Morgunblaðið - 26.07.1944, Síða 2

Morgunblaðið - 26.07.1944, Síða 2
MOkQUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. júlí 1944 Mesta undralyfið unnið úr myglu Niels Dungal prófessor segir Ameríkufréttir r NIELS DUNGAL prófessor er nýkominn heim úr Ameríku 'íerð. Hann fór að heiman í des- •ember. Var 3 mánuði í New York. Fór síðan vestur um álf- una til Californíu, heimsótti spítála, háskóla og aðrar vís- indastofnanir víða um Banda- ríkin. — Erindið vestur —? — Var margvíslegt, segir Dungal, er jeg hafði tal af hon- um í gær. Að kynnast ýmsum ■nýjungum i minni fræðigrein, sjá fyrirkomulag á spítölum og rannsóknarstofum og kynnast Ameríku yfirleitt. — Anægður yfir ferðinni? — Já. Maður hefir altaf mik- --tð gagn af að koma út í heim- inn, kynnast nýjum mönnum, nýjum starfsaðferðum, nýju andrúmslofti. Ameríka er um margt ólík Evrópu. Það vissi jeg vitanlega áður. Mjer líkaði prýðilega við fólkið. Það er blátt áfram, kurteist, greiðvikið og heiðarlegt. Eins og t.d. sjest á því, hvernig menn eru látnir afgreiða sig sjálfir á ýmsum sölustöðum. Menn taka það sem þeir þurfa og skilja eftir hið rjetta gjald. Það dygði ekki al- staðar vel fyrir seljandann að hafa slíka aðferð. Tofralyfið. — Hvað getur/þú sagt mjer af nýjungum í læknisfræðinni? — Mjer dettur fyrst í hug undralyfið ,,penicillin“, sem nú er farið að framleiða í stórum stíl, Englendingur, Alexander Fleming að nafni, fann það fyrst. Það hefir verið nótaði mikið í hernum. Nú fer almenn ingur að fá það. Það er mun öfl- ugra til að eyða bakteríum en sulfalyfin, og fær ekki eins mikið á sjúklingana. Lyf þetta er búið til úr sjer- stakri myglutegund. — Hvernig gat manni dottið í hug að búa til lyf úr myglu? — Það má snúa spurningunni við. Hvernig gat staðið á því, að engum skyldi hafa dottið það í • hug fyr? Því allir, sem hafa fengist við bakteríuræktun, hafa sjeð, að oft sest mygla á yfirborð næringarvökvans. Og þar sem myglan er, þar þrífast bakteríurnar ekki. Þetta leiddi til þess, að höfundur þessa lyfs fór að athuga málið. Myglan, sem framleiðir þetta lyf, er græn, eins og sú, sem sest oft á brauð. Hún er ræktuð í sjer- stökum vökva, með sjerstöku hitastigi, í mátulegu lofti. Og úr þessari ,,myglusúpu“ er lyf- ið svo unnið. Þetta er hreinasta töfralyf. Hæfileikaprófin. Aður en jeA fór fól ríkis- stjórnin mjer að athuga hæfi- leikaprófanir, sem látnar eru fara fram á ungu fólki vestra, til þess að athuga hæfni þess við nám ýmsra námsgreina. Þessi starfsemi er svo langt komin, að hún gerir mikið gagn. Jeg held, að við ættum að taka upp þesskonar prófanir hjer. íslenskir stúdentar. — Hittir þú ekki marga ís- lenska stúdenta vestra? , — Jú, jeg hitti þá víða. Til- tölulega flejtir eru á vestur- ; ströndinni, stærsti hópurinn við Californíuháskólann í Berkeley. Mjer leist yfirleitt vel á þetta unga fólk og heyrði jeg, að stúdentarnir íslensku væru yfirleitt duglegir, prúðir og kæmu sjer vel. Ekki gat jeg fundið á þeim, að þeim dytti í hug að ílendast fyrir vestan. Bandaríkjamenn gera ákaf- lega mikið fyrir stúdenta sína. Stúdentarnir hafa klúbba fyr- ir sig, matsöluhús, þar sem matur er ódýr, leiðbeininga- og ráðningarskrifstofur o. m. fl. Mjer sýndist meiri samhygð vera milli prófessora og nem- enda en títt er í háskólum Ev- rópu. Auðugt land. — Yfirleitt, segir Dungal, er ákaflega margt að læra í því mikla landi, jafnvel fyrir okk- ur, sem smáþjóð, þó þar sje alt í svo svo geysistórum stíl. Menn