Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 12
12 Samband íslenskra fearlakóra vil! ráða söngkennara AÐALFUNDUR Sambands ísl. karlakóra var haldinn í Fje lagsheimili verslunarmanna í Reykjavík, föstudaginn 30. júní. Sóttu fundinn fulltrúar frá 9 sambandskórum, auk nokkurra formanna og söng- stjóra kóranna. Á fundinum voru rædd áhugamá! sambands íns, og þó einkum söngkensla kóranna, sem verið hefir ýms- um annmörkum bundin síðan Sigurður Birkis ljet af störfum sem kennari sambandsins. Voru fúndarmenn einhuga um, að ráða þyrfti tafarlaust fastan söngkennara til sambandsins, svo að hinir fjölmörgu karla- kórar víðsvegar um landið mættu dafna með eðlilegum hætti. En til þess að svo mætti verða, þyrfti sambandið að hafa meira fje til umráða en nú er, og þótti fundarmönnum rjett að beina þeirri áskorun til Alþingis, að það veitti sam- bandinu ríflegan styrk á næstu fjárlögum. Svofeid tillaga var samþykt á fundinum: ,,Aðalfundur Sambands ísl. karlakóra skorar á Alþingi að samþykkja að ríkið launi söng- kennara fyrir sambandið með samskonar kjörum og söng- málastjóra þjóðkirkjunnar". I framkvæmdaráð sambands ins voru kjörnir: Ágúst Bjarnason, form., endurkosinn, Friðrik Eyfjörð, ritari, endur- kosinn, Jón Eiríksson, gjald- keri. Og meðstjórnendur: Sr. Garð ar Þorsteinsson, Hafnarfirði, Jón Vigfússon, Seyðisfirði, sr. Páll Sigurðsson, Bolungarvík, Þormóður Eyjólfsson, Siglu- fxrði, allir endurkosnir. Íþréttamól í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum í gær. Frá frjettaritara vorum. NÝLEGA er lokið hjer móti í f rjálsum íþróttum fyrir drengi og fullorðna. Tóku bæði íþrótta fjelögin hjer, Þór og Týr, þátt í mótum þessum. 15 þátttakend ur voru í móti fullorðinna, en 20 í drengjamótinu. Keppt var í 10 íþróttagreinum. íþróttafjelagið Þór vann bæði mótin, fjekk 67 stig á móti full- orðinna, en Týr hlaut 30 stig. Ðrengjamótið vann Þór með fjögra stiga mun. —* Árangur í báðum þessum mótum var yfir leitt mjög góður, t. d. kastaði Áki Granz, þátttakandi í drengjamótinu, sleggju 40.20 metra. Mikill áhugi ríkir nú meðal íþróttamanna hjer á frjálsum í- hróttum og æfa þeir af kappi, m. a. fyrir hina fyrirhuguðu bæjarkeppni í frjálsum íþrótt- um milli Vestmannaeyinga og Hafnfirðinga, sem mun að öll- ,um líkindum fara fram snemma í ágúst. Finsk skáldkona látin. Stokkhólmi: Hin kunna fmska skáldkona, Katri Vala, andaðist fyrir skömmu í Eksjö- heilsuhælinú í Svíþjóð. Frá lýðveldíshátíð á Siglufirði Svo sem kunnugt er, var myndarlegur íþróttavöllur tekinn til notkunar á Siglufirði 17. júní s. 1. og fóru hátíðahöldin í bænum í tilefni af lýðveldisstofnuninni fram á vellinum. Myndin sýnir hlið það, sem reist var, þar sem gengið var inn á hátíðarsvæðið, — hinn nýja íþróttavöll. Miklar orustur austan Barano- - vichi og Vilna London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. MEGINÞUNGI sóknar Rússa í dag og þar með bardaganna á Austurvígstöðvunum. hefir verið fyrir austan borgirnar Baran- ovichi og Vilna, og hafa orusturnar verið þar feikna harðar, en líka er barist norður og