Morgunblaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 2
o MOttGUNELAÐIÐ Miðvikudagur 19. júlí 1944 Gastúrbínustöð hagkvæm- asta viðbótin næst Skýrsla rafmagnsstjóra um næstu rafmagnsvirkjanir fyrir Reykjavík og Suðurland FRAMTIÐARAÆTLUN er geið um rafmagnsmál Reykja- víkur og nágrenni, eins og Steingrímur Jónsson rafmagns stjóri mintist á í ræðu sinni við Ljósafoss á fimtudaginn var. Næsti þátturinn verður: Að reisa gufutúrbínustöð við Ell- iðaárnar. Rafmagnsstjóri hefir nýlega lokið við ítarlega greinargerð um þetta mál. Er hún fjölrituð og hefir hún verið lögð fram á fundi bæjárráðs. Skýrsla þessi er mjög ítarleg. Hefir tíðinda- maður frá blaðinu fengið út- drátt úr henni, hjá rafmagns- stjór-a. í stuttu samtali. Var frá sögn Steingríms á þessa leið: Vatnsorka Sogsins. Sogsvirkjunin verður altaf meginþáltur í rafmagnsfram- leiðslunni. Því lá fyrst fyrir að vita sem nákvæmast um, hve vatnsmagn Sogsins er mikið, meðalrennslið og minsta rennsl ið. Viíaskuld höfðu verið gerð- ar vatnsrennslismælingar í Sog inu um alllangt skeið áður en Ljósafossstöðin var reist. En eftir að hún kom upp, var hægð arleikur að framkvæma daglega nákvæmar mælingar á rennsl- inu. Við vatnsmælingarnar hefir það komið í ljós, að Sogið fiytur meira vatn en áður var talið, en. vatnsmagn þess er talsvert breytilegra, en menn bjuggust víð eftir fyrri mælingum. I úrkomuminstu *árum má reikna með meðalrenrlsli 80 ten. metra á sekúndu. En sökum þess að rennslið er breytilegra, eru meiri möguleikar til þess að nota hjálparstöð við orkuver Sogsins, á þeim tímum sem rennslið er minst. Er gerð grein fyrir þessu í hinni umræddu skýrslu. Rafmagnsþörfin nú og næstu ár. Næsti þáttur fjallar um raf- magnsþörfina. eða eftirspurn- ina, og hvaða breytingum hún hefir tekið síðan Ljósafossstöðin var reist. Er gerð áætlun um hver rafmagnsþörfin verði á næstu 20 árum í Reykjavík og H$fnarfirði, og á Reykjanes- skaga og á Suðurlandsundir- lendi. Gert er ráð fyrir að fólks- fjölgun verði hin sama á þessu sviði, eins og hún hefir verið undanfarna tvo áratugi, en að 40 þús. Reykvíkinga fái húsa-. hitun frá Hitaveitunni. A undanförnum árum hefir rafmagnsþörfin aukist sem svar ar 10 milj. kílówattstundum á ári. Samsvarar það 2—3000 kílóv/atta virkjun eða 6—9000 kílówatta viðbótarvirkjun þriðja hvert ár. Haldi rafmagnsþörfin áfram að 'aukast svona, þá þarf virkj- unin að fara fram í stærri stig- um en verið hefir. En eftir- spurnin héfir aukist svo mikið, að engu líkara er, en Sogsvirkj unin hafi opnað flóðgátt eftir- spurnar. Að vísu má taka það með í reikninginn, að styrjaldará- standið hafi örfað eftirspurn- ina. En ef hún eyksl hægar en verið hefir, þá er hægur vand- inn að lengja tímabilið milli viðbótarvirkja.nanna. Hvafta teið á að fara? Þegar hugleiddar hafa verið þarfirnar fyrir aukið rafmagn, er næst fyrir hendi að athuga hvaða leiðir sjeu hagkvæmast- ar til þess. Þessar leiðir koma til greina: Að auka virkjun við Ljósafoss, að setja upp orkuver annars- staðar við Sogið, að virkja Botnsá í Hvalfirði, að setja upp hitarafalaflstöðvar, diesel stöð eða gufutúrbínustöð. Kostnaðaráællanir hafa ver- ið gerðar yfir alt þetla, hvað fyrir sig, og alhugað hvernig' þessar virkjanir gætu unnið saman til þess að fullnægja sern best rafmagnsþörfinni. Ennfremur hefir verið at- hugað hvenjig myndi vera að virkja hveragufu til samstarfs við vatnsaflstöðvar, er hefði 2000 kw. orku. Niðurstöðurnar. Athuganir þessar hafa sýnt: Það er vel hægt að setja upp