Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þiiðjudagur 5. sept. 1944 Nýtf dýrtíðarfrumvarp frá ríkisstjórninni Sömu gallar á því og hinu fyrra RÍKISSTJÓRNIN hefir nú lagt fyrir Alþingi nýtt frum- varp „um ráðstafanir vegna dýrtíðar o. fl.“. Er frumvarp þetta í tveim köflum. Annar kaflinn er „um verðlag landbúnaðar- vara og vísitölu“, en hinn kaflinn „um eignarauka- skatt“. - , Með því að hjer um að ræða stórmál og það málið, sem mest verður deilt um í þinginu, þvkir rjett að birta frumvarp stjórnarinnar í heilu lagi, ásamt greinar- gerð. Er frv. svohljóðandi. I. KAFLI Um verðlag landbúnaðar- vara og vísitölu 1. gr. Frá 15. september 1944 skulu landbúnaðarafurðir verð- lagðar á þann hátt, að reiknað sje aðeins með 90% af land- búnaðarvísitölu, sem í gildi keraur þann dag', samkvæmt út reikningi Hagstofunnar. Ríkisstjórninni er heimilað, með framlagi úr ríkissjóði tií 31. desember 1944, að halda óbreyttu verðlagi á landbúnað- arvörum, eins og það var 1. september 1944. 2. gr. Engin dýrtíðaruppbót skal greidd með hærri vísitölu «n 270 stig. 3- gr. Frá byrjun næsta mán aðar eftir gildistöku laga þess- ara, skulu laun eða kaup fyrir hvaða starf sem vera skal, eða annað sem dýrtíðaruppbót hef- ir verið greidd af, reiknuð með aðeins 95% af gildandi fram- færsluvísitölu, þó aldrei af hærri vísitölu en 270 stig, sbr. 2. gi1. Næsta mánuð'á eftir skal reiknað með 90% af gildandi vísitölu og þar til öðru vísi kann að verða ákveðið. — Brot gegn þessu varðar sektum. . 4. gr. Fari framfærsluvísi- taLa yfir 270 stig. skal verð landbúnaðarafurða til framleið enda lækka í sömu hlutföllum og dýrtíðaruppbót skerðist vegna hámarksbindingar vísi- töiu í sambandi við kaupgreiðsl ur, sbr. 2. gr. 5. gr. Engin dýrtíðaruppbót skal greidd af kauphækkunum, sem fara fram á tímabilinu 1. september 1944 til 1. júlí 1945-. II. KAFLI Um eignaraukaskatt ; 6. gr. Leggja skal sjerstajc- an skatt á eignaraukningu, sem órðið hefir á árinu 1940, 1941, 1942 og 1943, og numið hefir yfir 50 þús. kr. samtals á ára- bili þessu hjá skattþegn. sem stafar af útborgun líftrygg ingarfjár, örorku-, slysa- eða dánarbóta. Hafi skatlþegn ekki átt fyrir skuldum í ársbyrjun 1940 skal eignarhallinn dreginn frá eignaraukningunni. Draga skal ennfremur frá eigninni 1. janúar 1940 þá fjárhæð, sem greidd var í tekjuskatt, eignar- skatt, stríðsgróðaskatt, sam- vinnuskatt og útsvar á því ári og á sama hátt skal draga þessi gjöld, lögð á 1944, frá eigninni í árslok 1943. 8. gr. Nú telur skaltþegn, að eignaraukning, sem fram kemur samkvæmt framtali hans sje ekki raunveruleg, heldur fram komin vegna tilfærslu á eignum og á hann þá rjett á að láta fara fram mat á eignar- breytingu sinni. Ríkisskatta- nefnd skal framkvæma mat þetta, en tilnefnt getur hún þrjá menn til þess, ef sjerstaklega stendur á. Nú leikur vafi á því, að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar um kaupverð eða koslnaðarverð eignar og skal þá ríkisskatta- nefnd meta eignina eða skipa menn til þess. Ráðherra ákveður með reglu- gerð nánar um framkvæmd eignamats. 9. gr.. Við ákvörðun eignar- aukningar skal farið eftir fram tölum skattþegna eins og hlut- aðeigandi skattayfirvöld hafa frá þeim gengið til álagningar tekju- og eignarskatts. Fast- eignir, skip eða verðbrjef, sem skattþegn hefir eignast á fyr- nefndu tímabili, skal talið fram á það verð, sem-greitt var fyrir þessar eignir. 10. gr. Um álagningu skatts ins, gjalddaga, innheimtu, lög- taksrjett, vangoldinn skatt og viðurlög, fer að lögum um tekjuskatt og eignarskatt, eftir því sem við getur átt, en nán- ari ákvæði setur fjármálaráð- herra með reglugerð. Heimilt skal fjármálaráðherra, að fengnum tillögum ríkisskatta nefndar, að veita greiðslufrest á nokkrum hluta eignarskatts, allt að þrem árum, eða færa hann niður, ef sjerstaklega stendur á, svo sem ef eignar- aukinn er bundinn í atvinnu- tækjum eða nauðsynlegum birgðum, eða ef gjaldþegn hefir orðið fyrir óhöppuum, er hann fær eigi bætt. með sjerstökum lögum um at- vinnutryggingar í landinu. 