Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 8. júlí 1944 ■ ■ VORUBILSTJORAVERKFALLIB VEGNA misprentunar. senx varð í frásögn Morgunblaðs- ins í gær um niðurstöðu verk- falls vörubílstjóra hjer í bænum, vil jeg biðja blaðið að birta það, sem lijer skal greina. Samkvæmt núgildandi dýr- tíðarvísitölu (268) var leigu- g.jald fyrir vörubifreiðar :;am- kvæmt samningi frá 14. sept. 1942 kr. 14,31 um kl.st. fvrir alla bíla án afhleðslxivjela. Þetta gjald er samkv. hinum nýja samningi hækkað upp í kr. 17,04. Aður var leigugjald fyrir l)íla með afhleðsluvjelum (með níiverandi vísitölu) kr. 18.65 um kl.st. Þetta gjald hefir liækkað samkv. hinum nýja samningi upp í kr. 19,54 um kl.st. Áður en verkfallið hófst, i bauð Vinnuveitendafjelagið að hækka kaup bílstjóra í samræmi við kauphækkun Dagsbrúnar í vetur, 16,6%. Samkvæmt því tilboði hefði leigugjaldið fyrir bíla með afhleðsluvjelum orðið kr. 19,78 pr. kl.st. , en ei'ns og ofan er sagt varð það kr. 19,54, eða kr. 0,24 lægra pr: kl.st. en Vinnuveitendafjeh bauð. Aftur á móti hækkaði leigugjaldið fyrir minni bíl- ana, sem ekki eru með af- hleðsiuvjelum. Þeir eru nú orðnir fáir og eru ekki endur |nýjáðir. ^ Ilingað til hefir gengið á p ýmsu um það, hvort menn hafa borgað hina hærri leigu fyrir bíla með afhleðsluvjel- um þó þær vjelar hafi ekki verið notaðar. Munu ailflestir hafa gjört það, en a. m. k. þrír hinna stærri atvinnurek- enda hjer í bænum hafa ekki borgað hið hærra leigugjakl f.yrir afhleðsluvjelabíla, þegar a fhleðsluvj elarnar hafa ekki ; rerið notaðar. Meðal þeirra er • Eimskipafjelagið, því stykkja vara verður ekki affermd með afhleðsluvjelum. — Fjelagið verður því mjög illa úti vegna hins nýja samnings, en sam- kvæmt ■ honum á að greiða fult gjald fyrir afhleðslu- vjelabíla þó afhleðsluvjelarn- arnar sjeu ekki notaðar. Sama er t.d. um sementsflutninga. Samið var um viðbótar- gjald ef ekið er meira en 100 km. á 8 kl.st., sem kemur varla nokkurn tíma fyrir í innanbæjarkeyrslu, er samn- ingurinn aðeins nær til. Vörubifreiðastjórarnir fengu ekki framgengt kröfu sinni um tímakaup fyrir kaffi- tíma. Það er venja Alþýðublaðs- ins og Þjóðviljans 'að reka upp öskur, að afloknu hverju verkfalli, um „fuila.n sigur“ verkalýðsins, hvernig svo sem niðurstaðan hefir orðið. Þetta hafa blöð þessi einnig gert í dag út aí umræddu verk- falli vörubílstjóra. Að vísu tókst þessum há- tekjumönnum. vörubílstjórun- um, áð þvinga fram með verkfalli sínu miklu meiri hækkun en nokkur sanngirni gat mælt með. En hinsvegar var þó langt frá því, að þeir fengju öllum kröfum sínum framgengt og skulu nú nefnd nokkur dæmi þess. Þeir kröfðust kr. 12.50 grunngjalds um kl.st. fyrir bifreiðar undir 2 tonna, Þeir feiigu kr. 12,00. Þeir kröfðust kr. 15,20, en fengu kr. 14,50, grunngjald um kl.st. fyrir 2 og 2% tonna bifreiðar, og var það, eins og ofan er sagt með núgildandi vísitölu, kr. 0,24 minna en Vinnuveitendafjelagið