Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1944, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ •¦ i i - ¦¦ . ¦ i MiSvikudagur 16. ágúst 1944. 4 HF SJONARHOLI SVEITAMHHHS SJALDAN hef jeg sjeð um- komulausara blað heldur en rit það; sem Ófeigur nefnist og tvö hefti hafa verið send af út um sveitir landsins. Það er eins og feigðarmörkin skíni út úr hverri blaðsíðu. Tvær samkund ur Framsóknarmanna( sem haldnar hafa verið á þessu ári •— flokksþingið og aðalfundur S. í. S. .-— báru það með sjer hversu litlu fylgi ritstjórinn á að fagna innan flokks síns; svo þess er varla að vænta að upp- ]itið sje djarft. * HERMANN og EYSTEINN smöluðu nokkru af tryggu liði sínu á þingið og höfðu þar tals- vert fyrirferðarmiklar sveitir; sem Ijetu alldólgslega. Annars voru margir óráðnir hvorum fylgja skyldi uns bert varð hver ofan á yrði. En að góðra drengja sið, fylgdu þeir þeim sem betur mátti og hrundi þá Jónasar- fólkið niður eins og flugur í frosthörku. Minnir það einna mest á Suður-Ameríku lýðveld ið, sem sagði Þjóðverjum stríð á hendur nokkrum dögum áður en þeir gáfust upp í síðustu heimsstyrjöld. Má J. J. nú sjá( að marga snáka hefir hann alið við brjóst sjer, og ilt er að treysta málaliði. Var öll von til þess að svo færi^ því fylgið var illa fengið. Málaliði er allt af valt að treysta þegar í nauð- ir rekur. • EFTIR öllum líkum að dæma virðist það nú orðin sannfær- ing J. J., að Framsóknarflokk- urinn eigi að vera miðflokkur og vinna til beggja handa — hægri og vinstri. En hann áttar sig ekki á því, að sjálfur hefir hann farið með flokk þenna eins og hest, sem taminn hefir verið við eiriteyming — aðeins vinslri taminn; þess vegna rat- ar flokkur aldrei nema út á vinstri hlið. Ef hann á að ganga beint áfram, fer hann að ausa og prjóna. Það hefir hann nú gert svo rækilega að hann hefir sett formanninn af sjer. Hann liggur nú lemstraður og rugl- aður við veginn, meðan flokks- truntan anar áfram út í díkið, eftir því, sem J. J. ségir sjálfur frá. * ÞAÐ mætti líka líkja Fram- sóknarflokknum við aðra skepnu heldur illa taminn hest. í ferðabók Eggerts og Bjarna er sagt frá því, að þeir þorskar, sem halda sig þar sem hafís er á reki( vilji alltaf vera í nánd við ísjakana. Snúi þeir þá alltaf sömu hliðinni að ísnum og verði af því blindir á öðru aug- anu. Þannig hefir Framsóknar- flokkurinn hagað sjer gagnvart ;,vinstri" flokkunum og þess- vegna orðið jafn einsýnn og raun ber vitni. Enda þótt all- miklar væringar sjeu með Tím- anum og Þjóðviljanum á yfir- borðinu er ekki líklegt að sú misklíð standi djúpt. — Það sýndu t. d. kosningarnar á að- alfundi S. í. S. Það þarf enginn að halda að kommúnistar hefðu kosið Eystein í sambandsstjórn, hefðu þeir trúað, að hann væri með );stríðsyfirlýsingunni" í hjarta sínu * TIMINN er að reyna að af- <><>0<><><><X><><><><>0<><>< Efti r Gain <XXXXXXX>000<>0<>0< sanna- ást komma á Eysteini með því að segja að hann hafi fengið 52 atkvæði af 13 og hafi því hin fáu kommúnistaatkvæði ekki skift máli. Hann hefði komist að, þó þeir hefðu ekki kosið hann. En af hverju kusu þeir hann? Af því að þeir vildu hann öðrum fremur í sambands stjórn eða þá að þeir hafa haft kosningabandalag við Her- mannsdeild Framsóknar til að fella Jón ívarsson og koma E. J. að. Mun þá seinna koma í ljós hvað þeir eiga að fá í staðinn. Máske ætla þeir að byrja á því að mynda ,;róttæka umbóta- stjórn" í Sambandinu, áður en þeir skríða saman í ríkisstjórn- inni , • ANNARS er það vitað mál, að það sem Framsóknarflokk- urinn stefnir að og þráir heit- ast, er að komast aftur í flat- sængina með kratabroddunum, svo að hjer megi aftur upp renna ,sælutími" ,stjórnar hinna vinnandi stjetta", til þess að foringjaklíkur þessara tveggja flokka fái aftur notið forrjettinda sinna vaðið í bitl- ingum og bruðlað með ríkisfje eins og sína eigin flokkssjóði. Sem betur fer, kemur skipan Alþingis eins og hún