Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 2
OhQUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. ágúst 1944, »WmWmWmV« ! - F J Æ R O G N Æ R - 4 % ■ Jón Sigurðsson. HELSTI hljótt hefir verið um bók þá, er kom út í vor og nefn- ist „Jón Sigurðsson í ræðu og riti“. Eru þar prentaðir valdir kaflar úr ritum hans og nokk- ■urar ræður. Hefir Vilhjálmur Þ. Gíslason valið kaflana og annast útgáfu bókarinnar. Þó hjer sje um að ræða kafla úr prentuðum bókum, er það ekkert efamál, að þessi sýnis- bók um ritverk Jóns Sigurðs- sonar kemur að miklu gagni, fjöldi manna les hana, sem aldrei tæki sjer fyrir hendur að lesa Ný fjelagsrit, Alþingis- tíðindin eða bæklinga Jóns um ýms þjóðnytjamál. Með því að lesa þetta úrval kynnist þjóðin Jóni Sigurðs- syni, skarpskygni hans stór- hug, þjóðhollustu og þeirri heið ríkju andans, er lýsir sjer í öll- um verkum hans. % • Um hervarnir landsmanna. Tiltölulega mikið er tekið í þesSú bó*k, af því sem Jón skrifaði um stofn- un Alþingis hlutverk þess o. s. frv. Þar segir m. a,: ,JHina fimtu röksemd (til þess að Islandi sje nauðsyn á full- trúaþingi) tel jeg af ásigkomu- lagi Danmerkur og afleiðingum þess fyrir ísland. Ef að eitt land á að vera öðru háð að öllu leyti, þá á það að minsta kosti skilið að því sje veitt sú vernd og forsvar móti öðrum sem hver t>egn á að stjórninni. Þegar stjórnin sjer ekki fyrir vernd lífs og eigna og r'jettinda þegna sinna, þá er hún ónýt stjój-n, því hún gerir ekki það, sem henni er ætlað — hún stendur ekki í skilum“. Síðan er minst á siglihga- bannið til Islands hvernig land ið var varnarlaust m. a. í Na- póleonsstyrjöldunum og lands- menn hefðu engar kaupferðir fengið hingað, ef Bretar hefðu ekki leyft þær í óþökks Dana. Þar segir svo: Valf er fyrir ísland að vænta hjálpar af Danmörku, ef ófrið ber að höndum við þá, sem geta gert íslandi nokkurt mein, en ekki er sagt, að það verði af- skamtað, þó viljinn væri til, að Banmörk verði með þeim, sem íslandi geta orðið hættulegastir. En þegar þannig stendur á. þá er enginn annar kostur en hugsa fyrir sjálfum oss, og smám saman koma ár sinni svo fyrir borð, að vjer getum hrund ið af oss nokkru ef á lægi, því ekki er land vort mjög auðsótt, -ef dugur og samheldni er í landsmönnum til varnar. Nú er ekki að vænta dugn- aðar og samheldni til slíks, nema þjóðartilfinningin sje vak andi, sú, tilfinning getur ekki vaknað, nje haldist vakandi, án þess þjóðin hugsi sjálf.um hggi sína. Eitthvert hið auðveldasta og kröfugasta meðal til að vekja menn til umhugsunar um hagi þjóðarinnar er það, að þeir xnenn, sem alþýða treystir best komi saman til að ráðgast um gagn landsins og nauðsynpar, og það í landinu sjálfu. Jeg álykta því þannig: ís- landi er háski búinn, vegna þess að Danmörk getur ekki verndað það, ef á þarf að halda það þarf því að hugsa fyrir sjer sjálft í tíma, og fá konunginn til að taka það ráð, sem best gegnir um vörn á landinu, hvað sem á kann að bjáta. — Til að koma þessu á veg þurfum vjer fyrst og fremst fulltrúaþing á Islandi sjálfu.“ Sænskt áhyggjuefni. I ,,Svenska Dagbladet“ frá 26. júní birtist neðanmálsgrein eftir Oscar Wieselgren, er hann nefnir: ,,Dansk-islánska kult- urbekymmer“. Rekur höfundur í stuttu máli hvar merkustu ís- lensku handritin sjeu niður komin, og fyrir tilverknað hverra manna þau hafi verið flutt úr landi. Lýsir hann því, með mjög áhersluríkum orð- um, hve mikil menningarverð- mæti handi’itin hafi að geyma og hve þakklátir íslendingar megi vera þeim mönnum, sem sáu um, að þau fengu trygga varðveislu, eftir að þjóðin varð svo úlpínd (af verslunaráþján) að hjer var um engan tryggan geymslustað að ræða. Nú, segir greinarhöfundur. að Islendingar telji að þeir eigi siðferðilegan rjett á, að fá hand ritin til baka. En hjer sje um að ræða málefni, sem komi við vísindalífi heimsins og alveg sjerstaklega vísindalífi Svía. En síðan gerðabók dansk-íslensku ráðgjafarnefndarinnar hafi ver ið gefin út á prenti, geti menn sjeð hvað íslendingar ætla