norðvestur af Polotsk. Kveðast Rússar þar hafa tekið allmarga fanga. í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er svo sagt, að Rússar hafi haldið áfram sókn fyrir vestan og suðvestan Minsk og tekið þar mörg þorp. Þá segjast Rússar hafa sigrast á innikróuðu liði Þjóðverja suð austan Minsk og tekið fanga þar. „í átt til Baranovichy hjeld- um vjer einnig uppi sókn“, seg ir herstjórnartilkyningin enn- fremur. „Þar var tekið þorpið Litkva, sex km. suðaustan Bat- anovichi“. Þá segir tilkyningin, að Rúss ar hafi tekið bæinn Stolin á Pinsksvæðinu. Einnig nokkur önnur þorp þar um slóðir. Finnlandsvígstöðvarnar. Þar segja aðilar frá miklum bardögum á Kirjálaeiði og Aunuseiði. Á Kirjálaeiði kveðast Finnar hafa hrundið flestum áhlaup- um Rússa, en segjast hafa orð- ið að láta undan síga á Aunus- eiði, en þar segjast Rússar hafa náð nokkrum þorpum fyrir vest an Petrosawodsk. Finnar geta um það, að bar- dagar hafi víða verið mjög harð ir á vígstöðvunum, en annars- staðar fremur litlir. — Á Kirjálaeiðinu brutust Rússar á tveifn stöðum inn í varnarstöðv ar Finna, en voru hraktir það- an aftur í gagnáhlaupum. Frá sundffokki K. R. SUNDFLOKKUR K. R. lagði af stað í morgun til Norður- lands, en þangað fór hann í boði Knattspyrnufjelags Akureyrar og Knattspyrnufjelags Siglu- fjarðar. Þátttakendur í förinni eru: Auður Pálsdóttir, Kristín Guð jónsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Erla Gísladóttir, Unnur Ágústs dóttir, Hjördís Hjörleifsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Lou- vísa Hafberg, Nikolína Finn- bogadóttir og Sigríður Jónsdótt ir. Jón Ingi Guðmundsson, far- arstjóri og stjórnandi flokksins, Einar Sæmundsson, Sigurður Jónsson, Geir Þórðarson, Einar Sigurvinsson, Rafn Sigurvins- son, Gunnar Valgeirsson, Páll Jónsson, Pjetur Jónsson, Helgi Thorvaldsson, Magnús Thor- valdsson, Leifur Eiríksson, Kristinn Dagbjartsson, Benny Magnússon, Einar Sæmundsson, Sigurgeir Guðjónsson, Jóhann Gisiason. Embættismenn reknir. Frá norska blaðafulltrúanum: Átta starfsmenn í kirkjumála- ráðuneyti Quislings hafa verið reknir frá embættum. Neituðu þeir að undirrita spurninga- lista Úrsiit í leikritasam- kepni útvarpsins FYRIR nokkru hafa verið kungerð úrslit í samkeppni, er Ríkisútvarpið efndi til um út- varpsleikrit. Var heitið 1000 kr. verðlaunum fyrir besta leik- ritið. Alls komu fram um 40 leik- rit, flest einþáttungar. — Fekk ekkert leikritanna fyrstu verð- laun, en tvenn önnur verðlaun voru veitt og hlutu þau tveir sóknarprestac fyrir leikrit í ein um þætti, þeir sr. Pjetur Magn- ússon í Vallanesi fyrir leikinn ,,Talað á milli hjóna“, og sr. Gunnar á Æsustöðum fyrir leik ritið „Tvenn spor í snjónum“. Hlutu höfundar þessara leikrita 500 kr. hvor. Tvö leikrit hlutu aukaverk- laun 300 kr. hvort. — Eru það þessi: „í upphafi var óskin“, leikrit í tveim þáttum, eftir Gunnar M. Magnúss, og „Dala- menn“, gamanleikur í einum þætti. Höfundur Oddný Guð- mundsdóttir. í dómnefnd voru þeir Vilhj. Þ. Gíslason, skólastjóri, Helgi Hjörvar skrifstofustjóri út- varpsráðs og Ragnar Jóhann- esson