Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1944, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. nóv. 1944 Þfska pjoðiE | Framh. af bls. 7. unað heima hjá sjer. Þannig maetti koma í veg fyrir svipað framferði og 1920, þegar þeir lögðu !and undir fót í risavöxn um lúxus-vögnum til þess að skoða Belgíu og Frakkland í sárum eftir ógnir hernaðarins, eða sendu erindreka sína til Bandaríkjanna til að ala á þjóðsögunni um hina veslings, svellandi, þýsku þjóð. Ef Þjóðverjum yrði, um tíma, byggt út úr samneyti Evrópu- þjóða, ef aðeins framúrskar- andi vísindamönnum, lisla- mönnum og hugvitsmönnum yrði leyft að fara út fyrir hið einangraða svæði, og snúa síðan heim aftur með sagnir af lífinu utan þess, þá munu þeir ef til vill skynja, að ekki er um að ræða neinn æðri kynstofn — aðeins nágranna, sem lifa í ein- lægri sambúð og vilja forðast samneyti við ofstopamenn. Skila listaverkum aftur. FIMTA LEIÐIN til þess að færa Þjóðverjum heim sann- inn um stórfengleik glæpa þeirra, felst í því að þvinga þá til að skila aftur öllum lista- verkum, sem þeir hafa rænt úr söfnum Evrópu. Það verður að láta þá borga fyrir eyðilegg- ingu óbætanlegra listaverka, dómkirkna og bygginga Frakk lands, Belgíu og Hollands og sögufrægra breskra borga, með listaverkum, sem Þjóðverjar áttu fyrir stríð. Þegar verk Rembrandts, sem nú eru í Mún chen, Dresten og Berlín, hverfa heim í Ryks-safnið í Amster- dam, þegar verk Gainsboroughs og Turners hverfa heim til safn anna í London og verk Pouss- ins og Renoirs til Louvre í Par- ís, þá munu Þjóðv. verða að lesa litla miða, sem festir verða upp í söfnum Þýskalands í stað þessara málverka, þar sem skýrt er frá því, hvert þessi verðmæti eru horfin — og hvers vegna. Uppeldi þýskra barna er efni í heila ritgerð. Jeg vil aðeins geta þess hjer, að kennarar þeirra eiga að vera þýskir. Framandi menn með erlendan hreim yrðu aðeins til athlægis. Kennararnir yrðu samt sem áður að vera undir stöðugu eft- irliti uppeldissjerfræðinga bandamanna, sem jafnframt myndu líta eftir allri kenslu við háskólana. Bókmentir og listir Þjóðverja búa yfir mörgum fjársjóðum, sem samrýmast vel lýðræðishugsunarhætti; það þarf aðeins að tína burt ill- gresið, sem nasistar hafa sáð þar innan um með áróðri sín- um og gervi-vísindum, svo að börnunum geti orðið hollústa að. Goethe einn hefir til brunns að bera nægilegt efni til upp- eldis heillar þýskrar kynslóð- ar. Megin-hugsjónir lýðræðisins, frelsi og umburðarlyndi, munu verða aðgengilegri til lærdóms þessum unglingum, á þeirra eig in tungu, heldur en á þýddum erlendum ritum. Efnisleg yfirbugun Þýska- lands getur ekki tryggt mann- kynið gegn nýju árásarstríði Tevtona lengur en einn manns- aldur. En breyting á hugarfari þýsku þjóðarinnar getur þjálf— að hana til þess að skipa á ný virðulegan sess í friðsamleg'u samfjelagi þjóðanna. - Sjálfsiæðishúsið nýja Framh. af bls. 2. miðstöð flokksstarfseminnar hjer í Reykjavík og á öllu landinu. Sjerstök fundaher- bergi fyrir stjórnir Sjálfstæðis fjelaganna hjer í Reykjavík og aðsetur fyrir aðrar fram- kvæmdanefndir þeirra. Allt í hjarta bæjarins! Við Auslurvöll! Rjett hjá Al- þingishúsinu, þar sem flokk- urinn ætlar að leggja allt kapp á að auka áhrif sín í framtíð- inni. Það er stutt á milli!