Morgunblaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 8
8 MORGONBL^ Mf) —Skæruliðarnir Framh. af bls. 7. IMíræð: Herdás SSgurð- ardóttir, Varmalæk ur er vandlega reyndur, áður en honum er veitt upptaka í skæruherinn. Síðan er hon. um sagt að reyna að útvega sjer bakpoka, ábreiðu, regn- frakka, sterka skó, hlýja peysu og mat til nokkurra daga. F',erðin að heiman til felustað- anna getur tekið margar vik- ur. Skæruliðarnir hafa engar byrðir riffla og vjelbyssna, svo sjerhver nýliði verður að sýna hæfni sína til að fara með þessi vopn, áður en hon- um er fengin þau í hendur. Auk hins almenna heraga, er honum kennt að virða mismun andi trúarbrögð og skoðanir og meta heill flokksins meir en persónulegt öryggi. Síðast gortuðu Þjóðverjar af því, að þeir myndu upp. ræta skæruherinn áður en snjór tæki að falla í Ölpun- um. Snjórinn kom, og skæru- iiðarnir voru þar enn. Þegar voraði börðust þeir enn, fóru í árásarleiðangra, unnu skemd arverk og refsuðu svikurum. Fn þeir spöruðu aðalherinn þar til Bretar og Bandaríkja- menn gerðu innrás sína. Frakki, sem komst undan frá Frakklandi til Algiers, sagði: „Þeir dagar munu koma, að sungið verður í Frakklandi, og þá verða það hinir hugdjörfu skæruliðar frönsku Alpanna, sem munu syngja fullum hálsi". Þjóðverjar taka franska karlmenn með sjer. LONDON í gær: —, Þjóð- verjar hafa þann sið, að þegar þeir hörfa undan bandamönn- um í Frákklandi, þá taka þeir með sjer alla franska karlmenn á aldrinum 18—45 ára (menn sem eru á herskyldualdri). Franskir karlmenn reyna þó að strjúka frá Þjóðverjum og daglega koma tugir Frakka til stöðva bandamanna í Frakk- landi og bjóðast til að ganga í lið með bandamönnum, til að berjast gegn Þjóðverjum. — Reuter. ÞESSI stórmerka kona er fædd 19. júlí 1854. Fyllir híin ,því í dag nítugasta aldursár sitt. llerdís hefir nú í meir en sextíu ár stjórnað stór- búi á Varmalæk. Hefir hún enn með höndum búsforráð og heimilisstjórn með góðri .aðstoð tveggja sona sinna og tengdadóttur. Að díkindum er Ilerdís á Varmalæk sú eina kona á ollu Islandi, sem nú ræður yfir stórbúi níutíu ára gömul, enda hefir henni ekki verið fisjað saraan. Samfara óviðjafnan- legt-i hagsýni og viljafestu hefit starfsþróttur hennar ver ið frábær. Þótt hún hafi ætl- að öðrum mikið hvað fram- tak og athafnir snertir, þá hefir hún jafnframt og um- tölulaust ætlað sjálfri sjer þyngsta hlutverkið. Með þess- ari vakandi umönnun og ó- sjerplægni, samfara hógværri heimilisstjórn hefir hún notið mikils álits og almennra vin- sælda. Herdís var elst af dætrum hins kynsæla gáfnamanns, Sigurðar Vigfússonar í Efsta- bæ og konu hans, Iíildar Jóns .dóttur, sem komin var af ein- hverjum bestu bændaættum, sem búið hafa í Borgarfjarð- arhjeraði á síðari öldum. — Herdís varð ekki afskipt þeim .bestu kostum ættar sinnar, sem eru: búvit, bókvit og skapfesta. Ilerdís hefir verið gæfu- kona á flesta lund. .Manni