12. gr. Mál út af brotum gegn lögum þessum fara að hætli opinberra mála. Lög þessi öðlast þegar gildi. Athugasemdir við lagafrum- varp þetta: Með frv. þessu er stefnt að því, að stöðva verðbólguna. •—• Ríkisstjórnin er þeirrar skoðun ar, að nú sjeu síðustu forvöð til raunhæfra ráðstafana í þessu efni, ef þess á að verða kostur að forðast þær hörmulegu afleið- ingar, sem óheft verðbólga hlýt- ur að hafa í för með sjer fyrir allan landslýð. Samkvæmt úti'eikningum Hag slofunnar hækkar landbúnaðar vísitalan um 9,46 stig hinn 15. september næskomandi. Þessi hækkun kemur öll fram í fram færsluvísitölunni með verðhækk un á kjöti og mjólkurafurðum. Til þess_ að halda framfærslu- vísitölunni óbreyttri með fram- lagi úr ríkissjóði, eins og hún var í lok ágústmánaðar, þrátt fyrir hina nýju verðhækkun, mundi þurfa svo mikið fje, að slíkt væri ríkissjóði ofviða. Er því ekki um að ræða, ef ekki á að gefa dýrtíðinni laus- an tauminn, annað en það, að gerðar sjeu ráðstafanir sem hefti verðbólguna nú þegar, ásamt nokkru framlagi úr rík- issjóði um takmarkaðan tíma. Til þess að svo megi verða, þurfa landsmenn að sýna skiln- ing'og vilja til að taka á sig um stundarsakir nokkrar byrð- ar, svo að unt sje að setja skorð ur hinni hættulegu þróun er nú ógnar öllu atvinnulífi þjóðar- innar. Með frumvarpinu er leitast við að ná því marki, að stöðva verðbólguna varanlega, en jafnframt að láta byrðina koma sem jafnast á þegnana. — Þeir, sem laun taka, verða að láta hlutfallslega af mörkum eins og þeir, sem framleiðslu land- búnaðarvara stunda. Og þeir, sem grætt hafa mikið fje á und anförnum ófriðarárum, verða að láta af hendi nokkurn hluta þess í því skyni að iryggja af- komu almennings í landinu eft- ir stríðið. Verður ekki hjer gerð frekari grein einstökum atriðum frv., 50 þús. kr. eignarauking hjá hverjum skattþegn er skattfrjáls. Af allt að 50 þús. kr. skattskyldri eignaraukningu skal greiða6%. Af 50— 200 þús. kr. skattsk. eiknaraukn. greiðist — 200— 300 — — — — — 300— 500 — — — — — 500—1000 — — — — — 1000 og hærri — — — 3 þús. af 50 þús. og 8% af afg. 15 200 — — 11% 26 — — 300 — — 13% 52 — — 500 — — 15% 12? — —1000 — — 18% 7. gr. Frá eignaraukning- unni skal draga fje það, sem lagt hefir verið í nýbyggingar- sjóð útgerðarfyrirtækis og vara sjóð samvinnufjelags, áður en eigaaraukaskattur er á lagður. Enníremur skal draga frá fje 11. gr.. Fje það, sem aflast samkvæmt þessum lögum, skal lagt í sjerstakan sjóð, er nefist atvinnutryggingarsjóður og geymdur skal hjá Tryggingar- siofnun ríkisins. Sjóði þessum má aðeins ráðstafa af Alþingi en um það verður nánar rætt í framsögu. ★ Þetta var hið nýja dýr- tíðarfrumvarp ríkisstjórn- arinnar og skal ekki fjölyrt Framh. á bls. 6. Auglýsing um kennslu og einkaskóla Berklavarnarlögin mæla þannig fyrir sam- kvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu nje einkakennslu. Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kennslu á heimili, eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heim- ili, þar sem sjúklingur með smitandi berka- veiki dvelur“. Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á kom- anda hausti og vetri eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta og mega þau ekki vera eldri en mánaðar gömul. Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofan greindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt, nema hjeraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fulln?egja heilbrigð- iskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvott- orð um að hvorki kennari eða aðrir á heim- ilinu nje neinn nemendanna sje haldnir smit- andi berklaveiki“. Þeir, sem hafa í hyggju að halda einka- skóla, eru því áminntir um að senda umsókn- ir sínar til lögreglustjórans í ReyEjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðúm. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíka einkaskóla utan lög- sagnarumdæmis Reykjavíkur, en innan tak- marka læknishjeraðsins, má senda á skrif- stofu mína. Hjeraðslæknirinn í Reykjavík, 4. sept 1944 Magnús Pjetursson einbVlishls úr timbri, mjög vandað og vel við haldið, á stórri eignarlóð, á fegursta stað í bænum, er til sölu nú þegar. Laust til íbúðar um næstu mánaðamót. Leiga til nokkurra ára gæti komið til greina. Allar upplýsingar gefur málflutningsskrifstofa í KRISTJÁNS GUÐLAUGSSONAR, hæstar jettarlögmanns. Hafnarhúsi. Sími 3400. Skrifstofustarf 1. okt. næstkomandi getur skrifstofu- I stúlka eða piltur fengið virínu á Bæjraskrif- I stofunni á Akranesi. Bæjarstjórinn AUGLtSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.