Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 7
I,augardagtir 16. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ £ H VER EF ÞJER haldið, þegar þjer kveikið yður í vind- lingi, að þjer sjeuð ein- göngu að fullnægja líkam- legri nautn, hafið þjer alveg á röngu að standa. Athuganir, sem nýlega fóru fram í sambandi við reykingar manna, karla og kvenna á ýmsum aldri, leiddu margt merkilegt í ljós. Við þessar athuganir var alveg sneitt hjá líkam- legum verkunum reyking-' anna, en aðeins haldið sjer að sálrænum áhrifum og af- leiðingum. Það, sem leitast var við að kryfja til mergj- ar, var efni og eðli ánægj- unnar, sem menn hafa af reykingum. — Rannsóknin leiddi í ljós, að reykingarn- ar virðast hafa í för með sjer sálræna ánægja, sem skiftir eins miklu, eða jafn vel meiru máli en líkamlega nautnin. Þannig er mönnum oft andleg fróun í því að fá sjer vindlincr eftir matinn, á fundum og í fjelagsskap annara. Fylgist með venjum yðar í sambandi við reykingar, og þjer munuð verða margs vísari. Það mætti ef til vill kom- ast þannig að orði um reyk- ingarnar, að þær sjeu nokk- urs konar andlegar uppbæt ur. sem menn veita sjer, eða sálræn svörun, sem er bundin vissum skilyrðum. Það er gaman að reykja. Við erum nokkuð gefin fyr- ir að renna huganum aftur í tímann til hinna áhyggju- lausu bemskudaga. Hjá mörgum mönnum eru reyk ingarnar eftirstöðvar þessa ávana bemskuáranna að láta eftir dutlungum líð- andi stundar. Reykingarnar gefa okkur tilefni til þess að hvíla okkur frá starfinu stutta stund og veita okk- ur augnabliksánægju. Skrif stofumaður nokkur, sem var spurður, svaraði: , Þeg- ar jeg sest niður stundar- korn og hvíli mig, meðan að jeg reyki einn vindling, hressist jeg að miklum mun. Jeg gæti ekki hugsað mjer að hvílast án vindlingsins.” Reyltingar sem verðlaun. REYKINGAR eru verð- laun, sem menn veita sjálf- um 5Jer- Flest okkar þyrsta í verðlaun. Vindlingur er verðlaun, sem menn geta lofað sjálfum sjer eins oft og þeir vilja. Menn segja oft við sjálfa sig: „Þegar jeg hefi lokið þessu verki, fæ jeg mjer vindling”. Menn grípa oft til vind- lingsins, þegar þeir hafa ekki annað fyrir stafni. — Það að þurfa að bíða eftir einhverju eða einhverjum eykur næstum sjálfkrafa löngunina til þess að reykja. Tíminn virðist fljótari að líða, og mönnum finnst sem þeir hafi eitthvað við að vera. Það er leiðinlegt og þreytandi að geta ekki haft neitt fyrir stafni meðan beð ið er. Vindlingurinn kemur þá óft í góðar þarfir. Það er m. a. af þessum sökum, að SVEGNA MENN KEYKJA EFTIR ERNEST DICHTER Hversvegna reykið þjer? Gerið þjer það, til þess að geðjast öðrum, yður til hressingar, eða til þess að róa taugarnar? Það getur hugs- ast, að þjer kynnist sjálfum yður dálítið þessu viðvíkjandi við lestur þessarar greinar. stríðsfangar og hermenn, er bíða eftir merki um áhlaup, biðja stundum fremur um vindling en mat. Rej-kingarnar geta líka stundum verið skemmtileg og skapandi starfsemi. Sum' um reykingamönnum er það unun að horfa á revk- inn, sem þeir púa frá sjer. Reykingarnar eru oft og tíðum skilyrðisbundin svör- un við ytri aðstæðum. — Menn grípa tíðum ósjálfrátt til vindlingsins. þegar þeir koma út úr húsi, þar sem bannað ér að reykja, þegar verk er hafið eða því lokið, þegar hlje verður á vinnu, sem annað hvort getur staf að af utanaðkomandi áhrif- um eða sjálfsdáðum, þegar menn kenna sultar o. s. frv. Það er algengara en frá þurfi að segja, að menn kveikia sjer í vindlingi þeg- ar þeir sjá einhvern annan gera það, og það jafnvel þótt þeir á þeirri stundu hafi enaa löngun til þess að reykja. Reykingar sem líkamleg nautn. HINNI líkamlegu ánægju, sem menn hafa af því að reykja, er ekki hægt að lýsa með bragðskynjuninni einni saman. Það verður að hafa það hugfast, að bragðfærin og munnholið allt er mjög næmt og tilfinningaríkt. — Það er álitið, að það sje beint samband milli þess, er börn sjúga á sjer fing- urna og reykinganna, sem koma til sögunnar seinna á lífsleiðinni. „Þegar jeg var í skóla nag aði jeg alltaf blýantinn minn eða pennastöngina”, sagði blaðamaður nokkur. „Þegar jeg leitast við að hætta að reykja um stund- arsakir, þarf jeg ætíð að hafa eitthvað til þess að naga, t. d. tóma tóbaks- pípu. Þá nota jeg mikið tyggigúmmí”. Oft hafa revkingarnar greinileg sálrán áhrif á neyt andann og hafa í för með sjer þægilega tilfinningu valds og sjálfstjórnar. Það er algengt að hevra reykingamenn segja: „Mjer gengur betur að hugsa, þeg- ar jeg reyki”. Einbeiting hugans er auðveldust, þeg- ar utan að komandi áhrif- um