Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardaginn 8. júlí 1944 MOBGÖNBL / MÐ HÆNSNAMATUR Á HUNDAFATI í NÝJASTA „Tímariti Máls og menningar“ sendir Halldór Kiljan Laxness okkur bænd- unum kveðju að vanda. Það má segja, að þýtur sama í þeim skjá. Þar segir svo meðal annars: „Á sviði kjötframleiðslunnar ríkir t. d. kreppuástand. Ein eða tvær tegundir kjöts, eru fram- leiddar af þesskonar heimsku og blindni, að einkum minnir á fordæmi kvarnarinnar, sem malaði bæði malt og salt í djöf- uls nafni, uns skipið var sokk- ið“. Ennfremur á öðrum stað í sömu grein: „Um hið legna freðkjöt ís- húsanna hjer, sem íslenskum neytendum er selt á sumrin, er það að segja, að slíkur óþverri, í matarstað, mundi hvergi vera boðinn mannfólki í neinu landi jarðarinnar, þar sem ekki væri ríkjandi hungursneyð“. Og síðar þetta: „Mun vera leilun á þvílíkri eymd í rekstri atvinnuvegar, þó farið sje um alla jörðina“. Ljótur er sá vitnisburður ef Njáll hefði sagt, eða einhver hans líki, sem almælt væri, að ekki hefði logið., Ekki heldur að efast um orðavalið, eða kurteisina. Það er okkur ljóst óbreyttum bændum, að heims- borgari, sem kann mannasiði, heldur hjer á penna. Jeg ætlaði að leiða þessa deilu hjá mjer. En það var siður til forna, að ef vegið var í hinn sama knjerunn oftar en einu sinni, þá skyldi hefnd fyrir koma. ★ JEG HEFI nú lagt stund á landbúnað og sauðfjárrækt eins lengi, eða nokkru lengur, held- ur en Halldór Kiljan hefir stundað skáldskap. Ólíkt höf- umst við að. Jeg er einn af þessum hættu- legu mönnum, sem eru í þann veginn að sökkva þjóðarskút- unni, svo Kiljan og hásetar hans eru alveg í vandræðum með að verja hana áföllum. Hvað þá að viðlit sje að leggja í svo langa sjóferð, að halda henni austur til Garðaríkis. En Kiljan skrifar ódauðleg lista- verk fyrir sanngjarnt okurverð. Jeg ætla nú ekki að fara að rökræða við Kiljan um íslensk- an landbúnað, til þess tel jeg mig' alt of góðan, enda væru það ámóta vinnubrögð og veifa rauðri dulu framan í reiðan tarf. „Hafa skal þá fleira til skemtunar“ sagði Sneglu-Halli, þegar honum var gert að kveða Kolluvísur. „Kveða skal þá Þjóðólfur sorplrogsvísur, er hann orti, þegar hann bar út ösku á íslandi“. Það er enn sva I að hægt er að hafa fleira til skemtunar en að kveða kollu- vísur Kiljans um okkur bænd- ur. Það er nokkuð jafnt á komið með okkur Kiljan, Hann hefir sjálfsagt slafrað í sig einhverju af þessu óæta kjöti, sem jeg framleiði, þó jeg búist varla við, að svo hátt launaður mað- ur hafi stundað námugröft í Hafnarfjarðarhrauni. En jeg hefi lesið hrafl af því sem Kilj- an hefir skrifað. Nú er það í tísku, að menn rita um það Eftir H. sem þeir hafa ekkert vit á, sbr. skrif Halldórs Kiljans um sauð fjárrækt. Svo mjer er eftir því óhætt að láta í ljósi, hvernig mjer hefir smakkast fram- leiðsla Kiljans. „Hvað höfðingj arnir hafast að, hinir ætla að sjer leyfist það“. ★ NÚ ÆTLA jeg til gamans ao rita um framleiðslu Kiljans með sömu góðgirni og hann ritar um það sama hjá