Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 6
6
MO*GUNBLAT)IÐ
Laug'ardaginn 8. júlí 1944
HtmgmtMftfe!
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Áuglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Blekkingavefur Tímans
TÍMINN heldur áfram að ala á þeirri háskalegu blekk-
ingu, að stjettamismunurinn hafi magnast stórlega í okk-
ar þjóðfjelagi undangengin stríðsár. Hjer hafi risið upp
f jölmenn og voldug stjett stríðsgróðamanna, meðan marg-
ar' stjettir hafi vart haft til hnífs og skeiðar. Þessi óholla
þróun hafi skapað jarðveg fyrir stjettaátök og sundur-
lyndi í þjóðfjelagin^ og veitt öfgastefnum hin ákjósan-
legustu starfsskilyrði.
★
Þegar Tíminn hreyfði þessu fyrst, nú fyrir fáum
dögum, fann Morgunblaðið ástæðu til að benda á, að
þróunin hjer á landi hefði verið alt önnur stríðsárin, en
Tíminn vildi vera láta. Mbl. benti m. a. á, að strax í
byrjun stríðsins hafi verkamenn og aðrir launþegar feng-
ið tryggingu fyrir því, að þeim yrði bætt dýrtíðin, hver
sem hún yrði. Verkamenn og flestar launastjettir hafi og
brátt fengið verulegar kjarabætur og hjeldu þeim óskert-
um enn. Fullyrti Mbl., að kjör alþýðumanna hafi aldrei
verið svipað því eins góð hjer á landi og undangengin
stríðsár.
Ennfremur benti Mbl. á, að strax og það kom í ljós, að
bændastjettin varð illa úti, vegna markaðstapa, hafi Al-
þingi hlaupið undir bagga og greitt úr ríkissjóði tugi
miljóna, til þess að koma þar á jöfnuði við aðrar stjettir.
Alt eru þetta óvefengjanleg sannindi, enda gerir Tím-
inn ekki minstu tilraun til þess að hrekja þau.
Það er til ein stjett manna, sem hefir verið hart leikin
stríðsárin, en hana nefnir Tíminn ekki og hann hefir
aldrei lagt henni liðsyrði. Það eru starfsmenn ríkisins,
einkum þeir sem eru í lægri launaflokkum. Kjör flestra
þessara starfsmanna eru í engu samræmi við kjör annara
stjetta þjóðfjelagsins.
★
Svo eru það stríðsgróðamennirnir. Tíminn heldur því
fram, að skattalög okkar sjeu þannig, að einstaklingar
hafi getað safnað stórfeldum gróða stríðsárin. En hið
sanna er, að eftir að stríðsgróðaskatturinn var lögtekinn,
var gróðasöfnun gersamlega útilokuð. Þar hefir verið
svo langt gengið, og er enn, að ríkið tekur 90% af skatt-
skyldum tekjum umfram 200 þús. kr. Hitt er rjett, að
skattalögin leyfa útgerðarfjelögum að leggja til hliðar
nokkurt fje til aukningu skipastólsins, en þetta er gert
til öryggis fyrir framtíðina, enda allir sammála um að
þetta sje brýn nauðsyn. Svo njóta og almenn hlutafjelög
nokkurra hlunninda fyrir varasjóði sína, sem einnig er
nauðsynlegt til tryggingar framtíðarrekstri þessara fyrir-
tækja. Tíminn hefir farið hörðum orðum um það, að í
skattalögum var dregið úr möguleikum samvinnufjelaga
til söfnunar varasjóða. En sje samvinnufjelögum nauð-
synlegt að safna varasjóðum — og er enginn ágreiningur
um það — ætti sama að gilda um hlutafjelög.
★
Ný kaupkröfualda virðist risin í okkar landi. Hvert
stjettarfjelagið af öðru segir upp samningum og heimtar
hærra kaup. Og það eru ekki þau stjettarfjelög, er lakast
hafa kjörin, sem riðið hafa á vaðið.
