Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 7
Laugardaginn 8. júlí 1944 MOE GUNBLAÐIÐ NÝSKIPAN JAPANA Á FORMOSU SIÐLA kvölds um bænadag- ana síðastliðið ár steyptu sprengjuflugvjelar og Lightn- ing orustuflugvjelar fjórtánda . flughersins ameríska, undir stjórn Chennault hershöfðingja, sjer niður úr hinum dökku skýj um yfir Suður-Kína hafinu. — Ágætur timi var valinn til á- rásarinnar. Flugvjelarnar flugu næstum geigvænlega lágt og voru komnar inn yfir Shinch- iku-flugvöllinn áður en ein einasta Zeroflugvjel hafði get- að hafið sig til flugs. — Að minnsta kosti þrjátíu og ein japönsk sprengju- og orustu- flugvjelar voru eyðilagðar á jörðu, flugskýli og aðrar bygg- ingar fuðruðu upp, fallbyssu- stæði voru eyðilögð og sprengj- ur fjellu niður á rennibraut- irnar. Ekki ein einasta amerísk flugvjel fórst í þessari skyndi- árás. Þessa nótt gerðist margt ein- kennilegt í höfnum ög fjalla- virkjum á Formosu. Við höfn- ina í Takao kviknaði á dular- fullan hátt í vörubirgðahúsi, þar sem geymdur var varning- ur, sem japönsk skipalest átti að flytja til Suður-Kyrrahafs- svæðisins. í hinni mjög víggirtu flotastöð við Keelung eyðilagð- ist þurkví af sprengingu. — í Taichu kviknaði í olíugeymum, og í fjarlægum fjallavirkjum á miðhluta eyjarinnar rjeðist hóp ur manna af Hakkakynþættin- um á japanska herstöð og skildi við hina dýggu stríðs- menn keisarans í skálum sínym •— höfuðlausa. Fimtíu ára harðstjórn. JAPÖNSKU blöðin töldu ,.fjarri öllu sanni“ að skemd- arverk þessi stæðu í nokkru sambandi við loftárás Banda- ríkjamanna. í aðalflotastöðinni Mako, voru sjö Formosubúar teknir af lífi fyrir að dreifa út „hættulegum hugsunum“. Enn- fremur var ekki hægt að mót- mæla þeirri staðreynd, að Has- egawa aðmíráll, aðallandstjóri eyjarinnar, fór til Tokio, og öll gufuskip Japana, sem fóru frá Formosu, voru hlaðin japönsku" fólki, sem var að flytja frá eynni. Á næsta ári eru fimmtíu ár liðin síðan Japanar rjeðust á og lögðu undir sig eyna og hjer aðið Formosu, sem áður var kín versk eign. Fimmtíu ára sí- feldri harðýðgi, aftökum, svika brögðum og grimdarverkum, er síðar urðu vel kunn í Singa- pore, Manila, Hong Kong og Bataan hefir ekki tekist að brjóta eyjarskeggja til hlýðni við japönsku yfirvöldin. í dag eru japönsku „sigurvegararn- ir“ í nákvæmlega sömu aðstöðu og fyrir fimm áratugum — vandræðum, skelfilegum vand- ræðum. Formosubúar hafa ekki tek- ið upp japanska siði og venjur, en þeir hafa lært mál þeirra og kynt sjer sálarfar þeirra, enda éru þeir nú skæðustu skemdar- verkamenn í Asíu. Ættflokkar höfðaveiðaranna vinna flest sóðalegu verkin, en Taiwanise- Kínverjarnir sjerhæfa sig í kænlegum skemdarverkum og ósýnilegum hernaði. Ekkert hefir breyst síðan ár- ið 1895, þegar Japanar rjeðust Eftir Joseph Wechsberg AUlrei hefir það komið betur í ljós en í yfir- standandi styrjöld, hversu varnarlausar og vopn- lausar þjóoir geta boðið vopnavaldinu byrginn, ef þær aðeins eru einhuga og samtaka. En sú spurning hefir komið fram á varir margra, hve lengi þjóð geti enst þrek til þess að halda uppi slíkri baráttu. — í eftirfarandi