Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAí/lÐ Laugardaginn 8. júlí 1944 LARRY DERFORD 1ÁJ. Jjjomeríet ^JJJauaL lam: í leit að lífshamingju — 38. dagur — að dvelja um stund í Indlandi og spurði hann, hvað jeg ætti að skoða. Við töluðum lengi saman, og að lokum sagðist hann vera að fara til Benares þá um kvöldið og spurði, hvort jeg vildi koma með sjer. Jeg þáði það með þökkum“. ★ „Þegar við loks komum til Benares, kom ungur maður, á aldur við mig, til þess að taka á móti fjelaga mínum, og Swaminn sagði honum að finna herbergi handa mjer. Nafn hans var Mahendra og hann var kennari við háskólann. Það var mjög viðfeldinn og gáfað- ur náungi, og virtist kunna eins vel við mig, eins og jeg kunni við hann“. „Allir voru góðir við mig. Þegar þeir komust að því, að jeg var ekki kominn þangað til þess að fara á tígrisdýra- veiðar eða braska, heldur að- eins til þess að læra, vildu þeir alt fyrir mig gera. Þeir voru mjög ánægðir, þegar jeg sagð- ist vilja læra Hindosta ni, mál Hindúa, og útveguðu mjer kennara. Þeir lánuðu mjer bæk ur. Þeir þreyttust aldrei á að svara spurningum mínum. Ert i þú nokkuð kunnugur Hindúa- trúnni?“ „Mjög lítið“, sagði jeg. „Jeg hygg, að þú myndir hafa gaman af að kynna þjer hana. Er nokkuð til ógurlegra en sú hyggja, að alheimurinn hafi ekkert upphaf og engan endi, heldur fari stöðugt frá vexti til jafnvægis, frá jafnvægi til hrörnunar, frá hrörnun til upplausnar og frá upplausn til vaxtar — og þannig áfram, um alla„eilífð?“ „Og hver ætla Hindúar, að sje tilgangur þessara endalausu endurtekninga?“ „Jeg hygg, að þeir mundu svara, að þannig væri eðli þess Algjöra. Þeir trúa því, að til- gangur sköpunarinnar sje að vera sem nokkurs konar áfangi, þar sem sálin hljóti refsingu eða laun fyrir gjörðir sínar í fyrri tilverum“. „Trú þeirra gerir þá fyrir fram ráð fyrir sálnaflakki?“ „Það er trú tveggja þriðju mannkynsins“. „Sú staðreynd, að margir trúi einhverju, er engin trygg- ing fyrir þ'O'í, að það sje satt“. „Nei, en það gerir það þess vert að taka það til íhugunar. Kristin trú hefir tileinkað sjer svo mikið af Neo-Platonisma, að hún hefði auðveldlega get- að tileinkað sjer þetta líka, og í rauninni var einu sinni til kristinn trúarf Dkkur, sem trúði á sálnaflakk — en svo var því lýst yfir, að slíkt væri villu trú“. „Ér rjett hjá mjer, að þetta þýði, að sálin fari úr einum : likama í annan, á endalausri : reynslugöngu, sem dygð eða i löstur fyrri gjörða ræður?“ ; „Já, það held jeg. i i „En sjáðu til, jeg er ekki að- 1 eins sál mín, heldur og líkami 1 minn, og hver getur skorið úr í því, hve mjög jeg — mitt ein- staklingseðli — takmarkast af slysum, sem koma fyrir líkama minn? Hefði Byron verið By- ron án trjefótar síns eða Dosto- yevski Dostoyevski án floga- veiki sinnar?“ „Indverjar tala aldrei um neitt, sem við köllum slys. Þeir mundu aðeins svara því, að það væru gjörðir þínar í fyrri til- verum, sem hefðu ráðið því, að sál þín tók sjer bústað í óheil- brigðum líkama“. Larry starði fram fyrir sig, niðursokkinn í hugsanir sínar. Síðan hjelt hann áfram og brosti lítið eitt: „Hefir þjer ekki dottið í hug, að sálnaflakkið er í senn skýr- ing og rjettlæting á því illa í heiminum?“ „En hvers vegna skapaði guð ekki heiminn í upphafi lausan við þjáningar og eymd, þegar einstaklingurinn var hvorki gæddur dygðum nje löstum, sem rjeðu gjörðum hans?