Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 16. ágúst 1944. M 01 GUNBLAPIÐ BARÁTTA NORSfiiJ LEIKARANIVIA Með næstum fjögurra ára þrautseigri mótspyrnu sinni, eru norsku leikararn- ir að gera áróðurstjórn nas- ista frávita af reiði. Enda þótt ógnunum, fangelsisvist, pyndingum og jafnvel morð um hafi verið beitt gegn þeim, þá hafa þeir breytt kjörorði leikhúsanna, og hljóðar það nú þannig, — Leikur nasista má ekki halda áfram. Fyrsta tilraun Þjóðverja til.þess að beita norsku leik- húsunum fyrir áróðursvopn Göbbels var kænleg. Hópur svonefndra gesta-leikara var sendur frá Berlín og Hamborg til þess að leika með norskum leikurum og skapa ,menningarleg tengsl' milli þjóðanna. Þessir þýsku leikarar voru algerlega hundsaðir í Noregi, og sneru brátt aftur til Þýskalands fullir gremju og undrunar. Nasistar og quislingar tóku þá að reyna mútur og lofuðu bæði fje og frægð þeim leikurum, sem vildu taka þátt í leiksýningum og útvarpsdagskrárliðum, er fluttir væru til lofgjörðar yfirkynstofninum. I Oslo veiddust í netið tveir ó- merkilegir quislingar. Jafn- . vel þeir snauðustu og met- orðagjörnustu neituðu að fórna föðurlandsást sinni fyrir frægð og f je. Þeim fáu, sem Ijetu undan freisting- unni, varð lífið brátt óbæri- legt„ og frami þeirra á leik- sviðinu átti sjer skamman aldur. Það var alltof mikil hætta á því. að einhver þungur hluti af leikhúsút- búnaðinum fjelli „óvart,' niður á höfuðið á þeim. Slík „óhjákvæmileg slys" hafa oftar en einu sinni átt sjer stað. Fyrstu hótanirnar. ÞÝSKI landsstjórinn, Ter- boven varð fokvondur yfir þessari þrjósku Norðmanna og gaf út opinbera skipun þess efnis, að allir norskir leikarar væru skyldir til að leika í áróðursleikritum. — Þung refsing var lögð við því að þrjóskast gegn þess- um fyrirmælum: Utilokun frá öllum leikhúsum lands- ins og svifting atvinnuleys- isstyrkja. En á leynilegum fundi samþyktu leikararnir einróma að hafa fyrirskip- unina að engu og hafna sem áður öllu samstarfi við nas- ista. í gagnráðstafanaskyni skip- uðu nasistar nú öllum leik- urum að hverfa til leikstarfa sinna og myndu þeir, sem þrjóskuðust, verða taldir skemdarverkamenn og refs- að samkvæmt því þ. e. a. s. drepnir. Enn stóðu leikar- arnir fast fyrir svo að segja sem einn maður. í maímánuði 1941 hugðust svo nasistar láta til skarar skríða og beygja leikarana til hlýðni. Opinberlega kröfð ust þeir þess, að átta þekt- ir leikarar og leikkonur tækju að sjer hlutverk í á- róðursleikritum. Allir neit- uðu. Þeir vora nú útilok- Eftir Albin E. Johnson Norsku leikararnir hafa háð harðvítuga og hetjulega baráttu gegn öllum tilraunum Þjóðverja og quislinga í þá átt að fá þá til þess að vinna að nazistaáróðri. Eftirfarandi grein gefur nokkra hugmynd um þrautseigju leikaranna og baráttu- kjark. Eftir þenna höfund hafa áður birst greinar hjer í blaðinu. Hefir hann starfað sem frjettaritari um margra ára skeið bæði í Evrópu og í Austur- löndum. Síðan árið 1942 hefir hann dvalið í Finn- landi og Svíþjóð og ritað greinar fyrir amerísk blöð og tímarit. aðir frá öllum leikhúsum, sviftir öllum launum og styrkjum og við þá sagt: — Farið og verið hungurmorða. En það fór ekki nákvæmlega þannig um leikarana. Lög- regla Quislings og Gestapo myndi gefa mikið til þess að fá vitneskju um það, hvaðan það ótakmarkaða fje kemur, sem stutt hefir í fjögur löng itr og heldur áfram að styrkja baráttu norska leik- arasambandsins gegn nasist- um. Samtök leikara í Bergen, Þrándheimi og Oslo stóðu að baki fjelögum sínum og gerðu allsherjarverkfall svo að loka varð öllum leikhús- um. Allir meðlimir leikara- fjelagsins í Oslo undirrituðu skuldbindingu um það, að styðja hvern annan þar til yfir lyki. Skjöl þessi eru geymd í skjalasafni leyni- starfseminnar og bíða þess, að nöfnin á þeim verði skráð á heiðurslistann í lok styrj- aldarinnar. Næsta skref nasistanna var það að handtaka alla