Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ Jóhann Sæmundsson: ð O 2. Boðslsapur VVaerlands í Matur og niegin. JEG TEL það illa farið, að Náttúrulækningafjelagið skyldi taka þýðingu Björns L. Jónssonar á bókinni Matur og megin og gefa hana út sem fræðslurit sitt. Kenningar þær, sem haldið er fram í bókinni, eru margar hverjar hrein lok- leysa og ganga í berhögg við öruggar staðreyndir. Þar úir og grúir af fullyrðingum, sem höfundur gerir enga tilraun til að rökstyðja. Hann sveiflar hótunum um krabbamein og mænuveiki — einhverjum öm- urlegustu og hræðilegustu sjúk dómum, sem til eru, — yfir höfði hvers manns, er ekki gæti þess að fara eftir kreddum hans. — Slík „fræðsla" er tví- eggjað vopn. Og þegar slík vopn eru notuð í áróðursskyni og geta ekki talist annað en rakalaus fullyrðing, þá liggur nærri að þau sjeu glæpsamleg vopn, er þau hitta veikbygðar sálir. Geturðu hugsað þjer móður, Björn L. Jónsson, sem varð því nær frávita af sjálfsásökunum við lesturinn, ‘vegna þess, að hún hafði alið barn sitt á -al- mennu fæði, en barnið hafði fengið mænuveiki? Eða mann, sem þjáðist'af hægðatregðu og taldi, að nú væru öll sund lok- uð, hann yrði krabbameininu að bráð, alt væri um seinan, því að Waerland fullyrti, að þrjú ár þyrfti til þess að hreinsa líkamann og losa hann við gömul eiturefni, þótt lifað væri á Waerlands fæði? Er jeg ritdæmdi bókina í Heilbrigðu lífi, ljet jeg höfund- inn sjálfan tala. Jeg tilfærði orðrjett þau ummæli hans, er mynda rauða þráðinn í bókinni og gat um blaðsíðutal, svo að lesandinn gæti sjálfur sjeð, að rjett væri með farið. Björn L. Jónsson telur, að jeg hafi flimtað um heilbrigðismál, en Waerland er ekki heilbrigðis- mál, og hafi verið hlegið að hon um við lestur ritdómsins, ber Waerland heiðurinn, en ekki mjer. Sársauki Björns er samt riddaralegur. Þar sem Náttúrulækninga- fjelagið hefir nú þegar afneit- að þeim kenningum Waerlands í verki, sem eru einna férán- legastar í þessari bók, skal jeg tilgreina nökkur atriði orð- rjett eftir Waerland, svo að fólk sjái, hverju því er óhætt að hætta að trúa, ef það hefir trúað honum: „Meðal menningarþjóðanna er hver einasti maður veikur, og allir kvillar eru bein eða óbein afleiðing af því, .að eit- urefni safnast fyrir í líkaman- um“ (bls. 120), „í sjúkdóma- fræðinni eru nú til 20.000 nöfn á mismunandi sjúkdómum". (bls. 122). Hvernig myndast þessi eit- urefni? Fyrir tilverknað rotn- unargerla fyrst og fremst, einkum „Bacillus Welchii“ og fleiri gerla, sem framleiða loft- tegundir í þörmunum“ (bls. Svar til Björns L Jónssonar veðurfræðings Síðari grein 23). Hvar lifa þessir gerlar? í ristlinum aðallega, sem „er og hefir ætíð verið hornsteinninn musteri fullkominnar heil- brigði“. (bls. 25), en er nú svona grátt leikinn. „I líkama hins siðmentaða manns, sem leggur sjer dag- lega til munns-mikið af kjöti, fiski og eggjum, hafa rotnun- argerlarnir rutt sjer allsstaðar til rúms“ (bls. 23). „Eiturefn- in, sem myndast við rotnunina, og þau, sem gerlarnir sjálfir gefa frá sjer, síast inn í blóðiðog berast með því til allra Iíffæra líkamans og skemma þau, og hafa m. a. í för með sjer útbrot á húð og fleiri húðsjúkdóma, graftrarbólur, kýli og að lok- um krabbamein“ (bls. 23). Ur hverju myndast þessi eit- urefni? Hvað er það, sem rotn- ar? Eggjahvítan í fæðunni. Um kjötið segir Waerland: „Kjötætunni eru því lokaðar dyrnar að ríki heilbrigðinnar“ (bls. 64). Um r'skinn: „Fiskurinn er dýr með köldu blóði; hann lif- ir í vatni og bygging og útlit vefja hans ér því öðru vísi en hinna blóðheitu spendýra og fugla-----“ „Yfirleitt má segja að fiskur, og