Morgunblaðið - 26.07.1944, Side 4

Morgunblaðið - 26.07.1944, Side 4
4 fifORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. júlí 1944 SVAR FRÁ H.F. EIMSKIPAFJELARI ÍSLANDS SKÖMMU FYRIR lýðveldis- hátíðina birti Viðskiftaráðið í blöðunum greinargerð fyrir því, að farmgjöld í Ameríkusigling- um voru ekki lækkuð meira en gjört var síðastl. ár og síðan ekki fyr en 12. maí þ. á. frá 9. s. m. að telja. Vjer höfum talið rjett að draga að svara greinargerð þess ari þar til hátíðarvíman væri um garð gengin enda þurfti talsverða athugun á bókum vor um vegna svarsins. (Leturbreyt ingar í svari þessu eru gjörð- ar af oss). Vegna hinnar góðu afkomu fjelags vors síðastl. ár. hefir Viðskiftaráðið talið þess þörf að afsaka; að það lækkaði ekki farmgjöldin fyr og meir en gjört var. En um leið og Viðskiftaráðið afsakar sig í þessu efni hefir það talið rjett að saka fjelag vort um; að það hafi gefið Við- skiftaráðinu óábyggilegar skýrslur og áætlanir og að fje- lag vort hafi; í þeim tilgangi að leyna óvenjulegum hagnaði; leynt ráðið upplýsingum. sem það hafi beðið um. Vjer teljum allar þessar þungu ásakanir Viðskiftaráðs algjörlega rangar og skulum nú sýna fram á að svo sje. Innihald greinargerðar Við- skiftaráðs er raunverulega um tvö aðalatriði: Fyrra atriði er hækkun farm gjaldanna pr. 8. maí f. á. Síðara atriði er það; að lækk un farmgjaldanna pr. 1. jan. þ. á. var ekki meira en að færa 50% hækkunina frá maí niður í 30% hækkun og farmgjöldin síðan ekki lækkuð fyr en 12. maí þ. á. frá 9. s. m. að telja. Um fyrra atriðið; farmgjalda hækkunina pr. 8. maí síðastl. ár er fyrst og fremst það. að segja að hún fór fram sam- kvæmt málaleitun frá fjelagi voru í febrúarmánuði f. á. Krafðist Viðskiftaráðið þess að fá upplýsingar; sem sýndu að þörf væri hækkunar farmgjald anna. Sendum vjer því Við- skiftaráðinu mjög ítarlegar skýrslur og áætlanir; eftir því sem oss var frekast mögulegt. Þess varð fljótlega vart; að Við- skiftaráðið vildi ekki byggja á- kvarðanir sínar á þessum skýrsl um og áætlunum vorum. Vjer óskuðum þá eftir því að fá að vita hvaða atriði það væru sem Viðskiftaráðið teldu röng( en fengum engin fullnægjandi svör. Viðskiftaráðið fjekst því ekki til þess að byggja á umrædd- um skýrslum vorum og áætl- unum. í brjefi til vor; dags. 20. maí f. á., segist ráðið ennfrem- ur hafa bygt á „öðrum upplýs- ingum, er aflað var sjerstak- lega“. Vjer fengum enga vitneskju um hverjar þessar upplýsingar voru, og ekkert tækifæri til þess að láta í tje neina umsögn um þessar upplýsingar. sem Viðskiftaráðið mat meira en skýrslur vorar og áætlanir. I umræddri greinargerð segir: ,.Ráðið gerði síðan sjálft áætlun um hversu há flutningsgjöldin þyrftu að vera“, en segist hafa bygt hana á skýrslum vorum; sem er rangt; eftir tjeðum um- við greinargerð Viðskiptaráðs við- víkjandi mælum ráðsins í nefndu brjefi þess; dags. 20. maí f. á. En nú segir Viðskiftaráðið í greinargerð sinni: j;Með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir hendi eru, má fullyrða að rekst urinn hafi á fyrstu mánuðum ársins gefið tilefni til hækk- unar á flutningsgjöldunum“. Það. sem nú er sagt nægir væntanlega til þess að sýna að Viðskiftaráðið getur ekki með nokkrum rjetti sakað fjelag vort um að skýrslur af þess