okkur bændum. Fyrir nokkrum árum birtist í tímaritinu „Eimreiðin" kvæði eftir Kiljan og af því að það er nokkuð sjerstakt og hefir aldrei verið endurprentað svo jeg viti, en gæti hinsvegar verið yngri skáldunum til fyrirmyndar, þá læt jeg hjer fyrri hluta þess: „Eia! Eia, vatn! Eia, perlur! Eia, leikur, leikur í sólskini úti í skógi! Hvað er í frjettum síðan í fyrravor? Hver fór í skóginn, kysti ane- mónur og hló, anemónur og anemónur og fór að gráta? Táta, komdu táta, komdu, litla nótintáta, að kyssa pótintáta úti í skógi. Svei attan, Litla títa, litla hvíta myrispýta, lindargullið og flugan mín, jeg er kominn að sjá þig, sjá þig, og heiti Máni af Skáni kominn frá Spáni frá Skámánaspáni, og vil fá þig, fá þig. — Jeg vil ekki sjá þig! Úss jeg þekki þig, hvað þú ert lítil, lítil og skrítin! Því jeg er Safír frá Sahara í Arabíu, Saba í Abaríu og veit alt. Abari frá Sabarí Sabara í Arabíu og veit altaltaltaltaltalt. Alt. Þú veist ekki neitt, ert ekki neitt!“ Jeg skora nú á Kiljan að snúa þessu í óbundið mál, ef að hann vill heita hugar síns ráð- andi. Svo að við búanda karlar, sem ekki skiljum stakt orð í þesfeum skáldskap, sjáum hvað mörg % af viti eru í kvæðinu og hvað miklu verður að henda sem óþverra. Að öðrum kosti tökum við undir með Jóni gamla á Bægisá og kveðum- „Hver skilur heimskuþvætting þinn og þú ekki sjálfur Leiruxinn“. Þá er hún ekki ^lorleg þessi vorvísa Kiljans: „Folöldin þau fara á sprett og fuglinn syngur en kýrin leikur við hvern sinn fingur“, Jeg hefi nú aldrei orðið var við það, að kýr væru áberandi fingralangar og býst ekki við að það verði fyrr en Kiljan er orðinn kálfahirðir hjá komm- únistum, þá kann svo að fara, ■; i i : i : i i. ; ! i t : I „ 5iga Hara að „fjórðungi bregði til fóst- urs“. Eða þá þessi undur fagra vísa: „Flatur nærri fram að gröf fjell um svarðarraftinn, út við satans ystu nöf afturábak á kjaftinn“. Ekki hefi jeg Kiljan augum litið, svo að jeg viti og kenni því ekki það hið nauðljóta höf- uð. Heldur aldrei sjeð mann, sem hafði kjaftinn kring um alt höfuðið og gat þar af leið- andi farið afturábak á kjaft- inn. Þetta er nú víst nóg um ljóða gerð Kiljans og get jeg með óblandinni ánægju tekið undir með einu snjallasta alþýðu- skáldinu okkar, sem kvað: „Þessa bók að mínu mati mætti brenna elds á glóð hænsnamat á hundafati hefir Laxness gefið þjóð“, Hvað það væri tilvalin upp- kveikja þegar næst þarf að eyða í eldi óæti, sem bændurnir hafa framleitt. ★ JEG ÆTLA nú ekki að fara langt út í það sem Kiljan hefir skrifað í óbundnu máli. Hefi jeg annað þarfara við tímann að gera en rifja upp þær ræfla- bókmentir. Auk þess er jeg enginn Ása-Þór og treysti mjer ekki til að súpa neitt fjöruborð á það úthaf öfga og öfugmæla. Aðeins minnast á síðustu bók- ina, íslandsklukkuna, og er þá ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, ef dæma má eftir styrknum, sem Kiljan fjekk fyrir að setja saman þao sigurverk. Þar er víðar en á einum stað þossi mannlýsing: „Hann bar hvolpana“. Hvergi