Morgunblaðið - 30.08.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 30.08.1944, Síða 6
6 M0R6UNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. ágúst 1944. |Hot0mtUðUk Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík í’ramkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjáld: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leibók. Spádómarnir rætast 0 UMMÆLIN, sem forseti íslands viðhafði í garð Banda ríkjanna, er hann ræddi við ameríska blaðamenn, voru áreiðanlega töluð í umboði allra íslendinga. Bandaríkin urðu ekki aðeins fyrst til „að viðurkenna hið endurreista lýðveldi íslands með því að senda sjerstakan ambassa- dor til að vera við stofnun lýðveldisins" eins og forset- inn rjettilega sagði, heldur voru Bandaríkin eina ríkið.í veröldinni, sem viðurkendi fyrirfram rjettmæti lýðveld- isstofnunarinnar. Yfirlýsingin , sem stjórn Bandaríkj- anna sendi íslensku ríkisstjórninni varðandi þetta atriði haustið 1942, hafði ómetanlega þýðingu fyrir lokaúrslit sjálfstæðisbaráttunnar. Munu íslendingar aldrei gleyma þessari vinsemd stjórnar Bandaríkjanna. ★ Utanríkisráðherrann hefir í viðtali sínu við ameríska blaðamenn vitnað til herverndarsamningsins frá 1941, enda lá það beinast við. Sá samningur er ótvíræður og rjettur vor íslendinga trygður þar eins vel og frekast er unt. — En tvent er þó athyglisvert í sambandi við viðraeður utanríkisráðherrans við ameríska blaðamenn. Annað er, að sjálfur tekur utanríkisráðherrann fram, að oss íslend ingum „þykir leitt þegar það er gefið í skyn í blöðum, að Bandaríkin eigi að eignast hernaðarbækistöðvar á íslandi að stríðinu loknu“. Hitt er, að þrátt fyrir skýra yfirlýs- ingu ráðherrans um, að íslendingar vilji eiga landið sitt einir, spyrja amerísku blaðamennirnir ráðherrann, hvort utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi ekki átt viðræður við hann um bækistöðvar á íslandi að stríðinu loknu. M. ö. o. utanríkisráðherra íslands tekur undir þau orð Morg unblaðsins, að íslendingar kunni illa margendurteknum són í Bandaríkjunum um, að þeir vilji eignast bækistöðv ar á íslandi að stríðinu loknu. Og jafnframt, að amerísku blaðamennirnir telja alveg sjálfsagt, að úr því utanríkis ráðherra Islands sje með í förinni vestur, þá hljóti að vera rætt um gagnkvæm hagsmunamál þjóðanna. En það var einmitt þetta tvent, sem Mbl. benti á strax í öndverðu. ★ Morgunblaðið lætur sig engu skipta, þótt það sæti á- mælum og árásum frá ýmsum blöðum hjer fyrir það, að hafa hvatt til varfærni og festu á erlendum vettvangi. — Stóryrðum þessara blaða hefir nú verið svarað, ýmist af utanríkisráðherra V. Þór, eða hinum amerísku blaða mönnum. Eftir er þá aðeins að benda þessum blöðum á, að það er vonlaust verk að ætla að telja þjóðinni trú um, að verið sje að fjandskapast við Bandaríkin þótt bent sje á að utanríkisráðherra íslands bjóði sjálfum sjer til Bandaríkjanna og að þetta sjálfsboð ráðherrans hlyti að leiða til þess, að alment yrði litið svo á, sem ver- ið væri að stofna til pólitískra viðræðna. Jafn vonlaust er, að reyna að afsaka þetta með því að staðhæfa. að það sje „hefðbundin alþjóðavenja, að þjóð- höfðingi fari ekki úr landi nema með fylgd einhvers ráð- herra“, eins og Tíminn gerir. Hit-t mun sanni nær, að „hefðbundin venja“ sje, að ráðherra sje með í förinni, ef hún er pólitísk. annars ekki. ★ Ut af staðlausum ummælum stjórnarblaðanna um ill- girni Mbl. í garð ríkisstjórnarinnar, nægir að benda á, að Mbl. hefir eftir fremsta megni hlífst við að gera ávirð- ingar stjórnarinnar að umræðuefni. Geta unnendur stjórnarinnar óskað nokkurs frekar? En hitt er jafn athyglisvert, að þegar Mbl. telur að varhugavert geti verið að V. Þór stofni til pólitískra við- ræðna á erl. vettvangi á sitt eindæmi, þá skuli stjó'rnar- blöðin ekki með qimpnrði hreyfa því. að ekkert sje að ótt ast, því ráðlierrann kunni fótum sínum forráð. Nei. Vörn in er sú, óg