hendi. nje heldur nokkur leynd upplýsinga frá vorri hlið. hafi orsakað hækkun farmgjald- anna; sem gerð var pr. 8. maí f. á. Vjer viljum þá snúa oss að síðara atriðinu í greinargerð Viðskiftaráðs. í greinargerð ráðsins er skýrt frá því að það hafi í lok júlí f. á. beðið fjelag vort um „sund urliðaðar upplýsingar um af- komu fjelagsins á fyrstu 7 mán- uðum ársins“ og jafnframt beð ið um ;.skýrslur um hverja ferð skipanna og afkomu þeirra jafn skjótt og þeim væri lokið“. Síðan segir í greinargerðinni; að fjelag vort hafi tregðast við að veita hinar umbeðnu upp- lýsingar; en Viðskiftaráðið hafi treyst því að sú tregða á upp- lýsingunum hefði stafað af því ;;að í raun og veru væri mjög erfitt að veita þær“; og að fje- lag vort ;;myndi ekki leyna ráð- ið upplýsingum; sem það vissi að ráðið hlaut að telja þýðing- armiklar“. Síðar í greinargerðinni eru þessar aðdróttanir endurtekn- ar með þeim ummælum að Við- skiftaráðið hafi hlotið að líta svo á; að tregða fjelags vors við að veita ráðinu umbeðnar upp lýsingar ;;myndi ekki stafa af öðru en því; að slíkt væri mikl- um erfiðleikum bundið, og að það væri ekki til þess að leyna i óvenjulegum hagnaði“. Loks segir Viðskiftaráðið í umræddri greinargerð sinni um lækkun farmgjaldanna: ;;Ástæðan til þess að lækk- unin var ekki gerð fyrr; er fyrst og fremst sú að Viðskifta ráðið gerði ráð fyrir því að óhætt væri að byggja á skýrsl- um og áætlunum frá hálf-opin- berum aðila eins og Eimskipa- fjelaginu og að ráðið fengi upp- lýsingar um þær breytingar; sem verulegu máli skifti". Gegn þessum aðdróttunum Viðskiftaráðs viljum vjer fyrst og fremst skýra frá því að á fundi Viðskiftaráðs 12. maí síð- astl.; daginn sem lækkun farm- gjaldanna var ákveðin; lýsti for maður Viðskiftaráðs; Svanbjörn Frímannsson því yfir gagnvart stjórnendum og framkvæmda- stjóra fjelags vors; sem þar voru staddir; að hann vildi ekki á nokkurn hátt saka fjelag vort um það að hafa gefið vísvitandi rangar upplýsingar. Ofangreindar ásakanir í grein argerð Viðskiftaráðs eru á tveim sviðum ; ákvörðun fa að fjelag vort hafi gefið Við- skiftaráðinu skýrslur; sem ekki mátli byggja á, og að fjelag vort hafi; til þess að leyna óvenjulegum gróða; leynt Viðskiftaráðið upplýsingum; sem það hefði haft eðlilega kröfu til þess að því væru látn- ar í tje. Um skýrslur af hendi fjelags vors er það að segja; að Við- skiftaráðið hefir engar aðrar skýrslur fengið frá oss viðvíkj- andi þessu máli en þær; sem sendar voru ráðinu áður en hækkun farmgjaldanna fór fram pr. 8. maí f. á. og getið er hjer að framan. En eins og að ofan er sagt; hefir Viðskifta- ráðið í greinargerð sinni bein- línis viðurkent að þær upplýs- ingar „sem fyrir hendi eru“ sje á þann veg að megi „fullyrða að reksturinn hafi á fyrstu mán- uðum ársins gefið tilefni til hækkunar á flutningsgjöldun- um“. Með þessu liggur blátt áfram fyrir viðurkenning Viðskifta- ráðsins um það; að þær einu skýrslur; sem það fjekk frá fje- lagi voru; hafi ekki orðið til þess að blekkja ráðið nje verið óábyggilegar; eíns og ráðið svo samt segir í niðurlagi greinar- gerðar sinnar. Þá skulum vjer snúa oss að ásökuninni um það; að vjer höfum leynt Viðskiftaráðið upp 'lýsingum; sem það hafi átt rjett á að fá frá oss; og fjelag vort þá væntanlega ætti