“ Ráðherra ferst. PARÍS: — Nýlega fórst Le- perq, fjármálaráðþerra stjórn- ar de Gaulle, í bifreiðarslysi. Talið er, að eftirmaður hans muni verða Giacobbi, nú mat- vælaráðherra - Samtök Sjálf- stæðismenna Framh. af bls. 7. næsta starfsár, voru þessir menn kosnir: Form. Sigurður Halldórsson, v.form. Svein- björn Hannesson, ritari Alfreð Guðmundsson, v.ritari Hákon Þorgilsson, gjaldk. Lúther Hró- bjartsson, v. gjaldk. Angantýr Guðjónsson, fjárm.r. Gísli Guðnason. I varstjórn voru kosnir: Ragn ar Jónsson, Gísli Ingimundar- son, Guðmundur Pálsson, Pjet ur Hannesson og Sigurður Ey- þórsson. Endurskoðendur voru kosnir: Friðrik Sigurðsson og Hannes Jónsson, og til vara: Gísli Gíslason. Fundurinn var vel sóttur og fór í alla staði ágætlega fram. — Guðmundur Þorlákur Framhald af bls. 10 gætasta kona. Þau Margrjet og Guðmundur áttu heima á Isa- firði til ársins 1927, þá fluttu þau hingað til Reykjavíkur og hafa búið hjer síðan. Þeim hjón um varð fimm barna auðið. Eru þau öll-á lífi og hin mannvæn- legustú. 1 Guðmundar Þorláks er sárt saknað. Við fráfall hans er konu hans og börnum, ættingj- um og vinum þungur harmur kveðinn. Hann var enginn meðalmaður, heldur afburðamaður að dugn- aði og drengskap. Heiðurs- og sæmdarmaður, sem í engu vildi vamm sitt vita, trúr sinni kÖll un og vildi í hvívetna hag og heiður sjómannastjettarinnar og allrar þjóðarinnar.Hann var í flokki þeirra, sem skilað hafa mestu og farsælustu dagsverki sinna samtíðarmanna, enda einn kunnasti og vinsælasti maður í sjómannastjett. Ingvar Vilhjálmsson. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Mikið manniall í orustunni um Buda pei! Eftir Duncan Hooper. RÚSSAR hafa enn sótt fram til Budapest og er búist við, að þeir hefji lokaárás á borgina þá og þegar. Sjást þess ýms merki, að varnir Þjóðverja við höfuðborg Ungverjalands sjfeu að bila. Þrátt fyrir rigningar undan- farna daga hafa bardagar ver- ið afar harðir við borgina. Frá austri hafa Rússar sótt fram að borginni. Frjettaritari Rauðu stjörnunnar símar í dag frá víg stöðvunum við Budapest, að báðir aðiljar hafi orðið fyrir miklu manntjóni í orustunum, en skyttur Malinovskys hers- höfðingja hafi bókstaflega unn ið kraftaverk með skotfimi sinni. — Reuter. Vilja ekki Franco á friðarráðstefnu London í gærkveldi. ÞINGMAÐUR einn spurði að því í neðri málstofu breska þingsins í dag, hvort Franco eða fulltrúum hans yrði boðið til friðarráðstefnunnar, er þar að kæmi. Þessu var svarað þann ig af stjórnarinnar hálfu, að þangað fengju engir að koma? nema þeir, sem hjálpað hefðu bandamönnum að einhverju leyti í hernaðarátökunum, eða fulltrúar þeirra. — Reuter. Hálf þriðja miljón Frakka í Þýskalandi. iw- - LONDON: — Samkv. upp- lýsingum m. Fresnay, ráðherra þess, sem fer með málefni stríðsfan’ga fyrir frönsku stjórnina, eru nú 2.440.000 Frakkar í haldi í Þýskalandi. Þar