nýja vjelasamstæðu við Ljósa- foss, er framleiddi 7000 kw. En ef svo yrði gert, þá þyrfti að koma á vatnsmiðlun í Þing- vallavatni, setja upp nýja há- spennulínu alla leið austur og auka við aðalspennislöðina hjerna við Elliðaárnar. Þeita alt saman gr áætlað að k^sti 15 —16 milj. króna. Ef til vatnsmiðlunar kemur í Þingvallavatni, þá verður hún aldrei gerð þannig, eins og margir óltast að vatnsborð þess verði hækkað. frá því sem það er nú þegar það er hæst. En mismunurinn á hæsta og lægsta vatnsborði þess er nú um 60 sentimetrar, eða náléga alin. Vatnsmiðlun færi þannig fram, að hæsta vatnsborði yrði hald- ið, eins oft og lengi og þörf væri fyrir, en gerð mannvirki við ós Sogsins úr valninu, er gerðu mögulegt að lækka vatns borð þess um 60 sentimetra frá því sem það er nú lægst. En ef farin yrði þessi leið, að auka við Ljósafossstöðina. koma á vatnsmiðlu’n og setja upp ný]a háspennulínu, þá fengist ekki nægilega ör vöxtur í raf- magnsframleiðsluna. með þeim aðgerðum einum. Til þess að fullnægja eftirspurninni. þyrfti jafnframt að setja upp gufu- túrbínustöð við bæinn, sem framleitt gæti 1<2000 kílówött á þeim tíma sólarhringsins, sem eyðslan ér mest. Og yrði þá koslnaðurinn samtals við alt þetta 25 miljónir. Gufutúrbínustöðin fyrst. dýrust að koma upp saman- borið við þá orku, sem hún framleiðir, þá er lagt til, að við bótarvirkjuninni við Ljósafoss sje slept að þessu siitni, og bygð gufutúrbínustöð, sem framleitt geti 26000 kílówött, er ætti að vera hægt að koma upp fyrir 15 miljónir króna. Miðað við afl hennar. er stofnkostnaður hennar lang- minstur. En reksturinn verður vitanlega dýrari fyrir það að nota þarf olíu til kyndingar. Þess vegna hefir enn ein leið verið borin saman við hinar. Að virkja Botnsá í Hvalfirði. er gæfi hingað til Reykjavíkur 26,000 kílówött. Hún myndi kosta 33 miljónir króna. Hún gæti sem sje gefið svona mikla orku, þegar á þyrfti að halda. En ekki að staðaldri, Til þess er vatnsmagn árinnar of lítið. Það er hægt að safna þar vatni, til þess að lát^a aflstöð ganga þarna tiltölulega stutlan tíma. Gufutúrbínustöð, sem þyrfli að framleiða 16—20 miljónir kílówattstunda á ári, eyðir nokkur þúsund tonnum af olíu. En rafmagnfð þaðan yrði álíka dýrt og frá Botnsár- virkjun. Botnsárstöð yrði að mörgu leyti vel til þess fallin að framleiða rafmagn þá tíma, sem þörfin er mest. En það tæki langan tíma að fullgera orkuver við Botnsá, og sú stöð myndi aldrei hafa mikla framtíðar- möguleika. Það er mjög algengt að menn reisi olíurafstöðvar eða hita- rafstöðvar með vatnsaflsstöðv- um. Því einmitt á þann hátt notast vatnsaflið best. Næsta stórvirkjun, Aukning Ljósafossstöðvar, og gufutúrbínustöð eða virkjun Botnsár gefa ekki mikla orku- aukningu til frambúðar. Ein- asta lausnin á því máli er nýtt orkuver við Sog. Um tvær leið- ir er að ræða. Orkuver við Efra Sog eða við írufoss og Kistu- foss, sem eru neðan við Lljósa- foss. Slofnkostnaður þessara orkuvera yrði jBvipaður. En orkan, sem fengist við neðri fossana, yrði alt að því helm- ingi meiri. Þar fengjust 37000 kílówött. Gert er ráð fyrir, að sú virkjun færi fram í ,tveim stigum, 18000 kílówött í fyrstu virkjun, eða álíka mikil orka og öll sú orka, sem Reykjavík hefir nú yfir að ráða. Áætlaður kostnaður við þessa virkjun neðri fossanna, með nú verandi verðlagi, yrði 45 mifj. kr. Að byrja með því að virkja neðri fossana, yrði dýrasta leið- in, og myndi sú virkjun taka of langan tíma. Gufutúrbínustöð ætti að vera Frh. á 4. síðu. * Fimleikaflokkur