sínum, Jakobi Jónssyni, unni hún hugástum. Voru þau sam- hent og samtaka í öllu, sem laut að ráðum og dáð. Börn þeirra fimm, ein dóttir og fjórir synir, sem til aldurs komust, voru öll mætavel gef- in, svo hefir og verið um tengdabörn hennar og barna- börn. Hefir alt þetta skyídu- lið verið samtaka í því að gera þessari háöldruðu merk- iskonu lífið sem Ijettæst. Ekki lætur hún heldur sitt eftir liggja að launa í orðum og verkum alt það, sem henni er gott gert. Með gleði og þakklæti get- ur hún nú litið til baka yfir langan og á flesta lunnd ó- venju gæfuríkan æfidag. Og hina góðu bújörð sína sjer hún halda áfram að prýkka og aukast að ræktun ár frá ári . vegna athafna tveggja sona sinna og góðrar tengda- dóttur. Á þessum merkilega af- mælisdegi er Herdísar á Varmalæk minnst af fjölda vina nær og fjær, •— bæði með virðingu og þakklæti. Allir, sem hafa kynst henni, munu ,játa, að hún hafi 'verið meðal hinna ágætustu húsmæðra, sem hafa gert garðinn frSeg- an. Bæði Herdísi og hverri annari slíkri konn ber alþjóð- arþökk. Kr. Þ. Hergagnaframleiðsla í Kanada. LONDON: — í Kanada hafa verið framleidd til júníloka hergögn, 450.000.000 sterlings- punda virði, samtals 650.000 stykki. Ódýrara gas. LONDON: — Fjelag eitt í Manchester hefir fengið einka- leyfi á uppfinningu, sem mun Miðvikudagur 19. júlí 1944 A * — Alsherjarmót I.S.I. Framh. af bls. fimm. braut. Úrslitin urðu svo þau, að Kjartan bar glæsilegan sigur úr býtum. Hljóp á nýju ísiands meti, 52.3 sek. Gamla metið, 52,6 setti Sveinn Ingvarsson 1938. Þetta met Kjartans er ennþá eftirtektarverðara, þar sem hann hljóp á ystu braut, en það hefir verið talið rothögg á hvern 400 m. hlaupara, þá eru keppinautarnir allir fyrir aftan í startinu. Hjer er á ferðinni eitt hvert allra glæsilegasta hlaup- araefni á milli-vegalengdum, sem við höfum átt. Brynjólfur var 2. á 54,0 sek'. Finnbjö^i 3. á 55,0 og Jóhann 4. á 55,5 sek. Þrístökkið vann Skúli Guð- mundsson, stökk 13,64 m. Næst ur honum var sigurvegarinn frá í fyrra, Oddur Helgason, Á, með 13,31. Þriðji var Jón Hjartar með 13,10 m. og 4. Oliver Steinn með 12,96. Oliver hefir oft stað ið sig betur í þrístökki, en tvö stökk, sem hann átti yfir 13 m. voru ógild. Þá má geta þess að Jón kom svo að segja beint úr spjótkastinu í þessa kepni. — Skúli er prýðilegur stökkvati og á sennilega eftir að slá met Sigurðar Sigurðssonar einnig í þessari grein, en það er 14,00 m. Það er ómögulegt að segja að kepni í 5 km. hlaupinu hafi ver ið hörð. Óskar Jónsson, í. R., leiddi það frá byrjun, Indriði Jónsson, K. R., var annar, en Steinar Þorfinnsson, A, og Har- aldur Björnsson, K. R., skift- ust á um að vera í 3. og 4. sæti. Tími Óskars var 17:00,0 mín, Indriða 17:06,0 mín. Stein ars 17:27,0 mín. og Haralds 17:34,0 mín. Sleggjukastið sigraði Gunnar Huseby með 37,86 m., 2. Vilhj. Guðmundsson, K. R., með 36,65 m., 3. Helgi Guðm., K. R., 34,53 m. og 4. Ól. Guðmundsson, í. R., 28,44 m. Stigin eftir þriðja daginn: K. R. 117 st., í. R. 87 st., F. H. 42 st. og Árm. 38 st. Síðasta daginn var svo 10 km. hlaup með 2 keppendum og fimtarþraut með 6 keppendum. 