Morgunblaðið - 21.09.1944, Síða 7

Morgunblaðið - 21.09.1944, Síða 7
Fimtudagur 21. sept. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 4 Svikahrappurinn George Washington Parker ÞAÐ VÆRI líklega jafn fráleitt að ætla sjer að selja Eskimóum kæliskápa og negrunum í Afríku hitunar- tæki. Þó hefði George Was- hington Parker sjálfsagt ekki orðið skotaskuld úr því, hefði hann tekið sjer þá atvinnu fyrir hendur. Þessi Parker var nefnilega gæddur þeim óvenjulega hæfileika að geta selt hvað sem var, hvar sem var. Maður með svo frábært hugvit þurfti auðvitað ekki að ganga venjulega götu' gengis og frama. Á tuttug-! asta afmælisdegi sínum af- j rekaði hann því, sem eng- inn hafði áður gert — hann j seldi Brooklyn brúna. Tutt- ugu og eins árs gamall, þeg- ar flestir ungir menn eru að byrja að reyna krafta sína, vann hann baki brotnu. Hann var vanur að selja Brooklyn brúna einu sinni í viku fyrir 60.000 dollara í hvert skifti! Parker hóf starfsemi sína árið 1883, en um það leyti áttu braskarar af hans teg- und hægt um vik. Brooklyn brúin var þá alveg splunku- ný og menn streymdu hvað- anæfa að, til þess að glápa á þetta furðuverk. Parker hjelt sig í námunda við brúna og var vanur að halda í humátt eftir best klæddu gestunum, sem vöndu kom- ur sínar á Bowerleikhúsið. Þar voru dansmeyjar og góð ur bjór á boðstólum. í þessu þægilega andrúms lofti hóf svo þessi ungi og snotri svikari samræður við fórnarlambið, bauð því í stupinu, og eftir hæfilega mörg glös tók hann að ræða um viðskiftin. Upp úr vasa sínum dró hann „skjal“, sem sannaði eignarrjett hans á brúnni, brjef, þar sem honum var hælt á hvert reipi fyrir stórhug sinn og víðsýni að ráðast í bvgg- ingu þessa mikla mannvirk- is og loks „heimild“ til þess að krefja hvem þann, sem fór um brúna, um fimmtíu centa toll. Færi svo, að hann væri spurður að því, hversvegna hann vildi selja svo arðbæra eign, benti Parker sorg- mæddur á svip sjer í hjarta- stað, andvarpaði og sagði: „Læknarnir segja, að dagar mínir sjeu taldir“. Oft veltir litil þúfa þunsru hlassi. ÞÓTT MERKILEGT megi virðast, tókst „Brúar“-Park er — en svo var hann nefnd ur í skugghverfum borgar- innar —. að stunda þessa iðju sína óáreittur ‘í næst- um því tuttugu ár. En þá var Parker tekinn fyrir að svíkja eina skitna 200 doll- ara af manni nokkrum, og dómararnir ákváðu að hann tæki sjer frí frá störfum um stundarsakir. Parker var hress í huga þegar hann kom úr Sing Sing, en synd væri að segja, að dvölin þar hafi orðið til þess að bæta hann. Hann brendi allar brýr að baki Eftir Clement J. Wyle Greinin, sem er þýdd úr amerísku blaði, segir frá einhverjum bíræfnasta svikaranum, sem uppi hefir ver- ið. Það er alveg ótrúlegt, upp á hverju hann gat. fundið, til þess að afla sjer fjár í trássi við lögin. Maður þessi, George Washington Parker, varð m. a. frægur fyrir það að selja Brooklyn brúna í New York. sjer og lagði fyrir sig fast- eignasölu. Hann varð brátt einhver athafnamesti fast- eignasalinn í New York. Hann seldi m. a. Frelsis- styttuna fyrir 13.000 doll- ara, Metropolitan listasafn- ið — þar í innifalin mál- verk, sem voru gevmd í kjallaranum — fyrir 10 000 dollara og þinghúsið í Al- bany fyrir 8.000 dollara. Gröf Grants’ hershöfðingja seldi hann hefnigjarnri kerl' ingu úr Suðurríkjunum fyr ir 4.000 dollara og Sing- Singfangelsið seldi hann fyrverandi líkkistusmið fvr ir 36.000 dollara. Smiðurinn greiddi helminginn í reiðu fje, hitt var trygt með veði. Parker hugkvæmdist að skifta flötinni fyrir framan ráðhúsið í reiti, sem hann síðan seldi. Dag nokkurn kom Seth Low borgarstjóri auga á sex menn, sem voru býrjaðir að grafa húsa- grunni á flötinni.. Hann skipaði þeim að hætta þessu þegar í stað. Þeir neituðu því harðlega og sögðust hafa afsalsbrjef í vösunum. Low varð alveg æfur, Ijet sækja lögregluna og