Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. ágúst 1944. Bæjarráð semur um kaup á vögnum • Strætisvagna Reykja- víkur h.f. Niðursföður yænfaniegar á morgun Eftirfarandi tilkynning barst ' biaðinu í gær, 15. ágúst, frá skrifstofu borgarstjóra. SAMKVÆMT gildandi Ipg- um veitir póstmálastjórnin sjerleyfi til strætisvagnaferða í kaupstöðum til þriggja ára í senn, og skal þgjð veitt að fengn um tillögum hlutaðeigandi bæj arstjórna. Sjerleyfi það, sem Strætisvagnar Reykjavíkur h. f. hafa haft til fólksflutninga í Reykjavík var útrunnið 1. mars s. 1. og sótti fjelagið um nýtt sjerleyfi til næstu þriggja ára frá þeim degi með brjefi til póstmálastjórnarinnar, dags. 19. jan. s. 1. Svo sem lög gera ráð fyrir var umsókn þessi send til umsagnar bæjárstjórn- ar, en það var eigi gert fyrr en 2. mars s. 1., þ. e. fyrst að sjer- , leyfistímanum liðnum. Á meðan þessu fór fram hafði á fundi bæjarstjórnar hinn 10. febr. s. 1. ftomið til at- kvæða tillaga um, að bæjar- stjórn tæki hið allra fyrsta í sínar hendur strætisvagnaferð- ir í bænum. Tillagan var feld með jöfnum atkvæðum, 7 gegn 7. Alþýðuflokkur og Sósialistar greiddu atkvæði með og Sjálf- [ stæðismenn á móti, en Árni Jónsson sat hjá. Þessi tillaga og úrslit henn- ar urðu til þess, að Strætis- vagnafjelagið taldi starísgrund Völl sinn of veikan. Gerði bað því samþykt um það 25. febr. að fara fram á 10 ára sjerleyfi eða bjóða bæjarfjelaginu vagn ana.að öðrum kosti til kaups. Tiikynti fjelagið bæjarstjórn þetta með brjefi, dags. 10. mars. Þegar bæjarráði barst þetta brjef hafði bæjarstjórn enn , ekki tekið ákvörðun Um um- sókn fjelagsins um þriggja ára sjerleyfi, enda hafði enginn bæj arstjórnarfundur verið haldinn frá því að fyrra brjefið barst þangað til hið síðara kom. Eftir móttöku síðara brjefs- ins varð að líta svo á, að þýð- ingarlaust væri að taka ákvörð | un um þriggja ára sjerleyfr, að | svo stöddu a. m. k. [ Bæjarráð reyndi fyrst að [ afla sjer frá hlutlausum aðila [ nánari gagna um rekstyr stræt f isvagnanna og fól síðan þeim ' Valgeiri Björnssynj hafnar- f stjóra og Erling Ellingsen [ verkfræðingi að meta eignir í Strætisvagnafjelagsins. Mati r þeirra var lokið 25. maí, og [ voru samkv. því 20 vagnar fje- ’ lagsins taldir 800.000,00 kr. j virði en húseign fjelagsins við | Hringbraut 770.000,00 kr. virði. Varahlutar til bifreiða og áhöld 1 eru ekki meðtalin í þessu mats verði. Er bæjarráð hafði enn íhug- að málið, samþykti það einum rómi á fundi sínum hinn 30. júní s. 1., að það vildi ekki mæla með kaupum á grundvelli mats ins og teldi heldur ekki fært að mæla með því, að fjelaginu yrði veitt 10 ára sjerleyfi. Var og eftir gildandi lögum augljóst að þýðingarlaust var fyrir bæj arstjórn að mæla með 10 ára sjerleyfi, því að óheimilt er að veita það nema til þriggja ára, en um meðmæli til lagabreyt- ingar var ekki að ræða á þessu stigi málsins. Er málið skyldi koma til fullnaðarafgreiðslu í bæjar- stjórn 6. júlí, fjekk borgarstjóri því frestað, þar sem hann hafði vitneskju um, að í ráði væri, að fjelagið mundi stöðva starfrækslu sína, ef úr hvor- ugu yrði, 10 ára sjerleyfi nje kaupum bæjarins, en of viður- hlutamikið virtiát, að svo nauð synlegur rekstur sem strætis- vagnaferðir yrði stöðvaður án þess að frekara yrði að gert. Bæjarrá’ð tók málið síðan til meðferðar að nýju og voru samningaumleitanir hafnar við stjórn Strætisvagnafjelagsins. Á meðan á þeim stóð sögðu all- ir eða flestir bíístjórar fjeíags- ins upp störfum sínum hjá fje- laginu frá 20. ágúst n. k. að