Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.1944, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 29. júlí 1944 A MOEGUNBLAÐIÐ \lý framhaldssaga - Fylgist mú frá byrjun Því að Nikulás var „hedon- isti“ og guðleysingi, og ef Ep- hraim hefði vitað það, hefði hann litið á hann með enn meiri hryllingi en holdsveikan manns. En hann vissi það ekki, og um kvöldið, þegar þau höfðu lokið við að snæða kvöldverð, var hann kominn á þá skoðun, að Nikulás væri allra viðkunn- anlegasti og skemtilegasti mað- ur. Þeir urðu einu sinni ósam- mála. Þeir voru að tala um kosningarnar, og Nikulás sagði kæruleysislega: „Mínir bændur kjósa auðvitað Van Buren, nema ef þessi óþekti Polk yrði útnefndur. Þá' mun jeg skera úr, hvað best er fyrir þá að gera“. Ephraim settist upp með rykk. „Þínir bændur! Hvað í ósköpunum áttu við með því?“ „Það eru bændurnir, sem eru leiguliðar á jörð minni“, svar- aði Nikulás. „Þeir eru nærri því tvö hundruð að tölu“. „Eiga þeir ekki sitt eigið land?“ spurði Ephraim og hleypti brúnum. Miranda, sem hafði setið ró- leg úti í horni og horft út um gluggann, snjeri sjer nú við og horfði á þá. Hún sá að Niku- lás hleypti brúnum dálítið og óánægjusvipur kom á andlit hans. „Auðvitað eiga þeir ekki landið“, sagði hann. „Það til- heyrir mjer, eins og það til- heyrði föður mínum, á undan mjer, og föðurætt minni, allt til Cornelíusar Van Ryn, sem var fyrsti Ijensgreifinn, árið 1630. Leiguliðarnir greiða mjög lága leigu og í hennar stað höfum við svo gert mjög rnikið fyrir Þú“. „Hvað áttu stórt land?“ spurði Ephraim. „Aðeins nokkur þúsund ekr- ur“. „Geta bændurnir ekki keypt landið, sem þejr hafa unnið á, ef þeir vilja?“ Ephraim var enn að brjóta heilann um þetta nýja vandamál. „Nei“, svaraði Nikulás stutt- lega, og Miranda sá — þótt fað- ir hennar ekki sæi það — að þrátt fyrir kurteislegann svip sinn, var Nikulás óánægður. Hún skyldi ekkert í öllu þessu tali um leiguliða, og sá því enga ástæðu fyrir óánægju hans. Hún gat ekki vitað að Nikulás hafði nýlega fengið mjög áþreifanlega sönnun fyrir því, að óeirðir voru á meðal leiguliða hans. Hann vildi ekki trúa því, að hið hagkvæma ljenskerfi, sem auðgað hafði hann og forfeður hans um tvö hundruð ára skeið, væri í veru- legri hættu, og vildi því helst ekkert um þetta hugsa. Hann kom göfugmannlega fram við bændur sína, bygði hana þeim kirkjur, skóla og brýr, keypti handa þeim nýjar vjelar, skemti þeim með veisluhöld- um, útkljáði deilur þeirra og hafði auga með velferð þeirra allri. í stað þess ætlaðist hann til, að þeir væru þakklátir og trúir, eins og þeir höfðu altaf verið, og Ijetu mig fá sann- gjarnan Jiluta af uppskeru þeirra. Allt í einu sagði Ephraim: „Jeg vildi heldur eiga hálfa ekru af hrjóstrugu landi sjálf- ur, en vinna fyrir einhvern ann an, á auðugasta bæ sveitarinn- ar“. „Þá hlýtur þú að vera mjög heimskur“, sagði Nikulás hörkulega, en áttaði sig svo. „Jeg hygg að við skiljum að- eins ekki sjónarmið hvors ann- ars í málinu. — Þetta hlýtur að vera mjög leiðinlegt fyrir þig“, bætti hann við um leið og hann stóð á fætur og gekk til Mir- öndu. „Jeg skil ekkert af því, sem þið eruð að tala um“, sagði hún. „En mjer finnst gaman að horfa út um gluggann. Hvaða stóra hús er þetta, hr. Van Ryn?“ Hún benti með fingrin- um. „Og þetta hjer?“ „Þú átt ekki að kalla mig hr. Van Ryn, Miranda. Kallaðu mig Nikulás frænda“, sagði hann og brosti. Hann stóð rjett hjá henni, og heit, fagnandi til- finning greip hana, þegar þau stóðu þarna og horfðu niður á Broadwey. „Þetta er ráðhúsið“, svaraði hann spurningu henn- ar, „óg stóra byggingin, hin- um megin við götuna er Park- leikhúsið“. „Ó —andvarpaði hún, „hvað jeg hefði gaman af að sjá einhvern tíma leikrit". ,,Ranny!