Morgunblaðið - 08.07.1944, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.07.1944, Qupperneq 2
2 MOEGUNBLAÐIi) Laugardaginn 8. júlí 1944 BRÚIN SEM LIGGUR YFIR HAFIÐ Samsæti Þjóðræknis- fjelagsins fyrir Richard Beck prófessor ÞJOÐRÆKNISFJELAGIÐ gekst fyrir samsæti að Hótel Borg á miðvikudagskvöld s.l. fyrir Richard Beck prófessor, eti hann vai', sem kunnugt er, fulltrúi Vestur-íslendinga á lýðveldishátíðinni. Eftir hátíð- ina hefir hann viða farið og haft mörgu að sinna, en í gær lagði hann af stað austur á land. Ætlar hann að dvelja á æskustöðvum sínum í nokkra daga, en kemur síðan til bæj- axins. Hann býst við að fara vestur um haf um næstu mán- aðamét. ■Formaður Þjóðræknisfjelags- in.., Árni G. Eylands, stýrði samsætinu á miðvikudagskvöld ið Bauð hann heiðursgestinn velkoirdnn og aðra gesti. Nokkr um Vestur-íslendingum var baðið auk Becks prófessors. Þar var m. a. Jón Guðbrandsson sladdur, skrifstofustjóri Eim- skipafjelagsins í New York. Hann er nýkominn hingað til bæjarins. Aðalræðuna fyrir minni Richards Beck flutti herra bi.íkup Sigurgeir Sigurðsson. Pijettaði hann inn í ræðu sína kynnum þeim, er hann hafði af Beck sem forseta Þjóðrækn- isfjelags Vestur-íslendinga og lý.íti því. með hve mikilli ár- vekni og dugnaði hann rækti störf sín vestra, bæði í þjóð- ræknismálum og öðru. En auk biskups tóku til máls sr. Jakob Jónsson og Arnfinn- ur Jónsson kennari. Sr. Jakob kyntist Beck vestra og lýsti þeirri viðkynning, en Arnfinn- ur«kennari er æSkuvinur Becks ag urðu þeir samferða sem unglingar við fyrsta skólanám þeirra. Ófeigur læknir Ófeigs- sen tnintist sjerstaklega hins nýkomna gests að vestan, Jóns Guðbrandssonar, en Kjartan Glsfsson brunavörður flutti kvæði til Becks. Árni G. Eylands mintist í stuttri ræðu starfs dr., Becks veitra, að því er snerti há- skólakenslu hans og kynningar starf á Norðurlandabókment- öm, en fyrir það hefir hann hlot ið mikla viðurkenning og þakk ir frá Norðmönnum. Áður en staðið var upp frá bo> ðum flutti dr. Beck ræðu. 4 EFTIR AÐ hafa látið í Ijós þakklæti sitt fyrir hið virðu- lega samsæti og allan vinar- hug auðsýndan sjer og Vestur- Islendingum, þakkaði dr. Beck fyrir' hönd Þjóðræknisfjelags Islendinga í Vesturheimi, á- gæta samvinnu Þjóðræknisfje- lagsins hjer á íslandi og mörg vináttumerki frá þess hálfu; nefndi hann sem dæmi þess ííJandskvikmynd þá, sem fje- lagið hjer hafði sent fjelaginu vescra og sem að miklu gagni hafðt komið í þjóðræknisstarf- serainni þar, fagrar kveðjur frá fjelaginu hjer við ýms tæki- færi, síðast fagurt, skrautritað ávarp, er biskup íslands af- henti á 25 ára afmæli Þjóð- ræknisíjelagsins í vetur, og mikinn fögnuð vakti. Þá þakk- aði dr. Beck heimsóknir góðra ge.Jta hjeðan að heiman vestur um haf, nú seinast komu bisk- upsins; einnig tjáði hann Þjóð- ræknisíjelaginu hjer heima þakkir fj'rir móttöku og heim- boð gesta að vestan. Fórust hon um þannig orð: ,,Stofnun Þjóðræknisfjelags- ins á Islandi hefir þegar reynst hið