telja, vegna þess að kaup þeirra var orðið mun lægra en annara meðlima bílstjórafje- lagsins Hreyfils, eftir samninga þess fjelags við vinnuveitendur á s. 1. vori. Mun þetta hafa orð ið tjl þess, að Strætisvagnafje- lagið tilkynti borgarstjóra með brjefi, dags. 2. ágúst s. 1., að það óskaði „eftir ákveðnu svari bæjarins um það hvort hann æskir að kaupa eignir fje lagsins, fyrir næstkomandi þriðjudag, 8. ágúst, þar sem fjelagið mun, að þeim tíma liðn um, gera ráðstafanir til sölu á 'eignum sínum11. Jafnframt var því lýst að eftir að fjelagið hafði gert sjer ljóst, að laga- breýtingu þyrfti til 10 ára sjer leyfis, teldi það þá lausn ekki fyrir hendi. Bæjarráð taldi sig samkv. þess um gögnum og öðrum, sem fyr ir hendi voru, hafa fengið vissu fyrir, að ef bæjarstjórn keypti ekki vagna fjelagsins, þá mundu ' Strætisvagnaferðir leggjast niður í bænum, um sinn a. m. k. Með því virtist bæjarráði stefnt í beinan voða, vegna víðáttu bæjaíins og þess hve strætisvagnaferðir eru nú orðinn ríkur þáttur í bæjarlíf- inu. Bæjarráð ákvað því að taka upp samninga um kaup á vögnum fjelagsins og nauðsynj um þeim tilheyraridi, en reyna að haga svo til að ekki þyrfti að kaupa húseign fjelagsins, sem fróðir menn telja mjög ó- hentuga til slíks reksturs. -- Eramhald á 8. síðu. — Innrásin í S.-frakidand Pramh. af 1. síðu. Skothríðin hefst. Þegar er herskipin bæði or- ustuskip, beitiskip, tundurspill ar og smærri herskip, voru kom in í skotmál við strandvirkin, hófu þau mikla skothríð, og svöruðu virkin í sömu mynt, en eftir um klukkustundar' skothríð rjeðist liðið á land. — Fór liðið á land í mörgum hóp- um og lenti flest af herflokk- unum í bardögum, en mót- spyrna yar minni en við var búist. •—• Meðan skothríð her- skipanna stóð yfir, ljetu sprengjuflugvjelar einnig rigna’ sprengjum yfir virki Þjóðverja á ströndinni. Innrásarstaðirnir. Bandamenn taka fram, að innrásin hafi verið gerð á mörgum stöðum milli Marsdill es og Nissa, en geta ekki um neina sjerstaka staði enn sem komið er. Milli nefndra borga er um 160 km. strandlengja og er flotahöínin Toulon um mið- bik strándlengju þessarar. — Þjóðverjar segja að aðalland- gangan hafi verið gerð nærri Cannes og St. Raphael (sjá kort). —• Ávarp Maitland-Wilson. Sir Henry Maitland-Wilson, yfirhershöfðingi bandamanna við Miðjarðarhaf gaf út ávarp til Frakka, þar sem hann segir, að nú berjist aftur franskur her á franskri grund.Hvatti hers- höfðinginn alla Frakka til þess að fara að leiðbeiningum banda manna um það, hvað þeir skyldu ganga, bera boð, sem þeir fengju til annarra, og forð ast að flýja úr á vegi lands- ins. Sagði hann að nákvæmar fyrirskipanir yrðu gefnar Frökkum um það, hvað þeir skyldu gera, bæði með flugrit- um og í útvarpi. Miklu af flug miðum var varpað yfir Frakk- land í dag. Hvaðan kom innrásar- herinn? Herlið það, sem flutt var til Suður-Frakklands í flúgvjel- um, mun hafa komið þangað frá Korsiku, en álitið er, þótt ekkert sje enn víst um það, að skipaliðið hafi komið frá Sard- iniu og Ítalíu. — Einn af fregn riturum bandamanna var með flutningaflugvjel, sem setti fall hlífalið niður bak við vígvirki Þjóðverja, hefir sagt frá því, sem fyrir augum bar á þessa leið: Sást varla lifandi vera. Við flugum inn ,yfir strend- urnar í glampandi sólskini morgunsins. Himininn var heiður. Hvergi nokkursstaðar sást þýsk flugvjel. Af jörðu var ekki skotið einu einasta skoti. Alt virtist dautt, nema hvað reykur sást úr bæjum og þorpum. Á vegunum sást ekki nokkur einasta hræða á ferli og vellirnir og akrarnir breidd ust svo langt sem augað eygði. — Brátt fór að bera mikið á alla vega litum fallhlífum á jörðinni, hermenn voru þá komnir til jarðar. .. .