sú ein, að það sje svívirða að ætla vínum vor- um í Banaaríkjunum, að vera að leggja ,.gildrur“ fyrir ráðherrann! Ný bók: Jón íslendingur og fleiri sögur. Eftir Árna Ólafsson., Prentsm. Edda 1944. ÁRNI ÓLAFSSSON, sem' áður hefir meðal annars sent frá sjer smásögusafnið Ást við fyrstu sýn og fleiri sög- ur, hefir nú aftur gefið út smásögusafn, er ber nafn það, sem að ofan greinir. Er meg- inhluti hókarinnar frásögn um Jón Islending, þar sem höf- undur leytast við að gera ís- lensku þjóðina að. s.jerstakri persónu og segir svo frá því, sem á daga hennar drífur gegnum aldirnar. T Iugmynd- -in er góð, en hjer er og all- mikið færst í fang, enda ár- angurinn nokkuð misjafn, sjerstaklega vegna þess að höfundur temur sjer nokkuð klúsaðan stíl, en sumir kafl- arnir eru mjög sæmilegir og þá ekki síst kaflinn um eld- gosinn, sem er ágætur, það besta í bókinni. Smásögurnar, sem eru í bókinni auk þáttarins um Jón íslending eru upp og ofan, eins og gengur, en hugmynd fyrstu sögunnar, Afbrýðissemi við dauðans dyr æði djörf og frumleg. Útfærslan hefði þó mátt vera einfaldari, og kem- ur stíllinn þar aftur til sög- unnar. / Höfundur getur vissulega verið fyndinn, en fyndnari myndu gamansögur hans þó1 vera, ef ekki væri lagt sig svo mjög í framkróka með skringilega og flókna orða- röð. — Þessu gleymir höf í „Ástir og pönnukökur“, sem: er bráðfyndin saga. — Hinu skeikar ekki hjá Árna, aðí sögurnar sjeu þannig bygðar,, að „göt“ sjeu ekki á bygg- ingunni, en til þess hættir lýmsum af okkar yngri höf- undum altof mikið. Laglegar teikningar eru í bókinni, eftir Kjarval, Ás- grím, Jón Þorleifsson og höf- undinn sjálfan og lífga þær hana mikið upp. Frágangur bókarinnar er góður og efn- ið ber vitni um það, að höf- undur er farinn að færast meira í fang, en hann áður gerði, og ráða betur við yrk- isefnin. Stærsti gallinn á bók- inni er formálinn, sem er alt-. of auglýsingarkendur. Hon- um hefðt mátt sleppa. J. Svifsprengjan fjell innan vítateigs. London í gærkveldi:'— Ný- lega fjell svifsprengja innan vítateigs á knattspyrnuvelli fjelagsins West Ham United í London. Kom feykistór gryfja í völlihn, en af loftþrýstingn- um hrundu áhorfendastúkur og fjelagsheimiíi knattspyrnu- fjelagsins skemdist allveru- lega. — Reuter. 'Uíbuerji ibri^ar: iRuerji I I * ❖ .♦. .♦. AA A AA J. J*. A VTTVf ¥ WVWT % jr daaíeaa iíÍi mu i Ærslafull og eyðslu- urnar í Þingholtunum, og raun- söm æska. „ÞAÐ VAR öðruvísi í mínu ungdæmi, þá voru unglingarn- ir ekki“ o. s. frv.. Þetta er gömul setning, sem lætur illa í eyrum æskunnar, en sem hún hefir þó fengið að heyra miskunarlaust, kynslóð eftir kynslóð. En jeg fer að halda, að nú megi segja þetta með sanni. Mjer datt í hug hjer um kvöldið er jeg var í yfirfull- um strætisvagni hjer í bænum. Þar voru tveir ungir piltar. Lag- legustu strákar, á að giska 15 til 17 ára. En þeir höguðu sjer bók- staflega eins og villidýr. Látum það nú vera þó þeir sýndu eldri ferðafjelögum enga virðingu. En þeir skræktu og „brúkuðu munn“ við hvern, sem var. Síðar sama kvöld fór jeg í bíó. Fyrir utan stóð hópur af unglingum á aldrinum 10—15 ára, telpur og piltar. „Áttu auka- miða“, hvað alstaðar við í þröng inni og þegar einhver bauð auka miða hópaðist að honum ung- viðið og bauð í. 10—15 krónur virtist vera ,,sanngjarnt“ verð fyrir aukamiðann. • Sælgætiskaup og stúkusæti. INNI í BÍÓINU voru betri sæt in og svalir fullar af unglingum og í stúkusætunum sátu krakk- ar, sem höfðu aldur tíl að vera fermd. Þetta var þó 9 sýning, en ekki barnasýning klukkan 5. Og þá var það, sem mjer datt í hug þesi gamla setning, sem jeg heyrði svo oft er jeg var að al- ast upp: „Ja, það var öðruvísi í mínu ungdæmi“. Á þesum aldri dreymdi mann ekki- um önnur sæti en „almenn“. Við sælgætissöluborðið komst fullorðna fólkið ekki að fyrir unglingunum og sömu sögu var að segja í hljeinu við öl og gos- drykkjasöluna. Það yrði sennilega kölluð