Morgunblaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.1944, Blaðsíða 1
31. árgangrur,. 171. tbl. — Miðvikudagur, 2. ágúst 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Forsetaskifti í Finnlandi MANNERHEÍM TEKUR VID AF RYTI Tyrknesk skip hafa verii köSIuð til heimahafna ANKARA í gærkveldi. Einkaskeyti lil Morgunblaðs- ins frá Reuter. TYRKNESKA STJÓRNIN hefir kallað heim öll tyrknesk skip, sem nú eru stödd í höfnum í Búlgaríu og Rúmeníu löndum sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu. — Tyrknesk skip; sem í dag voru ferðbúin til að sigla til hafna í Rúmeníu og Búlgaríu, fengu ekki fararleyfi. Tyrkneska þingið kemur sam an til fundar í dag og er búist við að stjórnin biðji þingið um samþykki til þess að stjórnmála sambandi verði tafarlaust slitið milli Tyrklands og Þýskalands. Er jafnvel talið, að Tyrkir segi Þjóðverjum stríð á hendur. — (Tyrkir eru með samningum bandamenn Breta). von Papen hótar. Sendiherra Þjóðverja í Tyrk landi; sem var í sumarleyfi; flýlti sjer til Tyrklands á dög- unum og hefir síðan átt miklar viðræður við tyrknesku sljórn- ina. Er sagt að hann h*afi hótað Tyrkjum öilu illu, liktog þýsku blöðin hafa gert undanfarna daga. Búist er við að Churchill Nræði um Tyrkland og afstöðu Tyrkja til bandamanna er hann gefur breska þinginu skýrslu um stríðið í dag. Mannerheim marskálkur. Rússar s úlhverf- uiíi varsjár London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR eru komnir inn í úthverfi Varsjáborgar, en eiga e'ftir um 15 km. til sjálfrar borg arinnar. Mynda rússnesku her- sveitirnar, sem sækja að borg- inni, hálfhring umhverfis hana og er talið að borgin muni falla þá cg þegar. Rússnesku hermennirnir, sem sækja að borginni og komnir eru næst henni, segjast heyra drunurnar frá sprengingum eyðileggingasveita Þjóðverja, sem sprengja í loft upp allar b^'ggingar og fyrirtæki er gætu komið Rússum að gagni. Kaunas Ioks fallin. Þjóðverjar hafa birt fregnir um það öðru hvoru síðan fyrir helgi að Kaunas væri fallin. Rússar segja hinsvegar að borg in hafi ekki fallið fyr en í dag. Framhald á 8. síðu. LONDON í gær: — Nasistar hafa nú gefið upp nafn á einum af samsærismönnunum, sem ætluðu að bana Hitler á dög- unum. Er það Karl . Gördeler borgarstjóri í Leipzig, Komst Gördeler undan og hefir þýska stjórnin heitið 1 miljón marka þeim er segi íil hvar borgar- stjórinn err eða gefi upplýsing- ar er leiði til handtöku hans. í þýska útvarpinu í kvöld var birt svofeld auglýsing: ,,Lýst eftir manni fyrir morð: Lögreglan leitar að dr. Karl Gördeler borgarstjóra sem var einn þeirra er stóou að samsær- inu gegn foringjanum. Hann hefir síðan farið huldu höfði en síðasti dvalarstaður hans var I Leipzig. 1 miljón marka er , Framhald á 8. síðu I Búist við að Finnar biðji um frið Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgan- blaðsins frá Reuter. FORSETASKIFTI hafa orðið í Finnlandi í kvöld. Ryti forseti hefir sagt af sjer, en finska þingið hefir sett Mann- erheim marskálk sem forseta í hans stað. Var Mannerheim ekki kosinn eins og venja er til um forseta Finnlands, heldur setti þingið hann með sjerstakri ályktun. Eftir því sem best verður vitað í kvöld, hafa ekki verið gerðar breytingar á finsku stjórninni. en Linkomies forsætisráð- ,herra mun taka að sjer að gegna ýmsum störfum, sem for- seti gegnir venjulega. Halder hershöfðingi. Forseti Filippseyjar látinn. WASHINGTON í gær: — Manuel Quezon; forseti Filipps- eyja ljest í dag 66 ára að aldri. Quezon hefir verið forseti Fil- ipseyja síðan 1935. Halder hershöfðingi handtakinn! STOKKHÓLMI í gærkveldi: Orðrómur gengur um það hjer í Stokkhólmi, að Halder