“. Bátakaupin í Svíþjóð: Tilboð berast í smíði bátanna og vjelanna í gær, 15. ágúst, barst blaðinu eflirfarandi frjett frá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu: í FRAMHALDI af tilkynningu ráðuneytisins frá 11. maí s. 1., um smíði fiskiskipa í Svíþjóð, vill ráðuneytið gefa almenningi eftirfarandi upplýsingar um þetta mál. Sendiráð íslands í Stokkhólmi hefir undanfarna mán- uði starfað að öflun fjölda tilboða frá sænskum skipa- smíðastöðvum í smíði tjeðra fiskiskipa svo og tilboða í aðalvjelar og hjálparvjelar. Fyrir nokkrum dögum hafa tilboð borist í þá 45 báta, sem nú er leyfi fyrir að bygðir verði. Fiskifjelag íslands hefir haft tilboð þessi til athug- unar og er það álit þess að tilboð Föreningen Sveriges mindre Varv i Cautaborg sje lang hagkvæmast í smíði bátanna, og hagkvæmasta vjelatilboðið sje frá A/B. Atlas Diesel í Stokkhólmi. -------------T----------- Verslunar j öínuðurinn: Óhagslæður um 4,9 milj. jan.-júlí , S-IÖ fyrstu mánuði þessa' árs hefir verðmæti innfluttr- ar vöru numið 137.4 mil.j. kr., en útfluttrar 132.5 mil.j. kr. Verslunarjöfnuðurinn er því óhagstæður urn 4.9 inilj. kr. Sjö fyrst'u mánuði fvrra jirs, nam verðmæti innfluttr- ar yöru 137.9 mjlj. kr., en út- .fluttrar 139.8 milj. kr. Versl- unarjöfnuður'inn var því hag- stæður um 1.9 milj. kr. Verðmæti innfluttrar vöru ,í júlímánuði nam 22.8 milj. ,kr., en útfluttrar 17.0 milj. kr. . Verslunarjöfnuðurinn í júlí hefir því orðið óhagstæð- ur um 6.8 milj. kr. Skráir son sinn fallinn Þessi maSur skrásetur nöfn fallinna Bandaríkjahermanna. Nýlega þurfti hann aS bæta nafni einkasonar síns á þenna langa lista. VERÐ SKIPA OG VJELA. Verð skipa og vjela verður ca. í sænskum kr, sem hjer segir: 50 rúml. bátar: Skipsskrokkur með tilheyr- andi kr. 145.000.00. Aðalvjel og hjálparvjelar kr. 67.000.00. 80 rúml. bátar: Skipsskrokkar með tilheyr- andi kr. 193.000.00, Aðalvjel og •hjálparvjel kr. 73.000.00. Við þessa kostnaðarliði bæt- ast ca. 5% til þess að slanda straum af eftirliti með smíði og annar óhjákvæmilegur kostn- aður. Framangreint skipasmíðasam band hefir skuldbundið sig til að afhenda alla bátana, 45 að tölu, innan 12 mánaða frá undir skrift samnings, en afgreiðslu- tími vjela verður alt að 19 mán- uðir. I þessu sambandi vill ráðu- neytið láta þcss gelið, að gérð- ar hafa verið ítarlegar tilraunir til þess að fá togara smíðaða í Englandi og Svíþjóð. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir 'ekki borið árangur^ en þeim verður haldið áfram. ' Með auglýsingu ráðuneytis- ins, dags. í dag, er þeim, sem áður hafa óskað eftir að fá þiskibáta keypta frá Svíþjóð, bent á að leita nánari upplýs- inga um bálakaupin hjá Fiski- fjelagi íslands. Iðnfjelögln vilja samráö um kaup og kjör STJÓRN Fulltrúaráðs verk lýðsfjelaganna í Reykjavík hjelt í síðastliðinni vikú tvo fundi með formönnum þeirra iðnfjélaga, sem í Fulltrúaráð- inu eru. Rædd voru kaup- og kjör og viðhorfið næstu mánuði. Á fundinum var alger einning um nauðsyn þess, að iðnfje- lögin hefðu samráð um kaup- og kjaramál meðlima sinna Handknattleiksmótið. Handknattleiksmót karla hjelt áfram í fyrrakvöld og kepptu fyrst Haukar og Valur. Vann valur þann leik með 11 mörkum gegn 8. — Síðan fór fram leikur milli Víkings og Ármanns og vann Víkingur leikinn með 9 mörkum gegn 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.