að hafa ver ið skyldugt til þess að láta í tje. Vjer höfum frá upphafi reynt að gjöra Viðskiftaráðinu skilj- anlegt hversu afar erfitt það er fyrir fjelag vort að gjöra; á þess um styrjaldartímum; áætlanir fyrir framtíðina; um rekstur fje lagsins. Það yrði of langt mál að skýra hjer nákvæmlega frá ástæðunum fyrir þessu; en vjer viljum þó drepa á nokkur atriði. Eins og siglingum hefir ver- ið háttað á ófriðarárunum. verð ur að fá frá New York og Halifax reikninga yfir mikinn hluta af útgjöldum skipanna. En þessir reikningar fást ekki hingað fyr en oft á margra mán aða fresti. Ennþá seinna berast reikningar yfir leigu; vátrygg- ingu; aukabiðdaga m. m. við- víkjandi leiguskipunum. Sem dæmi í því efni má nefna að ennþá eru ókomnir reikningar yfir aukabiðdaga skips. sem tek ið var á leigu fyrir eina ferð 3. okt. 1942; en sá reikningur mun nema á annað hundrað þúsund dollurum (yfir 650 þús. kr.) a. m. k. Sama er að segja um skip; sem tekið var á leigu í Halifax í mars 1943 fyrir eina ferð. Ekk ert uppgjör hefir fengist ennþá fyrir leigu E.s. ;;Selfoss“; sem hófst í ágúst og var lokið í októ ber 1943. Ófriðarástandið hefir haft í för með sjer að mest allar vör- ur til landsins verður að af- ferma hjer í Reykjavík; og flytja svo síðar út um land þær vörur; sem þangað eru sendar. Þennan framhaldsflutning út um land; sem kostar stór-fje; annast fjelag vort að mestu leyti endurgjaldslaust til hvaða staða sem er á landinu. En oft líða margir mánuðir áður en ákvarðanir eru teknar um það; hvað af vörunum skuli senda áfram hjeðan frá Reykjavík. Er því lengi mjög óvíst um hvaða útgjöldum fjelagið verður fyr- ir á þessu sviði. Þá má benda á hina miklu óvissu; sem á þessum tímum er um ýms útgjöld. Sjerstaklega viljum vjer í því efni nefna hversu erfitt er að áætla út- gjöld til viðhalds og aðgerða skipanna. Átakanlegt dæmi þess eru aðgerðir á e.s. ;;Goðafoss“ og e.s. ;;Lagarfoss“ síðastl. ár. Skipaskoðunarstjórinn áætlaði að þær mundu kosta kr. 1.004.- 000.00 og var sú upphæð sett sem áætlunarupphæð á reikn- ing fjelagsins fyrir árið 1942 og sum blöð landsins sökuðu fje- lagið um það að vilja með þess- ári upphæð leyna gróða fjelags ins. En reynslan varð sú; að aðgerðirnar kostuðu kr. 2.572. 517.19. Svona mætti lengi telja. til rökstuðnings því hversu erfitt; eða í raun og veru ómögulegt er fyrir fjelag vort; að gjöra á- ætlanir fyrir ókomna tíð. Auk þess; sem nú er sagt; sendum vjer Viðskiftaráðinu með brjefi voru dags. 8. des. f. á. ítarlegt yfirlit um rekstur fjelagsins eins og hann hafði orðið árið 1942 til þess að sýna hversu allar áætlanir á því ári hefðu; ef gjörðar hefðu verið; orðið óábyggilegar samkvæmt því sem raun varð á. Er þannig að orði komist í tjeðu brjefi voru til ráðsins að vjer vænt- um þess að yfirlitið sýni: ;;að ekki er hægt að finna neinar þær tölur; hvorki beinar tölur nje hlutfallstölur; að því er snertir útgjöld eða ferðatíma skipanna; sem hægt er að byggja áætlanir á. sem talist geti nokkurn veginn ábyggileg- legar“. í hinu sama brjefi fje- lags vors segir ennfremur m. a. á þessa leið: „Þegar öll aðstaða er slík; sem nú á sjer stað; og að fram- an er vikið að; má ekki ætlast til þess að vjer sendum yður áætlanir sem ný ákvörðun farm gjalda yrði bygð á. Ef vjer