grein er því lýst, hvernig Japanar hafa um hálfrar aldar skeið kúgað Formósubúa — og ennþá er baráttunni haldið áfram gegn þeim. — Leynistarfsemin er þar enn að verki. inn í landið, eftir að hafa form lega ferigið það í hendur með Shimonoseki-samningunum. I leyniskýrslu japansks herfor- ingja, sem kínverska leyniþjón ustan komst yfir, segir svo:^,í hvert sinn, er hersveitir vorar biðu lægra hlut, urðu íbúar nær liggjandi hjeraðs samstundis Lögreglumenn eru á hverju strái. EN ÞAÐ er ekki hægt að segja, að Japanar hafa ekki reynt að gera gitt besta. For- mosa er hið fullkomnasta Poii- zeistaat — lögreglustjórnarríki — sern hægt er að hugsa sjer. Þar er'einn lögregluþjónn fyrir opinberir fjandmenn vorir. —Ihverja 1.052 íbúa. — Á eynni Allir — jafnvel ungar stúlkur vonuðust og fylktu sjer til mótspyrnu með köllum og smánaryrðum í vorn garð. — Andstæðingar vorir voru mjög þrautsegir og ekki hið minnsta hræddir við að deyja“. Fimmtíu ára barátta. ÞESSI orð voru rituð næst- um fimtíu árum áður en vjer höfðum heyrt getið um grísku skæruliðana, júgóslafnesku par tisanana, tjekknesku föður- landsvinina, Filipseyja-skóga- stríðsmennina, rússnesku leyni skytturnar og kínversku skæru liðana. Af Indonesíufrumbyggjunum eru nú aðeins eftir níu ættbálk- ar — 150.000 manna — sem er að þakka hinni „mildu“ ný- lendustjórn Japana. Níutíu og fjórir af hverju hundraði íbú- anna eru Kínverjar, sem hafa þarna reynst þolgóðir og þraut- seigir og hvarvetna annars staðar. " Þegar Japanar lögðu eyna undir sig, voru þar 2.600.000 Kínverjar, en nú eru þeir 5-500.000. Þeir hafa ekki samlagast Japönum. — Flestir hinna kínversku landnema eru komnir úr Fukienhjeraðinu, tala Fukienmállýsku og eru stórhættulegir fimtu herdeild- armenn. Japanskur blaðamaður, sem fór til Formosu, ritaði í des- embermánuði síðastliðnum í blaðið „Tokio Nichi Nichi“: — „Eftirlitsmenn vorir fara í könn unarferðir út um hjeruðin og koma ekki aftur. Síðar finnast þeir dauðir í nánd við ,,varð- línu“ þá, sem skilur þorp hinna viltu höfðaveiðara frá vestur- sljettunum, og eru höfuð þeirra skilin frá bolnum . . . Órói og eru sj‘ þúsund kennarar og yfir fimmtíu þúsund leynilögreglu- menn. — Nýleg gögn gefa iil kýnna, að einn^lögreglumaður sje fyrir hverja tvö hundruð íbúa. Jafnvel Himmler sjálfan hefir aldrei dreymt um neitt í líkingu við það. Japanar hafa fullkomnað hið gamla kín- verska pao-chia lögreglukerfi, sem felur í sjer gagnkvæmar njósnir. Þjóðinni er skift í ætt- bálka. Tíu fjölskyldur mynda ,.pao“ og tíu ,,pao“ mynda ,,ko“. Foringi hvers ,,pao“ og ,,ko“ eru nokkurskonar opinber glæpamannatálbeita. —« Gefa verður skýrslu um sjerhverja „grunsamlega“ hreyfingu innan „pao“ og „ko“, ella verður öll- um ættbálkunum refsað sam- eiginlega. Kerfi þetta myndi alveg örugt — ef ekki kæmi dá- lítið atriði til greina: Formosu- búar hata Japana og halda því saman. Fleiri mönnum en þremur er bannað að koma saman. Borg- aralegt frelsi er í rauninni ekk- ert. Ekkert fyrirtæki er hægt að setja á stofn án opinbers leyfis — og það leyfi er aldrei veitt. Taiwaniskir trúarsiðir