“ hrópaði faðir henn ar reiðilega. „Hún getur nú hegðað sjer betur en þetta, hr. Van Ryn. Jeg veit ekki hvern- ,ig á því stendur, að hún talar oft svona óstjórnlega“. Miranda roðnaði og leit nið- ur fyrir sig, en ekki fyrr en hún hafði sjeð glettnissvipinn á ’andliti Nikulásar. Var hann að hlægja að henni eða föður henn ar, hmgsaði hún með sjer, og leið illa. Hún gæti ekki afborið það, ef hann væri að hlægja að sjer, því að þótt ekki væru nema nokkrar klukkustundir síðan hún sá hann í fyrsta sinn, óskaði hún einskis fremur, en gera honum til hæfis. Auðvit- að var hann í rauninni gamall og hafði verið giftur lengi. Ef hann væri aðeins dálítið yngri og hefði dökk leiftrandi augu, væri hann nákvæmlega eins og draumaprinsinn hennar. ÞRIÐJI KAPÍTULI. Miranda svaf illa þessa nótt. Allt var svo undarlegt, götu- Jjósin, sem seitluðu í gegnum dökk gluggatjöldin, rúmið, sem var svo furðulega mjúkt — og enginn rekkjunautur. Þetta var í fysta sinn á æfinni, sem Mir- anda svaf ein í rúmi, og ef það hefði eigi verið svo margt aim- að, sem dró að sjer athygli hennar, hefði hún áreiðanlega saknað þess, að hafa ekki Tibby við hlið sjer. Hún hlust- aði á tifið í klukkunni á hill- unni, skröltið í vagnhjólunum, bjölluhringinguna sem kom frá Sankti Páls-kirkju á klukku- stundar fresti, og rödd varð- mannsins á götunni fyrir neð- an. „Þetta er kl. 1 á fagurri sumarnóttu. Allt rólegt í þriðju varðdeildinni“. Seinna, þegar dögun nálgað- ist, varð varðmaðurinn mælsk- ari. „Þetta er þi^ðjudagur á júní morgni. Klukkan er fjögur og allt rólegt. John Tylor er enn forseti okkar. Veðrið er gott, guði sje fyrir að þakka“. Klukkan fimm, gafst Mir- anda upp, og fór að klæða sig. Hún hafði setið alklædd við gluggan klukkustund, þegar þjónarnir birtust í dagstofunni, með morgunverðinn. Hún hafði litla matarlyst, og þegar Niku- lás kom, kurteis og brosandi, og sagði, að vagn sinn biði við dyrnar, bældi hún niður hjá sjer löngun, til þess að þrýsta sjer upp að föður sínum. En Ephraim var ekki þess- legur, að hann kærði sig um neina viðkvæmni. Nú var stúlk an að fara og hann var farið að lengja eftir að kömast heim. Hann hafði einnig sofið illa. Þau kvöddust því í flýti fyrir utan Astor húsið. „Guð mun gæta þín, Miranda. Mundu, að þjóna honum ætíð dyggilega“, sagði Ephraim og setti bjór- skinnshattinn á höfuð sjer. „Og vert þú sæll“, sagði hann, og sneri sjer að Nikulási. „Refsaðu henni þegar hún á það skilið. Jeg vona að hún geti verið þjer og konu þinni til einhvers gagns. Henni hættir til þess að vera latri. Sjáðu um að hún skrifi oft heim og vanræki ekki bænirnar sínar“. Miranda roðnaði og Nikulás hneigði sig, alvarlegur á svip, og sagði: „Jeg mun fara með hana eins og hún væri mín eigin dóttir“. En það gæti jeg ekki verið, hugsaði Miranda alt í einu. — Hann er aðeins 13 árum eldri. Það var eins og þessi uppgötv- un gerði hana dálítið órólega. „Verið þið svo blessuð og sæl“, sagði Ephraim síðan. — Hann tók körfu sína og gekk hratt niður Broadway. Miröndu fannst hún nú vera einmana og yfirgefin. Hann hefði getað kysst mig, hugsaði hún, en sá strax að það var vit- leysa. Ephraim hafði óbeit á kossum, og svo finst honum líka lítið vænt um mig, hugs- aði hún raunalega. ________ BÓNAÐIR OG SMURÐIR BÍLAR H.f. STILLIR- Ivausravee 168. — Sími 5347. Gullhöllin, sem sveif í loftinu Æfintýr eftir P. Chr. Asbj'rnsen. 