sjer í þessum málum. Síðan er lýst áliti Gísla Sveins sonar í hándritamálinu, eins og það kom fram í handritamálinu á fundi nefndarinnar 6. júlí 1938, þar sem hann m. a. telur, að Háskóli íslands geti ekki orð ið sú miðstöð fyrir rannsóknum. á íslenskum fræðum, sem þjóð- in óski eftir, og ætlist til, nema að handritin verði færð íil ís- lands. Greinarhöf. rís öndverður gegn þessari skoðun. Handritin sjeu vel geymd þar sem þau eru. Það væri synd að taka þau þaðan, því þá væru þau ,,rifin úr samhengi" við annað það, sem á söfnum þessu er geymd, í Höfn, í Stokkhólmi og í Upp- sötum. Reykjavík sje svo af- síðis fyrir allar samgöngur, að þangað sje erfitt að komast o. s. frv. — Geti vísindamenn, hvorki í Svíþjóð nje annars- staðar í heiminum fallist á kenningar Gísla Sveinssonar og annara íslendinga í þessu mál. ,,Ekki er ráð nema í tíma sje tekið“, mun greinarhöf þessi hugsa, því sennilega getur hann ímyndað sjer, að enginn viðtöl eigi sjer stað um þessar mund- ir viðvíkjandi þessum framtíð- ar menningarviðskiflum milli Islendinga og Dana. Það lætur nærri að manni detti í hug við lestur greinar- innar, að höf. hennar búist við að danskir vísindamenn og dönsk yfirvöld kunni að vera á öðru máli en hann, og því hugsi hann það ráð, að gefa þeim -Dönum, sem kynnu að hugsa eins og hann sem öflug- astan stuðning frá sænskri hlið meðan málið að öðru leyti ligg- ur í þagnargildi. x Ölfusárbrúin. ÖLFUSÁRBRÚIN er alment umtalsefni hjer um slóðir um þessar mundir, og er ekki von- um fyrr að menn sjeu farnir að óttast að hún geti bilað eftir alla þá umferð, og áreynslu, sem hún hefir orðið fyrir síð- ustu ár — og jafnvel fyrr, þar sem hjer voru engin ökutæki þegar hún var bygð, og hún því, að mönnum hefir skilist^ ekki ætluð fyrir annað en ríð- andi og gangandi fólk. Þó verkfræðingar leggi höf- uðin í bleyti, geta þeir vafa- laust ekki um það sagt. með vissu, hve mikinn þunga brú- in kann að þola nú, eftir að strengir hennar hafa legið í sín- um skorðum í 53 ár og á þeim mætt bæði umferðaþungi og veðrabrigði. Er hjer því að sjálf sögðu rjett, að gæta hjer allrar varúðar. Menn hafa hallast á þá skoð- un, að það megi telja hend-* ing næst, hve vel brúin hefir haldið. En það er þeim til hróss sem brúna fcygðu og fyrir brú- arsmíðinni slóðu, hve mikill styrkleiki hennar var ætlaður í upphafi, ef satt er sem sam- tíðarheimild hermir, að brúin hafi átt að geta borið járn- brautarlest, eða á henni mættu vera 1000 manns í einu Tryggvi Gunnarsson. ÞAÐ var, eins og alkunnugt er Tryggvi Gunnarsson, sem stóð fyrir brúarsmíðinni, og fekk fyrir það alþjóðarlof. því hefði hann ekki tekið verkið að sjer á eigin ábyrgð, þá hefði ekkert orðið úr brúargerðinni eins og Magnús Stephensen landshöfðingi tók fram, þegar brúin var vígð 8. september 1891. Erfitt er fyrir menn nú á tímum að gera sjer grein fyrir þeim erfiðleikum. sem brúar- smiðurinn hefir átt við að stríða, með þeim aðstæðum er þá voru í landi. T. d. um flutn- inga. Efninu var skipað á land á Eyrarbakka og það flutt á sleðum að brúarstæðinu. Brú- arstrengina þurfti að flytja á 18 sleðum, er, bundnir voru hver aftan í annan, en tveir menn gengu með hverjum sleða og fjórir með þeim fyrsta, segir í ,,Frjetlum frá íslandi“, Tryggvi lærði trjesmíðar á unga aldri hjá móðurbróður sínum Ólafi Briem timbur- meistara á Grund í Eyjafirði. Hann smíðaði kirkjur nyrðra, í Laufási og að Hálsi, bygði brú á Jökulsá og á Skjálfandafljót, bygði Möðruvallaskólann og annaðist undirbúning að bygg- ing Alþingishússins. Alt þetta hafði hann gert löngu áður en hann rjeðst í brúarsmíðina á Ölfusá. — Hreinsunin Framh. af 1. síðu. Klausning kapteinn og Hall burg hprshöfðingi. Sagt er að von Witzleben hafi ætlað að lýsa sig stjórn- anda Þýskalands þann 20. júlí, eftir að hafa haft sam- band við fangna þýska her- foringja í Moskva. Þá verða rannsökuð mál tveggja hershöfðingja, sem ákærðir eru fyrir það að hafa gerst liðhlaupar til Rússa. Eru það þeir Linde- mann stórskotalið^foringi og