Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐI0 Laugardaginn 8. júlí 1944 Minning Jóhönnu Jónsdóttur frá Flateyri Fædd 6. febr. 1922. Dáin 25. júlí 1943. Það var bjart yfir heimili þeirra hjónanna. Guðmundu Magnúsdóttur og Jóns Pjeturs- sonar, á Flateyri, í fyrsta sinni, er jeg kom þar inn. Það var sunnudag haustið 1930. Síðsumarsólin ljómaði inn um gluggann nye^helti geisla- gulli á gyltu lokkana hennar Hönnu litlu dóttur þeirra, sem lá í rúminu sínu eitthvað lítið lasin, en hún Lilly litla, hin elskulega dóttirin, ljek sjer að brúðunni sinni. Mjer virtist þetta heimili fult af gleði og ljósi, en björt- ust var þó ástúðin í brosi for- eldranna, er þau horfðu á litlu elskulegu dæturnar sínar. Mjer fanst að inn í slíkt sólskin gætu aldrei skuggar komist. Það var þá, að jeg sá hana Hönnu litlu í fyrsta sinni, þetta' yndislega barn. — Bláu, skæru augun, bjarta brosið, ljósgullna hárið, fjell svo vel inn í geisla sólarinnar, sem skein á drif- hvítt rúmið, sem hún var í. Mynd þessa elskulega barns festist djúpt í huga mjer, svo traust, að jeg gleymi henni aldrei. Rólegu, fögru barnsaugun horfðu á mig, er jeg ávarpaði hana. En þau horfðu lengra — fanst mjer — langt út í eitthvað fagurt ósæi, sem jeg sá ekki og skildi ekki. Og jeg kyntist henni Hönnu litlu. Hún átti að gæta litla drengsins míns. Hún átti yfir einhverju, alveg sjerstöku, ást- úðlegu að ráða, sem glatt gát og fróað litlu barni. Jeg gat hlust- að hugfanginn á hana, löngum stundum, þegar hún hjelt, að hún væri ein með litla drengn- um, og enginn tæki eftir þeim. Hún sagði litla drengnum frá fögrum sýnum, sem hún sá í æfintýraheimum sálar sinnar, sem voru svo bjartir og unaðs- legir. Og hún Hanna litla kom í skólann til mín. Gráa þungbúna vetrarmorgna bar hún sólskinið inn- til mín, ljósið fylgdi henni hvar sem hún var. Hún var elskulegur nemandi, samvisku- söm og gáfuð og bjart var yfir öllu, sem hún lagði huga og hönd að. Og hún hjelt námi áfram í Gagnfræðaskóla ísafjarðar, því að mentast var ósk hennar og þrá. Og af hlýjum ummælum kennara hennar þar, veit jeg, að hún. hefir eignast vinarhug I VERKAMENN Okkur vantar nú þegar tvo vana, röska verkamenn í vinnu í Hvalfirði. Útvegum húsnæði og fæði á staðnum, sömuleiðis sjeð um ferðir til Reykjavíkur. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Við- talstími á skrifstofu okkar 10—12 í dag. H.F „SHELL“. SOLV-X IN QUINK PROTECTS ALL PENS AGAINST BREAK-DOWN High-acid inks, records show, cause 65% of ail pen failures. That's whý Parkcr Quink is so important. For Quink contains solv-x—protects all pens against metal corrosion and rubber rot. Solv-x ends clogging . . . cleans pens as they write. Keep your fountain pen out of the repair shop by using Parker QíJnk. Brilliant and smooth-flowing. Ideal for stcel pens, too^ ^ PARKER Qmnk THI ONIY INK CONTAINING PEN-PROTICTIN® S6LV-X Ad No. 3016-E Second Semester 1944 2 col. x, 6 in. j Jóhanna Jónsdóttir. skólasystkina og kennara fyrir alt það góða og ástúðlega, sem hún átti í .svo ríkum mæli. Að loknu gagnfræðanámi, stóð þessi elskulega og glæsi- lega stúlka á þeim vegamótum, þar sem æfistarfið skyldi ákveð ið. Og hún, sem unni öllu fögru og góðu valdi auðvitað þá leið- ina, að starfa þar, sem mest var þörf á að sýna ástúð og gefa sólskin og yl, hún ætlaði að gerast hjúkrunarkona. Til þess að byrja á því starfi strax, rjeð- ist hún sgm hjúkrunarkona