Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. júlí 1944 MORGCNBLADíÐ 5 J/ ró tt ClAÍ Éa Worf un l) ía (í A i ii .5 |*| |*| g*| |*| FERÐALÖG OG AUGLÝSINGAR Eftir Þorstein Bernharðsson. EKKI ALLS fyrir löngu rit- aði einn af leiðandi íþrótta- mönnum okkar grein í íþrótta- síðu eins dagblaðanna hjer og gerði þar að umtalsefni það, sem hann kallar auglýsinga- starfsemi íþróttafjelaganna í sambandi við íþróttaferðir þeirra út um land. Vegna þess að nokkuð ein- hliða dómur er þarna upp kveð inn um frásagnir á íþróttaferða lögum; er ekki úr vegi að geta þess — sem raunar er alt of einfalt mál til þess að ræða þurfi — að því meiri'tök, sem íþróttahreyfingin á í hugum fólksins í landinUj þess meira umtalaður atburður verður það; þegar hópur íþróttamanna er á ferðj og af því meiri áhuga er fylgst wieð ferðum þessa eða hins íþróttafjelagsins. Það er til dæmis enginn smáviðburður í sögu afskekts bygðarlagst þeg- ar þangað kemur í fyrsta skifti "30—40 manna hópur ungs íþróttafólks til sýninga eða kepni við þá; sem.fyrir eru. Það þarf engan að undraj þótt frá þessu sje sagt og frjettin um þennan einstaka atburð sje sím uð til Reykjavíkur til blaða og útvarps. Nú er það með starfsemi í- þróttamanna eins og margt annaðj sem vel er gert, að hún verður á öllum tímum fyrir aðkasti. Þeir, sem íþróttahreyf- ingunni eru óvinveittir; nota að sjálfsögðu hvert tækifæri til þess að ala á því í liði sínUj að íþróttamenn sjeu í tíma og ó- tíma að auglýsa sig og þá auð- vitað þeir mestj sem síst skyldu. Það er alveg ástæðulaust fyrir íþróttamenn að Ijá þessum rödd um eyra; nje heldur að taka undir þær. Hins ber þeim frek- ar að gæta; að oft og vel sje frá íþróttamönnunum sagt og jafnan að verðleikum. Reynsla síðustu ára bendir ótvírætt til þesSj að tímabært sje að íþróttasamband ísland sjái um skipulagningu íþrótta- ferða fjelaganna um landið með tilliti til þesSj að þá ætti að vera trygtj að tvö eða fleiri fjelög komi ekki með fjölmenni á sama staðinnj ef til vill í sömu vikunni og síðan líði kanske fleiri ár, þar til viökomandi bygðarlag fengi næstu heim- sókn aðkomandi íþróttafólks. Eins og sakH* standa undir- býr venjulega hvert fjelag sitt ferðalag í sambandi og samráði við forystumenn íþróttamál- anna í þeim bygðarlögumj sem heimsækja skal. Þá mun í- þróttafulltrúi rikisins hafa ver ið fenginn til þess að hafa hönd í bagga með austurför K. R. 1943 og veslurför Ármanns í sumar. Sá er venjulega tilgangur í- þróttafjelaganna með ferðum K.B.-ingarnir, sem unnu Allsherjarmótí sínum til fjarlægra landshlula ao sýna þar leikni fjelaga sinna og keppa við heimamenn, eftir því sem við verður komið á hverjum stað. Auk þess sem með slíkum fesðum er stofnað til viðkynningar við fólk á hin- um ýmsu stöðum landsins. Fyr- ir það bygðarlag, sem farið er til, eru þessi íþróttaferðalög hin .þýðingarmestu og iil mikillar uppörfunar. Þess vegna þarf að auka ferðalögin hjá íþrótta- fjelögunum í landinu, jafnhliða þvi, sem þarf að skipuleggja 1 þau betur og fyrirbyggja með því algerlega alla pþarfa sam- kepni. Og sje skipulagning þessi á einni og sömu hendi, eins og t. d. hjá Iþróttasambandinu, ætti öllum fjelögum, sem á hverjum tíma hafa möguleika til hópferða, að vera trvgð sómasamleg úrlausn. íþróttasambandinu hefir ný- lega verið ráoinn framkvæmda- stjóri og jafnhliða því hafa starfsmöguleikar sambandsins aukist til mikilla muna. Það mál, sem hjer hefir verið gert að umtalsefni, væri vel til þess fallið að verða eitt af fyrstu við fangsefnum, serm hinn nýi fram kvæmdastjóri í. S. í. fengi til meðferðar og úrlausnar. 1. röð (frá vinstri): Finnbogi Guðmundsson, Georg L. Sveinsson, Indriði Jónsson, Helgi Guð- mundsson, Jens Magnússon og Sigurlaugur Þorkelsson. 2. röð: Svavar Pálsson, Jón M. Jóns- son, Haraldur Björnsson. Gunnar Huseby, Þór Þormar, Hjálmar Kjartansson og Jón Hjartar. 3. röð: Haraldur Matthíasson, form. íþróttanefndar K. R., Brynjólfur Ingóifsson, Oskar Guð- mundsson, Jóhann Bernhard, Skúli Guðmundsson. Bragi Friðriksson, Páll Halldórsson, Bryný ólfur Jónsson og Erlendur O. Pjetursson, forrn. K. R. — A myndina vantar Einar Þ. Guð- johnsen, Svein Ingvarsson, Sverri Kjartansson og Vilhjálm Guðmundsson. 