartgripum um 30.000 króna virði. London í gær — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í IIERST.JÓRXARTILKYXNlNGL' RÚSSA í kvöld, segir, að herir Rússa hafi farið yfir Jíeresinatljótið í sókn sinni til Minsl). Var farið yfir fljótið á bi'eiðu svæði fyrir norðan Borisov og alls sótt frain um 30 km. Þá segja Rússar einnig frá sókn .sinni á í'insku vígstöðvunum og víð'ar. Að sögn Rússa er nú barist. 1 borgunum Slutsk og Lyuban og hafa einnig mörg þorp ver- ið tekin á þessum slóðum — Þá segjast Rússar hafa komist yf- ir Pripetfljótið á nokkru svæði. Einnig kveðast Rússar hafa átt í hörðum bardögum við Þjóðverja í úthverfum borgar- innar Borisov og komist þar að Beresinafljóti á nokkru svæði. Voru á þeim slóðum tekin all- mörg þorp. Milli Ladoga og Onegavatns hjeldu herir Rússa að sögn til- kynningarir.nar, áfram sókn og tóku ýmsar varnarstöðvar, sum ar í skóglendi og fenjum. Voru bardagar þarna harðir og erf- iðir. Fyrir norðan og norðaustan Viborg voru tekin fjögur virki af Finnum og ein járnbrautar- stöð, en á Polotsksvæðinu eiga harðir bardagar sjer stað. Finnar segjast enn hafa orð- ið að hörfa nokkuð á Aunus- eiði, en annarsstaðar kveðast þeir hafa getað stemt stigu við framsókn Rússa. Þjóðverjar segja frá hörðum varnarbar- dögum víða í Hvíta-Rússlandi. Svifsprengja sökti Roma. LONDON: — Það hefir kom ið á daginn, að Þjóðverjum varð talsvert ágengt við Saler- no með svifsprengjur, sem flugvjelar hafa meðferðis og senda síðan frá sjer að skot- markinu. Þá er það einnig upp lýst, að það var slík svif- sprengja eða sprengjur, sem söktu ítalska orustuskipinu ,,Eoma“ um það leyti, sem ftalía gafst upp. Hjáhnar Bjömsson rilar um lýðyeldis- stofnunina á ísiandi í BLAÐINU ..Minneapolis Morning Tribune“ birtist þ. 17. júní grein eftir Hjálmar Björns son ritstjóra, sem nefnist ,,ís- land gengur í hóp frjálsra þjóða“. Er þar í stuttu máli rakin saga íslands og lýðveldis stofnunarinnar. Lýkur grein- inni með þessum orðum: „Island hefur í dag á ný göngu sína í hópi frjálsra og fullvalda þjóða og ber í brjósti hlýjustu óskir til frjálsra þjóða um heim allan. Þetta eru raun- ar meira en óskir. því segja má að Island biðji þeim sigurs, því að tilraun íslands til sjálfstæð- is hlýtur að byggjast á vonum frjálsra manna um allan heim um að byggja betri og frjálsari veröld. Su staðreynd, að lýð- ræðishugsjónin hefir staðið af sjer þúsund ára þjáningar á Is- landi, er sönn'un þess, að lýð- ræðið mun sigra. Lengi lifi lýðveldið ísland“. ★ Sama blað birtir þá fregn, að Hjálmar Björnsson hafi verið útnefndur íslenskur vararæðis- maður fyrir Minnesotaríki, og að síðar um daginn muni ís- lendingar koma saman í skemti garði „Lake Nokomis“, þar sem Hjálmar Björnsson mun lesa upp kveðju forsætisráðherra íslands til íslendinga vestan hafs. Laugardagur 1. júlí 1944 Fyrsta kvikmynda- fjelag á íslandi stofnaS FYRSTA kvikmyndafjelag á íslandi var stofnað í Reykja- vík fyrir nokkrum dögum, og hlaut það nafnið Kvikmynda- fjelagið Saga h.f. Stjórnina skipa Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri, Haraldur- Á. Sig- urðsson leikari, Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi og Sör- en Sörensen lyfsölustjóri, sem hefir og verið ráðinn fram- kvæmdastjóri fjelagsins. Aðrir stofendur eru Birgir Kjaran, Emil Thoroddsen, Halldór Han sen, Indriði Waage, Magnús Kjaran og Þorsteinn Einarsson íþróltafulltrúi. , Fjelagið hyggst fyrst og fremst að láta gera kvikmyndir af landi og þjóð, sem vel yrðu fallnar til landkynningar hjer og erlendis. Síðar hyggst fje- lagið að kvikmynda ýmsa leik- þætti til sýningar hjer heima. Og þegar fjelaginu vex fiskur um hrygg, er ætlunin að færa þann þátt kvikniyndanna í auk ana, til dæmis að kvikmynda íslendingasögurnar. Fjelagið hefir ennfremur í hyggju að flytja inn erlendar fræðslu- og kenslukvikmyndir til notkunar í skólum landsins og á fræðslufundum og setja við þær íslenska texta. Fjelagið mun einnig.tájka að sjer að útvega sýningartæki og annað þess háttar þeim. sem þess óska. Einnig hefir komið til mála, að fjelagið starfræktl ferðabíó á afskekktum stöðum á landinu. Mun fjelagið hafa í hyggju að útvega sjer leyfi til kvik- myndasýninga í Reykjavík, er gæfu af sjer einhvern arð. Er slíkt nauðsynlegt fyrir fjelag- ið lil þess að geta staðist kostn- aðinn við að byrja starfsemi sína. Fjelagið hefir gert ráðstaf- anir til þess, að fá tæki til starf semi sinnar og hæfa menn til þess að annast kvikmyndatöku og kvikmyndagerð. Blaðinu barst eftirfarandi frá utanríkisráðuneytinu 30. júní. Ármenningar fara til Vesifjarða ÚRVALSFIMLEIKAFLOKK- UR úr Glímufjelaginu Ármann undir stjóm Jóns Þorsteinsson- ar íþróttakennara, leggur af stað til Vestfjarða með Súð- inni í dag. Fararstjóri er Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns. För þessi mun taka um hálf- an mánuð og verður farið mjög víða um firðina, og er hún far- in í samræmi við íþróttafull- trúa ríkisins. Sennilega verður fyrsta sýn- ingin í Stykkishólmi. Á Vest- fjörðum byrja sýningar svo á Patreksfirði og síðan haldið norður. Er ætlunin að sýna á eins mörgum stöðum og við verður komið og hefir á nokkra þeirra aldrei komið íþróttaflokk ur áður. Glímufjelagið Ármann mun víðförlasta íþróttafjelagið hjer á landi. Hefir það sýnt á 48 stöðum innanlands, en á 88 stöðum erlendis í 7 löndum. —«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.