man jeg eftir þessari mannlýs- ingu í hinu klossaða bóndamáli Snorra búanda í Reykholti og held jeg að enginn frýi honum vits, eða efist uin, að hann hafi ritað margar snjallar mannlýs- ingar. Annars fæ jeg alls ekki skilið þetta, nema á einn veg. Ef til vill verður það nú næsta afrek skáldsins frá Laxnesi að borga landbúnaðinum uppeldið, með því að fara að bera hvolpa. Þá verða þeir nú glaðir „idíót- arnir“ í sveitinni, sem stunda þetta „kjánalega sport“, eins ogr Kiljan orðar það, að hlaupa kring um ær í haga. Þá ætli vel við að raula þessa draum- fögru vögguvísu: „Sofðu nú svínið þilt, svartur í augum, farðu í fúlan pytt, fullan af draugum“. Ef Kiljan heldur, að jeg fari hjer með lögvillur einar og rangindi og að þetta sje ekki rjett skilið íslenskt mál, þá vil jeg biðja hann að fletta upp í kristnisögunni og lesa níðvís- una, sem kveðin var um Friðrik biskup og Þorvald víðförla og sem Þorvaldur'reiddist mest: „Hefir börn borið, biskup níu þeirra er allra Þorvaldur faðir“, i" i ■ i l 1 \ . I t • . t Idsson Þá man jeg ekki eftir því í hinum . ágætu konungasögum Snorra, að hafa rekist á orðið ,,arfakong“, sem Kiljan notar talsvert. Eða er hitt heldur, sem mig grunar, að hjer sje á ferð- iftni ein af mörgum illgresis- plöntum, sem skáldið er svo natið við að gróðursetja á ak- urlendi íslenskrar tungu. ÍSLENDINGAR hafa altaf fengið það orð, að vera auð- hrifnir af afreksmannasögum og aflrauna. Þeim er það í blóð borið, eins og í vísunni stend- ur: „Víða eru vörður reistar, á vegum sögu þessa lands. Úr fornöldinni fljúga neistar, framtaksins og íraustleikans. Ein þessháttar varða er kvía- hellan að Húsafelli í Borgar- firði, sem Snorri prestur, sá kraftakarl ljet gesti sína reyna afl sitt við og borga með veitt- an beina. Hefir Grímur Thom- sen ort um hana eitt af sínum snildar kvæðum. ,Kristleifur á Kroppi, sá xriæti maður, sem er einn af afkom- endum sjera Snorra, hefir ritað um hana ágæta grein í eitt af tímaritum okkar og sagt hvað hún er þung, sem mig minnir að sje hátt á annað hundrað kílógr. Nú hefir þriðja skáldið, Hall- dór Kiljan, reynt afl sitt við hellu þessa og getið hennar í síðustu bók sinni, en ekki er það þannig, að hróður hennar vaxi viA frekar en annað, sem Kiljan fer höndum um í sveit- um þessa lands. Kiljan lætur 14 ára stelpu hlaupa með steinvölu þessa þrjá hringi í kring um kvíarn- ar. Þær eru mannbærar meyj- arnar, sem Kiljan hefir komist í læri við í sveitunum. Það sténdur undir við þær óæta kjötið. Jeg nota hjer orðið mannbær, til þess ao sýna, að við í sveit- unum getum brugðið fyrir okk- ur orði úr hinu fágaða skálda- máli nútímans. Annars erúm við vanir að garmast við orðið gjafvaxta um skylt hugtak. Nú vil jeg spyrja Kiljan: — Fju'ir hverskonar fólk er hann að skrifa svona þvætting? Fyrir hugsandi menn í sveitum þessa lahds er það alVeg tilgangs- laust. Nema þetta eigi að vera likingamál og Kiljan hafi num- ið líkinguna, (ekki af fíkju- trjenu, því þær bókmentir les skáldið vist