10 km. hlaupið sigraði Indriði Jónsson á 36:49,8 mín. og Stein- ar Þorfinnsson var annar á 39:33,6 mín. „ í fimtarþraut var kepni hörð. Úrslit urðu þessi: 1. Jón Hjartar 2562 st. Lst. 534 st. (5,90), spj. 591 st. (50,18), 200 m. 443 (26,4), krk. 519 (33,12), 1500 m. 475 st. (4:50,0). 2. Bragi Friðriksson 2449 st. (Lst. 575 st. (6,08), spj. 403 st. (39,33), 200 m. 537 st. (25,2), krk. 655 st. (38,09), 1500 m. 279 st. (5:26,8). 3. Finnbjörn Þorvaldsson 2343 st. (Lst. 534 st. (5,90), spj. 522 st. (46,35), 200 m. 628 st. (24,2), krk. 377 (27,48), 1500 m. 282 st. (5:26,0). 4. Einar Þ. Guðjohnsen, KR 2334 st. (Lst. 402 st. (5,29), spj. 484 st. (44,16), 200 m. 488 st. (25,8) krk. 518 st. (33,10), 1500 m. 442 st. (4:55,4). Að lokinni kepni afhenti for- seti íþróttasambandsins, Ben. G. Waage, formanni K. R., Er- lendi Pjeturssyni, Allsherjar- mótsbikarinn. Stigahæstu menn mótsins voru: 1. Skúli Guðmundsson með 26 st., 2. Oliver Steinn 25 st., 3. Finnbjörn Þorvaldsson, 24 st., 4. Gunnar Huseby, 21 st., 5. Jón Hjartar, 18 st. og 6. Kjartan Jóhannsson 17 st. Kept var alls í 20 greinum. Hlaut K. R. stig í 17 þeirra, I. R. í 16, Ármann 10 og F. H. 7. í einni íþróttagrein hlaut K. R. flest 15 st. (sleggjukast), Ár- mann 12 st. (1500 m. hl.), F. H. 11 st. (stangarstökk) og I. R. 10 st. (200 m., spjótkast og 400 m). Þannig fór Allsherjarmótið 1944. — Til samanburðar má geta þess, að heildarúrslit næsta allsherjarmóts á undan, 1942, voru þannig: 1. KR með 150 stig, 2. Ármann 101 st., 3. FH 51 st., 4. ÍR 11 st. og 5. Umf. Selfoss 1 st. Leikaraútpfan BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Lauffaveg 168. — Sími 5347. JHBSE 6AS (COUPONS, ARE VERV QOOD, MR.BLUE-JAW. JUSTUKEFROM W/\SH/NGTON! rDO NOT BE FUNNV, MR. BLUE-JA wAm IKNOW VOU HAVE HERE A COUNT- * ERFE/T ENGRAVER - SULLV FEURIK, SOMETIMES r HOW MUCH VOU TAKE TO _ LETME HT HAVE RVTCHIE'R NO SOAR WHEN VOU WANT MORE COUPONS, JUEJT BR/NG MORE © MOOLAH! 1) Stiletto: — Þessir bensínskömtunarseðlar eru ágætir, hr. Blákjammi .... Alveg eins og þeir kæmu frá Washington!'— Blákjammi: — Ef til vill er það þaðan, sem jeg hefi fengið þá. 2—3) Stiletto: — Vertu ekki að gera að gamni þínu, hr. Blákjammi. Jeg veit að þú hefir hjerna grafletursfalsara — Sully Feurik — sem stundum er kallaður ,,Itchie“ .... Hvað myndirðu taka fyrir að láta mig fá „Itchie“? — Blákjammi: — Ekkert slúður, þegar þig vantar fleiri skömtunarseðla, komdu þá aðeins með meiri peninga. 4) Fyrir utan: Fjelagi Stiletto: — Jeg er búinn að rannsaka knæpuna, eins og þú baðst um, hús- bóndi. Stiletto: — Ágætt. Jeg geri ráð fyrir að við komum í „heimsókn” til hr. Blákjamma brátt aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.