Morgunblaðið - 04.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1944, Blaðsíða 10
10 MOKGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. ágúst 1944. Konungsdóttirin, sem ekki gat hlegið Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 3. Jóhanna brosti. „Faðir minn var alltaf vanur að segja“, sagði hún við 'Miröndu, „að hann væri hræddur um að geta aldrei fundið hæfilega maka handa dætrum sínum, í þessu siðlausa landi. Flestar af gömlu höfðingjaættunum við fljótið voru þá útdauðar. En hann var mjög ánægður þegar jeg gift- ist Nikulási, þótt hann hefði ef til vill fremur kosið mann af Livington eða Van Rensselaer ættinni“. „Jeg er mjög þakklátur föð- ur þínum fyrir, að hann skyldi gera sig ánægðan með mig“, sagði Nikulás. „Miranda, leik- ur þú á slaghörpu?“ Miranda hristi höfuðið. „Því miður“. „Jæja, þú getur samt komið með mjer, og snúið fyrir mig nótnablöðunum". Miranda leit á harpsikordið. Nikulás hristi höfuðið. „Þetta gamla hljóðfæri er ekki snert lengur. Það tilheyrði langa- ömmu minni, Azildi de la Courbet“. „Jeg vildi að þú losaðir þig við það, Nikulás“, sagði Jó- hanna allt í einu, og lagði frá sjer saumana. „Það á alls ekki heima hjer lengur, og svo er það þessi gamla saga. Þjónarn- ir þora ekki einu sinni að þurrka af því rykið“. „Þjónar eru alltaf hjátrúar- fullir“, svaraði Nikulás kæru- leysislega. „Þú veist mjög vel, að jeg „losa mig aldrei við neitt“, sem tilheyrt hefir for- feðrum mínum. Komdu Mir- anda, við skulum fara inn í hljómlistar-herbergið —. Þú kærir þig ekki um að koma með okkur, fremur en venju- lega, ástin mín?“ Jóhanna beygði sig niður og starði á það, sem hún var að sauma. „Er ekki klukkan orðin nokk uð margt? Miranda hlýtur að vera þreytt. Þú sagðir sjálfur áðan að hún væri þreytt“. „Jeg er ekkert þreytt núna“, flýtti Miranda sjer að segja, og með nokkurri þykkju, því að hvers vegna átti að senda hana í rúmið eins og smábarn, þeg- ar Nikulás hafði óskað eftir ná- vist hennar? An frekari orða gekk Niku- lás á undan henni inn í hljóm- listaherbergið, en einu hús- gögnin, sem þar voru inni, var slagharpa og nokkrir stólar. Nikulás settist nú við hljóð- færið, og kom brátt í ljós, að hún gat alls ekki snúið við blöðunum, því að þótt hún kynni dálítið að lesa nótur, gat hún ekki fylgst. með þeim erf- iðu tónverkum, sem hann valdi í kvöld. Nikulás var snillingur að leika á píanó. Hann ljek með mikilli tilfinningu og glæsileik, og það fann Miranda, þótt hún ekki kannaðist við neitt af því, sem hann ljek. Hún horfði á liðugar hendur hans og vanga- svipinn, sem bar við græn gluggatjöldin, bak við píanóið. Hann starði eitthvað út 1 blá- inn og hún vissi að hann haf ði gleymt henni, og nú leið henni aftur vel í návist hans. „Þetta var Beethoveri, Mir- anda“, sagði hann þegar hann hætti. Síðan sneri hann sjer við og brosti vingjarnlega til henn- ar. „En hjerna er dálítið, sem þjer finnst áreiðanlega gam- an að“. Hann dró nokkur nótnablöð upp úr útskorinni kistu, sem stóð við píanóið. „Þetta er nýkomið frá Eng- landi. Það er ópera, sem kölluð er „La Bohéme“. Jeg ætla að spila sönglagið einu sinni, og svo syngur þú það. Jú, jú, auð- vitað getur þú það. Það er mjög auðvelt“. — Og Miranda .stóð við hlið hans og söng: „Mig dreymdi að jeg dveldi í Marmarahöll- um“. Og þegar fyrsta feimnin var farin af henni, hreifst hún af tónunum og orðunum. Skyldi hann hafa vitað um drauma hennar og valið þetta lag þess vegna? Söngurinn var einnig um ást, og rödd hennar titraði, þegar hún hugsaði um, að aldr- ei myndi hún njóta ástar í þessum marmarahöllum. Lagið var á enda og Nikulás leit upp. Augu þeirra mættust andartak og örlítill roði kom í fölar kinnar hennar. „Þú hefir fallega rödd“, sagði hann blíðlega, „og þú syngur með tilfinningu. Er ef til vill einhver heima, sem þú hefir lofað að „elska þrátt fyrir allt“?