merkasta og heillavænleg- asta spor í áttina til aukinna menningarlegra samskifta milli íslendinga austan hafs og vest- an“. Þá flutti ræðumaður fagur- yrtar kveðjur frá Þjóðræknis- fjelaginu vestra og frá Vestur- Islendingum í heild sinni, og ræddi síðan um þjóðræknis- starfsemi þeirra og ræktarhug til Islands. Rakti dr. Beck sögu þjóðræknislegrar viðleitni þeirra í megindráttum og benti á, að á þessu sumri væru rjett 70 ár liðin síðan fyrsti íslensk- ur þjóðminningardagur var haldinn í Vesturheimi og fyrsta Islendingafjelagið jafn- hliða stofnað þar. Hefði þjóð- ræknisstarfsemi þeirra síðan verið óslitin og komið fram í ýmsum myndum, með marg- víslegri fjelagslegri starfsemi, árlegu Islendingadagshaldi víðs vegar og sjerstaklega með stofnun Þjóðræknisfjelags Is- lendinga í Vesturheimi fyrir 25 árum síðan. Hefir öll þessi margþætta starfsemi grundvall ast á ást til Islands og íslenskra menningarerfða, tungunnar, sögunnar og bókmentanna. ,,Það er sannfæring okkar þjóðræknismanna vestan hafs“, sagði dr. Beck, „að með því að varðveita sem lengst og ávaxta sem best hið göfugasta og líf- Dauðaslysið Framh. af 1. síðu. Kallað var á lækni frá Eyr- arbakka, og komu tveir læknar mjög fljótlega. En lífgunartil- raunir báru engan árangur. Piltur þessi hjet Bjarni Ingj- aldsson og var frá Stokkseyri. Hafði hann unnið við stöðina frá því í fyrrasumar, fyrst í þjónustu Almenna bygginga- fjelagsins. En siðan við upp- setning nýju vjelasamstæð- unnar. Talið er að hann hafi fengið rafstrauminn frá vinnulampa með bilaðri leiðslu. Hann var 19 ára að aldri. Skipti á þýskum og breskum föngum. LONDON í gær: — Þýska frjettastofan skýrði frá því í dag, að um þessar mundir fari fram skipti á þýskum föngum og breskum í Tyrklandi. Verð- ur skipti á 910 þýskum óbreytt um borgurum, sem verið hafa fangar hjá Bretum og álíka mörgum breskum borguruin, sem verið hafa í fangabúðum í Þýskalandi. — Reuter, rænasta í íslenskum menning- ararfi og eðliskostum, leggjum við jafnhliða varanlegastan skerf til menningar þeirra landa, sem við búum í, enda eigum við þeim fyrst og fremst þegnskuld að gjalda. Það er þá einnig stefnuskrá Þjóðræknis- fjelagsins að stuðla að því, að Islendingar megi verða sem bestir þorgarar vestan hafs, einmitt með því að slitna ekki úr tengslum við uppruna sinn og ætt og með varðveitslu dýr- keyptra og ómetanlegra menn- ingarverðmæta sinna. Með það í huga höldum vjer ótrauðir á- fram þjóðræknisbaráttu vorru, þó hún sje um margt á bratt- ann að sækja“. Dr. Beck lauk ræðu sinni á þessa leið: „Samstarfið frá ykkar hálfu hjer heima hefir verið okkur vestan hafs hinn mesti styrkur í þjóðræknisstarf semi okkar; þess vegna fögnum við yfir framhaldi þess starfs með þakklátum huga. Við skul- um halda áfram að brúa hafið bræðra- og systrahöndum. Þeirri brú góðhugarins fá eng ar bylgjur, hversu háar, sem þær eru, skolað í sæ. Öll erum við, börn íslands, hluthafar í hinum íslenska menningararfi og getum heilituga