Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1944, Blaðsíða 2
o MORGUNBLAÐIÐ Þriöjudagur 22. ágúst 1941- Verkfall hafið í olíustöðvum SAMNINGAR DAGSBRÚNAR viö Olíufjelögin gengu lir gildi í dag. Samníngaumléitanir hafa farið fram undanfarið fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins, en í gærkvöldi slitnaði npp xir samningaumleitunum og hófst því í morgun verkfall í eftirtöldum olíustöðvum: Olíuverslun Islands h.f., h.f. Shell á íslandi og Ilins ísl. steinolíufjelags. Skólakerfið samræmt: Milliþinganefnd í skólamálum semur drög ú frumvörpum Kröfur Dagsbrúnar voru þær, að grunnkaup verka- manna yrði hækkað um kr. 2f> á mánuði, en krónur 40 hjá bifreiðarstjórum, auk )>ess |>au hlunnindi, er verkamenn hafa haft utan samnjnga. Atvinnurekendur hafa ekki 'ídljað fallast á neina grunn- kaupshækkun, nje aðrar breyt jngár á eldri samningi, sem máli skipta. Hinsvegar hefir H.f. Nafta gert samning og’ gengið að kröfum Dagsbríinar og kemur því ekki til vinnu- stöðvunar þar. Stnásala á'bensíni mun þó halda áfram meðan birgðir endast á tönkum bensínaf- greiðslanna. Greinargerð Vinnu- veitendafjelagsins ÚT AF verkfalli því, er nú er hafið hjá olíustöðvunum hefir Vinnuveitendafjelag Is- lands skýrt blaðinu frá því, sem nú skal greina: 1. liður. Fyrir mánuði síðan framlengdi Dagsbrún samning sinn við Vinnuveitendafjelag- ið, um hið almenna tímakaup verkamanna, um 6 mánuði, mejð því að segja honum ekki upp. 2. liður. Um miðjan s.l. mán- uð samdi Dagsbrún við Vinnu veitendafjelagið um framleng- ingu á samningi mánaðarkaups manna hjá heildsölum og Lýs- issamlaginu, án grunnkaups- hækkunar á mánaðarkaupinu.' 3. liður. Nú krefst Dagsbrún, að því er snertir mánaðarkaups menn hjá olíufjelögunum: a) Grunnkaupshækkun á mánaðarkaupi, um alt að 9%, og hafa þó mánaðarkaupsmenn hjá olíufjelögunum miklu meiri yfirvinnu en mánaðar- kaupsmenn hjá heildsölum, sem Dagsbrún, eins og fyr seg- ir, hefir framlengt samning fyrir án grunnkaupshækkunar á, mápaðarkaupi þeirra. b) Að margvísleg hlunnindi, sem olíufjelögin hafa hingað til látið ýmsum starfsmönnum í tje af frjálsum vilja og án þess að um væri samið, t. d. framlög til eftirlaunatrygg- inga, bílaakstur, lán á bílum, veikindakaup, jafnvel stundum svo mánuðum skifti o. s. frv., verði nú bundin með óákveðn- um ákvæðum í nýjum samn- ngi, um að allir mánaðarkaups menn fái framvegis öll élík hlunnindi óskert. c) Að bílstjórar hjá olíufje- lögunum fái nokkuð hærra manaðarkaup en bilstjórar hjá heildsölum fá, samkv. ofan- greindum samningi Dagsbrún- ar og Vinnuveitendafjelagsins •í s.l. mánuði, þó yfirvínna hjá olíufjelögunum sje mikið meiri :en hjá heildsölum, eins og fyr segir, og hjá þeim sje ekki um að ræða hin mikilsverðu hlunn indi, sem olíufjelögin hafa lát- ið mánaðarkaupsmönnum sín- um í tje. Vinnuveitendafjelag Islands sá sjer því eigi fært að ganga að kröfum Dagsbrúnar. Börnin koma heim úr sumardvölinni S UM ARDVAL ARNEFND hefir nú ákveðið heimflutn- ingsdaga fyrir þau börn, er dvalið hafa á barnaheimilum nefndarinnar í sumar. Að öllu forfallalausu koma þörnin í bæinn eins og hjer segir: 1. sept. Börnin frá Reyk- hoíti, Borgarf. 3. sept. Börnin frá Staðarfelli, Dalasýslu. 4. sept. Börnin frá Menta- skólaselinu. 4. sept. Börnin frá Löngu- mýri, Skagafirði. ,5. se]>t. Börnin frá Brautar- , holti, Skeiðum. 0. sept. Börnin frá Sælings- dalslaug, Dalasýslu. 