Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.08.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. ágúst 1944. MOBGUNBLAÐIÐ mar Schacht Dr. SCHACHT, bragða- refur á fjármálasviðinu, snillingur í þjóðarhagfræði, frímúrari, vinur Gyðinga- bankastjóra, auðjarl, ráð- herra hjá nasistum og með- limur Niemöllers safnaðar- ins er Machiavelli, er kann að beita tuttugustu aldar tækni. Ekkert er honum heilagt nema trúin á hann sjálfan. Jeg heyrði hann eitt sinn útskýra hvað hann áliti „grundvallaratriði velgengn innar". Það er: „Gerðu þjer Ijósa grein fyrir því, hvað þú átt, og hvað aðrir eiga, gleymdu því aldrei, að tveir og tveir eru fjórir, láttu aldrei undir höfuð leggjast að færa þjer mistök annara í nyt, jafnvel þótt ríkis- stjórnin eigi hlut að máli". — Hann hefir enga trú á mannseðlinu, en skoðar mennina sem iðandi smá- einir í tilgangslausri við- leitni, sem best verði hag- nýttar af fáum mönnum, er hafa til þess vald og vit. — Samkvæmt leiðtoga kenn- ingu sinni álítur hann sjálf- an sig hafinn yfir venjulega þjóðarforsprakka, sem að- eins stjórna smáeindahóp- um í baráttu f jöldans. Sjálf- ur á hann að stjórna þjóðum eða jafnvel heilum heims- álfum. „Ránsáæthm" dr. Schachts. TILFINNINGUM dr. Schachts gagnvart öðrum mönnum, er best hægt að kynnast af „ránsáætlun" þeirri, er hanngerði fyrir Hitler árið 1936, og sem var árangur af ferðalagi hans um Balkanríkin. í þeirri á- ætlun voru nákvæmir listar yfir alla framleiðslu og auð þessara ríkja, sem hægt var að hafa hendur á og flytja úr landi. Þegar hagfræðing- ar nasista bentu á þá stað- reynd, að hami hefði ekki skilið eftir tængur nje tetur handa viðkomandi þióðum til þess að lifa af, er sagt að hann hafi hreytt úr sjer: „Guð minn góður, er nú líka nauðsynlegt, að þeir hafi eitthvað til þess að jeta?" Dr. Schacht hefir um dag- ana þjónað mörgum hús- bændum, en ætíð virðist hús bóndinn hafa vénB í nokk- urum vafa, hvort hann væri að vinna fyrir sig eða á móti sjer. Þegar Gottfried Feder, hagfræðingur Hitlers, líkti honum eitt sinn við át í við- urvist foringjans, svaraði dr. Schacht um hæl: „Já, eins og áll í síldartorfu". Ætt og uppruni. Dr. Schacht fæddist árið 1877 í þorpinu Tingleff á þýsk-dönsku landamærun- um. Faðir hans var danskur og fluttist til Ameríku og fpekk þar borgararjettindi, en sneri síðan aftur til Ev- rópu og settist þar að fyrir fult og alt. Schacht lagði í fyrstu stund á guðfræði, síð ar læknisfræði og að lokum hagfræði og var sæmdur doktorsnafnbót fyrir ritgerð sína: „Breska kaupauðgis- Eftir iinam öayies Til skamms tíma var dr. Hjalmar Schacht einráður í fjármálum Þriðja ríkisins. Hann er nú horfinn af sjónarsviðinu, og vita fáir, hvar hann er níðurkominn. — Grein þessi varpar góðu ljósi á feril dr. Schachts og gefur í skyn að búast megi við að honum skjóti aft- ur upp í hringiðu stjórnmálanna eftir stríðið. stefnan á sextándu og sautj- ándu öld". í fyrstu vann hann við blað í Berlín, „Die kleine journal", sem dr. Göbbels bannaði árið 1934 með þeim ummælum, að það væri „ó þverrasnepill, er ekki væri samboðið þýsku þjóðinni". Úr blaðamenskunni fór hann í aðalskrifstofu fyrir undirbúning verslunarsam- þykta, sem var áróðurstæki þýska kaupiðnaðarins. Árið 1903 hóf hann starfsemi sína við Dresdaer Bank sem blaðafulltrúi bankans og ár- ið 1908 var hann orðinn varabankastjóri. Hann barðist ekki fyrir föðurlandið með vopnum, en starfaði sem