er nú, í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. En Alþingi verður að rækja þá fyrstu og æðstu skyldu að mynda starfhæfa ríkisstjórn, eða koma sjer saman um stuðn- ing við þá stjórn; sem nú situr. Þjóðin getur ekki til langframa unað núverandi ástandi. Það hlýtur að reka að því, að henni finnist þingið vera óþörf stofn- un í landinu, þar sem fulltrú- ar hennar þar geta aldrei orðið sammála um lausn neinna vandamála. Krafa þjóðarinnar nú er sú; að þeir tveir flokkar; ) sem mynda meirihluta Alþingis í stað stjórnarflokkanna áður; hafi forustu um stjórnmynd- un enda þótt ekki sje óeðlilegt að hinir fái líka að vera með til að bæta fyrir sínar mörgu gömlu syndir. Takist slíkt ekki, verður þjóðin að fá kost á að kveða upp dóm sinn yfir Al- þingi og aðgerðum þess — eða öllu heldur aðgerðaleysi — hið allra fyrsta. • SÍÐAN Spegillinn fann hið ágæta orð ,;ástand"; er ekki annað orð notað um setuliðið og það sem því við kemur, sbr. ástandsmeyjar, ástandsbörn o. s. frv. Tiltölulega hljótt hefir verið um ástandið síðan það var mest á dagskrá í Reykjavík fyr ir fáum árum þar til það er nú aftur til umræðu í sambandi við framferði þess á þeim forn- helga stað — Þingvöllum. Hafa menn lesið greinar Reykjavík- urblaðanna um þetta mál með undrun og fyrirlitningu á fram ferðinu. Blöðin kalla á lögregl- una til að afmá forsmánina af hinum helga stað, til að halda uppi reglu og friði fyrir þá, sem eru að njóta frídaganna sinna í yl sumarblíðunnar og sakleysi náttúrunnar. Mig skal ekki undra, þó að lögreglunni gengi siíkt erfiðlega, enda þótt sú ís- lenska og ameríska legðust á eitt og sameinuðu krafta sína. Hægra er að passa hundrað flær á hörðu skinni en píkur tvær á palli inni. Hvernig ætti þá aumingja lög- reglan að hafa heimil á nokk- urum tugum ástandsmeyja í sjálfu Þingvallahrauni. NEI það er ekki nokkur von. En jeg þekki annað langtum betra ráð en lögregluvörð, hversu öflugur sem hann er. — Og það er að friða Þingvelli algerlega fyrir öllu ástandi. Þá hverfa ástandsmeyjarnar það- an sjálfkrafa. Það er ómögulegt að herstjórnin tæki það illa upp þó sú ósk væri látin í ljós við hana; að við vildum gjarna vera án fjelagsskapar hinna er- lendu gesta á þessum fagra og fornhelga stað þegar veðurblíð- an og sumarfríin leyfa höfuð- staðarbúum að njóta hans. Níræðisafmæli Sjómannablaðið Víkingur, 8. tölublað þessa árgangs, er ný- komið út, að venju fjölbreytt að efni og vandað að frágangi. Efni blaðsins er m. a.: Sjálfstæði í orði. Sjálfstæði á borði, eftir Ás- geir Sigurðsson skipstjóra. Skipasmíðar eftir Guðbjörn Þor björnsson. Ósigur, þýdd grein um George Washington de Long. Man nú enginn Grænland? eftir Henry Hálf dánarson. Blikuðu segl, er byrinn þandi, kvæði eft ir Sigurð Ingimundarson. Heim- koman, smásaga eftir Guy de Maupassant. Botnvörpuskip framtíðarinnar og Svíþjóðarbát- arnir eftir ritstjórann, Halldór Jónsson. Á leið til sjávar 1892, eftir Þorfinn Steinsson. Grein um Jafet Sigurðsson skipstjóra sjötugan. Á frívaktinni og fjöldi annarra greina. HIÐ NYJA hanðarkrika GREAM DEODORANT stöðvar svitann örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Notasi undir eins eftir rakstur. 3. Stöðvar þegar svita. nœstu 1—3 daga. Evðir svitalvkt heldur handarkrikunum burrum. 4.Hreint. hvilt. fitulaust. o- mensað snyrti-krem. ð.Arríd hefir fengið vottorfc albióðledrar bvottarann- sóknarstofu fyrir bví. að -vera skaðlaust fatnaði. A r r i á er svita stöðvunarmeðal •' ið. sém selst mes • reynið dós í da MRID Faast í öllum betri búoum I DAG, 16. ágúst á ekkjan Sesselja Jónsdóttir, níræðisaf- mæli. Þrátt fyrir þennan háa aldur, er kona þessi mjög ern; er furðanlega hröð í sniining- um, prjónar og spinnur og les gleraugnalaust í dagblöðum, því að hún fylgist vel með því sem gjörist, utanlánds og innan. Ýmislegt starfar hún enn og sjaldan fellur henni verk úr hendi. Virðist hún enn búa yfir talsverðu þreki, bæði andlegu og líkamlegu. Þessi háaldraða kona á sjer sína sögu, sem aðrir. Hún var fædd 16. ágúst, sem fyr segir, árið 1854 að í'erstiklu á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson bóndi og meðhjálp ari og kona hans Helga Gísla- dóttir. Ólst hún þar upp. Ung giftist hím Jóni Þorosteins- syni, bóndasyni frá Kambs- hóli og reistu.