allur hópur- inn var fluttur á Bellwue geðveikrahælið til rann- sóknar. Ekki töpuðu þó allir á við skiftunum við Parker. Trje- smiður nokkur, sem varð „eigandi“ verslunar einn fagran maímorgun, seldi hana aftur frænda sínum samdægurs. með allmiklum' hagnaði. Parker var í öng- um sínum, þegar þessar frjettir bárust honum til eyrna. Hann haf(ii verið handtekinn í annað sinn og beið nú dóms. Hann nevtti allra bragða til þess að að fá vægan dóm og ásakaði dóttur húsráð- aiTda síns fyrir það, hvernig fyrir sjer væri komið. „Hún er kröfuhörð kona“, kjokr- aði hann frammi fyrir dóm- aranum. Þetta virtist ætla að hafa tilætluð áhrif, því að dóm- arinn fvrirskipaði að láta rannsaka málið nánar. Ár- angurinn varð þó ekki sem heppilegastur fyrir aum- ingja Parker. Hann var dæmdur í fjögurra ára fang elsi í stað tveggia. Þegar til kom, reyndist ,,konan“, sem hann ætlaði að skella skuld inni á, vera fimm ára gam- all telpuhnokki. Hann gerði sjer skritnar huginyndir um sjálfan sig. PARKER VILDI aldrei viðurkenna það, að hann væri svikahrappur. „Jeg er mesti sölumaðurinn í allri Ameríku“, sagði hann við mig, er jeg var að grenslast um æfiferil hans frá fyrstu hendi. Þess vegna vildi hann ekki hlusta á menn tala um fólk, „sem væri svo heimskt að kaupa Brooklyn brúna“. „Viðskiftavinirnir mínir voru engir græningjar“, sagði hann ennfremur. — ‘„Flestir þeirra voru meira að 'segja sniðugir kaupsýslu menn. Það, að mjer tókst að blekkja þá, sannar bara sölumannshæfileika mína”.- Parker var þó fleira til lista lagt en kjaftavitið eitt. Hreinskilnin skein út úr svip hans, brosið var milt, og framkoma hans og látæði alt var á þann veg, að það hlaut að vekja traust þess, er hann talaði við. Eitt af fasteigna fórnarlömbum hans ljet svo um mælt: — „Parker hefði getað, hefði hann kært sig um, selt einkarjettinn að sólargeisl- unum”. Eitt sinn er Parker var að koma með járnbrautarlest frá Albany, kom hann auga á nokkur gömul skip á Hud son fljótinu. „Jeg er nýbú- inn að kaupa þau af ríkis- stjórninni”, sagði hann við samferðamann sinn. „Þau eru ágæt til niðurrifs”. Ferðamaðurinn fjelst á það, en bjóst við því að hann gæti haft betri not af þeim. Þessi nýi vinur hans veitti honum færi á því — fvrir 3.000 dollara. Illur fengur, illa forgengur. . PARKER HJELST illa á peningunum, sem hann græddi. Hann eyddi miklu í föt og ljet stundum sauma á sig sex fatnaði í einu. Demantshringir og slifsis- nælur voru hreinasta ástríða á honum. Og það kom fvrir að hann tapaði 25.000 doll- urum á einu kvöldi í gamla Astorspilavítinu við Broad- way. En ef til vill hefir þvngsti baggi Parkers verið hjón nokkur, sem ekki höfðu hug mynd um. að hann væri svikari. Konan var sú fvrsta sem hann hafði felt hug til, og í mörg ár hafði hann á- nægju af því að vera , fjár- málaráðunautur” hjónanna. í hvert skifti, sem hann fjekk fáeina dollara hjá þeim sem fjárframlag í arð- vænlegt fyrirtæki, kom hann aftur með hudruð dollara. Parker notaði tímann vel í fangelsinu. Hann las þar ósköpin öll, og árangurinn varð sá, að hann gat tekið þátt í samræðum um hin fjarskyldustu efni, alt frá Ming ættinni að siðum villi- manna í frumskógunum við Amazon. Þessi þekking kom honum í góðar þarfir síðar meir, í viðskiftum hans við æðri stjettir þjóðfjelagsins. Hún varð honum ómetanleg í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, þegar margar Amer- íkustúlkur voru á titlaveið- um. Með því að látast vera her togi, greifi eða eitthvað því um líkt og klæða sig í sam- ræmi ^ið það, tókst honum að komast inn á ýms auð- ugustu heimili í landinu. — Þar komst hann í kynni við gamlar kerlingar, sem hann sló óspart gullhamra. í stað inn voru þær fúsar að láta ríflegar fjárfúlgur af hendi rakna til góðgerðastarfsemi í heimalandi hans. Parker vinnur mál. BRASKIÐ VAR í algleym ingi á þessum