umboðsmenn leikaranna í átta leikhúsum Oslóborgar, en umboðsmenn þessir eru milligöngumenn leikaranna og fofstjóranna. Engu að síð ur hjelt verkfallið áfram. Að lokum voru gislarnir látnir lausir, en í stað þeirra voru | nú handteknir þrír forstjór- ar þjóðleikhússins og þeim varpað í Grini-fangabúðirn- ar. í stað þessara manna voru settir quislingar undir forystu leikritahöfundarins Finn Halvorsen. Ekkert gat bugað þá. EINN forstjóranna. Sejer- sted Bödtker, sextugur að aldri og líkamlega veik- burða, er nú að verða þjóð- legt tákn mótspyrnunnar. Á hverju kvöldi sat hann á fleti sínu og þuldi eftir hinu ótæmandi minni sínu þætti úr leikritum Ibsen og ann- ara höfunda og tilvitnanir í fræg þjóðernisleg rit Norð- manna fyrir f jelögum sínum sem söfnuðust í kringum hann. Einn fanganna, sem komst undan, komst svo að orði: — Hann er tákn hins óbugandi anda Noregs. í Þrándheimi ljet quisl- ingurinn Rogstad taka leik- aramr H. Gleditsch af lífi ásamt með níu öðrum kunn- um borgurum. — Neyddu Gestapomenn hann til þess að grafa sína eigin gröf, skutu hann í hnakkann og hrintu nöktum líkama hans niður í gröfina. En hvorki vinir Gleditsch nje óvinir hans hafa gleymt honum. ¦— Síminn hjá Rogstad hringir næstum því á hverri nóttu. Þegar hann svarar, heyrir hann draugalega rödd, sem segir: — Þetta er Gleditsch sem talar. Gleditsch er dá- inn. en svipur hans er enn á ferli bak við leiksviðin í leikhúsum Noregs. í upphafi leiktímabilsins haustið 1942 lagði leikhús- málafulltrúi Quislings, Finn Halvorsen nýja samninga fyrir leikarana. Þegar leik- ararnir neituðu að undir- skrifa samningana með skír- skotun til þess, "að þeir vildu ekki eiga hlutdeild í neinum áróðri fyrir nasista, tók Halvorsen fram, að neit- un þeirra væri óþörf, því að ákveðið hefði verið að taka upp aðrar leiksýningar. Leik ararnir undirrituðu þá sarnn ingana, en tóku skýrt fram í forsendum fyrir undir- skrift sinni skilning sinn á loforði Halvorsen. — Ljet sjerhver leikaranna fylgja leiksamningi sínurn afrit af þessari yfirlýsingu. Þannig lauk varkfallinu með aug- ljósum sigri leikaranna. Leikhúsin hófu aftur starf semi sína í september með leikritum eftir Ibsen og aðra slíka höfunda. En friðurinn varð skammvinnur. Fyrir jólin tóku nasistar aftur að leggja að leikurunum að koma fram í útvarpi og áróð urskvikmyndum. ¦— AftUr mættu þeir einbeittri mót- spyrnu. Einn leikari var tældur inn í útvarpsstöðina undir því yfirskini, að hann ætti að koma fram í jóla- þætti eftir Hans C. Ander- sen. Þegar inn kom, rakst hann aðeins á nokkur leigu- þý Quislings og hjelt - hið skjótasta út aftur, *en ógn- anir og skammir quisling- anna fylgdu honum. Þegar nasistar ekki gátu fengið neina þekkta leikara, gripu þeir til þess bragðs að út- varpa plötum, sem leikar- arnir höfðu talað inn á fyrir stríð, án þess að láta pess getið við útsendingarnar. En þetta kænskubragð þeirra bar enoan árangur. Almenningur studdi leik- arana. ALMENNINGUR studdi leikarana af alhug. — Þegar Þjóðverjar efndu til leik- sýninga, sem þeim var sjer- staklega ant um að fólk sæi, seldust aðgöngumiðarnir upp á svipstundu. ¦— Þegar tjaldið var svo dregið upp, var leikhúsið mannlaust að undanteknum nokkrum Þjóðverjum og quislingum. Hinir föðurlandsunnandi leikhhúsgestir höfðu haldið kyrru fyrir heima. Gestapo- menn fóru um göturnar og leituðu uppi hermenn í leyfi' til þess að fylla sætin. Annað táknrænt dæmi hinnar kænlegu mótspyrnu var frumsýningin á leiknum ,Hamingjurík kosning'. Þeg ar aðalleikandinn, quisling- urinn Jens Holstad, var á leið til leikhússins, tók lög- reglan hann fastan fyrir ölv- un. Þrátt fyrir ofsafengin mótmæli sín og tilraunir til þess að útskýra, hver hann væri, „þektist" hann ekki fyrr en eftir miðnætti, og var hann þá orðinn alltof seinn í leikhúsið. Nasistinn Johan Hauge tók að sjer hlutverk Holstad í leiknum og reyndi að lesa upp úr