hlægileg spurning að spyrja hvar unglingarnir fái peninga til þessa og annars býlífis. En sumum mönnum finst fullmikið um ærsl og eyðslusemi unglinga hjer í bænum. Gatnagerð í bænum. UM GATNAGERÐ í úthverf- um bæjarins og Þingholtunum skrifar borgari einn undir merk inu „G“: „Jeg var á gangi fyrir innan bæ fyrir nokkrum dögum, og var kominn inn að Kirkjubóli, sem er við Laugarnesveg, og sje jeg þá allmarga menn, sem eru að vinna við að leggja gangstjett meðfram Laugarnesveginum. — Mjer datt í hug, að enn væri bæjarverkfræðingi vorum mis- lagðar hendur. Vegur þessi er langt utanvið sjálfan bæinn, lík- lega er þessi gangstjettarkafli röskum 2 kílómetrum fyrir inn- an Barónsstíg, og meðfram veg- inum eru nokkur hús á stangli. Jeg hefi oft farið urrf' þennan veg og veit, að fáar götur munu vera öllu fáfarnari af gangandi fólki“. ★ í sjálfum t bænnm. NÚ VÆRI EKKERT við því að segja“, heldur brjefritari á- fram, „þótt gangstjett væri gerð við vegarspotta þennan, ef búið væri að ganga sæmilega frá göt- unum inni í sjálfum bænum. En það er langt frá að svo sje. Margar fjölförnustu og elstu göturnar eru enn í fullri óhirðu. Eru það sjerstaklega sumar göt- ar víðar í bænum. Þingholtsstræti er enn ilt yf- irferðar, ef skúr gerir úr lofti. Ingólfstræti er ófært á kafla. Báðar þessar götur hafa sjeð framaní alla bæjarverkfræðinga Reykjavíkur, og eru þó’ enn gangstjettalausar. . Niður frá Þingholtsstræti liggja nokkrar þvergötur niður að Lækjargötu. Töluverður halli er á þessum götum og tollir því ofaníburður illa á þeim. Lítið hefir verið um þær hirt og standa þó við þær merkar byggingar, sem margir eiga leið að. Sjeð hefi jeg unglinga, sem voru að fara í Mentaskólann, en voru full seint á ferðinni, eins og komið getur fyrir, hlaupa eftir Skólastræti, og aðra niður Amtmannsstíg, og gengu gusurn- ar frá þeim í allar áttir. Varla hafa þeir verið hreinir er í skól- ann kom. Ofaníburður. f SUMAR var borinn rauða- gjall ofaní Amtmannsstíg. Held- ur var þar fljótvirknislega að- farið. Ofaníburðurinn var ómul- inn, og hnullungarnir svo stórir, að illfært var gangandi fólki. Þó voru menn og bílar búnir að mylja þetta nokkuð er á sumar- ið leið. En þá gerði stórfeldan regnskúr, og eftir hann voru djúpir lækjarfarvegir í götunni. Er nú ekki kominn tími til að ganga sómasamlega frá þess- um götuspottum? Ekki er það slíkt þrekvirki, að það sje ófram kvæmanlegt. Eða eiga þær að bíða, þangað til búið er að mal- bika eða steypa allar útkjálka- götur bæjarins. Líka mætti slá fyrir báða enda þessara gatna og geyma þær sem forngripi“. • Þingholtin. FLJÓTT Á LITIÐ getur brjef- ritari haft nokkuð til síns máls, að þær götur ætti að sitja fyrir, þar sem umferðin er mest. Það er vissulega leiðinlegt að hafa í miðjum bænum gatnahverfi eins og Þingholtin. En það eru ekki aðeins göturnar, sem eru „forn- gripir“ í þessu hverfi, heldur líka húsin, að miklu leyti. Og einmitt þessyegna hafa götur þessar verið látnar sitja á hak- anum. Fyrirsjáanlegt er að Þingholt- in verða að nokkru leyti um bygð á næstu árum. Og þegar þar að kemur þyrfti, eins og menn vita, að umturna götun- um, þó lagðar hefðu verið og til þeirra vandað. Auk þess hef ir verið um það talað, að gera þarna allmiklar skipulags- breytingar. Alt þetta mun hafa orðið til þess, að bæjaryfirvöldin hafa ekki talið rjett að leggja ekki mikið í kostnað enn sem komið er, í gatnagerð í þessu bæjar- hverfi. 9 Ekki átt við Hóla í Hjaltadal. FYRIR SKÖMMU var að því vikið hjer í dálkunum, að lítil gestrisni hefði verið sýnd ferða fólki, sem kom að frægum sögu- stað að næturlagi og leitaði hóf- anna um gistingu. — Nú hefir skólastjóri < bændaskólans að HóIUm í Hjaltadal spurst fyrir um það hjá blaðinu hvort átt hefði verið við Hóla í þessu sambandi, því ef svo væri hugð- ist hann athuga málið. — En það var ekki att við Hóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.