cand. mag. Loftur kvikmyndar skáta við Úlfljótsvatn LOFTUR Guðmundsson, ljós myndari, sem nú vinnur að kvikmynd, sem einkum á að sýna ýmiskonar starfsemi bæj- arfjelagsins, fór í gær austur að Úlfljótsvatni til þess að taka myndir af starfsemi skáta þar. Að Úlfljótsvatni er, sem kunnugt er, skátaskóli yfir sum armánuðina. Dveljast þar nú 46 skátar. Skátarnir voru kvik myndaðir við landbúnaðarstörf og ýmsa aðra sýslan. Einnig voru teknar myndir af tjald- búðir þeirra og skála. Laug'ardagixm 8. júlí 1944 EMIL THORODDSEN dáinn AÐFARANÓTT föstudags andaðist Emil Thoroddsen x Landsspítalanum. Hann veikt- ist þann 20. júní af lungna- bólgu, er dróg hann til bana eftir 16 daga legu. Hafði hann verið í spítalanum í nokkra daga. Á fimtudag var hann all- hress og hafði lítinn hita um kvöldið, en þyngdi snögglega er leið fram á nóttina. Hann varð 46 ára gamall. Fyrir nokkrum árum átti hann við langa vanheilsu að búa, hafði berkla í lungum og þurfti að gera á honum aðgerð, þannig að annað lungað starf- aði ekki. Svo hann var illa und- ir lungnabólgu búinn. En þó höfðu menn von um það, fram á síðasta kvöld æfi hans, að hann myndi geta yfirunnið þenna sjúkdóm. Með Emil Thoroddsen hefir þjóðin mist einn sinn fjölhæf- asta listamann. Frá unga aldri ljek alt, að heita mátti, í hönd- um hans. Það var sem skáld- hæfileikar föðurættarinnar og tónsnilli móðurættarinnar sam- einuðust í honum. En auk þess hneigðist hugur hans til mynd- listar á yngri árum. Hann teikn aði, málaði, orkti í bundnu máli og óbundnu, var snillingur við hljóðfærið og tónskáld gott. En auk þess fjölfróðxu- um alt. sem að listum laut og smekkvís, svo af bar. Síðan hann hafði, að manni virtist, yfirunnið brjóst- veikina, var hann sífelt að ná betri tökum á fjölhæfum gáf- um sínum. Allir, sem unna íslensku listalífi, sakna hans. Fimleikaflokkar Ármanns á Bitdudal Bíldudal á fimtudag. —• Frá frjettaritara vorum. Úrvalsfimleikaflokkar. Ár- manns komu hjer í gær með Sæ björgu. Flokkunum var fagnað við bryggju, þegar þeir komu. Um daginn fór Iþróttafjelag Bíldudals með þá til Geirþjófs fjarðar. Þar var skoðað minn- ismerki Gísla Súrssonar og fár ið um skóginn. — í bakaleið- inni voru 40 börn, sem eru á sundnámskeiði í Reykjafirði, tekin með til Bíldudals, til þess að þau gætu sjeð sýninguna þar. Um kvöldið höfðu flokkarnir útisýningu. Vorö nær allir þorpsbúar viðstaddir og auk þess fjöldi aðkomufólks. — Á- horfendur ljetu í ljós einsdæma hrifningu yfir leikni fimleika- fólksins. — Að lokinni sýningu ávarpaði Ólafur P. Jónsson, oddviti, flokkana og þakkaði þeim fyrir komuna. Fararstjóri Ármanns, Jens Guðbjörnsson, þakkaði fyrir fjelagsins hönd. Öllum vesturförunum líður vel og biðja að heilsa heim. í dag fóru gestirnir til Þingeyrar. Norðmenn flýja Stokkhólmi: Um 60 Norð- menn flýðu nýlega til Svíþjóð- ar í bátum. Komu þeir í Lyskil hjerað. Fólk þetta var þegar fært til flóttamannabækistöðva Þetta er stærsti flóttamanna- hópur, er nokkru sinni hefir komið frá Noregi til Svíþjóðar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.