leikritinu. ¦— Allt lenti í handaskolum. Leik- ararnir stöðvuðu vísvitandi leikinn hvað eftir annað ti,l þess að sýna Hauge hvernig hann ætti að sitja eða standa. Einn þátturinn var þrisvar sinnum leikinn. Leikkonurnar eru engu síður hugdjarfar en leikar- arnir. í leik nokkrum var óþverrapersóna nefnd Ad- olf. Yfirvöldin heimtuðu að nafninu yrði breytt, en leik- konan hjelt áfram að kalla manninn Adolf „ósjálfrátt af venju", þar til hún var flutt til bækistöðva Gesta- po til þess að glæða minni hennar. Táknrænt dæmi um bar- áttu norsku leikaranna er saga Jens Ording, sem nú er landflótta í Sviþjóð. Gestapo handtók hann og ákærði fyrir að úthluta f jár- styrkjum til fjelaga sinna, er gert höfðu verkfall. Var honum ógnað með pynding- um, ef hann ekki viðurkendi sök sína, en það reyndist ár- angurslaust. Hann hafði ver ið handtekinn þremur klukkustundum áður en leiksýning átti að hefjast, þar sem hann átti að leika aðalhlutverkið. Hann komst ekki til leikhússins, fyr en komið var fram yfir mið- nætti, en allir áhorfendurn- ir biðu enn eftir honum. — — Mjer hefir aldrei verið tekið eins vel, segir Ording, en það var ekki vegna léiks míns. í marsmánuði 1943 var Ording tekinn fastur í ann- að sinn. — Leikhússtjóra*: Quislings höfðu óvænt boð- ið leikurunum að segja upp samningum sínum, ef þeir væru óánægðir. Ording var einn þeirra, - sem skýrðu Berg-Jagger leikhússtjóra, frá löngun sinni til þess að yfirgefa leikstarfsemi sína. Á leiðinni heim frá leik- húsinu var Ording tekinn höndum af Gestao. — Var hann í annað sinn fluttur til aðalbækistöðva Gestapo og þess krafist, að hann hyrfi aftur til leikhússins og segði Berg-Jagger, að sjer hefði snúist hugur. — Ef þjer gerið ekki þetta, sækj- um við fallegu konuna yðar, sagði Gestapoforinginn við hann. Ording vissi hvað þeir áttu við. en kona hans, sem var fögur tvítug stúlka, var ófrísk. — Nær frávita af reiði sneri jeg aftur til leik- hússins og skýrði Berg-Jagg er frá því, að mjer hefði snú ist hugur, segir Ording. — Hann helti yfir mig þakkar- orðum og spurði mig, hvað hefði gerst, eins og hann hefði ekki hugmy-nd um neitt. Jeg sagði honum ekki, að jeg hefði sjeð hann með Gestapomönnum þá um morguninn, en mjer skildist nú efni þeirra viðræðna. „Síðasta ópið". EN hinn „iðrandi" Ording ljek nú kænskubragð sem enn er hlegið að í Noregi. Svikari að nafni Per Reider- son skrifaði leikrit, er hann nefndi „Ný dögun" og vann það verðlaunin í landssam- keppni Quislinga um áróð- ursleikrit. Ætlunin var að sýna leikrit þetta í þjóðleik- húsinu í Oslo í apríl 1943 og skjddi Ording leika aðalhlut verkið. Leikurinn var þann- ig uppbygður, að aðalleik- endurnir~ þurftu að vera á leiksviðinu sífelt í fjórum þáttum leikritsins og flytja lofgjörð um dásemdir ný- skipunar nasista, sem nú væri að færast yfir heiminn. Eftir fjölmargar æfingar var enn alt á ringulreið og Berg-Jagger og Reiderson voru orðnir taugaóstyrkir af kvíða um úrslitin."— Allt virtist vonlaust fyrir okkur, segir Ording. — Úrvalslið Quíslinga og Þjóðverja var samankomið í leikhúsinu og tjaldið átti að fara að drag- ast upp. En alt í einu braust út eldur bak við leiksviðið á dularfullan hátt. Allur leiktjaldaútbúnaður eyði- lagðist, og aðrar skemdir urðu svo miklar, að líkur eru til, að leikhúsið verði ó- nothæft til styrjaldarloka. Gestapo ásakaði mig fyrir brunann og sagði, að jeg hefði reykt bak við leiksvið- ið. Ording er ófús að skýra frá því, sem gerðist á eftir, en honum var skömmu síð- ar varpað í fangelsi fyrir að dreifa ólöglegum blöðum, að sögn Þjóðverja. Á meðan var leikendaliðið endurskipulagt, og Lars Nordrum^ náinn vinur Ord- ings, látinn taka við aðal- hlutverkinu. Kvöldið, sem önnur frumsýningin skyldi vera, var sama úrvalslið Quislinga og Þjóðverja sam- ankomið. En tjaldið var enn ekki dregið upp. Nordrum íTamti. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.