Skrif Tímanus um hinn stórfelda ójöfnuð og misskift-
ingu milli stjettanna, hljóta að kalla fram nýjar kaup-
kröfur. En er ekki mælirinn að verða fullur. Rekur ekki
að því fyrr en varir, að atvinnuvegirnir hætti að geta
risið undir byrðinni? Hver á þá að greiða hið háa kaup?
Eitt er víst: Ef sú stefna á að vera ráðandi í okkar þjóð-
fjelagi, að banna atvinnufyrirtækjum að safna fje til
reksturs síns og gera samtímis jafnt og þjett auknar
kröfur, verður skamt að bíða þess, að einkarekstur og
einkaframtak á sviði atvinnulífsins í okkar landi hverfi
með öllu.
Ef til vill er það þetta, sem stefnt er að. En ef svo er,
eiga þeir, sem knjesetja vilja einkareksturinn, að ganga
hreint til verks. Það væri ólíkt drengilegra, heldur en að
vera að murka úr honum lífið.
Barnaspífaii
Hringsins
EFTIR ÞVÍ, sem bærinn
stækkar og fólkinu fjölgar,
verður þörfin sífelt brýnni, að
hjer í bæ verði bygt sjerstakt
sjúkrahús fyrir börn, sem snið-
ið sje eftir þeirra eigin þörfum.
Engum er það ljósara en lækn-
unum, hversu erfitt það oft og
líðum er, að stunda sjúk börn
i heimahúsum, þar sem sú Hjálp
og hjúkrun, sem þar er hægt að
veita, er iðulega svo ófullkomin
og ónóg. En það er einmitt að-
hlynningin og hjúkrunin, sem
svo mikið byggist á hvort hið
sjúka barn nær heilii heilsu.
I heimahúsum er heldur ekki
hægt að gera þær rannsóknir,
sem þarf, til að aðgreina eða
þekkja ýms sjúkdómstilfelli. —
Ekki er heldur hægt þar að
gera þær aðgerðir, sem svo oft
og tíðum þarf í skyndi að grípa
til, þegar um alvarlega sjúk-
dóma er að ræða. Það er ekki
hægt að neita því, að margt
barnslífið fer forgörðum, sem
að öllum líkindum hefði verið
hægt að bjarga, ef það hefði ver
ið á sjúkrahúsi.
Það segir sig sjálft, að það er
óra mismunur á batavon þess
barnsins, sem liggur sjúkt í
loftillum kjallaraíbúðum, eða
öðrum álíka húsakynnum og
enga hjúkrun hefir, af þeim
sem til kunna, og þess barnsins,
sem liggur á sjúkrahúsi og
stundað er af faglærðu og'æfðu
hjúkrunarliði, þar sem allt er
við hendina er þarf. ef til ein-
hverrar aðgerðar þarf að grípa.
Það er líka önnur hlið á þessu
máli, sem ekki er hægt að
ganga fram hjá, sú hliðin, sem
að heimilunum snýr. Er ekki
oft og tíðum full þung sú byrði,
sem á móðurina er lögð, er hún
sjálf er látin hjúkra og annast
sitt sjúka og dauðvona barn?
Vaka nótt eftir nótt og vera
enga stund dagsins laus við
kvíðann og áhyggjurnar, sem ef
til vill er meir lamandi en vök-
urnar og stritið sjálft. ■— Myndi
það ekki draga nokkuð úr á-
hyggjum móðurinnar, að vita
að barni sínu væri hjúkrað af
fólki, sem til þess kann og und-
ir þeim bestu skilyrðum, sem
kostur er á?
Kvenfjelagið Hringurinn í
Reykjavík hefir með sínum al-
þekkta dugnaði hafi baráttuna
fyrir byggingu barnaspítala. —
Konur Hringsins hafa vakið á-
huga almennings fyrir málefn-
inu, svo margur góður maður-
inn hefir lagt drjúgan skilding
í barnaspítalasjóðinn. En gjaf-
ir til barnaspítalans eru, sam-
kvæmt samþykt Alþingis, und-
anþegnar skatti.