er bægt á burt. Reyk- ingamennirnir hylja sig reykjarmekki og devfa þannig áhrif umheimsins. Þannig er oft gripið til reykinganna til þess að hylja feimni og undrun. — Reykingarnar eru stundum huggun í einverunni, og þær auka viðfeldni og vin- áttu manna. — Þeir, sem reykja, hafa þó að minnsta kosti það sameiginlegt. Það er ekki óalgengt 1 daglegu lífi, að menn jafna deilumál sín eftir að hafa kveikt í vindlingunum. Svo margt er sinnið, sem , skinnið. ÞAÐ getur verið nógu skemtilegt og fræðandi, að fylgjast með því, hvernig menn revkja. Sumir hring- snúa vindlingnum milli fingr-a sjer, sem bendir til þess, að þeir hafi ánægju að handleika hann. Aðrir halda á vindlingnum milli þumal fingurs og vísifingurs og snúa eldinum inn að Iófan- um. Það eru miklar líkur til þess, að þeir menn, sem það gera, sjeu þrautseigir, eða hafi löngun til þess að svo sje haldið. Nirfilshátt eða ótta við fátækt sýna þeir, sem revkja vindlinginn upp til agna. Hinsvegar lýsir það örlæti eða evðslusemi, þegar menn kasta frá sjer hálfreyktum vindlingum. — Sá, sem dreifir öskunni um gólfið, er annað hvort skeyt ingarlaus, eða ber litla virð ingu fvrir riettindum ann- ara. Mjög varkár maður, er alltaf að hrista öskuna af vindlingnum sínum og læt- ur aldrei snefil af henni fara á gólfið, en sá skevtingar- lausi er ekki að hafa fyrir neinu slíku, hann lofar ösk- unni að lafa, þangað til hún fellur sjálfkrafa niður á föt- in hans eða gólfið. Svo að segja sjerhver mað- ur reykir á sinn sjerstaka hátt, alveg eins og hver maður hefír sína eigin rit- hönd. Þeir venja sig á það látæði, sem þeir halda að eigi við sína persónu. Löng munnstykki eru ekki óhlið- stæð stórum höttum. Eitt hafa allir reykinga- menn sameiginlegt. RANNSÓKNIR þær, sem hjer hefir verið lýst, leiddu það í ljós, að eitt er það, sem allir reykingamenn hafa sameiginlegt. Allir hafa þeir, þar á meðal þeir, sem lítið reykja, áhvggjur af því, hve mikið þeir reykja. Næstum því hver maður hafði, einu sinni eða oftar, reynt að hætta að reykja. Það, sem einn þeirra Ijet sjer um munn fara, er gott dæmi um þetta: „Jeg hætti að reykja um mánað- artíma á ári hverju. — Mig langar bara til þess að sanna það, að jeg get án-þess ver- ið'.’. Þessar áhyggjur eða tfma bundna hófsemi á rætur sín ar að rekja til sektarmeðvit- undar þeirra, sem margir reykingamenn hafa. Undir- vitund þeirra segir þeim, að revkingarnar sjeu ekki ein ungis skaðlegar fyrir líkam- ann, heldur hafi þær og ill- áhrif á siðferði þeirra. Flestir þeirra revkinga- manna, sem nú eru orðnir miðaldra, hafa þá sögu að segja, að í æsku hafi þeim verið bannað að reykja, af því að það væri syndsam- legt. Fyrsta þrýstilofSsflugvjelin Þetta er fyrsta flugvjelin, sem gengur fyrir þrýstilofti, og var hún bygð af Caproniverk- smiðjunum ítölsku. Reynsluför fór hún milli Róm og Milano fyrir rúmu ári siðan. Loft- straumur fer inn um framenda vjelarinnar (A), er þjappað saman og streymir síðan heitt út um stjelið og Ijær vjelinni hraða sinn. Fyrsti vindlingurinn. „VIÐ vorum nokkrir strákar saman”, sagði rosk- inn maður, „á leiðinni til að horfa á knattspyrnuleik. — Mjer gekk illa að kveikja í vindhngnum, sem ekki var furða, því þetta var í fyrsta skiftið, sem jeg fjekkst við slíkt. — Maður, sem gekk fram hjá öskraði til mín: „Hentu þessu frá þjer, þorp arinn þinn litli”! Já, jeg man áreiðanlega eftir fyrsta vindlingnum mínum, með- an jeg lifi”. Þegar öllu er á botninn hvolft, hefir vindlingurinn þá kosti, og ánægju til að bera, að erfitt mun verða að sigrast á honum með við- vörunum og prjedikunum. Það er mjög hæpið, að hon- um verði útrýmt hjeðan af. Sá, sem þetta ritar, revkir ekki. En eftir að hafa gert þessar athuganir mínar, hefi jeg það á tilfinning- unni, að ef til vill, hafi jeg farið einhvers á mis við það að hafa aldrei byrjað á því. Verð á böðum í Baðhúsinu hækka FUNDUR bæjarráðs í gær hefir samþykt eftir tillögu bað- húsvarðar, að verð á böðum í Baðhúsi Reykjavíkur verði sem hjer segir: Kerlaugar kr. 2.00, steypiböð kr. 1.50 og al- menningsstéypiböð kl. 1.00. — Verðlagsstjóri hefir fallist á þetta verð á böðurium. Er hjer um nokkra hækkun að ræða, því verð á kerlaugum var áður kr. 1.50 og verð á steypiböð- um í einsmannsklefum kr. 1.00. Þeim hluta Baðhússins, sem áður var notaður sem þvotla- hús, ketilhús og kolageymsla, hefir verið breytt í einn klefa með 6 steypum, búningsklefa og afgreiðsluherbergi. Verðið á böð um í þessum almenningsklefa er sem íyrr segir kr. 1.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.