Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 10
li MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. nóv 1944 Dánarminning Jón Eyvindsson, kaupmabur í DAG er til moldar borinn merkur maður úr hópi hinna eldri Reykvíkinga er alið hafa allan aldur sinn í þessum bæ. Jón Eyvindsson kaupmaður, Stýrimannastíg 9. Hann var fæddur í Reykja- vík 4. april 1875 og voru for- eldrar hans Eyvindur Jónsson og Hólmfríður Guðmundsdótt- ir, er lengi bjuggu á Bræðra- borgarstíg 6 hjer í bæ. Á uppvaxtarárum Jóns var færra um skóla en nú, þá var auk barnaskólans, latínuskólinn eini skólinn hjer i bæ, er veitti drengjum almenna fræðslu en hann var sem kunnugt er að- allega undirbúningsskóli fyrir væntanl. embættismenn. Jón varð því, eins og margir aðrir fátækir piltar, að láta sjer nægja þá fræðslu, er barnaskól inn veitti, en það bætti hann sjer síðar með víðtæku sjálfs- námi. Þegar Jón var 12 ára gamall, rjeðist hann • sendisveinn við verslun Jóns Þorsteinssonar kaupmanns í Merkisteini. Ef til vill hefir þessi fyrsta ráðning valdið miklu um lífsstefnu hans, en hvað sem um það er, þá helgaði'hann verslunarstarf inu krafta sína óslitið upp frá því. Árið 1892 rjeðist Jón til V. Breiðfjörðs kaupmanns og var hjá honum til 1898, er hann fór til Th. Thorsteinson, er þá rak verslunina Liverpool og síðar mikla útgerð. Þar var hann í 30 ár og önnur hönd eig andans. Eftir lát Th. Thorsteinson var verslunin seld og rjeðist Jón Eyvindsson þá fyrir milli- göngu stjórnar Landsbankans, umsjónarmaður með verslun einni og síðar útgerðarfyrirtæki á Austfjörðum, sem Lands- bankinn hafði mikil afskipti af, og dvaldist af þeim ástæð- um 2 ár á Eskifirði. Árið 1930 gekk Jón í fjelag við Isleif son sinn um „Bygg- ingarvöruversl. Isleifs Jónsson- ar og ráku þeir hana upp frá því í fjelagi. Jón Eyvindsson var mikill starfsmaður svo honum fjell sjaldan verk úr hendi. Tóm- stundaverk hans voru einkum smíðar og garðyrkja og báru vitni um hagleik hans og smekk vísi, hann var reglusamur um störf sín og prúðmenni, svo að af bar. Hann var einn af þeim mönnum er ávalt ávinna sjer traust og virðingu jafnt yfir- manna sem undirmanna, enda naut hann hvorttveggja í rík- um mæli. Jón var fríður maður og hið mesta snyrtimenni, hann var fámáll og dulur við fyrstu kynni og blandaði sjer lítt í annara málefni, en fór sínu fram ef því var að skipta. En á heimili sínu og í góðra vina hóp gat hann verið bæði kátur og ræðinn og hinn skemtilegasti enda fjölfróður. um margt og þó hann segði oft fátt, fundu þeir sem þektu hann best hlýjuna sem lagði frá honum í viðmóti og handtaki, og sem gerir hann ógleymanlegan vinum hans og vandamönnum. Jón tók nokkurn þátt í fje- lagsmálum þessa bæjar, þannig var hann einn af elstu fjelags- mönnum Verslunarmannafje- lags Reykjavíkur og Fríkirkju safnaðarins og gegndi trúnaðar störfum hjá báðum. Verslunar- mannafjel. gerði hann og fyrir nokkrum árum að heiðursfje- laga sínum í viðurkenningar- skyni. Þann 25. sept. 1897 giftist Jón eftirlifandi konu sinni, Lovísu Isleifsdóttir Einarssonar síðast prests að Stað í Stein- grímsfirði, ágætri konu og hús- móðir, sem stundaði mann sinn af frábærri alúð í veikindum hans. Einkabarn þeirra hjóna er Isleifur kaupmaður, sem nú veitir verslun þeirra forstöðu. Auk þess ólu þau upp sem sitt barn, Guðrúnu Jónsdóttir, gifta Marinó Olafssyni fulltrúa við .versl. Garðars Gíslasonar. Jón andaist á Landakots- spítala 4. nóv. s. 1. eftir lang- vinn og erfið veikindi. — Jeg hygg að allir þeir, er þektu Jón best, muni á einu máli um að þar hafi farið góður dreng- ur. J. S. Námskeið fyrir sjé- menn í Eyjum Frá frjettaritara vorum í Vest- mannaeyjum. Miðvikudag 15. nóv. TVÖ NÁMSKEIÐ fyrir fiski- menn á vjelbátum eru haldin hjer í haust. Er annað þeirra námskeið í mótorfræði, og er það fyrir þá, er öðlast