gæf um nú upp tölur viðvíkjandi afkomu fjelagsins á yfirstand- andi ári; sem vjer teldum sem næst raunverulegar; en svo kæmu reikningar fjelagsins út á miðju næsta ári og sýndu þá aðrar niðurstöðutölur en þær; en vjer höfðum áður gefið upp; eða áætlað sem nærri sanni; mætti líta þannig á; að vjer hefðum gert slíka áætlun í blekkingarskyni. Slíkt viljum vjer ekki á nokkurn hátt eiga á hættu; og heldur láta hjá líða að gefa upp slíkar tölur“. ;;Það hefir einnig komið fram á opinberum vettvangi á síðari tímum að mikil áhætta fylgir því fyrir atvinnufyrirtæki hjer á landi að gefa frá sjer skýrsl- ur og áætlanir; þar sem ekki beinlínis getur legið fyrir lög- full sönnun“. Jafnframt er í þessu brjefi voru; dags. 8. des. f. á.; tekið fram að þar eð Viðskiftaráðið hafi farið svo að; eins og að framan er lýst; gagnvart upp- lýsingum frá fjelaginu í maí f. á.; og bygt á ;;öðrum upp- lýsingum; er aflað var sjerstak- lega“; en ekki á áætlunum og skýrslum vorum; þá telji fje- lagið þýðingarlaust að láta ráð- inu í tje upplýsingar um mál- efni fjelagsins. En þrátt fyrir það að málið lá þannig fyrir segist Viðskifta- ráðið; í greinargerð sinni; hafa búist við nýjum upplýsingum frá fjelagi voru og segir að fje- laginu hafi hlotið ;;að hafa ver- ið orðin ljós afkoma ársins 1943 í aðalatriðum“ þegar fyrgreint brjef var skrifað 8. des. síð- astl. Jafnframt segir þó Viðskifta- ráðið að það hafi ekki látið lög- giltan endurskoðanda; eða ann- an trúnaðarmann „sækja um- beðnar upplýsingar í bækur“ fjelagsins — meðfram vegna ^þess að „myndi slík rannsókn hafa orðið ýmsum erfiðleikum bundin mcðal annars vegna þess; að nokkur hluti reiknings- halds fer fram á skrifstofu fje- lagsins í Nevv York“. Virðist ekki vera gott samræmi í því að átelja fjelagið fyrir að leyna upplýsingum; sem ekki má bú- "ast við að löggiltur endurskoð- andi geti náð vegna þess að fje- lagið hafi ekki upplýsingarnar. Ennfremur segir Viðskifta- ráð í greinargerð sinni að „þær breytingar; sem lang mestu munu hafa valdið um hinn mikla óeðlilega ágóða 1943 urðu mjög seint á árinu“. Samt treystir Viðskiftaráðið sjer til þess að saka fjelag vort um vís- vitandi launung á þessum ágóða þegar brjefið var skrifað 8. des. síðastl.; þó það jafnframt; eins og að ofan segir; skýri frá því að nokkur hluti reikningshalds ins væri í New York og því aug- ljóst að ekki var hægt á þeim tíma að vita um ágóða; sem varð vegna breytinga; er „urðu mjög seint á árinu“. Þetta dæmir sig vitanlega sjálft. í greinargerð Viðskiftaráðs- ins segir m. a. á þessa leið: „For ráðamönnum Eimskipafjelags- ins var vel kunnugt um þá skoðun ráðsins; enda hefir þeim verið tjáð hún; bæði munnlega og skriflega; að á slíkum tím- um sem þessum; eigi flutnings- gjöldin ekki að vera hærri en nauðsynlegt getur talist. til þess að hægt sje að halda uppi flutningum til landsins; og þótt aukning skipaflotans sje vissu- lega mjög þýðingarmikit verði að Iryggja hana á annan hátt en með söfnun stórkostlegs gróða; sem fengist með of há- um farmgjöldum“. Á þessu byggir ráðið svo það; að því er virðist; að þegar ljóst hefði orð- ið; að um verulegan ágóða væri að ræða; hefði fjelagið átt að snúa sjer til ráðsins; tilkynna Framh. á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.