annar til, Propsal majór. Höeffner hershöfðingi er þegar sagður hafa verið rek- inn úr hernum. Hafa þegar dæmt sig. Þá eru þegar taldir nokkr- ir menn, sem dæmt hafa sjálfa sig, þ. e. framið sjálfs- morð, en þeir eru: Beck hershöfðingi og Wagner hershöfðingi, sem skutu sig, er samsærið gegn Hitler mis tókst, ásamt tveim öðrum. Fyrir herrjetti þann 20. júlí voru nokkrir hershöfð- ingjar reknir úr hernum, en aðjir dæmdir til dauða og skotnir. Þar á meðal var Old kitch hershöfðingi, von Quir neheim offursti og Heffner liðsforingi. , Herrannsóknardómstóll- inn hefir þegar komið saman og athugáð mál margra hinna ákærðu. og falið fólks dómstólnum að dærna flesta þeirra. Nikolaizek ræðir við Stalin London í gærkveldi. Nikolaizek, forsætisráðherra pólsku útlagastjórnarinnar í London, er nú í Moskva ásamt utanríkisráðherra sínum, og ræddu þeir við þá Stalin og Molotov í dag. Stóðu viðræð- urnar tvær klukkustundir og sagði Nikolaizek að þeim lokn- um, að hann kynni að gefa út yfirlýsingu um viðræður þess- ar síðar, Rússneska blaðið Izvestia sagði í dag, að pólsku stjórninni í London bæri að gefa sig taf- arlaust og skilyrðislaust á vald pólsku stjórnarnefndarinnar í Moskva og fara að öllu eftir fyrirmælum hennar. — Reuter. Fleiri bráðabirgða- lóðum ekki úlhlulað við Sogaveg BÆJARRÁÐ samþykti á fundi sínum í gær að úthluta ekki fleiri bráðabirgðalóðum við Sogaveg. Á lóðum þessum eru íbúðar- hús, sem ekki fullnægja kröf- um byggingarsamþyktarinnar og eru bygð með því skilyrði, að þau verði tekin burtu, bæj- arsjóði að kostnaðarlausu, þeg- ar krafist verður, með sex mán aða fyrirvara. Enn um kjötið í TILEFNI greinar Sigurðar Björnssonar frá Veðramóti, sem birtist í Mbl. í gær, sneri blaðið sjer til Ingólfs Jónssonar. form. kjötverðlagsnefndar og spurði hann hvort rjett væri hermt í greininni, að í frystihúsi einu á Norðurlandi væru 10 þús. dilkaskrokkar óseldir, en hjer í Rvík væri dilkakjöt ófáan- legt. Ingólfur svarar: — Jeg get vitnað til þess, sem jeg sagði í fyrra viðtali mínu, að kindakjöt er þrotið Og að í landinu er nú ekkert óselt dilkakjöt. En vegna þess, hve seint hefir gengið að flytja kjötið út, sem m. a. stafar af því, að skipið, sem flytja átti kjötið, varð fyrir bilun og tafð- ist þess vegna mánaðartíma, er enn einn farmur af dilkakjöti ófarinn til Englands. Þetta kjöt er geymt í einu frystihúsi á Norðurlandi og á Austurlandi. En eins og jeg hefi áður upp- lýst, var s. 1. vetur gerður samn ingur um sölu á vissu magni af kjöti til.Englands og vitanlega er sjálfsagt að standa við þann samning, — En er það rjett, að kjöt hafi skemst í frystihúsum? —• Það hefir ekki borið á neinum skemdum nema í einu frystihúsi á Norðurlandi og þær skemdir voru ekki stórvægileg- ar. Er bændum enginn greiði gerr með því að gera meira úr þeim en er. En þótt skemdir hafi komið fyrir í einu frysti- húsi, raskar það ekki því, er jeg sagði í fyrra viðtali, að flest frystihúsanna eru nýleg og upp fylla þær kröfur, er gera þarf. Fleira í grein Sigurðar snert- ir ekki mig, sagði Ingólfur að lokum. Get jeg því látið staðar numið, enda tel jeg, að ef mein ing hans hefir verið sú, að hnekkja því sem jeg sagði á dög unum, hafi það algerlega mis- tekist. Gamla Bíé: „Jeg elska þig aftur" GAMLA BÍÓ sýnir bráð- skemtilega mynd upr þessar mundir, sem nefnd er „Jey elska þig aftur“. Aðalhlut- verkin leika Myrna Loy og1 William Powell, sem oft áö- ur hafa leikið saman í skemti- legum kvikmyndum og eru myndirnar um „Granna mann- inn“, frægastar og vinsælast- ar af þeim. Eins og oft áður í kvik- myndum þeirra f.jallar þessl um h jónabandserfiðleikaj Eiginmaðurinn, sem var mestí æfitýramaður á sýnum unga aldri, misti minnið. Varð heið- arlegur borgari í smábæ ein- um, en gerðist nískur með af- brigðum og leiðinlegur. t ferðalagi fær hann minniði nftur' og man nú ekkert. eftir minnislausu árunum, en kemstj þó að því hvað skeð hefir og; nú rekur hver viðburðurinp annan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.