“ „Hindúarnir myndu svara því, að það hefði aldrei verið neitt upphaf. Sál einstaklings- ins, sem til hefir verið í sam- bandi við alheiminn, hefir ver- ið til um alla eilífð og á eðli j sitt að þakka einhverri fyrri tilveru“. „Og hefir trúin á sálnaflakk- ið góð áhrif á þá, sem trúa því? Því að þegar á alt er litið er það það, sem hefir mest að segja“. „Já, þgð held jeg“. „Og truir þú á það, Larry?“ „Það er mjög erfitt að svara þessari spurningu. Jeg hygg, að ógjörningur sje fyrir Vest- urlandabúa að trúa því eins hiklaust og Austurlandabúar gera. Það er þeim runnið í merg og bein. Við getum aldrei litið á það öðru vísi en sem ætlan. Jeg geri hvorugt að trúa því, eða trúa því ekki“. Hann þagði andartak, hvíldi andlitið í höndum sjer ogTorfði niður á borðið. Svo rjetti hann úr sjer. Jeg ætla að.segja þjer frá mjög undarlegu atviku, sem kom einu sinni fyrir mig. Kvöld eitt sat jeg í litla herberginu mínu í sambýliskofanum og var að hugsa, eins og hinir ind- versku vinir mínir höfðu kent mjer. Jeg hafði kveikt á kerti og einbeindi athygli minni að loga þess, og eftir dálitla stund sá jeg greinilega, í gegnum log- ann, langa röð mannsmynda, sem stóðu hver aftan við aðra“. „Fremst stóð eldri kona. Hún hafði kniplingahúfu með grá- um, litlum hringjum, sem hjengu niður fyrir eyru henn- ar. Hún var í aðskornum, grá- um bol og silkipilsi með legg- ingum, en það var búningur, sem jeg hygg að konur hafi notað á 17. öldinni. Hún stóð og sneri andlitinu að mjer, og yfir henni hvíldi einhver ynd- isþokki. Handleggir hennar hjengu niður með hliðunum og lófarnir sneru að mjer. Svip- urinn á hrukkóttu andliti henn ar var vingjarnlegur, mildur og blíður“. „Rjett fyrir aftan hana stóð stór, þrekinn Gyðingur og sneri hliðinni að mjer, svo að jeg sá á vangasvip hans. Hann var klæddur gulri úlpu og hafði gula kollhúfu ofan á þykku, dökku hárinu. Hann leit út fyrir að vera lærður mað- ur og í svip hans var harður, en um leið því nær ástríðu- þrunginn strangleiki“. „Bak við hann stóð ungur maður, sem jeg sá eins greini- lega og ekkert hefði verið á milli okkar. Hann sneri and- litinu að mjer. Hann hafði þetta glaðlega, ruddalega yfir- br„gð, sem einkendi Englend- inga á 16. öld. Hann stóð þarna öruggur og svipúr hans var djarfur, ófyrirleitinn og gáska- fullur. Hann var klæddur mjög skrautlegum, rauðum búningi, sem líktist einna mest hirð- búning, með breiða flauelis- skó á fótunum og flata flauelis- húfu á höfðinu“. „Bak við þessi þrjú var enda laus röð manna — eins og bið- , röð fyrir utan kvikmyndahús — en jeg sá þá svo óljóst, að jeg gat ekki greint útlit þeirra. Jeg skynjaði aðeins óljósar myndir þeirra og hreyfingu þá, sem fór í gegnum þá, eins og kornstrá, sem bærast fyrir andvara sumarsins. Eftir dá- litla stund — jeg veit ekki, hvort það var ein mínúta, fimm, mínútur eða tíu — runnu mynd irnar hægt saman við nátt- myrkrið, og ekkert var að sjá' annað en stöðugt ljósið á kert- inu“. Takið þessa bók með í sumarfríið. BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Lausraves: 168. — Sími 5347. BEST AÐ AUGLtSA 1 MORGUNBLAÐINU. Valemon konungur hvítabjörn Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 2. Þetta fannst konungi ekki mega svo lengur ganga, hann sendi nú elstu dóttur sína út og tók björninn hana og þaut af stað með hana á bakinu. Þegar þau höfðu farið langan veg, sagði björninn við hana: „Hefirðti setið í mýkra sæti og sjeð betur?