“ Hún hristi höfuðið og sneri sjer undan. Nikulás kinkaði kolli, á- nægjulegur á svip. Það væri leiðinlegt að gera Miröndu að hefðarkonu, ef hún færi svo heim og giftist einhverjum ó- mentuðum sveitamanni. Jeg verð að reyna að finna handa henni góðan mann, hugsaði hann, og reis snöggt á fætur og lokaði píanóinu. „Góða nótt, Miranda“. Hvað hefi jeg gert núna, hugsaði hún. Hvers vegna er hann allt í einu svona kulda- legur? Hún tautaði eitthvað og hrbyfði sig vandræðalega, þegar hún sá, að hann stóð þarna hreyfingarlaus og kuldalegur, og beið þess að hún færi á und- an ser út úr herberginu. „Bjóddu frú Van Ryn góða nótt og síðan máttu fara upp á heybergi þitt“, sagði hann, þegar hann sá vandræði henn- ar. Þegar Miranda hafði gert það og var á leið til herbergis síns, fann hún sjer til mikillar skelfingar að hún rataði ekki þangað. Hún viltist í stóra gang inum og fór í gegnum mörg, dimm herbergi, þangað til hún rakst á unga þjóninn, sem kveikt hafði á kertunum. „Þessa leið, ungfrú“, sagði hann, og fylgdi henni upp stig- ann, að herbergi hennar. Þegar hún kom þangað, sá hún, að rúmábreiðan hafði ver- ið tekin af rúminu, og kveikt hafði verið á kertunum, og karfan hennar yar horfin. Sjóð andi heitt vatn var í vatnskönn unni og hrein handklæði,' sem ilmuðu af lavender, lágu þar hjá. Á litla náttborðinu stóð silfurbikar með vatni í, við hlið ina á girnilegum ferskjum. Ferskjur í júní! En Miranda var löngu hætt að undrast nokk uð í þessu húsi. Hún háttaði sig nú og skreið upp í rúmið. Línið í rekkju- voðunum var svo fínt og mjúkt, að henni fannst það vera eins og silki, og rúmið var stórt og þægilegt. Miranda teygði makindalega úr sjer. Það var heitt í herberg- inu og allt í einu langaði hana til þess að finna svalar rekkju- voðirnar koma við líkama sinn. Henni fannst baðmullarnátt- kjóllinn sinn vera heitur og grófgerður. Og án þess að hugsa sig frekar um, fór hún úr honum. Það hvarflaði að her.ni að Tibby hefði orðið lag- lega hneyksluð, ef hún hefði sjeð til hennar, en nú .... Hún settist upp og togað sængina upp að hálsi, því að það var barið snöggt að dyrum. „Hver er þar?“ stamaði hún, lafhrædd. Dyrnar opnuðust ð|g einkenni leg kvenvera kom inn, og lokaði dyrunum á eftir sjer. Hún gekk yfir að rúminu og starði niður á Miröndu, sem svitnaði því nær af hræðslu. Kona þessi var nær sex fet á hæð og þráðbein í baki. Hár hennar, mikið og svart, var greitt aftur frá enn- inu, andlit hennar var dökkt og mjög hrukkótt og augu henn ar voru lítil og slægðarleg og dökk eins og nóttin. „Hvað viljið þjer?“ hvíslaði Miranda. „Jeg er Zélie gamla“, sagði konan hásróma, og snerti brjóst sitt með hendinni. 'Hún talaði með undarlegum framburði. — ,Jeg vildi sjá, hvernig þú litir út“. Miranda varpaði öndinni ljettar. Nikulás frændi hafði minnst á Zéliu, á leiðinni til Dragonwyck, og sagt að hún myndi ef til vill reyna að hræða hana með sögum um galdranornir og drauga. Hún hlaut að vera gamalt hjú, og var án efa orðin rugluð í koll- inum. Zélia stóð kyrr og horfði á óttaslegið andlit stúlkunnar og mergðina af gullnu hárinu, sem fjell yfir naktar axlir henn ar, niður á rúmið. Zélie hristi höfuðið. „Aum- inginn litli! Til hvers ert þú að koma hingað, í þetta hús? Það skeður eitthvað illt, og Azilde mun hlægja aftur“. „Þú ert rugluð“, sagði Mir- anda. „Farðu út, gerðu það. Jeg ætla að fara að sofa“. „Þú varst í Rauða Herberg- inu í kvöld. Jeg held að þú hafir fundið eitthvað. Ha?