fjármála- ráðunautur við þýsku hern- aðarstjórnina í Belgíu. Árið 1917 settist hann í Mið-Ev- rópu nefndina með Hugo Stinnes, Fritz Thyssen og fleirum, en hún hafði það hlutverk með höndum að útbúa uppgjafarskilmála er Þýskaland ætlaði að leggja fram, þegar það hafði unnið stríðið. Því miður var verki nefndarinnar vandlega kom ið fyrir kattarnef, þegar það varð ljóst, að. Þýskaland myndi ekki ráða friðarskil- málunum, því annars hefði komið í ljós stefna Þýska- lands gagnvart öðrum þjóð- um. Þeirri stefnu fekk heim urinn að kynnast árið 1940. Seglum hagað eftir vindi. EFTIR að vopnahljeð var samþykt, yfirgaf dr. Schacht þióðernisflokkana, er hann hafði unnið með af lífi og sál og gekk í nýja Lýðveldis flokkinn til þess að vera rjettu megin. Þegar verð- bólgan mikla 1923 ógnaði lýðveldisstjórninni varð dr. Schacht, sem neitað hafði Stresemann um að verða fjármálaráðherra, vegna þess að hann trúði ekki á rentumarkið, gjaldeyrisráðu nautur ríkisstjórnarinnar og Ríkisbankastjóri vegna ein- dreginna tilmæla Eberts for seta. Dr. Schacht notaði nú einmitt rentumarkið, þar til honum hafði aftur hepn- ast að fylla bankahirsluna gulli. Hann tók alls staðar lán, og tókst jafnvel að blekkja hina harðsvíruðustu bankastjóra í Wall-Street með heilbrigðum áformum sínum. Þegar verið var að ganga frá Dawesáætluninni um skaðabótgpeiðslur Þjóðverja í París 1929,lýsti dr. Schacht yfir því, ,,að Þýskaland gæti alls ekki innt af hendi greiðslur, nema þao fengi pólska hliðið, Efri-Slesíu og nýlendur". Tveimur vikum seinna skrifaði hann undir áætlunina, þar sem hann fjellst á að borga helmingi meira en hann hafði svarið að væri hámark þess, sem Þýskaland gæti greitt og án þess að minnast á pólska hliðið eða nýlendurnar. — Þýsku iðjuhöldarnir ætluðu að rifna af ilsku og dr. Schacht átti á hættu að missa embættið. Þess vegna neitaði hann með öllu að standa við nokkuð af því, sem hann hafði lofað(, er hann fór til Haag árið eftir til þess að ræða um Young- áætlunina og þá sagði hann af sjer í mótmælaskyni við fjeflettingartilraunir sigur- vegaranna. Hann var þó ekki alveg á flæðiskeri stadd ur, því að á meðan hann var atvinnulaus fjekk hann Schacht^ (t, v.) ræðir við Englándsbankastjóra. 70.000 dollara frá þungaiðn- aðinum, sem Frizt Thyssen stjórnaði. Hann gengur í líð meS nazistum. ÁRIÐ 1930 sagði hann, „að ekki væri hægt að neiía jafn sterkum flokki og naz- istum um vald". Hann ving- aðist við Hitler og kom hon- um í samband við aðalbanka menn landsins. Undir dag- setningunni 29. nóvember 1932 skrifaði dr. Göbbels í bók sína Von Kaiserhof zur Reichskanzelei-: „í samtali við dr. Schacht hefi jeg full- vissað mig um það að hann er okkur algerlega sammála. Hann er einn þeirra fáu, er mun standa við hlið Hitlers hvað sem fyrir kann að koma". Hitler komst til valda 30. janúar 1933 og þann 17. mars s. á. var dr. Schacht aftur skipaður Rikisbanka- stjóri og í júlí var hann sett- ur fjármálaráðherra, en op- inberlega bar hann aldrei fulla ábyrgð á því embætti. Þar til 1936 var hann raun- verulega einráður um fjár- mál ríkisins. Hann leysti er- lenda skuldavandamálið með því að neita að borga svo mikið sem vexti og f ekk tvenn lög samþykt, önnur þess efnis, að dauðasök skyldi lögð við því að reyna að koma peningunum eða öðrum fiármunum út úr landinu, hin gerðu það að höfuðsök, ef Þjóðverji átti eignir erlendis, sem hann gaf ekki upp. IHa við Gyðinga. Á Leipzigarmarkaðinum 