Væri nú ekki vel til þess fall
ið, að þeir menn og þau fjelög,
sem á þessum árum hafa safn-
að auði og allsnægtum, ljeti
eitthvað af mörkum, þessu
mikla menningarmáli til styrkt
ar.
I dag og á morgun ælla kon-
ur Hringsins að halda útiskemt-
un í Hljómskálagarðinum, til
ágóða fyrir barnaspítalann. •—
Hafa þær hvorki sparað tíma
nje erfiði til þess að þessi fyrir
hugaöa skemtun verði sem á-
nægjulegust. Þar verður áreið-
Framhald á 8. síðu
yjíluerji ilrij-ar:
| daaíe
•í*
x<*:-x-x-x-x-x-:-x*
Einkaleyfi og almenn
kurteisi.
MARGIR MENN eru þannig
gerðir, að þeir eiga bágt með að
sitja á strák sínum og gera það
heldur ekki stundinni lerigur en
þeir telja sig mega til. Þannig
er það í viðskiftum sumstaðar.
Á meðan samkepni er í viðskift-
unum telja menn sjer skylt að
sýna almenna kurteisi, því geri
þeir það ekki, vita þeir, að við-
skiftin eru töpuð og ganga þang-
að, sem viðskiftavinunum er
sýnd sjálfsögð kurteisi.
Þessar hugleiðingar eru hjer
ritaðar að gefnu tilefni. Eins og
kunnugt er hefir samgöngukerf-
ið verið skipulagt þannig, að á-
kveðnir menn, eða bifreiðastöðv
ar hafa fengið sjerleyfi til far-
þegaflutninga á ákveðnum leið-
um. Það er ekki í önnur horn að
venda fyrir þá, sem þurfa að
kaupa sjer far, en að ferðast með
sjerleyfisbifreiðunum. Þetta
skipulag hefir gefist mjög mis-
jafnlega, eins og vitrir menn sáu
fýrir. Það mun þó sem betur fer
ekki vera algengt, að sjerleyfis-
hafar fyllist hofmóði, en það er
þó til.
Að þessu sinni skulu ekki
nefnd nein nöfn, einkum þar
sem um er að ræða einn af al-
minstu spámönnum í þessari at-
vinnugrein. En það er vitanlega
algjörlega ófært, að hið opinbera
veiti einstökum mönnum einka-
leyfi til atvinnureksturs, ef þeir
sömu menn eru svo skapi farn-
ir, að þeir kunna ekki að um-
gangast fólk af almennri skyn-
semi. Og nóg um þetta í bili.
Bílaskorturinn á
morgnana.
ÞAÐ HORFIR alveg til stór-
vandræða, hve erfitt er að fá
leigubíla hjer í bænum að
morgni dags. Það er sama þótt
líf liggi við. Það er ekki hægt að
fá bíl fyrir hádegi, nema þá ef
til vill með því að hanga langa
lengi og bíða á einhverri stöð-
inni.
Fyrir nokkru lýsti jeg því hjer
í dálkunum, hve miklum erfið-
leikum það bakaði mönnum, að
geta ekki .náð í leigubíl að
morgni dags. Fólk er að leggja
upp í ferðalög og þarf oft að
koma miklum farangri til skips
eða á bílastöð. Margt fleira kem
ur til greina, sem því veldur, að
mönnum er nauðsynlegt að geta
náð í leigubíl að morgni dags.
Er nú ekki einhver leið til að
bæta úr þessu? Er ekki hægt að
taka upp morgunvakt, eins og
næturvakt? Vilja bílaeigendur
ekki athuga þetta? Það yrði á-
byggilega vinsælt meðal bæjar-
búa, ef leigubílaeigendur reyndu
að leysa þetta mál á heppilegan
hátt.
Óþarfa þrengsli í
strætisvögnum.
ÞAÐ ER oft ös í strætisvögn-
unum og það kemur fyrir, að
strætisvagnar fara framhjá
stöðvum, þar sem þeim er ætlað
að taka farþega, og geta ekki
tekið þá menn með, sem höfðu
beðið eftir vagninum og reitt sig
á ferðina, vegna þess, að vagn-
inn er þegar yfirfullur, eða virð-
ist að minsta kosti vera það.