hafa verið afnumdir. :— Síðasta blaðið á Formosu var bannað árið 1937. Innflutningur Kín- verja hefir verið stöðvaður. — Þar til styrjöldin braust út, vo.ru útlendingar ,,velkomnir“ til Formosa, en ef þeir hugðust vinna sjer þar inn eitthvert fje með viðskiflum, urðu þeir að stríða við einkennilega erfið- leika: Þeir gátu ekki fengið neina aðstoð á skrifstofu sína, pósthús Japana neituðu að taka við brjefum þeirra, sam- bönd þeirra voru rofin af jap- önskum keppinautum og þeir urðu að greiða fimm sinnum uppreisn ólgar sífelt um alla * hærri skatta en japönsku kaup- eyna. Rafmagnsvírar eru skorn ir sundur á dularfullan hátt og jeg hefi sannanir fyrir því, að í tveimur borgum báru skóla- börn hnífa og spjót og særðu hættulega hina japönsku kenn- ara sína. Það hvílir einhver þögull ótti yfir hinum einangr- uðu varðstöðvum og lögreglu- stöðvum“. Þetta er undraverð frásögn, eftir næstum fimm áratuga japanska hernaðarstjórn. sýslumennirnir. Árið 1900 var 37.4 prósent af öllum innflutn- ingi Formosu frá Kína. Árið 1938 var ekkert flutt inn frá Kina. Uppfræðsla er af mjög skorn- um skamti. MENTUN? Formósumaður, sem býr í Bandaríkjunum, en var í skóla í Taihoku, höfuð- borg Formosu, segir: „Skólar voru aðeins fyrir þriðjung barnanna á eynni. Skólagjöld voru há, og fjölskyldur urðu að vera vel efnaðar, ef þær áttu að geta sent börn sín í skóla. Námið var þannig, að fjórar stundir á dag var kennd jap- anska og tvær stundir her- mannaæfingar. Á þaki skóla- hússins var Shinto-skrín. Um hádegisbilið á hverjum degi urðum við að þramma þangað upp. Skólastjórinn, lítill og rengslulegur mað.ur í bláum kragaháum frakka, lyfti upp mynd af Showa Tenno, og við urðum að syngja Kimi-ga-yo — japanska þjóðsönginn. Þið getið kallað þetta skóla, ef þið viljið“. Formosa er svipuð laufblaði í lögum og liggur á hernaðar- lega mikilvægum stað í nánd vio suðaustur-strönd Kína, milli Japan, Filipseyja og Suð- ur-Kyrrahafseyja. Eyjan er helmingi stærri en Hawaii, og árið 1935 voru íbúarnir 5,2 milj ónir. Níutíu og fimm af hverju hundraði þeirra hættulegir og svarnir fjandmenn japönsku drottnaranna. Hinir 300.000 Japanar, sem á Formosu dvelja, lifa engu Para dísarlifi. Japanar þessir skipa öll embætti á eynni, hafa með höndum stjórn skóganna, ein- oka kamfóru-framleiðsluna (75% af kamfóruframleiðslu heimsins kemur frá Formósu) og stjórna sölumiðstöðvum þeim, sem selja Formósubúum með okurverði föt, sem Japan- arnir eru hættir að nota. For- mósubúar urðu að bera kostnað inn af því, að land þeirra var gert að „föstu flugvjelamóður- skipi“, kosta byggingu fanga- húsa (handa þeim sjálfum), fínna gistihúsa og golfvalla (að eins handa Japönum), bygg- ingu hinnar miklu flotastöðvar í Mako og þrjátíu og níu ann- ara stöðva. Japanar eru hrædd ir við að taka Formósubúa í herinn. Samkvæmt heimild frá byltingarfjelagi Formósubúa í Chungking, sem vinnur að því, að innlima Formósu aftur í kín verska móðurríkið — íakmark, sem viðurkent var á Kairo-ráð- stefnurni — hafa allir tai- wanskir æskumenn á aldrinum 20—24 ára, verið skráðir í vinnusveitir til þess