Morgunblaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. júlí 1944 MOK GUNBLAÐIÐ 11 Fimm mínútna krossgáfa Lárjett: 1 málmur — 6 erfiði — 8 fangamark — 10 fornafn — 11 Evrópuþjóð —r 12 forsetning — 13 kvað —'14 hug — 16 vit- iéysa. Lóðrjett: 2 gat — 3 lestrar- merki — 4 bor — 5 fórn — 7 júrtir — 9 vesöl — 10 á húsi — 14 tónn — 15 tala. Fjelagslíf ÆFINGAR í KVÖLD: Á íþróttavellinum: Kl. 81/2 - Knatt- spyrnumeistarar og' 1. fl. — 1 Sundlaugunum: Kl. 9 Sund- æfing. Stjórn KR. Í.S.Í. I.R.R. DREN G J AMEIST AR AMÓT Í.S.t. fer frain, eins og áður hefir verið auglýst, 29. og 30. júlí. Kept verður í þessum greinum: 100 m. 400 m. 1500 m. 3000 m. hlaupum, 110 m. grind-ahlaupi, 4X100 m. boð- hlaupi, hástökki, langstökki. þrístökki, stangarstökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjót- kasti. Tilkynningar um þátt- ,töku komi til K. R. viku fyrir mótið. Stjórn Iv.R. VÍKINGUR. Æfing hjá III. fl. í kvöld kl. 71/o'. FERÐAFJELAG ÍSLANDS ráðgerir að fara skemtiför til Gullfoss og Geysis. næstk. fiunnudag. Ekið austur ITeliis- heiði til GullfosS og Geysis. Sápa látin í Geysi og revnt að ná fallegu gosi. Þá verð- ur komið að Brúarhlöðum og í bakaleið ekið upp með Sogi austan Þingvallavatns og á Þingvöll, en þaðan til Reykjavíkur. Lagt á stað kl. 8 árdegis. Farmiðar seldir á skrifstofu Tvr. Ö. Skagfjörðs, Túngiitu 5 til kl. 6 á föstu- dag. Kaup-Sala ÁNAMAÐKAR til sölu frá kl. 6,30 til 8 e. h. á Ránargötu 33, I. hæð. MINNIN G ARSP J ÖLD Barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. Stigin „SINGER' ‘ -SAUMAVJEL, með hringskyttu, sem ný, til sölu. Upplýsingar á Þórsgötu Húsnæði LÍTIÐ HÚS eSa íbúð, óskast til leigu. Tiiboð, merkt „Einbúi“, send- ist Morgunblaðinu. ^t)cialóh 201. dagur ársins. Aukanætur. Sólarupprás kl. 3.57. Sólarlag kl. 23.09. Árdegisflæði kl. 5.50. Síðdegisflæði kl. 17.07. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Jakob Jónssyni ungfrú Borghildur María Rögnvaldsdóttir, Sólvalla- götu 14 og síra Trausti Pjeturs- son, Ljósvallagötu 8. — Ungu hjónin munu flytja til Sauðlaugs dals. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband af síra Jes Gíslasyni ungfrú Ingibjörg Ólafsdóttir, Strönd, Vestmanna- eyjum og Magnús Einarsson stýrimaður, Meðalholti 11, Rvík. Hjúskapur. 13. þ. m. voru gef- in saman í hjónaband af her- presti Ósk Ólafsdóttir, Lauga- veg 67 og sgt. Orval R. Bardon, í amerísku lögreglunni. Hjónaband. Nýlega voru gef- in saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Betty Hansen og Einar Jón Einarsson. Heimili þeirra er á Laugavegi 163. Sextug er í dag frú Júlíana BjörnsSóttir, Brávallagötu 48. 55 ára hjúskaparafmæli eiga á morgun Jonetta Nilsen og Claus Nilsen, Ránargötu II. Blaðið hefir verið beðið að birta eft'rfarandi: Að gefnu til- efni viljum við undirritaðir taka það fram, að hvorugur okkar ók herbifreiðinni RN-1006, í æfin- týri því, er gerðist um síðustu helgi, og nú er í þjónustu h.f. Shell. — Guðmundur Magnús- son. Garðar Jónsson. ÚTVARPIÐ í DAG: 19.25 Hljómplötur: Óperusöngv- ar. 20.30 Erindi: „Er til siðferðileg- ur mælikvarði?“ (síra Óskar Þorláksson frá Siglufirði). 21.00 Hljómplötur: íslenskir ein- söngvarar og kórar. 21.10 Erindi: Frá Krýsuvík (Stef- án Stefánsson túlkur. — Hall- grímur Dalberg flytur). 21.35 Hljómplötur: Svíta úr Pjetri Gaut, nr. 2, eftir Grieg. GRIGG herv- breska Sjötugur: Steindór Árni ^^X$>J$x$>^><$X$><$X$><$x$>^><$x$x$x$X$X$>$><$x$><$><$X$><$>^>^X$><$>^>^>^>^>^>^>^^^>^$>^>^><$>^>^^^ Lokað vegna sumar- leyfa til I. águst Leðuriðjan CT” Vatnsstíg 3. Hverfisg. 42. Þjóðverjar skjóta stríðsfanga enn. London í gær. SIR JAMES málaráðherra skýrði þinginu frá því í dag, að enn hefðu borist fregnir um, að Þjóðverjar liefðu skotið breska stríðsfanga. Segja Þjóðverjtir að fangarnir hafi verið skotnir, er þeir voru að gera tilraunir til að strjúka úr fangabúðum. ITermálaráð herra sagði, að ríki það, sem gætir hagsmuna Bretlands hjá Þjóðverjum ha4i verið beðið, að mótmæla harðlega. Vinna HREIN GERNIN G AR úti og inni. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Sími 5786. HÚSEIGENDUR. Athugið! — Kölkum hús, hreinsum þök og blaekferni serum. Sími 5786, HREIN GERNIN GAR Pantið í tíma. Guðni Þráinn. Sími 5571. 70 ARA er í dag Steindór Árni Ólafsson húsasmíðameist- ari, Freyjugötu 5. Hann er fæddur að Tjald- brekku í Hraunhreppi. Foreldr ar hans voru Ólafur Eyleifsson og Jóhanna Steindórsdóttir, sem þá bjuggu á Tjaldbrekku. Til Reykjavíkur kom hann árið 1896. Hann lærði húsastníði hjá Hirti Hjartarsyni, sem í þá daga var einn helsti húsasmíða meistari Reykjavíkur, og lauk hann námi árið 1900. Mjög var Hjörtur vandvirk- ur og krafðist hins sama af nem endum sínum. Steindór var fyrsti nemandi Hjartar. Þá var daglegur vinnutími 12 stundir, og meira, ef svo stóð á, að ein- hverju þurfti að flýta. Gamli skólinn kunni betur við, að eitt hvað sæist eftir mann að kvöldi dags. Iðni og ástundun var þeirra tíma æðsta og helsta boð orð, og þegar ráða þurfti smið* til einhvers verks, þá var það venjan að kynna sjer hjá hverj um sá hefði lært og hvar hann hefði unnið síðast. Við þessi starfsskilyrði vandist Steindór og hefir farið dyggilega eftir þeim til þessa dags. Árið 1906 reisti hann sjer hús og giftist unnustu sinni Guð- rúnu Sigurðardóttur frá Tröð- um á Mýrum. Þau hafa eignast átta börn, sjö þeirra eru á lífi, öll uppkomin og hin myndar- legustu. Um og eftir heims- styrjöldina þótti mörgumVall erfitt að sjá sjer og sínum far- borða, þó færri væru í heimili en átta manns og tvær hendur að vinna fyrir. Þetta tókst Stein dóri og konu hans með mikilli prýði, þar sem fór saman dugn aður húsbóndans og góð heim- ilisstjórn húsfreyjunnar. Steindór er enn við allgóða heilsu, þó stundum hafi hann orðið fyrir áföllum, og legið all lengi af þeim sökum. Nú vinn- ur hann dag hvern frá morgni til kvölds og lætur engan bilbug á sjer finna. Við vinir þínir árnum þjer og heimili þínu allra hteilla og blessunar á þessum þínum tyllidegi og vonumst til þess, að þú eigir enn eftir að starfa með okkur við handverkið minst hálfa aðra tylft ára í við bót, þjer og þínum til yndis og ánægju. Vinur. Amerískip Pappírspokar nýkomnir. Eggert Kristjánsspn & Co. h.f. Faðir okkar. ÓLAFUR ÞORSTEINSSON, andaðist laugardaginn 15. þ. m. að Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda. Magnús Ólafsson. Guðmundur Ólafsson. Konan mín, ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR og SONUR OKKAR verða jarðsungin frá dómkirkjunni fimtudaginn 20. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili okkar, Vífilsgötu 19, kl. IV2 e. h. Kransar afbeðnir. Fyrir hönd dóttur okkar, Elsu. Sigurður Guðmundsson. Jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, sem andaðist 13. þ. m., fer fram frá heimili hennar, Pósthússtræti 13, föstudaginn 21. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 1.30 e. h. Karen Frímannsdóttir. Vilh. Fr. Frímannsson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR FRIÐBERTSDÓTTUR. Börn, tengdabörn og hamabörn. Hjartanlega þökkum við auðsýnda innilega samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, ÞÓRDÍSAR sál. ARNÓRSDÓTTUR frá Snæfjöllum. Vjer biðjum Guð að launa þeim öllum, fjær og nær, sem hafa, með fórnfúsum vilja, veitt Þór- dísi sál. alla þá hjartanlegu hjálp í hennar miklu veikindum. Bjarni Jónsson, dætur og tengdasynir. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við hið sviplega fráfall sonar okkar og bróður, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR. Sjerstaklega þökkum við húsbændum hins látna og heimilisfólki í Varmadal svo og sundfje- lagi Hörðdælinga. Guð blessi ykkur öll. Dunkárbakka, Dalasýslu, 8. júlí 1944. Ragnhildur Guðmundsdóttir Kristján Helgason og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.