Þannig var það t. d. hjer á
Laugaveginum ekki alls fyrir
löngu. Allmargir menn biðu eft-
ir strætisvagni á stað, þar sem
vagninn á að nema staðar til að
hleypa út farþegum og taka
nýja, Vagninn kom á tilsettum
cic^iecjxi iijinu
Ííf'u
I tíma og nam staðar. En svo vel
var troðið í vagninn hjá bílstjór-
anum, að ekki var á það bætandi
( og bílstjórinn sagðist ekki geta
tekið fleiri farþega.
Mennirnir, sem beðið höfðu,
sáu, að þetta var ekki nema rjett
og gátu ekkert við því sagt —
þar til vagninn rann framhjá
þeim. Sáu þeir þá, að langt var
frá því, að vagninn væri fullset-
inn að aftan.
•
Góð regla.
ÞAÐ ER góð regla fyrir stræt-
isvagnafarþega, að flytja sig aft-
ast í vagninn um leið og þeir
koma upp í hann. Fylla- vagn-
inn fyrst að aftan og láta svo
fyllast frameftir honum, eftir
því, sem fólk kemur upp í. Þetta
yrði til hægðarauka fyrir bíl-
stjórana jafnt og farþega og er
ofur einfalt og fyrirhafnarlítið,
ef menn taka sig saman um að
gera það þegjahdi og hljóða-
laust.
En það virðist vera einhver
leiður vani hjá fólki, sem ferð-
ast með strætisvögnum, að það
kemur rjett inn fyrir dyrnar og
sækist eftir að troða sjer sem
næst bílstjóranum. Það er ætlast
til ,að farþegar komi inn í stræt-
isvagnana að framan og fari út
að aftanverðu. En oft eiga menn
bágt með að hlýða þeirri reglu
líka.
•
Blessað veðrið.
HERMANNABLAÐIÐ „Hvíti
fálkinn" gerir veðurfarið hjer
lítillega að umtalsefni í síðustu
útgáfunni og get jeg ekki sjeð
annað, en að mjer sje þá einnig
óhætt að orða blessaða veðurblíð
una líka, svona örlitið að minsta
kosti.
Veðrið er mál, sem allir tala
um. Hvað stendur þessi blíða
lengi? spyrja menn. En enginn
getur svarað, en öllum er heimilt
að vona.
— Hvað heldur þú, að þetta
veður haldist lengi? sagði jeg við
kunningja minn, sem jeg mætti
á götunni núna í vikunni.
— Til haustsins, svona til að
byrja með — vona jeg, bætti
hann svo við. En það er svo ein-
kennilegt, að menn fá líka leið
á hreinviðrinu. Mann hitti jeg,
sem óskaði innilega eftir rigru-
ingu. Konan hans er í sveit með
krakkana og hann er einn heima.
Hann gleymir stundum að bursta
skóna sína á morgnana og þeg-
ar líður á daginn er hann ósköp
flækingslegur til fótanna, aum-
inginn. En hann getur huggað
sig við það, að það er svo með
fleiri bæjarbúa þessa dagana.
•
Atvinnugrein, sem
ekki virðist borga ^ig.
ÞAÐ VIRÐIST ekki borga sig
að reka hjer skóburstun í bæn-
um. Framtakssamir menn hafa
nokkrum sinnum byrjað á þess-
ari atvinnugrein, en allir hafa
gefist upp á skömmum tíma.
Ef til vill stafar þetta af því,
að menn hjer í bænum, einkum
þó karlmenn, eru mjög kæru-
lausir um það, hvernig þeir eru
til fótanna. Það er nærri því und
antekning, ef maður sjer mann
með gljáburstaða skó. Erlendis
tþykir það víða hinn mesti sóða-
skapur að hugsa ekki vel um
skóna sína og einhversstaðar
hefi jeg heyrt það heilræði tF
karlmanna, að þeir gætu verið
vissir um, að þeir væru vel til
fara, ef þeir gættu þess að vera
ávalt með gljáburstaða skó og
með hreint lín um hálsinn.