sjerstaklega salt- fiskux-, sje ein aðalorsok krabba meins“ (bls. 80). „Eggjahvítan í.kjöti og fiski er hinn rjetti jarðvegur fyrir „Bacillus Welchii““ (bls. 83). Og þá er ekki að sökum að spyrja. Fiskurinn er öllu hættu legri en kjötið, „enda er fisk- eitrun langtum tíðari en kjöt- eltrun“ (bls. 80). Um osta (þ. e. mjólkurosta) og.eggjahvítu úr ertum, baun- um, hnetum og 'eggjum segir Waerland, þar sem hann þylur upp yfirsjónr jurtaneyslu- manna: „Heilsu manna er því hætta búin, ef þeir neyta samtímis mikillar jurtafæðu og mikillar eggjahvítu. En júrtaæturnar ljetu blekkjast af kenningun- um um hina miklu eggjahvítu- þörf og tróðu í sig allskonar eggjahvítuauðugum rjettum, sem þeir bjuggu til úr ei-tum, baunum, hnetum, eggjum, osti o. fl.“ (bls. 69—70). I Mjólkurosturinn fær líka sinn dóm á öðrum stað, þar sem Waerland ræðir örlög þeirra, „sem, lifað hafa á kássu mat, klísturkendum grautum og öðru mjúkmeti að hætti menningarþjóðaona, samfara altof mikilli eggjahvítuneyslu í kjöti. fiski, eggjum OG OST- um“ (bls. 85). Og framhaldið er ömurlegt: „Kyrrstaða kemst á fæðuna í maga og þörmum, og hún gerj- ast og rotnar--------kirtlarn- ir sýkjast og hrörna vegna eit- urefna — — ein afleiðing þessa eru bólgur í veggjum — — af maga og þarma þeim hljótast fyr eða síðar magasár og sár í þörmum — — •—• sárin og bólgurnar mynda samvexti og þrengsli, og á milli þeirra verða til eins konár pokar, þar sem fæðan safnast fyiir og kemst ekki út úr“ (bls. 85). Mig furðar á því. að Björn L. Jónsson skuli vera svo stjel- brattur að fullyrða, að Waer- land gefi hvergi í skyn, og að í umdeildri bók sje „hvergi stafur fyrir því“, að mjólkúr- ostur sje skaðlegur. Jeg vísa honum aftur á tilgreind um- mæli á bls. .70 og bls. 85, xim- mæli, sem hann hefir sjálfur þýtt, og bið hann vinsamleg- ast að taka aftur þau ummæli sín, að þetta hafi verið full- komið ranghermi og tilbúning- ur af minni hálfu. Lesandinn veit vel, að mjólkurostur hef- ir að geyma' alt að tvöfalt magn eggjahvítu á við egg^ og fisk,- en meginkjarni mysuostar er hins vegar kolvetni, og það er mysu ostur, sem finnur náð fyrir aug um Waerlands. Jeg hirði ekki að rekja kenn- ingar Waerlands lengra. Við rifjum upp: 20 þúsund sjúk- dómar, hver einasti maður veikur og ALLIR kvillar bein eða óbein afleiðing eiturefna í líkamanum. Eiturefnin mynd- ast fyrir tilverknað rotnunar- gerla, er spilla eggjahvíturík- um matvælum, þ. e. kjöti, fiski, eggjum, mjólkurosti ertum, baunum, hnetum o. s. frv. og gera þau að eitri og orsök allra sjúkdóma. Hvað skal gera? Borða mik- ið af jurtafæðu með? ..Heilsú manna er hætta búin, ef þeir neyta samtímis mikillar jurta- ^æðu og mikillar eggjahvítu“j segir Waerland. Sína ögnina af hvoru, spyrjum við þá hikandi. Þá sveltum við. Mikið af jurtafæðu og ögn af fiski eða kjöti? „Jeg er 100% heilbrigður“, verið gerð. Jeg efast um, að þessar fjórar fæðutegundir, þótt góðar sjeu, myndu gagna i börnum okkar íslendinga eða annara, sem ekki hafa meira sólarljós en við. Jeg óttast beinkröm af slíku fæði, með öllum þeim vanþrifum, sem henni fylgja, því að D-bæti- efnið vantar í þessar tegund- ir. Hitt er ef til vill minna at- riði, að maður, sem stundar venjulega erfiðisvinnu. þyrfti að borða um 6 kg. á dag, til að fá nægar hitaeiningar. Matseð- illinn gæti t. d. litið þannig út: 2 kg. kartöflur, 2 kg. gul- rætur, 1 kg. gulrófur og 1 kg. laukur. Þetta yrði skamturinn hvern dag alla ævina. Jeg skal ekki rekja kenning- ar Waerlands lengra. en jeg játa kinnroðalaust, að mjer geðjast ekki að þessu, og það er mjer ánægja að vita, að NáttúrulækningaCjelagið er sama