þau bú að Kala- stöðum á Hvalfjarðarströnd, árið 1880. Var jörð sú þá í niðurníðslu, en brátt kom í ]jós, að hin ungu hjón voru samvalin dugnaðar- og bú- sýsluhjón. Jörðin var húsuð að nýju, bæði bæjar- og úti- hús og jafnhliða var árlega ,unnið að jarðabótum. Þeim hjónum varð 11 barna auðið, þar af dóu 3 á unga aldri en 8 náðu fullorðinsaldri, Eins óg gefur að skilja, unnu þessi hjón mikið þrek- virki, þrátt fyrir mikla ómegð og harðindaárin eftir 1880, að framfleyta heimil i sínu, en hvoorugt þeirra lá á liði sínu, að vinna að heill heimilisins, og er hin efnilegu börn þeirra komust upp, blómgaðist hagur heimilisins. Árið 1907 reis þar upp vandað timburhús, sem enn stendur óhaggað, geymslu hús iir timbri, járnvarið, sömu leiðis hlöður og önnur fjen- aðarhús. Þau festu kaup á jörðinni, girtu, sljettuðu og færðu lit túnið, og munu Kala- staðir lengi bera menjar þess- ara dugnaðarhjóna.. Það som einkum einkendi heimilið var hín mikla reglu- semi, stjórnsemi og þrifnaður sem þar var, bæði utan bæ.jar og innan, svo að af bar, hver hlutur á sínum stað, og alt sópað og prýtt kringum bœ- inn og hvar sem komið var. En þó þessum hjónum þann ig tækist að komast yfir örð- ugasta hjallann í efnalegutil- ]iti, fóru þau ekki varhluta a,f sorgum og mótlæti lífsins. Sonur þeirra Þorsteinn, hinn efniiegasti piLtur, og góðum gáfum gæddur, sem miklar vonir vooru við bundnar, drukknaði í Hvalfirði, aðeins 24 ára að aldri. Var hann ekki aðeins harmdauði for- eklrum og systkinum, heldur og öllum, er til þekktu ]>ví að hann var miklum maiin. kostum. biiinnog hinn líkleg- asti til góðra framkvæmda. IT.jer um bil 30 árum síðar urðu hjónin enn á ný á bak að sjá mjög gjörfulegum og efni- ]egum syni, tíísla að nafni, sem var fyi'irvinna foreldra sinna og ellistoð. Að lokum misti Sesselja mahri sinn eftir langa vanheilsu og rúmlega 40 ára hjúskap og biiskap. —< Fluttist hún tveim árum síðar til Rvíkur til sonar síns Ás- mundar trjesmiðs á Sólvalla- götu 56, þar sem hún síðan hefir lengst dvalið og notið aðstoðar hans, svo sem best verður á kosið. Hún unir ]>ar vel hag sínum, þakklát börn- um sínum, sem öll láta sjer ant um hana en þakkkitust skaparanum, sem veitt hefir henni þrek í raunum og góða heilsu. Börn hennar, sem á lífi eru, eru þessi: Sigríður, gift Sigurði Ein- arssyni bónda í Seljatungu í Flóa. Snæbjörn, bóksali í Rvík. Þuríður, ekkja í Rvík. Ásmundur, trjesmiður, sem áður er nefndur. Vilborg, ekkja, ráðskona í Reykjahlíð í Mosfellssveit. Brynjólfur, bókbindari, Dan mörku. Þessir eru þá helstu drætt- ir í lífssögu frú Sesselju. Hún lítur með rósemi yfir liðna tíð, bæði hið blíða og stríða, og horfir vonglöð til hins ó- komna. Allir vinir hennar óska henni allra heilla og bless unar á áfanganum sem eftir er, og að henni megi hlootn- ast að halda þreki og kröft- um, prúðmennsku sinni og glaðri lund til leiðarloka . Að líkindum verður hin aldna heiðurkona stödd á heimili Snæbj. bóksala, Holts- götu 7, og konu hans, hinnar ágætu tengdadóttur sinnar, frú Láru Árnadóttur, sem.einn jg á fimmtugs afmæli þennan sama dag. Drottinn blessi þeim báð- um daginn og alla ókomna æfidaga þeirra. E. Th. Ungmennadeild Slysavarnaf jel í Reykjavík, stofnar til skemti- ferðar um næstu helgi í Kaldár- sel. Meðlijiir deildarinnar, sem ætla með, eru beðnir að tilkynna þátttöku sína sem fyrst, í síma 4897. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskLftanna. Sími 1710. betra en nokkuð annað, bæði biessandi og ljúffengt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.