að vinna í fjögur ár við lagningu vega og járnbrauta. Margar járn-v brautarlínur hafa verið gerðar tvíspora, og er það gert með innrás bandamanna fyrir aug- um. Síðan tók að halla undan fæti fyrir Japönum á Kyrrahafi, hefir ólgan vaxið á Formósu. — Eftir nær fimmtíu ára kúgun finna Formósubúar nú, að frelsið er í nánd. Þegar sú stund kemur, munu þeir heilsa fagn- andi hermönnum og sjóliðum bandamanna, er þeir stíga á strendur Formósu. Þeir munu vísa þeim veginn til fangabúa, sem umlúktar eru gaddavír, einhversstaðar inni í fjallahjer uðum eyjarinnar. Þar bíður hópur Bandaríkjamanna — sjúkir, horaðir og þjáðir — og á meðal þeirra er hávaxinn, grannur maður, sem hermenn- irnir kölluðu gælunafninu „Skinny'*. Það er Jonathan Mayhew Wainwright hershöfð ingi, hetjan frá Bataan og Corre gidor — eða Wainwright-kletti. „Skinny" Wainwright og menn hans eru ein ástæðan til þess, að menn vorir munu einhvern góðan veðurdag stíga á land á Formósu. En það eru einnig margar aðrar ástæður til þess. Formósa, sem er átakanlegt dæmi um misheppnaða nýlendu stjórn Japana, mun verða stökk pallur á leiðinni til sigursins. Lýðveldishátíð 17. juni ÍSLENSKIR námsmenn og Vestur-íslendingar í Minnea- polis og nágrenni komu saman í skemtigarðinum Lake Noko- mis eftir hádegi 17. júní til að fagna stofnun isíenska lýðveld- isins. Komu þangað 16 náms- menn og meir en 100 Vestur- íslendingar. Björn Halldórsson, formaður fjelags íslenskra námsmanna í Minnesota setti samkomuna, en af hálfu námsmanna talaði Sig- urbjörn Þorkelsson fyrir minni Islands. Hjálmar Björnsson ritstjóri, vararæðismaður Islands, las upp orðsendingu íslensku ríkis- stjórnarinnar til Vestur-Islend inga og til íslendinga utanlands, en af talplötu var flutt ávarp Thor Thors senc^herra íslands, er hann hafði sent samkomunni frá Washington. Gunnar Björnsson skattstióri mælti af hálfu Vestur-íslend- inga og mintist sjálfstæðisbar- áttunnar. Tveir íslenskir stúdentar, þeir Haraldur Bragi Magnússon frá Akureyri og Sigurbjörn Þor- björnsson úr Reykjavík, sýndu íslenska glímu og var mjög vel fagnað. Stundar Bragi nám í íþróttamenningu en Sigurbjörn hagfræði. Að skemtiskrá lokinni var' matast undir beru lofti, og stóð samkoman til kl. 8 um kvöldið. Um kvöldið var íslenska námsfólkið gestir vestur-ís- lensku hjónanna Eirickson í Minneapolis. Dagsins var rækilega minst í blöðum borgarinnar, myndar- legast í „Minneapolis Morning Tribune“, sem Hjálmar Björns- son stjórnar. Daginn áður hafði WLOL-útvarpsstöðin í Minnea polis helgað íslandi hálftíma dagskrá. Fregnirnar um stofnun lýð- veldis að Lögbergi og kjöri for- seta voru komnar í síðdegis- blöðum Minneapolis þann 17. júní. (Frá utanríkisráðuneytinu). Eldneytisskortur í Noregi. Frá norska blaðafuiltrúanum: Það lítur út fyrir að mikill elds neytisskortur verði í Noregi í haust og vetur. Hafa því quisl- ingayfirvöldin um þesar mund ir skorað alvarlega á almenn- ing að reyna að tryggja sjer eldsneyti til vetrarins, aðallega við, þar sem nú er mjög lítið til af hverskonar eldsneyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.