vilja rjettindi til þess að fara með vjel alt að 150 hestöfl. Hitt námskeiðið er í siglingafræði og öðlast þeir, sem þaðan verða brottskráðir, rjettindi til skip- stjórnar á skipum alt að 75 smálestir. Mótornámskeiðið er á vegum Fiskifjelags íslands; eru nemendur þar um 40 tals- ins. Aðalkennari er Óskar Jóns son vjelfræðingur. — Siglinga- fræðinámskeiðið er undir um- sjá Stýrimannaskólans 1 Rvík. Eru þátttakendur í því rúm- lega 20; aðalkennari er Einar Torfason stýrimaður. Á báðum greindum námskeiðum eru nemendur víðsvegar af land- inu. minningas'orð um ' ■' Guðmund Þorlák Guðmundsson skipstjóra 15 SEPTEMBER síðastl. vildi til það sorglega slys, að Guð- mundur Þorlákur Guðmunds- son skipstjóri fjell fyrir borð af skipi sínu Jóni Þorlákssyni og druknaði. Skipið var þá statt á Grímseyjarsundi á leið til Siglu fjarðar. Guðmundur Þorlákur var svo mikill afburðamaður um sjómensku og aflasæld, að skylt ar að hans sje minst rækilega. Auk þess átti hann að baki ó- venjulegan og gifturíkan starfs feril. Margir góðir og mikilhæfir menn bæði í hópi yfirmanna og háseta eiga sinn mikla þátt í uppbyggingu íslenska vjelbáta flotans en fáir hafa þar komist til jafns við ,eða skarað fram úr Guðmundi Þorláki, enda hafði hann á hendi farsæla for- mensku vjelbáta nær hálfan fjórða tug ára. Það sem mest einkendi Guð mund Þorlák frá fjölda annara manna, var það, hve fastlynd- ur hann var og farsæll. Kappið var mikið og afburðadugnaður og þrautseigja, en þó var hver athöfn athuguð vandlega áð- ur en hún var framkvæmd og það sem hann hafði einsett sjer var ekki yfirgefið fyr en í fulla hnefana. Ókunnugum gat virtst Guð- mundur Þorlákur nokkuð hrjúf ur og kaldur í svörum, en slíkt hvarf við nánari kynningu. Þá kom best í ljós drengskapur hans og hjálpsemi. Hreinn og beinn og heill maður, sem ávalt sagði eins og hann meinti við mennina sjálfa, en ekkí á bak þeim. Þess vegna fór svo, að öllum sem kyntust honum varð hann kær vinur. Þeir fundu að honum var óhætt að treysta í hverju sem var. Guðmundur Þorlákur hafði •þannig hina bestu kosti til þess að verða forystumaður, sem á mátti treysta, enda sýndi hann það í öllum störfum, sem hann tók sjer fyrir hendur. Voru þau mest bundin við formensku hans, en hvar sem Guðmund- ur Þorlákur lagði hendur að munaði um handtak hans eða uppörfun og aldrei varð hon- um þokað frá því, sem hann taldi satt og rjett. Því var hann eftirsóttur af útgerðarmönnum sem skipstjóri og hyltur af skipverjum, sem flestir voru hjá honum samfleytt fjölda vertíða og einn skipverja hans, Þorkell Guðmundsson, sam- fleytt yfir 20 ár. Fyrstu formensku á vjelbát- um hóf Guðmundur Þorlákur 1910 eða 22 ára gamall. Hafði hann snemma byrjað sjósókn, eins og títt var um hrausta ungl inga vestra, en 18 ára gamall hóf hann skósmíðanám og lauk prófi í þeirri iðn, en sjórinn átti hug og hjarta hins unga manns og fljótlega sleppti hann alveg skósmíðastarfinu og helgaði sig eingöngu sjónum og hugðar- málum sjómanna. Eins og að framan er lýst var Guðmundur Þorlákur þannig skapi farinn, að hann vildi í engu eftirbátur vera. Um haust ið 1912 tók hann að nema sigl- ingaíræði og lauk hinu minna fiskimanna prófi í desember 1912. Hafði hann áður verið formaður á vjelbátnum Berg- Ijót frá Isafirði, en tók við for- mensku á vjelbátnum Her- manni að loknu prófi, síðan vjelbátnum Huldu um skeið, og svo á stóru vjelbátunum, eins og þá var almént nefnt — þeim Hrólfi og Leif, eign Magn úsar Thorberg símstjóra o. fl. á Isafirði. Árið 1916 ljetu þeir Guð- mundur Þorlákur og Magnús Thorberg smíða vjelbátinn Is- leif um 30 smál. að stærð, var hann smíðaður hjá Magnúsi Guðmundssyni skipasmið í Reykjavík, og var þá stærsti og vandaðasti vjelbátur, sem smíðaður hafði verið hjer á landi. Bátur þessi reyndist hið traustasta skip í hvívetna og þar fjekk