1500 m. hlaupið og Svíarnir Hvað dvelur? ÞAÐ HEFIR verið rætt um þao áður hjer í íþróttasíðu blaðsins, að brýn nauðsyn sje á að sem fyrst verði komið á fót hjeraðsstjórn íþróttamála hjer í bænum. Ekki síst þar sem kom ið hefir fram hjá stjórnendum bæjarins, að stofnun þessarar íþróttastjórnar sje aðkallandi. Sí^an í árslok 1942, eoa í rúmlega eitl og hálft ár hefir og íþróttaráðunautur ríkisins ásamt þeim Erlingi Pálssyni, Steinþóri Sigurðssyni og Páli S. Pálssyni haft málið til meðferð ar og ætti eftir þann tíma að vera búið að ljúka þeim undir- búningi, sem nauðsynlegur er í þessu sambandi. Til fróðleiks má geta þess, ao undirbúningur undir stofnun Iþróttabandalags Isfirðinga tók aðéins einn og hálfan mánuð. Á meðan undirbúningur und- ir lýðveldishátíðina 17. og 18. júní stóð sem hæst, boðaði í- þróttafulltrúi rikisins til stofn- fundar að þessari hjeraðsstjórn. Skyldi sá fundur vera 15. júní. Vegna anna hjá formönnum í. R.j Ármanns og K. R, úskuou þeir eindregið eftir að fundinum yrði frestað þar til hátíðahöld- unum væri lokið, en fjelögun- um yrði sent til athugunar laga uppkast það, sem tilbúið var þá varðandi þessa stofjiun. Varð í- Framh. á 8 síðu SIÐUSTU ARIN hafa ver ið mjög viðburðarík í sögu 1500 m. hlaupsins Hefir það hlaup vakið ó- skifta athygli íþrótta- manna og íþróttaunnenda hjerna á Islandi og um all an heim mun óhætt að segja. Siðan 1941 hefir ekkert ár liðið svo, að ekki hafi met verið sett í þessu hlaupi og nú síðast mjög nýlega. Það eru sænsku hlaupagarparnir Gunder Hágg og Arne Andersson, sem hafa sjeð um þessi árlegu met. Skal saga þeirra nú rakin að nokkru og er þar stuðst við sænska ,,Idrottsbladet“. Árið 1941 setti Hágg fyrsta heimsmet sitt á vegalengd þess ari. Hljóp hann á 3:47,6 mín., sem var 2/10 úr sek. betra en met Nýsjálendingsins, J. Love- lock. Það met hafi hann sett 1936. — Hágg lætur hjer ekki staðar numið, heldur bætir þetta met.sitt á árinu 1942 um • 1,8 sek.,. þ.e.a.s. hleypur nú á 3:45,8 mín, Sumarið 1943 er Hágg syo boðið til Ameríku til þess að kynna sjer hlapaað- ^ferðir þar.lendra manna. Hann kom og kepti við béstu hlaup- ara. Bandaríkjanna — sá (með því að líta aftur fyrir sig) — og sigraði glæsilega. En á meðan þessu fór fram í Vesturheimi gerðist annað heima í Svíþjóð. Arne Anders- son bætti met Gunders um 8/10 úr sek., hljóp á 3:45,0 mín. Hljóp Arne þama í skarðið fyr- Haegg (til v.) og' Andersson ir Gunder. þar sem sýnt var að hann myndi ekki á því ári bæta met sitt. Eftir að Hágg kom ‘að vest- an var beðið með óþreyju eft- ir þvi, að þessir tveir landar reyndu á ný með sjer. Áður en Hágg fór að heiman hafði Andersson fylgt honum fast eft ir, verið eins og skugginn hans. Það efuðus-t fáir um það, að þegar þeir aftur keptu, mvndi met Andersson fara veg allrar veraldar. En hvor þeirra yrði hlutskarpari, var deilt um. En hvað skeður? Þeir keppa. og sú kepþni er hörð. Andersson vinnur, en- tími hans er ,,að- eins“ 3:48,8, Hágg hleypur á 3:50,2. Þetta urðu mörgum von brigði. ÖIl kurl voru samt ekki komin til grafar enn. Þessi kepni, sem minst var á, var vel auglýst og áhugamenn biðu með eftirvæntingu við útvarps tæki sín eftir úrslitunum. Það kom svo eins og þruma úr heið- skiru lofti, þegar tilkynt var frá Gautaborg að kveldi hins 7. júlí, að Hágg og Andersson hefðu keppt að nýju og að þessu sinni hefði Hágg sigrað og bætt heimsmet Anderssons um 2 heilar sek., eða hlaupið- á 3:43,0 mín, timay sem bjart- sýnir menn Ijetu sig dreyma um að annar hvor þeirra myndi um síðir ná. Andersson sjálfur hljóp á sek. betri tíma en met hans var, eða á 3:44,0 mín. — Þannig hefir Gunder Hágg bætt met J. Lovelock um 4,8 sek. síðan 1941. Sakirnar standa þ» þannig núna, en þeir Gunder og Arne eru enn í fullu fjöri. Þeir 12, sem hafa náð mest- um árangri í 1500 m. hlaupi, eru þessir: 1. G. Hágg, Svíþjóð, 1944, 3:43,0 mín. 2. A. Andersson, Svíþjóð, 1944, 3:44,0. 3. J. Lovelock, Nýja Sjálandi, 1936, 3:47,8. 4. A. Ahlsén, Svíþjóð, 1943, 3:47,8. 5. W. Mehl, U. S. A., 1940, 3:48.0. 6. R. Gustafsson, Svíþjóð, 1943, 3,48.0. 7. G._ Cur.ningham, USA, 1936, 3:48.4. 8. M. Szabo, Ungverjalandi, 1937, 3:48,6. 9. P. Moore, USA, 1940 3:48,6. 10. W. Bonthron, USA, 1943, 3:48,8. 11. S. Wooderson, Englandi, 1938, 3:48,8. Framhald á 8. síðtK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.