bauð þeim áður en þeir lögðu út í verkfallið. Þeir kröfðust viðbótargjalds yfir 100 km. keyrslu á kl.st. ,kr. 1,38 og kr. 1,50 pr. km. eftir stærð vjelanna, en þeir fengu kr. 0,80 og kr. 1,00. Þeir kröfðust tímakaups fyrir bílstjóra kr. 3,25. Þeir fengu kr. 3,00. Þeir kröfðust að fullt gjald væri greitt fyrir kaffitíma bæði fyrir bílstjórana og bíl- ana sjálfa. Þeir fengu ekk- ert. Að endingu vil jeg bæta því við að að það er algjör- lega rangt, sem ofannefnd blöð segja, að hinn nýi samn- ingur sje í samræmi við tilboð sem legið hafi fyrir Vinnu- veitendafjelaginu síðastliðinn föstudag. en fjelagið þá hafi synjað. Reykjavík, 7. júlí 1944. Eggert Claessen. — Barnaspífali Framhald af bls. 6. anlega margt skemtilegt að heyra og sjá. Það þarf ekki að hvetja Reyk- víkinga til að fjölmenna á þessa útiskemtun Hringsins. Örlæti þeirra er alþekt, þegar um er að ræða að styrkja gott mál- efni. Oskar Þórðarson, læknir. Um 130 þús. Sund- hallargestir fyrri helming þessa árs FYRRI HELMING þessa árs hafa 130374 menn sótt Sund- höll Reykjavíkur. Þessi mikli fjöldi skiftist þannig: 54.280 karlar, 13.349 konur, 24990 drengir. 25760 stúlkur, 10.579 skólaböð, 109 kerlaugar, 1185 karlar úr sund- fjelögum og 104 konur úr sund- fjelögum. , K. R. fer knaffspyrnu för fil Akraness KNATTSPYRNUMENN K. R., 1. og 3. flokkur, fara til Akraness á morgun, í boði Ak- urnesinga og munu keppa við fjelögin á staðnum. Akurnesingar hafa góðum mönnum á að skipa í þessum flokkum, enda hafa þeir notið kenslu Axels Andrjessonar í knattspyrnu. Sigraði annar fl. þeirra 2. fl. Vals fyrir skömmu. K. R.-ingarnir fara hjeðan á sunnudagsmorgun og koma aft ur um kvöldið. Fararstjóri þeirra er Sigurður Jónsson, þjálfari K. R. Fjölsækið úiiskeml- un Hringsins í dag Utiskemtun Kvenfjelagsins Hringsins til ágóða fyrir barna spítalasjóð fjelagsins hefst í Hljómskálagarðinum kl. 15.00 í dag. Formaður fjelagsins, frú Ingi björg Þorláksdóttir, setur sam- komuna, en Lúðrasveitin Svan ur leikur þjóðsönginn. Síðan flytur Katrín Thoroddsen lækn ir stutt erindi. Þá leikur lúðra- sveitin, en kl. 17.30 sýnir leik- fimisflokkur drengja úr K. R., undir stjórn Jens Magnússonar, fimleika. Að þessu loknu verða frjáls- ar skemtanir, dans á palli, ým- iskonar leikir í rúmgóðum tjöldum og fleira. Veitingar verða selddr í tjöld um, og merki og happdrættis- miðar seldir. Um leið og menn skemta sjer í m Hljómskálagarðinum, þá styrkja þeir gott málefni. Þess vegna verður þar fjölmenni í dag og á morgun. Norskum peningum smyglað. Stokkhólmi: — I Rovanjemi í Finnlandi var maður dæmdur í 15 þús. marka sekt fyrir brot á gjaldeyrisreglunum. Enn- fremur voru gerðar upptækar til handa ríkissjóði 72.000 krón ur, sem fundust á honum. Þá er nú finska lögreglan í óða önn að rannsaka fleiri smygl- mál, sem á döfinni eru. Sagt er, að erindrekar bandamanna smygli mjög miklu af norsk- um gjaldeyri frá Finnlandi um Svíþjóð