sinnis. Það er nokkurt á- fall fyrir Waerland, að fjelag- ið skuli vera það, en hann er þjálfaður í lífsins skóla og hef- ir yfir-hið góðkunna spakmæli sitt: „Meðan grasið grær, deyr hryssan“, eins og hann er van- ur, þegar honum blöskrar skilningsleysi mannanna. mr hvernig stefnan birtist, er til athafnanna. framkvæmda fje- Iagsins, kemur. Athöfnin er mikilvægari en orðih. En orð- in geta leitt til mjög varhuga- verðra aíhafna, ef þau fela i sjer íalskan boðskap og eftir honum er farið. Þegar lesandinn lítur me3 hlutleysi og algáðri skynsemi yfir málavöxtu og beitir þeirri rökvísi, sem honum er töm, greinir hann algerlega milli Náttúrulækningafjelagsins og forseta-þess, Jónasar Kristjáns sonar lækms, annars vegar. og Are Waerlands hins vegar. Hann er ef til vill í vafa um i það, hvorum megin skipa skuli þýðanda bókarinnar, Birni L. Jónssvni, sem boðar nýja út- gáfu. En er ekki hugsanlegt, að Björn hafi endurskoðað af- stöðu sína. og greini sjálfan sig nú þegar frá höfundi bókar- innar, sem hann þýddi? Ef svo væri, yrði angurværðin ljett- bærari. sem jafnan fylgir hin- um ljúfsára unaði afturhvarfs- ins — afturhvarfsins frá röng» orði tií rjettrar athafnar. 3. Mötuneyti Náttúru- lækningafjelagsins. Náttúrulækningafjelagið hef- ir stofnað mötuneyti hjer í bæ, og er Björn L. Jönsson forstöðu maður þess. Mötuneyti þetta hygg jeg vera mjög til fyrir- myndar sem greiðasölustað. Þar er lögð rík áhersla á nej'slu grænmetis og garð- ávaxta, einmitt þeirra fæðuteg unda, sem vjer íslendingar þurfum að neyta í enn ríkara mæli, vegna áuðgi þeirra að bætiefnum og söltum (stein- jefnum). Mikils er neytt af mjólk, smjör er á borðum, rjómi stundum, og jafnan mjólkursýra, að ógleymdu krúska, sem er góður rjettur. Þá er þar fjölbreytt úrvaí eggjahvítutegunda, bæði úr dýra- og jurtaríkinu. Skal jeg TekiS á móti flutningi í næstw áætiunarferð til Breiðafjarðar, fram til hádegis í dag. Þór Til Austfjarða í kvöld. Farþeg- um til Hornafjarðar er ráðlagt að fara með Þór, þar eð við- koma Esju er óvissari. Ægir“ Til Vestmannaeyja í kvöld. — Farþegar, sem ætla með skip- inu láti skrá sig á skrifstofw vorri, fyrir hádegi í dag. segir Waerland, „og vil ekki'i telja upp það helsta: glata neinu af heilsu minni. En I Fiskur, kjöt, egg, mjólkur- þeir, sém vilja íáta sjer nægja i ostur, harðfiskur, síld, hrogn, 75% heilbrigði, geta gjarnan soyabaunir, límabaunir o. fl. borðað eitthvað af kjöti og fiski“ *(bls. 132). Við þökkum vitneskjuna. Foringinn hefir talað. „Rjett valin og rjett samsett mjólkur- og jurtafæða gefur manninum fullkomna heil- brigði“, segir Waeflartd (bls. 82). En 100% heilbrigði fæst með enn auðveldara hætti. Waerland segir : ■ „Maðurinn getur lifað alla ævi og fullkom lega.heilbrigður án trjáaldina, einvörðungu á kartöflum, hrá- um gulrótum, hráum rófum og hráum lauk (bls. 72). Þetta er ekki rökstutt frek- ar og þó hygg, jeg, að þessi lnæringartilraun hafi aldrei Fæði, sem þannig er sam- seft, er að mínu viti fyrirmynd arfæði, blandað og fjölbreytt og líklegt til að’fullnægja þörf um líkamans. Ef þetta fæði er borið saman við fórdæmingu Waerlands á öllum hinum bestu tegundum eggjahvítu, sem völ er á og greint er frá hjer að framan, sjer hver maður, að Náttúru- lækningáfjelagið snýr alger- lega baki við þessum fáránlegu kenningum hans. Það trúir honum ekki, fremur en jeg. En þetta þurfa allir þeir að vita, sem þekkja orð fjclagsins, þ. e. „fræðslu“ Waerlands, og trúa henni, en þekkja ekki, Ef þjer eruð þreyttur, þá e» enginn svaladrækkur jafn hressandi. Uppáhald miljóna manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.