1935 sagði dr. Schacht: „Gyðingarnir verða að horf ast í augu við þá staðreynd, að áhrif þeirra eru liðin und ir lck fyrir fult og alt. . . En lausn þGssa vandamáls má ekki vera í höndum stjórn- lauss einstaklings framtaks, það getur haft hin alvarleg- ustu áhrif á verslunarsam- bönd vor". Með öðrum orð- um, dr. Schacht var þyí fylli lega fylgjandi að Gyðingarn ir væru rændir, hann vildi bara sjálfur'sjá um það, svo það yrði gert vel og dyggi- lega og án þess að mikið yrði ritað um það í blöðin, en það vildi brenna við, begar nasistaskríllinn braut búð- arglugga Gyoinga til þess að stela skinnkápum og við- tækjum. Hið nýja hagfræðikerfi dr. Schachís fyrir Þýskaland bygðist á vöruskifíaverslun, stórkostlegu framboði á þýskum vörum á erlendum markaði fyrir lágt verð og allskonar svikum og prett- um, sem heimurinn virtist ekkert hafa við að athuga. Hann heimsótti Bandaríkin og England og lýsti yfir fylgi sínu við einstaklings- framtakið og frjálsa versl- un. Verðlaun. HITLER þakkaði honum afrekin með því að sæma hann flokksmerkinu úr gulli fyrir „sjerlega þjónustu í þágu flokks og þjóðar". Dr. Schacht kallaði starfslið ríkisbankans á fund, þar sem honum fórust þannig orð: „Je" fel hjer með ríkis- bankanum þetta heilaga tákn þjóðernissósíalismans, til þess að verða varðveitt þar með öðrum sögulegum gögnum". Þannig kom hann sjer hjá því að bera merkið. Snemma á árinu 1937 var vöruskiftakerfi dr. Schachts komið út um þúfur. Smárík- in í Evrópu voru neydd til þess að versla við Þýska- land með hótunum og ógn- unum. — Inn í Balkanríkin streymdu gerviefni frá Þýskalandi, en þangað voru fluttir dýrmætir málmar í staðinn. Dr. Schacht sá að þetta myndi enda illa og fór frá í nóvember 1937. Hitler, sem tók lausnarbeiðni hans til greina, skrifaði honum og sagðist „vera ákaflega glað- ur yfir því, að þjer munduð engu að síður verða áfram einkaráðgjafi minn, og jeg útnefni yður frá deginum í dag að telja sem ráðherra án sjerstakrar stjórnardeild ar i þýska ráðuneytinu". í janúar 1939 sagði hann hljóðlega af sjer ríkisbanka- stjórastöðunni. Áður en hann fór tók hann nafn- spjöldin sín, þar sem hann var titlaður Reichsbank President og Ijet þau orð falla um, leið að ekki væri loku fyrir það skotið, að hann gæti notað þau seinna — eftir að hafa strikað út fjóra stafi. Styriöldin. STYRJÖLDIN skall á og rán og rupl kom í stað hót- ana og ógnana. Gull og silf- urbirgðir herteknu land- anna voru fluttar til Þýska- lands, og hvert fórnardýrið um sig var neytt til þess að standa straum af sínum eig- in hernámskostnaði. Þessi ægilegi kostnaður hafði í för með sjer verðbólgu í hin um minni Evrópuríkjum, en það var til hins mesta hag- ræðis fyrir Þjóðverja, jók kaupmátt þeirra og styrkti markið. Öll þessi verk bera merki dr. Schachts, einka- ráðgjafa Hitlers. Annað slagið ganga sögur um það, að dr. Schacht sje fallinn í ónáð hjá nasistum. Síðan 1939 hefir hann ekk- ert embætti haft, þangað til að honum skýtur upp síð- astliðið vor, en þá er hann sagður orðinn forstöðumað- ur skrifstofu í Berlm, sem hefir með höndum rannsókn ir á því, hverjar afleiðingar það myndi hafa: 1) ef Þýska land sigrar, 2) ef Þýskaland semur frið við óvina sína, 3) ef Þýskaland neyðist til þess að géfast upp, 4) ef Þýskaland fær sjerfrið ann- að hvort við Rússa eða Breta og Bandaríkjamenn, ef Þjóðverjar missa stuðn- Framh á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.