hers- höfðingi og fyrrverandi herráðs formaður þýska herforingja- ráðsins hafi verið handtekinn í sambandi við samsærið gegn Hitler. Staðfesting hefir engin fengist á fregnum þessum. Halder var settur af embætti 1942, er hann lýsti sig andvíg- an stefnu Hitlers að setja þýska herinn við Stalingrad í hættu. Síðan hafa borist fregnir um( að Hitler hafi tekið Halder í sátt. — Reuter. ítölsku víni helt niður. LONDON: Yfir miljón tonn- um af víni mun bráðlega verða helt niður á Suður-ítalíu vegna skorts á geymsluplássi. Frakklandi London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BANDAMENN sækja enn hratt fram í Frakklandi, bæði á vígstöðvum Bandaríkjamanna og Breta. Eru Þjóðverjar nú einnig farnir að hörfa á mið- vígstöðvunum, því þar var út- lit fyrir að þeir yrðu króaðir inni fyrir sunnan Torigny. Ameríkumenn sækja vestur á Bretpgne. Bandaríkjamenn hafa haldið sama hraða í sókn sinni með- fram vesturströndinhi, eftir að þeir tóku Avranches. Þeir hafa nú sótt fram til Pontau- bult við ósa Selune-ár og hafa ennfremur tekið Ducey, sem er um 5 km. ofar við sömu á. Á tveimur stöðvum komu Banda- ríkjamenn að brúm á Selune, sem Þjóðverjum hafði ekki unn ist timi til að sprengja á undan haldinu og sóttu Bandaríkja- menn vestur yfir ána. Eru her- sveitir þeirra þar með komnar vestur á Bretagneskaga. Ofar með -ánni náðu Banda- ríkjamenn á sitt vald' tveimur stýflum á ánni áður en Þjóð- verjar gátu opnað stýflurnar og látið ána flæða yfir svæðið fyr- ir neðan, en það hefði torveldað Bandaríkjamönnum mjög sókn ina. 19.000 fangar. Á þeirri einu viku, sem liðin er síðan Bandaríkjamenn hófu sókn sina suður Normandiskaga hafa þeir tekið 19.000 þýska hermenn höndum. 8.000 þeirra voru teknir á einum sólarhring, frá sunnudagskvöldi til mánu- dagskvölds. Als hafa Banda- rikjamenn tekið um 70.000 þýska fanga, síðan innrásin var hafin. Bretar sækja í áttina til Vire. Breskar hersveitir hafa sótt suður og suðaustur af Coumont og "tekið marga bæi og þorp, þar á meðal Tessy og le Beny Bocage. Hafa bresku hersveit- irnar sótt yfir ána Souleuere og næsta borg á leið þeirra er Vire. Finnar vilja frið. Þó ekki verði að svo stöddu neitt sagt með vissu um þýð- ingu þess, að Ryti hefir sagt af sjer, þá er það almenn skoðun manna hjer í Stokkhólmi, sem eru vel inni í finskum málum, að Mannerheim hafi tekið víð forsetaembættinu til þess að koma Finnum úr styrjöldinni og losna við Þjóðverja. Það er vitað, að Mannerheim var hlyntur því, að Finnar semdu við Rússa í vor, en stefna Ryti's varð þá ofan á, en Ryti átti mestan þátt í samningunum við Ribbentrop um, að Finnar hjeldu áfram að berjast með Þjóðverjum. Friðarsinnar kusu Mannerheim. Áður en fregnin um forseta skiptin í Finnlandi barst til Stokkhólms í kvöld var birt j önnur fregn, sem hermdi, að í vikunni sem leið, hafi nefnd manna frá friðarsinnum í Finn landi farið á fund Mannerheims og beðið hann að taka að sjer forystu friðarhreyfingarinnar. Myndar verkamannaflokk- urinn stjórn? Sænska blaðið „Aftontidn- ingen" birtir í kvöld fregn um, að Verkamannaflokkurinn í Helsingfors hafi á fundi sam- þykt, að Verkamannaflokkur- inn tæki að sjer stjórn í Finn- landi og að teknir yrðu þegar í stað upp samningar við Rússa um frið. Mannerheirr og Kyti. Mannerheim rnarskálkur er 77 ára. Ilann hefir verið yfir- maður finska hersins síðan 1939 er hann stjórnaði vörn Finna í ófoiðnum við Rússa og aftur síðan 1941. Ryti var kjörinn forseti í Finnlandi 1940 og aftur í febrúar í vetur. Hann hefir þótt heldur Þjóðverjahollur og hefir verið á móti því að frið- ur yrði samin við Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.