ekki) af því þegar einn. lærðasti málfræðíngur þessa lands sagði um eitt nafn- kent skáld, að það gæíi ekki fengið I. einkunn fyrir íslensk- an stíl á barnaprófi. Þao er þetta bjarg, sem skáld ið gat ekki rogast með, sem 14 ára stelpur hlaupa með eins og fífuvetling. Jeg þykist vera sæmilega stautandi á íslenskt mál, a. m. k. hefir mjer aldrei orðið vand- ræði úr því að komast fram úr fornbókmentunum okkar, þess um sem Kiljan er nú að laga stafsetninguna á. O jam og jæja. „Syndum við fiskarnir“, sögðu hornsílin'4. En þegar jeg á að lesa ís- landsklukkuna, sannast á mjer málshátturinn: „Tvisvar verð- ur gamall maður barn“, því þá verð jeg aftur að fara að stafa. Þegar að hætt er að hafa orða- skil, þá þekki jeg ekki orðin. Nú vil jeg spyrja: Fyrst Hall- dór frá Laxnesi vill endilega líma saman stóð og stjörnur í ritmáli, af hverju er hann þá að skrifa í tveimur orðum þessa rassambögu, sem hann heíir klest aftan við nafnið sitt og skrifa ekki Kiljanlaxness. Það er Ijómandi fallegt oi'ð og ís- lenskulegt. Þá myndi bað ekki hljóma illa á Rauða torginu og minnir svo þægilega á nafn ið á Kirjalax keisar, sem xikti einhvers^taðar í austurvegi, of jeg man rjett. ★ JEG HEFI nú gripið af handa hófi nokkrar rangvefjur iir vefnaði þessa mikla vefaia Halldórs Kiljaris Laxness. Mannsins, sem þykist þess um kominn, að taka íslenska bændastjett á knje sjer og segja henni, að hún framleiði ein- tóman óþverra og eigi engan sinn líka í aumingjaskap, þó leitað væri um allan hnöttinn. Þessi stjett, sem hefir haldið lífinu í þjóðinni í þúsund ár og borið gæfu til þess að fóstra ekki minni andans menn en þá. sem ritað hafa fornbókment- irnar, að Snorra Sturlusyni meðtöldum. Eignast Ijóðskáld, eins og Hallgrím og Jónas, IVÍatthías og Þorstein, svo nokk ur sjeu nefnd. En Halldór Kitj- an, þessi alheims flakkari, sem hefir verið teygður á eyrunum af oflofi, eldar handa þjóðinni þannig lagað andans ómeti, að ef þeir hafa átt einhverja af- komendur Vellýgni Bjarni og Æri-Tobbi, þá er lítill vafi í hvaða nútíðar Islending ættir þessara tveggja heiðursmanna koma saman. , Þetta læt jeg nægja í biii og þó jeg búist við að Kiljan sje þeirrar náttúru, að hann gangi upp við hvert högg, eins og sets hausinn á Fróðá, þá er jeg til með að dangla í hausinn á hon- um seinna, ef hann heldur upp- teknum hætti með svívirðingar einar um íslenskan lantíbúnað. Því ekki mun líða yfir mig, þó upp komi hreifarnir eins og húskarlinn 'á Fróðá forðurn. Rilað í igripum á öskuöag- inn 1944. Helgi Haraldsson. London í gærkveldi: Sóknin gegn Japönum á Ukrulsvæðinu hefir gengið að óskum að undanförnu og er nú því nær ekkert eítir af heijum þeirra þar, nema allra austast, þar sem barist er enn af nokk- urri hörku. Talið er að Japanar muni brátt efna til gagnsóknar á þessum slóðum. -r Bardög- um heldur og enn áfram í Myitkyina, og hafa Japanaoi gert mishepnaða tilraun til þess að ná flugvellinum þar á sitt vald. — Reuter. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.