af eru 790.000 stríðsfang- ar, 600 þús. voru fluttir úr Frakklandi af einhverjum sök- um, 750 þús. eru í nauðungar- vinnu og 300.000 Elsass- og Lothringen-búar. Þar að auki eru svo 225 þús. verkamenn, sem fóru af frjálsum vilja í vinnu. Kaup ameríska fimlelkahússins í SAMBANDI við frjett, er fram hefir komið, um að í- þróttabandalag Reykjavíkur hafi fest kaup á ameríska fim- leikahúsinu við Hálogaland, hefir blaðið fengið eflirfarandi upplýsingar hjá kaupsamninga nefnd I. R., Ármanns og K. R., sem falið var af stjórnum fje- laga þessara að reyna að festa kaup á fyrgreindu íþróttahúsi. Það var fyrst seint á fyrra ári, sem talað var við þáver- ahdi sölunefnd setuliðseigna og leitað álits hjá henni um, að þessi þrjú langstærstu íþrótta- fjelög bæjarins keyplu sameig- inlega ameríska íþróttahúsið, þegar setuliðið hyrfi af landi burt. Tók hún þegar mjög vel í það. Svo þegar skift var um nefndarmenn, var einnig rætt við núverandi formann nefna- arinnar og tók hann einnig á- gætlega i málið. Á síðastliðinu vori var svo haldinn fundur formanna þess- ara fjelaga og frekar rætt um málið, og litlu síðar samþyktu stjórnir umgetinna fjelaga eir.- róma að skipa þriggja manna nefnd, einn mann frá hvoru fjelagi, til þess að leitast fyriv um kaup á eigninni. Það má geta þess, að þá var íþrótta- bandalag Reykjavíkur enn ekki stofnað. Síðar sendi þessi nefnd- en fjórum dögum seinna kem- svo tilboð um kaup á húsinu, ur einnig tilboð 1 húsið frá bandalaginu, sem þá var ný- stofnað, og var það 10 þúsund krónum hærra en tilboð fjelag- anna. í framangreindri þriggja manna nefnd áttu sæti frá í. R. Haraldur Johannessen, frá Glímufjelaginu Ármann Jens Guðbjörnsson og frá K. R. Sig- urjón Pjetursson. Nefndin, á- samt stjórnum þessara þriggja fjelaga, hefir frá upphafi unn- ið af mikilli einlægni og ein- ingu í máli þessu og var sVo álitið af þessum aðilum að kaupin á íþróttahúsinu myndi vera mjög góður og æskilegur grundvöllur fyrir mikilli og góðri samvinnu hinna þriggja stóru íþróltafjelaganna í fram- tíðinni. X-} 4/ Eflir Roberl Slcrm ►#4 111»! AW, I 6UE5S J'M A LITTLE JU/MPV, ROXY.. YOU DON'l^' SSEM A BIT QLAO TO SEE Mi, BLUf-JAW! Unaware that his fellow Ae&ns ARB ALREADV ON THE WAV... rs^ I'LL BET MY SHOS 6TA/V1P THAT'5 BLUE-JAW'5 NEST ! ÍM ÖOING IN A BITCLOSER. 1—2) Roxy: — Þjer virðist alls ekki þykja neitt vænt um að sjá mig, Blákjammi. — Blákjammi: — Sennilega er jeg dálítið smeykur, Roxy. I fyrsta lagi náði Hogan okkur aleinn á sitt vald, svo sendi jeg Guggsy inn í eilífSina með einu skammbyssu- skoti og nú segir þú að annar djöfull sje að sníglast í kringum krána. 3—4) Blákjammi: Ertu viss um að hann hafi ekki elt þig hingað? *— Roxy: Já, já. Hættu þessu harmakveini og kysstu mig, Lögreglunjósnarinn, sem hafði fylgt Roxy eftir, hafði nú komið auga á húsið, en honum var alveg ókunnugt um, að fjelagar hans voru á leið þang- að. „Jeg þori að hengja mig upp á það“, hugsaði. hann, „að þetta er hreiour Blákjamma. Best jeg gangi svolítið nær“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.