tíma. Menn voru ólmir í að kaupa hluta- brjef og aftur hlutabrjef, og það virtist sem ekki væru nógu margir fjársvikarar á ferðinni. Parker var nú tek inn að eldast, kominn fast að sextugu, og orðinn var um sig. Hann gerði náma- hlutabrjefasölu að sjergrein. sinni, en gætti jafnan að því, að „hlutafjelag” sitt ætti námu. Auðvitað var náman ætíð einskis virði, en hún var til. En þrátt fyrir þessa var- úð, skall hurð nærri hælum Parkers. Hann vitnaði ætíð síðar í þennan atburð sem „einn meiri háttar löglegan sigur í lífi mínu”. Málavext ir voru þeir, að hann þóttist hafa bætt ráð sitt og tókst að selja námuhlutabrjef manns, sem hann hafði gabb að til þess að kaupa Brook- lyn brúna fyrir mörgum ár- um. í þetta skiftið stefndi fórnarlambið svikahrappn- um. Maðurinn hrópaði „svik” í rjettinum og hjelt því fram, að Parker hefði gefið sjer rangar upplýsing ar um verðgildi námunnar. Parker neitaði þessu og varð svo æfur, að þótt hann hefði lögfræðing sjer til varnar,. krafðist hann þess að fá sjálfur að gagnspyrja stefnandann. „Þjer segið, að jeg hafi aldrei áreiðanlegur verið?” spurði Parker. „Já, jeg stend við það”. „Þjer trúðuð aldrei orði af því, sem jeg sagði?” „Nei, ábvggilega ekki”. „Þrátt fyrir ' það ljetuð þjer mig hafa peninga gegn loforði, sem þjer segið, að jeg hafi gefið yður. Hvað segið þjer um það?” Stefnandanum varð svara fátt, og málsóknin úr sög- unni. ÞAÐ FÓR smám saman, að halla undan fæti fyrir Parker, og þar kom að lok- um, að hann var handtek- inn fyrir að gefa út ávís- anir, sem hann átti ekki inni fyrir. Nú var hann hræddur. Þetta var í fjórða skiftið, sem hann var ákærður fyrir fjársvik, og það þýddi æfi- langt fangelsi. Þegar kvið- dómurinn hafði fundið hann sekann, reyndi hann að vinna samúð dómarans. „Æfilangur fangelisdóm- ur, dræpi mig á einum mán uði”, sagði hann. „dæmið mig aðeins í árs fangelsi, herra dómari. Mig langar til þess að lifa og taka þátt í hátðahöldunum, þegar þjer verðið ríkisstjóri í hinu mikla New Yorkríki”. Þetta hafði engin áhrif. Hinar ágætu móttökur, sem hann f jekk í Sing Sing, tóku sárasta broddinn af óförum hans. Annað hvort mundu menn þar eftir hon- um eða höfðu heyrt hans getið. Fáir vissu þó, hvað þeir áttu að kalla hann. Ým ist var hann kallaður „Brú- in”, „kapteinninn” eða „Vor5urinn“. Nöfnin, sem hann hafði gengið undir á lífsleiðinni, hefðu áreiðan- lega fvlt hverja meðal síma- skrá. Jafnvel George Was- hington Parker var ekki hans rjetta nafn, og hann neitaði að gefa það upp. — „Jeg er kominn af heiðar- legu fólki í New York og vil ekki verða þeim til skammar”. En Parker losnaði brátt við öll þessi nöfn og fjekk nýtt. Vegna þess að hann var orðinn of gamall til að vinna erfiðisvinnu, var hon um fenginn sá starfi að opna og loka dyrum borðsalsins á matmálstímum. Upp frá því var hann aldrei kallað- ur annað en Sankti Pjetur. Áður en langt um leið, tók hann að selja þeim sköll óttu hármeðal (100% vatn), lesa í lófa hinna hjátrúar- fullu og vernda hina hug- lausu gegn ímynduðum ó- vinum. Hann gat komið ýms um orðróm á kreik í fang- elsinu. Hann „vissi” um öll levndarmál ríkisstjórans, fangelsisstjórans og allra kvikmyndastjarnanna í Hollywood. Einu sinni til- kvnti hann, að von væri á Jean Harlow. Fangamir ruku upp til handa og fóta, greiddu sjer, þvoðu og snur- fusuðu. Þegar ekkert varð af heimsókn leikkonunnar, hristi Parker gamli bara höf uðið og sagði: „Þarna sjáið þið svart á hvítu, aldrei get ur maður reitt sig á þetta kvenfóBT. Parker dó 9. janúar 1937, úr lungnabólgu í fanga- sjúkrahúsinu. Hvar „Sankti Pjetur” hefir fengið eilífan samastað, er ekki gott að segja. En vinir hans í fang- elsinu eru vissir um, að hann sje „uppi”. Ekki vegna þess að hann ætti skil ið að komast inn um gullna hliðið —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.