Armanns kemur frá Vestfjörðum Vestfjarðafara r Ármanns. — FIMLEIKAFLOKKAR Olímufjelagsins Ármanns, er ferðast haía um Vestfirði að undanförnu, eru nú komnir til bæjarins. Sýndi flokkurinn als 15 sinnum í förinni á 13 stöð, irm og hafa þá íþróttaílokkar frá fjelaginu haft sýningar á alls 61 stáð hjerlendis. Fararstjóri Ármenninganna,- Jens Guðbjörnsson, skýrði blaðamönnum frá för þessari í gær. En í förinni tóku þátt 15 stúlkur og 10 piltar. Stjórn andi flokkanna var Jón Þor- stemsson, íþrottakennari. Lagt var af stað hjeðan úr Reykjavík 1. júlí með Súð- inni og farið með henni til Patreksfjarðar, en á leiðinni var sýnt í Stykkishólmi. Á Vestfjörðum var svo sýnt á Patreksfirði, 2 sýningar, Bíldudal, Þiiigeyti. Flateyri, Súéandafirði, Núpi, í sam- bandi við hjeraðsmót ung- mennafjel. á Vestfjörðum, Isa firði, tvær sýningar, Bolunga- vík, Hnífsdal, Súðavík og Reykjanesi. Flokkarnir sýndu allsstaðar úti, enda var veður dásamlegt allan tímann, nema á Þingeyri og aðra sýn- inguna á Isafirði. Á hverjum stað önnuðust íþrótta- eða ungmennafjelög móttökur flokkanna. Á Isa- firði var það íþróttabandalag Isfirðinga og á Reykjanesi, sem er að verða menningar- og íþróttamiðstöð Norður-Is- firðinga, dvöldu flokkarnir í tvo daga sem gestir skóla- stjórans, Aðalstéins Eiríksson ar og konu hans. Eloþkarnir fengu fádæma góðar viðtökur alsstaðar, þar sem þeir komu, og sýningarn ar vöktu óskifta hrifningu áhorfenda, sem í ferðinni voru alls um 5600 mahns. „Als- staðar vildu allir gera eitt- hvað fyrir mann“ og allir virtust sama sinnis og gamli maðurinn, sem kvað það borga sig bctur að greiða 20 krónur fyrir svona sýning- ar, heldur en 2 krónur fyrir bí/>. Á sumum stöðum voru ort til flokkanna l.jóð að sýn- ingum loknurn. Flokkunum var á hverjum stað haldið samsæti. Á ísafirði hjeldu „Valkyrjur", „Hörður“ og .Skíðafjelag Isafj. flokkun- um samsæti í skíðaskálanum í .Seljalandsdal. Var einum Ár- menningi við það tækifæi’i boðið ókeypis uppihald og kennsla í skíðakennaraskól- anum þar á vetri komanda. Ármanni var og boðið að sénda glímumenn til Vest- fjarða næsta sumar.. Eins og fýrr segir fórui Ármenningarnir með Súðinni til Patreksfjarðar, þaðan áj bílum til Tálknafjarðar, en síðan var ferðast með „Sæ- björgu“ milli staða til Þing- eyrar og þaðan landveg til Isafjarðar. — Frá Reykja- nesi var farið til Arngerðar- eyrar o" þaðan á flutninga- bílum /inn í Langadalsbotn, en þar biðu 37 hestar eftir flokknum ásamt þremur fylgdarmönnum. Var svo ferð] ast á þessum gömlu þjóðlegu farartækjum yfir Þorskafjarð arheiði í Kollabúðardal og síðan að Kinnastöðum. Það var Magnús á Bæ í Króksfirði sem útvegaði þessa farar- skjóta og átti hann flesta skjótaog átti hann flesta þeirra sjálfur. Frá Kinnastöð um var ekið í bílum til Reykjavíkur og komið hiilgað s.l. sunnudagskvöld. „Svo vil jeg biðja blöðin“, sagði fararstjórinn að lokum, „að færa bestu kveðjur og þakkir öllum þeim, _sem lögðu iþtt til, að för þessi varð svo vlæsileg og ógleymanleg, eins og hún mun verða öllum, er fóru hana. Að nefna nöfn yrði altof langt mál. Enn- fremur vil jeg þakka skip- stjórum og öðrum skipsmönn- um á Súðinni og Sæbjörgu' ógleymanlegar samverustund- Nýr sendiherra Svía í Moskva. STOKKHÓLMUR: — Sænska stjórnin hefir nýlega skipað nýjan sendiherra í Moskva, S. J. Söderblom, áður yfirmann pólitísku deildar sænska utan- ríkisráðuneytisins. Söderblom sendiherra er son ur Nathan Söderblom biskups. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.