“ „Jeg veit ekki við hvað ■—“. Hún stansaði. Nú fannst henni þessi heimskulegi ótti og kulda- hrollur, sem hún hafði fundið til, vera fjarstæða og efaðist um, að hún hefði í rauninni nokkurntíma fundið til hans. „Auðvitað fann jeg ekkert“. sagði hún reiðilega. „Farðu út“. hann varð að halda sjer í svalastólpann, til þess að velta ekki um koll. Hann leit svo á dóttur sína og sýndist votta fyrir brosi í öðru munnviki hennar, en það hvarf sam- stundis og hún varð jafnalvarleg aftur og konungur vissi ekki nema þetta hefði verið missýning ein, og ekki fór því betur fyrir kennaranum, en farið hafði með hermann- inn bróður hans, kannske heldur verr, því hann var hýdd- ur enn fastar, en hinn hafði verið, og sendur heim síðan við lítinn orðstír. Nú vildi yngsti sonurinn reyna, hann hjet nú Háns og það var piltur, sem ekki ljet allt fyrir brjósti brenna. En bræður hans hlógu eins hátt og þeir gátu vegna nýafstað- inna hýðinga og kváðu hann myndu verða hýddan fast- ast allra, og faðir hans vildi ekki leyfa honum að fara; hann sagði að ekkert vit væri í því, þar sem hann væri síður en svo skemtilegur og hafði auk þess aldrei nennt neitt að gera, nema að búa til fífukveiki. — Enda var hann kallaður Fifu-Hans. En Hans ljet sig ekki, hann nöldraði og nauðaði þangað til að karl faðir hans var orðinn dauð- leiður á því og sagði úrillur: „Jæja, komstu þá af stað“. Þegar Fífu-Hans kom til konungshallar, ljet hann ekk ert uppskátt um það, að hann ætlaði að koma konungs- dóttur til að hlægja, heldur bað um vinnu. Nei, það var ekkert til að gera handa honum þar, en hann ljet sig ekki heldur við þetta. Hann sagðist þó alltaf geta borið eldivið og vatn í eldhúsið, og svo lengi nauðaði hann á þessu, að konungur Ijet undan. Þegar hann var að sækja vatn í lækinn einn daginn, sá hann stóran fisk í hyl í læknum og læddi fötunni undir hann. Þegar hann var svo á leið heim með fiskinn í föt- unni, mætti hann gamalli kerlingu, sem teymdi með sjer gullgæs. „Góðau daginn, amma sæl“, sagði Hans. „Þetta er nú meiri fuglinn, sem þú hefir meðferðis, og þær fjaðrir, sem á honum eru, — þær lýsa langar leiðir, ef maður hefði svona fjaðrir, þá þyrfti maður ekki fífukveiki í týrurnar sínar“. En kerlu leitst afar vel á fiskinn, sem Hans var með í fötunni sinni og sagðist skyldi láta hann fá gullgæsina fyrir fiskinn, og hún hafði þá náttúru, að ef einhver kom Vinstúlkur tala saman. „Hvað vildir þú gefa fyrir, að hafa hárið mitt?“ „Jeg veit ekki — hvað gafstu “fyrir það?“ ★ „Ætlar þú í ferðalag?“ „Já, ferðalög gera mann hygginn“. „Blessaður, þá ættirðu að ferðast í kringum hnöttinn". yc Frúin: „Jeg heyrði að klukk- an sló tvö, þegar þú komst heim í nótt“. Maðurinn: „Já, hún byrjaði að slá, en jeg stöðvaði hana, svo að hún vekti þig ekki“. ★ Föðurleg umhyggja. „Hann segir að jeg sje fal- legasta og besta stúlkan í borg- inni. Ætti jeg ekki að bjóða honum heim?“ Faðirinn: „Nei, blessuð vertu — lofaðu honum að halda þeirri skoðun!“ ★ Frú A.: (á götuhorni) „Jeg hefi nú beðið eftir manninum mínum síðan kl. 6 og nú er kl. 7, og hann er ókominn“. Frú B.: „Hvenær ætluðuð þið að hittast?" Frú A.: „Klukkan 5“ Á' Frúin: „Jeg er að hugsa um að fara út á göngu og hafa eitt barnið með mjer. Hvert þeirra heldurðu að fari best við nýju kápuna mína?“ ★ Frægur, franskur prestur sagi eitt sinn í ræðu, sem hann hjelt um skyldur eiginkvenna: „Jeg sje hjer inni eina konu, sem hefir gert sig seka um ó- hlýðni við mann sinn, og til þess að benda ykkur hinum á hana, mun jeg henda bænabók minni í höfuð hennar“. Hann lyfti upp bókinni, og sjerhver kona, sem var inni, beygði strax höfuð sitt. ★ „Jeg vil endilega kaupa mál- verkið og 6000 krónur finnst mjer ekki of hátt verð fyrir það. En af hverju er það?“ Listmálarinn: „Já,—eh—hm, skýringuna sel jeg sjerstaklega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.