tekið undir með skáldinu: Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, tár þín líka tárin vor, tignarlandið kæra. Mifeil viðureign við hraðbáta London í gærkveldi. Flugvjelar og herskip banda- manna hafa að undanförnu hald ið uppi árásum gegn þýskum hraðbátum og tundurskeytabát um, sem að undanförnu, eink- um um nætur, hafa gert atlögur að skipastóli bandamanna fyrir Normandiströndum. Hefir kom ið til mikilla bardaga, en ekki eru úrslit þeirra vel ljós enn sem komið er. Fleslir hraðbáta þessara munu hafa komið út frá Le Havre. Tveim var sökt svo vitað sje. Flugvjelar gerðu árás ir á báta þessa í dag og söktu nokkrum eða löskuðu. •— Reuter. Járnbrautarmenn gefa stórfje Stokkhólmi: Nefnd sú, sem samband sænskra járnbrautar- manna hefir skipað, til þess að sjá um hjálp frá sambandinu til bágstaddra barna á Norður- löndum, hefir gefið 45.000 kr. til Noregshjálparinnar sænsku. Áður hafði sambandið gefið stórfje í sama skyni. Allsherjarmót Í.S.Í. Hörð oo skemtileg keppni r _______ ALLSHERJARMdT í. S. í. fer að þessu sinni fram dagana 10.—13. þ. m. — Þátttaka í mót inu er mjög mikil. Keppendur eru skráðir alls 79 frá fimm íþróttafjelögum. K. R. sendir 32 keppendur á mótið, í. R. send ir 20, Ármann 14, F. H. 12 og einn er frá Umf. Skallagrími í Borgarnesi. Á allsherjarmótinu er, sem kunnugt er, stigakepni milli fjelaga, og hlýtur það fjelag, sem flest stig fær, nafnbótina „Besta íþróttafjelag landsins í frjálsum íþróttum“. Allsherjar mótið fer fram annaðhvert ár og hefir K. R. unnið það óslitið síðan 1928. Kept er í 18 íþróttagreinum og stendur kepnin yfir í 4 daga eins og fyr er getið. — Fyrsta daginn, mánudag, er kept í 100 m. hlaupi, stangarstökki, 800 m. hlaupi, kringlukasti, lang- slökki og 1000 m. boðhlaupi. Annan daginn, þriðjudag, verð ur kept í kúluvarpi, 200 m. hlaupi, háslökki, 1500 m. hlaupi, 110 m. grindahlaupi og 10000 m. göngu. Þriðja daginn, miðvikudag, verður kept í 4X100 m. boðhlaupi, spjót- kasti, 400 m. hlaupi, þrístökki, 5000 m. hlaupi og sleggjukasli. Fjórða daginn, fimtudag, verð- ur kept í 10000 m. hlaupi og fimtarþraut. Fyrir þá, sem hafa áhuga á íþróttum, skal hjer að nokkru minsl keppenda í hverri grein. 100 m. hlaup. Keppendur skráðir 23. Kepni hefir oft ver- ið hörð í 100 m. hlaupi og verð ur það vafalaust líka að þessu sinni. Keppendur eru m. a.: Hafnfirðingarnir Oliver Steinn og Sævar Magnússon, I. R.-ing arnir Finnbjörn Þorvaldsson og Brandur Brynjólfsson, Jó- hann Bernhard, K. R. og Hö- skuldur Skagfjörð, Skallagrími. Stangarstökk. Keppendur skráðir 6. Meðal þeirra er drengjameistarinn Þorkell Jó- hannesson, F. H., Magnús Guð- mundsson, F. H. og Sig. Steins- son, í. R. Ármanni. í. R. og K. R. og ein frá F. H. Kúluvarp. Keppendur eru 9. Þar á meðal methafinn Gunnar Huseby, K. R., Jóel Kr. Sig- urðsson, I. R. og Bragi Frið- riksson, K. R. — Teksf Gunn- ari að bæta besta afrek í frjáls- um íþróttum á íslandi? — Set- ur hann nýtt met í kúlunni? 