að sjúkraskýlinu á Hólmavík. Þar hjúkraði hún sjúkri stúlku af þeirri alúð og fórn- fýsi, sem -er einkenni þeirra, sem alt vilja gefa þjáðum mönn um. Og svo veiktist hún. Hanna litla. Dásamleg ró og þreklyndi voru hennar einkenni á stund- um sjúkdóms og þrauta. Jeg kom til hennar, er hún var veik. Sama blessað sólskinið var í svipnum og sama gleðin í máli og á björtustu gleðistund unum fyr^ Hverri fagurri hugs- un, er hún heyrði eða sá og hverju fögru ljóði safnaði hún í bókina sína, sem altaf var við höndina. Hún safnaði gimstein- um fegurðar og lífspeki, það var guiíið, sem hún_þráði. Þung og löng þrautasaga verð ur aldrei skráð með bleki af mannshönd. Hún er rituð með þögninni inn í eilífðina. Og rist blóðug- um rúnum sársauka inn í ást- vina hjörtu. Og blessað ljósið, hún Hanna litla, hvarf með bros á æsku- björtu andlitinu, þangað, sem ástvinahendurnar ná ekki til hennar og ástvina augu sjá hana ekki, inn 1 ljósið sem hún var komin frá. En í hjartans helgidómi ást- vinanna hennar ljóma björtu brosin í sársauka elskunnar gegnum tárin. Þegar mjer barst fregnin um það, sem skeð var, varð mje'r það fyrst fyrir að spyrja í sárs- auka: Af hverju þurfti þetta að ske? Og í hug mjer kom þessi álykt- un einhvers vel viturs manns: Þeir, sem eru bestir og hrein- astii', hverfa ungir til Guðs, af því að hann þarf þeirra með, til þess að hjúkra sálum þeirra, sem deyja í hatri og synd, því þeir komast ekki inn í dýrðar- heima ljóssins og friðarins, nema leiddir af sakleysi og hreinleika. Aldrei hefir heiftúð og hatur fylt heiminn eins og nú. Aldrei hefir eilífðinni verið meiri þörf á hjúkrandi englum en nú. Jeg trúi því, að Guð hafi kall að hana Hönnu litlu, ástkæra sólskinsbarnið, til sín til þess að hún hjeldi þar áfram starf- inu göfuga og góða, sem hún óskaði og þráði. Og dásamlegasta starfið, sem elskulegt sólskinsbarn vinnur, hlýtur að vera það að leiða 'særðar sálir úr húmskuggum helsins inn í heiðríkju lífsins. Hanna litla, blessað sólskins barn. Þú ert elskuð og þín er minst. Mamma, pabbi, systir, fóstbróðir og allir ástvinir þín- ir umvefja þig kærleiksbænum sínum, og þakka þjer Íjósið og gleðina, sem þú gafst þeim. Þú hvarfst þeim sjónum á sumardegi. Og á sumardegi ei- lífðarinnar faðmist þið og finn- ist aftur. Þú lifir. Því það, sem helgað er sársauka elskunnar, getur aldrei dáið. Sv. G. Fjölgun ferða á sjerleyfisleið Á leiðinni Reykjavík—Sandgerði aka áætlunarbílar Keflavíkurhrepps frá 8. júlí 1944 sem hjer scgir: Tvær ferðir á dag. Frá Reykjavík kl. 4 og kl. 7 e. h, Frá Sandgerði kl. 8,30 f. h. og kl. 12,45. ÁÆTLUNARBÍLAR KEFLAVíKURHREPPS. ^><$><$><$^$>m^$>^>^>^$^><$><$^>m>m>m^$>^$>^$^$><$<m^><$^>m>m^^ M Ljósmynd af 1 FYRSTA FORSETA ISLANDS ætti að vera á hverju heimili á landinu. = VEGNA FJÖLDA FYRIRSPURNA skal bað m tekið fram, að HERRA FORSETI ÍSLANDS ..... SVEINN BJÖRNSSON, hefir veitt mjer leýfi m til útgáfu af mynd þeirri, sem jeg hefi tekið af = honum á ljósmyndastofu minni. Myndirnar verða í 18X24 cm stærð (og eftir samkomulagi stærri). = VERÐ: , OLÍUMYNDIR 50 krónur og á venjuleg- um ljósmyndapappír 20 krónur. — — EKKI VERÐUR TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM í SÍMA. — MYNDIRNAR TIL SÝNIS Á LJÓSMYNDA- = STOFUNNI. 1 Loftur I Konungl. sænskur hirðljósmyndasm. = il NÝJA-BÍÓ. = 1 llllllllllllllllllllilllilllilLlllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.