reka strax augun í, hve fólki líð- ur vel vestra, hve auðæfi lands- ins og framleiðsla hlýtur að vera stórkostleg, að þjóðin skuli geta fætt miljónaheri útum víða veröld, og lifa í allsnægtum eft ir sem áður. Eitt sjerkenni við Ameríku er það, hve borgirnar eru svip- líkar. Þó maður fari borg úr borg, sýnist manni þær vera þær sömu, byggingarnar eins, búðirnar eins, bíóin eins, sömu myndirnar, sömu vörumar. Það er helst þegar maður kem- ur til vesturstrandarinnar, að vart verður við verulega breyt- ingu. Því þar er landið fallegra, loftslagið þægilegast, og jeg held frjósemin sje þar einna mest. , A vesturströndinni er margt af íslendingum. Þeir koma þang að aðallega frá Canada. Síðan fórum við að tala um kjör lækna hjer og vestra, og Dungal sagði m. a. frá nýju fyrirkomulagi, er hann hafði kynst, er hópar lækna taka sig saman og sjá t. d. starfsfólki vissra stofnana eða fólki í viss- I um fjelögum fyrir allri lækn- ■ ishjálp. En fyrir þá þjónustu alla er venjulega ekki greitt nema 50—60 cent á viku. Flugsamgöngur. Svo voru það samgöngurnar. Við megum ómögulega vera að hugsa um farþegaflutning á sjó yfir hafið eftir stríð. Menn fara í loftinu. Ekki öðruvísi. Talað er um, að það ipuni kopta 100— 150 dollara að fara frá New York til London og til baka aft ur, að stríðinu loknu. Við vitum ekki enn, hve flugferðirnar eiga mikla framtíð fyrir sjer. Og þó höfum við það að heita má fyrir augunum. Jeg held, sagði Dungal, að flugferðirnar eftir stríð hafi eins gagngerð áhrif á alt líf hjer á landi eins og þegar síminn var lagður hingað fyrir nálega 40 árum. Að endingu vil jeg taka það fram, að mjer var sjerstök á- nægja að sjá og reyna, hve vin- sæll Thor Thors sendiherra er í Bandaríkjunum, bæði meðal íslendinga og Arneríkumanna. Jeg varð þess fljótt var, að h’ann nýtur fylsta trausts Bandaríkjamanna og leysir hvers manns vandræði meðal Islendinganna. Rússar viðurkenna ekki pólsku stjórnina í London London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSNESKA RÍKISSTJÓ'BNÍN birti í kvöld yfirlýs- ingu, þar-sem hún viðurkennir „pólsku þjóðfrelsisnefndina", sem löglega stjórn Póllands. Þar með hefir rússneska stjórn- in gpfið í skyn, að hún viðurkenni ekki pólsku stjórnina í London, sem aðrar ríkisstjórnir hafa viðurkent síðan Pól- land fjell. „Nokkrir kommúnistar og liðhlaupar“ Ilin nýja jiólska ]>jóðfrels- isnefnd var skipulögð í Moskva um helgina og eiga sæti í henni 20 manns. Nefnd- in segist stjórna samkvæmt stjórnarskránni frá 1921, en útlagastjórnin í London liafi engan lagalegan rjett, sem pólsk stjórn. 1 sambandi við þessar full- yrðingar hefir pólska stjórnin í London lýst því yfir, að hin nýja þjóðfrelsisnefnd í Moskva hafi engan i-jett til að taka að sjer ríkisstjórnarvald. Nefnd þessi sje skipuð nokkr- um kommúnistum og liðhlaup- um úr pólska hernum. Alikill meiri hluti pólsku þjóðarinnar fylgi hinni löglegu ríkisstjórn Póllands, sem. nú situr í Lon- don að raálum. Rússar ætla ekki að setja upp stjóm í Póllandi 1 yfirlýsingu rússnesku stjórnarinnar í kvöld um Pól- land segir m. a., að Rússar hafi ekki í hyggju að setja um neina stjórn í þeim hjer- uðum Póllands, sem þeir ná á sitt vald. Rússneska stjórn- in líti svo á, ^.að him reki hernaðaraðgerðir á landi vin- veittrar þjóðar til að vinna sigur á sameiginlegum óviiji, og tli að hjálpa Pólverjum að frelsa land þeirra“. Rúss- neska stjórnin ætli s.jer ekki að ágirnast neitt af pólsku landi, eða skifta sjer