til Bretlands, en þar sjeu ’ peningarnir notaðir af Norðmönnum, sem sendi leyni- lega erindreka til Noregs. Fimtán hjálparskip til Grikklands. Stokkhólmi: Skrifstofustjóri utanríkismálaráðuneytisins sænska, Thyberg, sagði fyrir skömmu í viðtali við „Morgon- bladet“, að 15 sænsk skip væru í förum með matvæli til hjálp- ar Grikkjum, sem stendur, og hefði tala skipanna nýlega ver- ið aukin um helming. Því mið- ur kvað Thyberg ekki verða hægt að fjölga skipunum meira. Quislingar spyrja spurninga Frá norska blaðafulltrúanum. Nú eru fyrir hendi nánari upplýsingar um spurningalista þann, sem quislingar hafa sent um mikinn hluta Noregs. Eru þar átta spurningar, sem beðið er um svar við. Þær eru þess- ar: 1.) Voruð þjer samþykkur árás bolsjevikka á Finnland ár- ið 1939. 2.) Viljið þjer að Sovjet Rússar fái Norður-Noreg? 3.) Eruð þjer reiðubúinn að sýná að þjer sjeuð andstæðingur bolsjevismans. 4.) Ef þjer gæt- uð valið milli rússnesks og þýsks hernáms, hvort mynduð; þjer þá kjósa?. 5.) Verðið þjer að hafa verið hernuminn af' Rússum til þess að geta tekið afstöðu til bolsjevismans? 6.) Eruð þjer andstæður spellvirkj um? 7.) Ef þjer fengjuð vit- neskju um það að verið væri að undirbúa spellvirki, mynduð þjer þá tilkynna það yfirvöld- unum. 8.) Eruð þjer kunnugur því, að ef spellvirki eru drýgð og þeir seku nást ekki, þá munu þeir verða skotnir, sem siðferði lega ábyrgð bera á verkinu? Einn af leiðtogum quislinga hefir sagt, að hver sá, sem ekki svari spurningum þessum, verði talinn þjóðhættulegur maður og skráður á lista sem slíkur. Víða um landið eru nú quisl- ingar farnir að bjóða fólki á fyrirlestra og telja þeir það landráð að sækja þá ekki. Hafa þeir þegar handtekið nokkra menn, sem ekki vildu sækja fyrirlestrana. Mosquito hrapar í Svíþjóð. Stokkhólmi: Fyrir skömmu hrapaði fyrsta Mosquito-flug- vjelin til jarðar rjett við járn- brautarstöð eina. Áhöfnin, tveir menn, slapp ómeidd, en vjelin laskaðist illa. Sænskir varð- menn komu í veg fyrir, að flug mennirnir kveiktu í flugvjel- inni, sem sögð er hafa verið yfir Berlín um nóttina. Hvorki sprengjur nje skotfæri voru í vjelinni. 1) X-9: — Svo að ,,Blákjammi“ Kazonni hefir ennþá brotið af sjer? Lögregluforinginn: •— Það er rjett, X-9, . , að þessu sinni svíkst hann undan herskyldu. 2) X-9: — Herinn hefir ekkert að gera við skepn- ur eins og hann í einkennisfötum. Lögregluforing- inn: — Jeg veit það, en hann hefir verið kvaddur til herþjónstu. 3) Lögregluforinginn: — í raun og veru hefir lögreglan aldrei verið fær um að hafa hendur í hári hans. .. Hann er morðingi og fyrverandi fjársvik- ari, en hann hefir altaf sloppið. , 4) Lögregluforinginn: — Jeg álít að ástæðan til þess að „Blákjammi“ svíkst undan herskyldu sje að hann hafi eitthvað stórt á prjónunum . . . Jeg ætla þjer að hafa gætur á honum. X-9: — Heldur sóðalegur náungi, eða er það ekki?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.