200 m. hlaup. Keppendur skráðir 16. Það kemst ekki hjá því að kepnin í 200 metrunum verði hörð og úrslit óviss. —• Skulu þar nefndir: K. R.-ing- arnir Brynjólfur Ingólfsson og’ Jóhann Bernhard, Hafnfirðing arnir Oliver Steinn og Sævar Magnússon og í. R.-ingarnir Finnbjörn Þorvaldsson, Kjartan Jóhannsson og Brandur Brynj- ólfsson. Hástökk. Keppendur skráðir 13. Þar á meðal methafinn, Skúli Guðmundsson, K. R., Oli- ver Steinn, F. H. og auk þess keppa Brynjólfur Jónsson, K. R., Jón Hjartar, K. R., Finn- björn Þorvaldsson, í. R. og fleiri ágætir hástökkvarar. —• Tekst Skúla að bæta met sitt, sem er annar besti árangur í frjálsum íþróttum á íslandi, verður gaman að vita. 1500 m. hlaup. Keppendur skráðir 8. Þar á meðal eru Ár- menningarnir Sigurgeir Ár- sælsson og Hörður Hafliðason, I. R.-ingarnir Óskar Jónsson, Kjarlan Jóhannsson og Sigur- gísli Sigurðgson og Haraldur Björnsson, K. R. 110 m. grindahlaup. Kepp- endur skráðir 11. Eftir þessum keppendafjölda virðist áhugi á grindahlaupi fara mjög vaxandi og er það vel. Meðal keppend- anna eru: Finnbjörn Þorvalds- son, í. R„ Oddur Helgason, Á, Skúli Guðmundsson og Sveinn Ingvarsson, K. R., og Magnús Guðmundsson, F. H. 10 km. ganga. Keppendur skráðir 4. Þeir eru Sverrir Magnússon, Á, Steingrímur Atlason, F. H., Gísli Sigurðsson, F. H. og Oddgeir Sveinsson, K. R. 800 m. hlaup. Keppendur skráðir 7. Þar má gera ráð fyrir mjög harðri kepni og góðum árangri. Þeir, sem eigast þar við, eru m. a. Ármenningarnir Sigurgeir Ársælsson og Hörður Hafliðason, í. R.-ingarnir Ósk- ar Jónsson og Kjartan Jóhanns son og Brynjólfur Ingólfsson, K. R. Kringlukast. Keppendur skráð ir 13. Þar verður kepni harð- ari en hún hefir verið lengi, ef að líkum lælur. Munu að þessu sinni m. a. methafinn, Ólafur Guðmundsson, í. R„ Kristján Vattnes, K. R. og íslandsmeist- arinn, Gunnar Huseby, K. R., eigast við, auk fleiri góðra kringlukaslara. Langstökk. Keppendur skráð ir 14. Þar á meðal Skúli Guð- mundsson, K. R„ Oliver Steinn, F. H„ Höskuldur Skagfjörð, Skallagr. og Ármenningarnir Oddur Helgason og Halldór Sigurgeirsson. 1000 m. boðhlaup. Þar eru skráðir til kepni 7 sveitir, 2 frá 4x100 m. boðhlaup. Til kepni eru skráðar 5 sveitir, tvær frá í. R. og K. R. og ein frá F. H. Spjótkast. Keppendur skráð- ir 7. Þar á meðal hinir skæðu keppinautar, Jón Hjartar, K. R. og Jóel Kr. Sigurðsson, í. R. 400 m. hlaup. Keppendur skráðir 10. Ef að líkur ræður verður keppnin þar afar hörð. Keppendur eru m. a.: í. R.-ing- arnir Finnbjörn Þorvaldsson og Kjartan Jóhannsson, Ármenn- ingarnir Sigurgeir Ársælsson og Hörður Hafliðason og K. R.- ingarnir Brynjólfur Ingólfsson og Jóhann Bernhard. Þrístökk. Keppendur skráðir 12. Þar má búast við harðri keppni. Meðal keppenda eru: Oddur Helgason, Á, Óliver Steinn, F. H. og K. R.-ingarnir Skúli Guðmundsson og Jón Hjartar. 5000 m. hlaup. Keppendur eru 7. Þar á meðal Óskar Jóns- son, í. R., Sigurgísli Sigurðssoii Framh. á hls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.