11. mjög skrautlegan, þar lá konungsdóttir og svaf fast. Hún svaf í rúmi, sem var gert úr rósrauðum rúbínum, og svaf fast, hvít og rjóð var hún. en ekki var hún auðvakin, og aldrei fanst pilti hann hafa sjeð svo fríða mey, því hana þekti hann af myr*dinni einni, sem hann lengst hafði horft á. Og vegna þessa gleymdi hann bæði vatninu, tímanum og sjálfum sjer. Hann gerði ekkert annað en að horfa á hina sofandi konungsdóttur, og fanst hann gldrei geta horft nógu lengi á hana, en þótt hann reyndi að vekja hana, þá kom það að engu haldi, því ekki var hann nógu snarráður til þess að reyna við hana lífsins vatn. Þegar leið að kveldi, kom risinn níhöfðaði heim með miklum þyt og öskraði: „Hjer er megn mannaþefur í minni höll“. „Það má vera“, sagði piltur, „en þú skalt nú ekki mikið láta, og svo brá hann sverðinu og hjó alla níu hausana af risanum í einu höggi, svo þið getið sjeð að hann var sterk- ur, því aldrei hafði hann sopið á nokkurri flösku með kraftadrykk í. En þegar tröllið-var að velli lagt, varð pilt- ur svo þreyttur, að hann gat varla haldið augunum opn- um. Þá hallaði hann sjer út af á rúmið við hlið konungs- dóttur, og hdn svaf bæði alla nóttina og allan daginn eftir, það var eins og hún ætlaði aldrei að vakna, en um mið- nætti næstu nótt vaknaði hún svolitla stund, og sagði hon- um, að hann hefði bjargað sjer, en hún yrði að vera þar í þrjú ár enn. Kæmi hún ekki heim að þeim tíma liðnum, yrði hann að kóma og sækja sig. Þegar líða tók að hádegi annan daginn, vaknaði piltur fyrst, og heyrði að tryppið hans var farið að hneggja há- stöfum, og þá fanst honum best að fara að halda heim- leiðis, en fyrst klipti hann vænt stykki úr kjól konungs- dóttur og tók það með sjer. En hvernig sem það nú vildi til, þá hafði honum dvalist svo lengi í höllinni, að dýrin voru vöknuð, og þegar hann var kominn á bak tryppinu, höfðu þau umkringt hann með illum látum og litu út fyrir að hafa ekki bragðað kjötbita í minst tvö hundruð .ár. Þau urruðu og ýlfruðu, sleiktu út um og fitjuðu upp á trýnin, og pilti fanst hann aldrei hafa komist í hanri eins krappan og bjóst við að hann og tryppið góða yrðu jetin upp til agna. En tryppið sagði honum að skvetta af vatni dauðans á dýrin og þá hnigu þau niður sofandi um leið og ur§u ekki að grandi. Nokkru eftir frelsisstríð Bandaríkjamanna, var ungur Ameríkani eitt sinn í leikhúsi í Englandi, þar sem gert var gys að löndum hans. Allmargir am- erískir liðsforingjar voru látn- ir koma fram á leiksviðið í gauðrifnum einkennisfötum og berfættir. Svo voru þeir spurð- ir að því, hvaða atvinnu þeir hefðu stundað áður en þeir fóru í herinn. Einn sagði að hann hefði verið klæðskeri, annar skósmiður og svo fram- vegis. Þessi fyndni átti að vera komin af því, að þeir höfðu verið klæðlitlir og skór þeirra flestra gatslitnir. Áður en hægt var að útskýra það, stóð ungi Bandaríkjamaðurinn upp og hrópaði: „Það voru klæðskerar^og skósmiðir, sem gersigruðu heri bpska heimsveldisins! Húrra!“ Þetta vakti almennan hlátur og fögnuð leikhúsgesta og jafn- vel forsætisráðherrann, sem var þar staddur, gat ekki ann- að en brosað. ★ Það var á dögum Elísabetar drottningar, að dr. Thomas Copper vann að því að semja mjög vandaða og nákvæma orðabók, sem í voru meira en 33 þúsund orð, auk fjölda orða- tiltækja og málshátta. Hann hafði unnið að verkinu stans- laust í átta ár, þegar konan hans, sem var eigingjörn og móðursjúk, fór inn í herbergi hans, tók handritið og kastaði því í logandi arininn. Hún gerði þetta með þeim forsendum, að hann, maður hennar, dræpi sig á lestri og grúski. Dr., Cooper kom heim rjett á eftir, og þegar hann sá að verk hans hafði verið gereyði- lagt, spurði hann, hver ylli því. Kona hans játaði samvisku samlega að það væri hennar verk. — Veslings maðurinn ljet fallast í stól og hrópaði: „O, Dinah, Dinah, þú hefir aukið mjer stórum erfiðið“. Síðan settist hann þögull við skrifborð sitt og í önnur átta ár var hann að vinna það upp, sem kona hans hafði eyðilagt. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.