“ „Já, mýkra var sætið á móðurknjám og betur sá jeg heima í höll föður míns“. „Jæja, þá ertu ekki sú rjetta“, sagði björninn. Og svo rak hann hana heim aftur. Næsta föstudag kom hann aftur og allt fór á sömu leið. Hermennirnir reyndu að berjast við hann, en hann sló þá niður eins og visin strá og konungur varð að biðja hann að hætta og sendi nú út næstelstu dótturina og hana þaut björninn með í burtu. Þegar þau höfðu farið góðan spöl, sagði björninn: „Hefir þú setið mýkra og sjeð betur?“ „Já“, svaraði konungsdóttir. „Heima í höll föður míns sá jeg skýrar og mýkra var sætið á móðurknjám“. „Jæja, þá ert þú ekki sú rjetta“, sagði bjarndýrið. Og svo rak það hana heim aftur. Þriðja föstudaginn kom björninn enn, og var nú harð- ari í höggunum, en áður, en konungi fannst hann ómögu- lega geta látið hvítserk rota fyrir sjer allan herinn og svo sendi hann yngstu dótturina út til hans í Guðs nafni. — Björninn tók hana þegar á bak sjer og þaut af stað. Þegar þau höfðu farið langa leið og voru stödd í skógi einum miklum, spurði björninn yngstu kóngsdótturina sömu spurninganna og hann hafði lagt fyrir systur henn- ar, hvort hún hefði nokkurn tíma setið í mýkra sæti eða sjeð skýrar. „Nei, aldrei“, sagði hún. „Gott er það, þá ert þú sú rjetta“, sagði björninn. Svo komu þau að höll, sem var svo fögur og mikil, að höll konungsins, föður fylgdarmeyjar barnsins, var eins og vesæll kofi í samanburði við hana. Þar átti hún nú að búa og fá allt, sem hugur hennar girntist, þurfti ekki að gera nokkurn hlut nema aðeins að gæta þess, að eldurinn dæi aldrei. Björninn var á brott um daga, en kom heim ið kveldi og var mennskur maður um nætur. Þetta gekk allt vel í þrjú ár og á hverju ári eignaðist konungsdóttir óarn, og björninn fór með þau öll burtu jafnskjótt og þau -nru fppdd. Af bessu varð konungsdóttir mjög sorgmædd uoman: — Svo vona jeg, að eg sjái yður ekki framar hjer. — Núýætlar herra dómarinn að segja af sjer? ~k I leikhúsi. — Hvernig stendur á því, að þú klappar svona ákaft fyrir þegsari bölvaðri vitleysu? — Jeg geri það til þess að halda mjer vakandi. ★ — Jeg hefi gert nýja upp- götvun, sem jeg hlýt að stór- græða á. — Hvað er það? — Það er nýr bókstafur í skrifstofuvjelar. Þegar sá, sem skrifar, veit ekki, hvernig á að skrifa eitthvert orð, þá notar hann þennan staf og hann get- ur komið í staðinn fyrir i eða y, g eða h, eða hvaða staf sem er. ★ Það er ótrúlegt, en satt er það samt, að í Hartwell í Ohio í Banda- ríkjunum var eitt sinn feld stór eik. Þegar bolurinn var sagaður í sundur, fanst innan í honum eldgömul skeifa, að maður einn í Los Angeles heitir þessu fræga nafni: Lleie- usszuieusszessses Willihimini- ziisteizzii Hurrizzissteizzii. Oll nöfnin eru borin fram í einu sem eitt nafn, að á 18. öld var það si„ður hefðarkvenna í Englandi að skreyta hatta sína með skips- líkönum. Voru skipin með rá og reiða og undir fullum segl- um, að Novellus Torquatus gat leikið þá list að drekka 13 lítra af víni í einum teig. Tiberius keisari heyrði getið um þetta, en trúði því ekki. Ljek þá Tor- quatus. list sína að honum sjá- andi, svo að hann varð að trúa, að býfluga þurfa að fljúga 60 þús. km. til þess að safna einu pundi af hunangi. ★ A grímudansleik. — Þarna er maður, sem hefir elt mig alt kvöldið. Hvað á jeg að gera til þess að losna við hann? — Taka af þjer grímuna. ★ — Hefirðu veitt nokkuð? — Nei, en jeg hefi tamið fisk ana, svo að þeir jeta altaf af öngliaum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.