7. sept. Börnin frá Silunga- polli. Bifreiðarnar, sem flytja börnin og farangur þeirra, nema staðar við Iðnskólann. Nauðsynlegt er að aðstand- endur barnanna taki þar á móti börnum sínum og far- angri þeirrá, sem mun koma samtímis þeim. Nefndin hefir ekkert hús- næði til þess að geyma þann, farangur, sem skilinn verðixr eftir, og tekur því enga á- byrgð á honum. Skrifstofan mun reyna að gefa upplýsingar um komu- tíma bifreiðanna í bæinn. eft-* ir því sem hægt verður, að hafa samband A Íð þá, komu- daginn. Sími skrifstofunnar er 2648. Nefndin óskar þess, að þeir aðstandendur, sem enn hafa eklci sótt, stofna af skömtun- arseðlum barna sinna, vitji þeirra sem fyrst til skrifstof- unnar, í Kirkjustræti 10, op- ið kl. 2—6 e. h. Þar sem dvalartími barn- anna er rnx fullráðinn, er þess A’insamlega óskað, að aðstand- endur hafi lokið greiðslu á umsömdum dA’alarkostnaði harna sinna, þegar þau koma hekn. Árásir á flugvelli. Róm í gærkveldi: — Flug- vjelar bandamanna frá Italíu hafa aðallega unnið að því í dag að ráðast á flugvelli Þjóð- verja í Júgóslavíu og varð þeim þar mikið 4gengt. Sumar flugvjelanna fóru til árása á samgöngukerfi í Suður-Frakk- landi, til þess að hindra Þjóð- verja í liðflutningum þar. Kappreiðar Fáks KAPPREIÐAR Heslamanna- fjelagsins Fákur fóru fram s.l. sunnudag 20. ágúst á skeiðvell- inum við Elliðaár. Reyndir voru hestar á skeiði, hlaupabraut 250 metra, stökki, hlaupabraut 200 m og einnig á hlaupabraut 350 m og loks var svo úrslitasprettur á skeiði og stökki. Skeiðhestar Fimm hestar voru reyndir og hlupu þeir allir upp nema Rand ver, Jóns. Jónssenar í Varma- dal, rann hann skeiðið á 26.2 sek. Stökkhestar — hlaupabraut 300 metrar Reyndir voru "sex hestar og varð Ör úr Dalasýslu eig- andi h.f. Sprettur fyrst, rann hún skeiðið á 23.2 sek., eða einni sekúndu við mettíma. Ör er 9 vetra. —■ Annar varð Þröstur, Sigurðar Hallbjöriis- sonar Rvík, rann hann skeiðið á 24.4 sek. og þriðji varð Sindri, Jóhanns Guðmundssonar Rvík, rann hann skeiðið á 25.6 sek. Stökkhestar — 350 metra hlaupabraut. Reyndir voru sex hestar. Var þeirra fyrstur Hörður, Finn- boga Einarssonar á Melum, rann hann skeiðið á 27.2 sek. — Annar varð Kolbakur Rósmund ar Eyjólfssonar, Gufunesi, rann hann skeiðið á 27.7 sek. og 3. Ljettir, einnig á 27.7 sek. Ljetl- ir er eign Þorgeirs Jónssonar, Gufnesi. Á úrslitaspretli skeiðhesta bar sigur úr býtum Randver, rann hann skeiðið á belri tíma en fyrst, eða 25.8 sek. Á úrslitaspretli slökkhesta, hlaupabraut 300 m varð Ör enn á ný fyrst, hljóp hún vega- lengdina á sama tíma, 23.2 sek. Þeir Þröstur og Sindri bættu einnig tíma sinn. Tími Þrastar varð 24.3, en Sindra 24.9 sek. Á úrslitasprelti síökkhesta 350 metra hlaupabraut, komu fimm heslar til greina. — Þar sigraði Hörður einnig, bætti hann tíma sinn nokkuð,’ rann hann skeiðið á 26.7 sek. Ann- ar varð Ljettir á 27.0, bætti einnig sinn tíma og þriðji Kol- bakur á sama tíma 27.0 sek. Óvenju fátt fólk var á skeið- vellinum þennan dag, og mun verður hafa átt sinn þált í því. Vestur- vígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. borgir er nú háttað. — Sumar fregnir herma, að franskar her- sveitir sitji nú um borgir þessar í slað Bandaríkjamanna, og þá segir önnur, óstaðfest fregn, að von Auloch ofursti, sem lengst varðist í St. Malo, hafi komist með nokkuð af liðsmönnum sín um út í ey eina litla fyrir landi og verjist þeir þar nú. ( Þriðja flókks mótið. í gær- kvöldi fóru fram tveir leikir. Valur vann Víking 3—0 og Fram vann K. R. 2—0. Úrslitaleikirnir fara fram annað kvöld, keppa þá K. R. og Víkingur og Fram og Valur til úrslita. — Þá keppa einnig Valur og K. R. í landsmóti Milliþinganefnd í skólamálum er nýkomin aftur til bæjarins frá Laugarvatni, þar sem hún hefir starfað undanfarnar sex vikur. Gat hún