af fje- lagslegu skipulagi innan landa mæra Póllands. Golfraót Islands: Gísli og Jóhannes keppa til úrslita í meistaraflokki ÖNNUR umferð í meistaraflokki á Golfmóti íslands í Skagafirði fór fram á mánudag. Úrslit urðu þau, að Gunn- ar Hallgrímsson (A) vann Frímann Ólafsson (R), Jó- hannes Helgason (R) vann Þórð Sveinsson (A), Sigtrygg- ur Júlíusson (A) vann Svein Ársælsson (V) og Gísli Ól- afsson (R) vann Helga Eiríksson (R). Sigurvegararnir fjórir keppa í þriðju umferð, en hinir eru úr leik. — Næst síðasta umferð í meistaraflokki var leikin í gær. Úrslit urðu þau, að Jóhannes Helgason (R) vann Gunnar Hallgrímsson (A) og Gísli Ólafsson (R) vann Sigtrygg Júlíusson (A). Keppa þeir því til úrslita Gísli og Jóhannes. Leiknar verða 54 holur, og mun keppnin standa yfir fimmtudag og föstudag, 27 holur leiknar hvorn daginn. Fyrsti flokkur: í fyrstu umferð í fyrsta flokki á sunnudag, vann Lár- us Ársælsson; Ólaf Halldórs- son Hilmar Garðarsson vann Þórhall Gunnlaugssón. Árni Egilsson vann Sigurð Guðjóns- son. Tryggvi Ólafsson vann Axel Halldórsson og Jörgen Kirkegaard vann Finnboga Jónsson. en Halldór Magnússon Halldór Hansen og Georg Gísla son fluttist í aðra umferð án keppni. í annari umferð á mánudag vann Lárus Ársælsson Hilmar Garðarsson, Halldór Magnús- son vann Árna Egilsson. Hall- dór Hansen vann Tryggva Ól- afsson og Jörgen Kirkegaard vann Georg Gíslason. Næst síðasta umferð í fyrsta flokki var leikin í gær. Úrslit urðu þau, að Lárus Ársælsson vann Halldóy Magnússon og Jörgen Kirkegaard vann Hall- dór Hansen. Úrslilaleikurinn fer fram á fimtudag og föstú- dag. Golfkeppnin, bæði í meistara flokki og fyrsta ílokki, fer fram á nýjum 9 brauta golfvelli, sem útbúinn hefir verið á bökkum Hjeráðsvatna að Völlum í Skagafirði. Nánar um golfþingið. , Þriðja golfþing íslands var sett laugardaginn þann 22. júlí, í Varmahlíð í Skagafirði og lauk á sunnudagskvöld. For- seti þingsins var kosinn Helgi H. Eiríksson, en rilari Einar Guttormsson læknir. — Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu sljórnarinnar, reikn- inga og fjárhagsáætlunar, voru rædd og afgreidd frumvörp að starfsreglum fyrir forgjafar- nefndir, kappleikjanefndir og vallarnefndir klúbbanna. í stjórn til næsta þings voru kosnir: Forseti, Helgi Hermann Eiríksson og meðstjórnendur Halldór Hansen, Georg Gíslason og Jóhann Þorkelsson. Full- trúar á ársþing í. S. í. voru kosnir Jóhannes Helgason og til vara Gísli Ólafsson. í sambandinu eru nú þrír klúbbar með 260 fjelögum sam- tals. Nýr golfklúbbur var stofn- aður á ísafirði í vor, en hann er ekki kominn í sambandið enn þá. Sambandið heldur úti tíma- riti, er Kylfingur heitir, og í prentun eru nú golfreglur á ís- lensku,' sem eru nákvæm þýð- ing á alþjóða reglum um golf- leik. Samþykt var áskorun til sam bandsstjórnarinnar um að vinna öfluglega að því, að hið fyrsta verði komið upp góðum golf-, velli á Þingvöllum. Leikkona á sokka- leislunum Kvikmyndaleikkonan Burnu Aquanetta, sem sjest hjer á myndinni, segir, að stolið liafi verið frá sjer 28 pörum af skóm. Á myndinni hjest hún bíða við- tals við skömtunarnefnd. Hún ætlar að reyna ^ð- sannfæra nefndina um það, awhenni dugi alls ekki silkisokkaskamturinn. Italía: Framh. af 1. síðu. sprengt upp allar brýr á Arnö fljóti neðanverðu og þar með rofið sambandið milli suðuK og norðurhluta Pisaborgar. Á austurströndinni sækja; Pólverjar hægt fram. Reuter. ;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.