Guðmundur skip undir fætur, sem hæfði afla- sæld hans og dugnaði. Var hann skipstj. á Isleifi í 9 ár og altaf í tölu þeirra aflahæstu. Sumarið 1919 söltuðu þeir fjelagar síldarafla ísleifs fyrir eigin reikning, en svb fór af at- vikum, sem hjer skulu ekki rak in, að síldin varð verðlaus. Urðu þeir fjelagar fyrir tapi, sem var þeim um megn. Misti Guðmundur eign sína í Isleifi og varð að auki að taka á slg háa fjárhæð, sem hann var að borga smátt og smátt á annan tug ára; því ekki mátti Guð- mundur Þorlákur til þess vita að alt væri ekki borgað eins og um var talað. Frá 1925—1935 var Guð- mundur Þorlákur skipstjóri á ýmsum skipum fyrst á lína- veiðaranum Hafþór frá ísa- firði, síðan á skipum frá Sand- gerði, Akranesi, Norðfirði og Akureyri. Var það að vonum, að Guðmundi Þorláki byðust víða skip en aldrei mun hann hafa kunnað því vel að ráða ekki fleytu sinni sjálfur meira en að skipstjórn til. Á fyrgreindu tímabili var dauft yfir vjelbátaútgerðinni og þeir voru næsta fáir, sem hætta vildu fje í vjelbátaút- gerð, en Guðmundur Þorlákur yar einn þeirra fáu sem hvorki brast trú nje kjark á framtíð vjelbátaútvegsins og trúði að koma myndu bjartari dagar. Vorið 1935 keypti Guðmundur Þorlákur ásamt þeim Ingvari Vilhjálmssyni og Kristni Guð- bjartssyni, einn af þeim fjór- um nýju vjelbátum, sem Jón Þorláksson borgarstjóri gekst fyrir að Reykjavíkurbær ljeti smíða og selja síðan formönn- um og útgerðarmönnum hjer í Reykjavík. Jón Þorláksson and aðist áður en bátur þessi var fullsmíðaður og var báturinn látinn bera nafn hans og þeg- ar nafngjöfin var ráðin mælti Guðmundur- Þorlákur: „Jeg er ánægður með nafnið, en íllt þætti mjer ef báturinn kafnaði undir nafni og jeg ætti eftir að fylgja honum á sveitina". Sýna þessi ummæli hið almenna við horf þá, til afkomu vjelbátaút- vegsins og þann ásetning Guð- mundar Þorláks, að Jón Þor- láksson yrði þar til nokkurs þroska. Enda rættist svo úr með farsælli 9 ára skipstjórn Guð- mundar Þorláks, að Jón Þor- láksson var jafnan í tölu hinna aflahæstu báta og gaf eigend- um og skipverjum góðar tekj- ur. Sjerstaklega skaraði Guð- mundur fram úr öðrum á hin- um aflarýrari vertíðum. Sýnir það vel dugnað hans, þraut- Seigju og. útsjónarsemi. Guðmundur Þorlákur var mikill sjósóknari alt frá fyrstu tíð og fram til síðustu stundar, en svo var forsjá hans og lán, að aldrei fjekk hann skakka- fall á skipi eða mönnum og mun slíkt nærri eins dæmi hjá þeim, sem verið hafa skip- stjórnarmenn um nær hálfan f jórða tug ára. Eins og fyr grein ir var Guðmundur Þorlákur jafnan með aflahæstu formönn um og mun hafa verið búinn að færa þjóðarbúinu einna mest an afla, ef miðað er við hlið- stæð veiðiskip. Að þessu leyti hafði Guðmundur Þorlákur skil að góðu og óvenjumiklu dags- verki og enn mátti mikils af honum vænta og vafalaust hefði hann drjúgum aukið dags verkið, ef lífsþráðurinn hefði ekki svo skyndilega verið sund ur-kliptur. Guðmundur Þorlákur var fæddur 22 maí 1888 að Meiri- Bakka í Hólshreppi í .ísafjarð- arsýslu. FoTeldrar hans voru hjónin Guðrún Bárðardóttir og Guðmundur Þorláksson. Drukn aði hann í fiskiróðri nokkru áð ur en Guðmundur fæddist. Yar það því hlutverk móður hans að annast uppeldi Guðmund- ar auk tveggja eldri systkina, Samúels og Elísabetar, sem bæði eru látin fyrir nokkru. Ólust þau systkinin að mestu upp á' ísafirði og tókst ekkj- unni að koma börnum sínurp til manns, þótt oft væri þröngt í þúi. Var Guðrún tápkona mik il. Síðustu æfiár sín var Guðrún hjá Guðmundi syni sínum og tengdadóttur í besta atlæti. Hún andaðist 12 mars 1941. 15. okt. 1921 giftist Guðmund ur Þorlákur eftirlifandi konu sinni Margrjeti Jónsdóttur frá Kirkjubæ við Skutulsfjörð. Var hjónaband þeirra hamingju- samt, enda er Margrjet hin á- Framhald á bls. 1J?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.