fengið þar hús- næði út af fyrir sig og trygt sjer ágæt starfsskilyrði og full- an vinnufrið. Nefndin hjelt sameiginlega fundi flest dagana. en skifti að öðru leyti með sjer störfum. Var það mikið verk, að fara yfir öll þau svör, er nefndinni höfðu borist. Að vísu voru þau færri en hún hefði kosið, en skifta þó mörgum hundruðum. Og enn eru svör að koma. Nefndin hefir þegar samið Mrög að nokkurum frumvörp- um til laga, og eru þessi hin helstu: I. Um skólaskyldu og fræðslu skyldu. II. Um fræðslu barna. III. Um gagnfræðanám. IV. Um mentaskóla. Mun nefndin væntanlega ganga til fulls frá þessum frum vörpum nú í haust. Enn er of snemmt að rekja tillögur nefndarinnar, en þess má geta, að hún hefir í ýmsu stuðst við fræðslulöggjöf Breta frá þessu sumri. Höfuðverkefni, sem nefnd- inni var falið, var að samræma skólakerfi íslands og gjöra það hagfeldara. Hyggst nefndin að leggja það til, að skólar þeir, sem kostaðir eru eða styrktir af almannafje, myndi samfelt skólakerfi, er skiftist í þessi 4 sti^: 1. barnafræðslustig, 2. gagnfræðastig, 3. mentaskóla- og sjerskólastig, 4. háskólastig. Fræðsluskyld eru börn og ung- lingar á aldrinum frá 7—15 ára. Barnafræðslunni er ætlað að ljúka fyr en nú er, eða á því almanaksári, er barnið verður 13 ára. Fræðsluskylda barna hefjist á sama aldri og verið hefir. Gagnfræðanám á að taka við að loknu fullnaðarprófi barna^ en skólar gagnfræðastigsins grefnist í tvennskonar deildir, bóknámsdeild og verknáms eft ir 'því, á hvort námið sje lögð meiri áhersla. Tvö fyrstu árin á nám þetta að vera skyldunám unglinga á aldrinum 13-15 ára. Þriggja ára gagnfræðanámi í bóknámsdeild ljúki með lands- prófi, er veiti rjett til inngöngu í mentaskóla og' ýmsa sjer- skóla. Enn er gert ráð fyrir gagnfræðanámi hið fjórða ár. Aðalbreytingin á mentaskól- unum á að verða sú, að þeir verði samfeldir fjögurra ára skólar og gagnfræðanámið greint frá þeim. Aðstöðumunur til inngöngu í þá á að verða minni en verið verið undanfar- ið, en þó í engu slakað á náms- kröfunum við þá. Nefndin þakkar mörg ágæt svör og tillögur og biður þá, sem enn eiga ósvarað spurning- um hennar, að láta það ekki dragast að senda svör. Sigurður Guðmundsson skóla meistari, kom frá Akureyri til þess að sitja nokkra fundi með nefndinni og bar fram ýmsar merkar tillögur. Nefndin heldur áfram dag- legu starfi hjer í Reykjavík að svo miklu leyti sem því verður við komið. Útiskemtun í Kjós U.M.F. Drengur í I\jós, gekst fyrir útisamkomu þ. a. 20. þ. m, í svonefndum Kvísl- um A’ið Laxárhrú. Gestur Andrjesson hrepp- .stjóri á Hálsi setti samkom- una með ræðu.. Þar á eftir sýndi leikfimisflokkur lir L R. leikfimi undir stjórn, Davíðs Sigurðssonar. Þótti leikfimin takast mjög vel, og aðstæður síður en svo góðár, því sleipt var á pallinum, sem leikfimin fór fram á. Eigi að síður voru margar æfingar mjög Arel gerðar og á flokk- urinn og stjórnandi hansi þakkir skyldar fyrir komuna. Síðan var stiginn dans, og skemti fólk sjer hið besta. „Útvarp M" heyrS ist á Húsavík Húsavík í gær. — Ffá frjettaritara vorum. HINN þjóðþekkti gamanleik- ari Alfreð Ándrjesson, hefir leyft'Húsvíkingum að hlusta á hina þróttmiklu útvarpsstöð síha „Útvarp A. A.“ Við útsend- ingu aðstoðuðu Jón Aðils og Sigfús Halldórsson. Skemtu þeir fjelagar hinum fjölmörgu áheyrendum með ágætum. J a rða rf a r ir Við tökum að okkur að skreyta kistur við jarðarfarir yður að kostnaðarlausu, gegn því að blómin sjeu keypt hjá okkur. iKransar — Rósir — Nellikur í miklu úrvali. — Hringið í síma 2567. Við sendum. |Nýja Blómabúðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.