Morgunblaðið - 05.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. des. 1944. ....valdhafar Þýskaiands Framh. af bls. 7. ‘ Án stuðnings herforingja j ráðsins- hefði Hitler aldrei komist til valda, og þegar honum verður velt úr stóli, verður það vegna þess, að herforingjaráðið hefir ekki lengur þörf fyrir hann. Her . íoringjaráðið átti ekki upp- tökin að hinu misheppnaða tilræði, ef svo hefði verið, hefði það fengið annan endí. Og þó að Hitler falli í vai- inn, er sigurinn ekki fall- inn Bandamönnum í skaut. Það verður ekki fyrr en síð- ustu leifum þýska herfor- ingjaráðsins hefir verið út- rýmt. Það þýðir ekki að vænta heilbrigðrar skvnsemi af hendi þessara manna. Þeir skilja ekki annað en stríð. Hugsjónir okkar og hugðar- efni eru þeim jafnógeðfeld eins og okkur þeirra. Ekk- , ert „uppeldi” getur brevtt hugarfari og lífsskoðunum, sem aldagamlar erfðavenj- ur haga skapað. Meðan þeim tekst að herja einhversstað- ar út járn og stál, munu þeir smíða vopn Því má ekki gleyma, að júnkurum þessum er einkar lagið að bjarga sjálfum sjer. Allt frá árinu 1937, hefir herforingjaráðið rekið víð- tækan áróður, sem miðar að því að skapa aðdáun á hern- um, á kostnað nasistaflokks ins. Mjög hefir verið kapp- kostað að draga skarpa markalínu milli hersins og nasistaflokksins og mikil áhersla lögð á bilið, sem skilji þessa tvo aðila að, jafnframt því, að allri stríðs sökinni er komið yfir á Hitl- er. Á þennan hátt hyggjast þeir koma í veg fyrir, að jafnvel ósigur geti eyðilagt tækifæri þeirra til endur- reisnar hins þýska hernað- aranda. Að vissu leyti hefir heppn in verið með þeim í þessu tilliti. Við áfellumst nasista frekar en þýska herinn. Það er fróðlegt' að veita því at- hvgli, að í allflestum bresk- um og amerískum kvik- myndum, bókum og leikrit- um, sem fjalla um Þýska- land og lönd, sem Þjóðverj- ar hafa hernumið, er Gesta- po-maðurinn stöðugt sýnd- ur sem versti óþokki, en samtímis er þýski liðsforing inn oftast næsta viðfeldinn og alúðlegur náungi, og ó- sjaldan fullur fyrirlitningar á nasismanum. Ef okkur tekst ekki að sjá í gegnum áróðursvef þenn- an og gei um okkur ekki jafn framt grein fvrir því, hvar rætur meinsins er að finna, þá mun herforingjaráðið þýska sjá um, að ný og enn ægilegri heimsstvrjöld dvnji yfir mannkynið eftir 20 til 30 ár. í Kirkjunes-kastala Þjóðverja. Frá ferð Terje Vold Ippliil Opinb&rt uppboð verður haldið í K.R.-húsinu á morgun, 6. þ. mán., kl. 10 f. h, Verða þar seld alskon ar húsgögn, þ. á. m. dag- stofuhúsgögn, borðstofuhús gögn, svefnherbergishús- göSn, stálhúsgögn, útvarps tæki, úr og klukkur, skáp ar alskonar, speglar, hill- ur, ljósakrónur, skrifborð, borð og stólar, saumavjel- ar, skinnsaumavjel, trje- smíðatæki, hefilbekkur, rennibekkur, fatnðaur, nið ursuðuvörur, (kjöt og fisk ur). Ennfremur 20 dús. þvottaföt, 5 dús. skaftpott ar (email) o. m. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík Augun jeg hvíli með GLERAUGUM frá TÝLI. Frá blaðafullti'úa Noi'ðmanna. I iLAÐAiHJLLTRÚ I uorsku stjórnarinnar, .Tens Scbive, er fór nieð Terje Vold, dónxs- málaráðherrá til Norður-Noí' egs, hefir skrifað grein um íerð sína. llann segir þar m. annars: Á leiðinni frá finsku landa [niærunum til Kirkjuuess óku þeir framhjá rústum hinna, brendu húsa. En í Kirkjuncsi ei'u engin hús uppistandandi nema í úthverfum bæjarins. Terje Vold ráðherra gekk. um hinn brenda bæ. Ekkert er ■ ofanjarðar af hinum brendu j húsum nema reykháfastúfar. 'Verið var að hreinsa sprengj- ur úr bænum. Því miður íor- ust, meim við það verk. í Kirkjuneskastala Þjóð- verja var öflugra lið on ann- arsstaðar í Noregi. L bardög- unum um bæinn fjellu 1000 Þjóðverjar. En 14 liæjannenn biðu bana. Meðan Jjjóðverjar voru í Kirkjunesi tóku þeir 11 bæjarmenn af líí'i. En fjöl- margir voru handteknir og urðu fyrir pyndingum. Vold ráðherra hjelt fund í Kirhjunesi. Ilann sagði það m. a. að hann gæti vottað er til London kæmi, að *kjarkui* manna í Norður-Noregi væri óbilaður og samstarf manna gott, þrátt fyrir mikla erfið- leika. Ráðherrann fór til Vadsö, þar var hann eitt sinn bæjar- stjóri. Sá bær er í rústum eins og Kirkjunes. Siyrkveifing Þeir. sem sækja ætla um styrk úr Styrkt- arsjóði Skipstjóra- og stýrimannafjelagsins Kári Hafnarfirði, sendi skriflega umsókn til formanns fjelagsins, Jóns Halldórssonar, Linnetstíg 7 fyrir 18. des. n. k. STJÓRNIN. ' Áttræour: Þorsteinn Jónsson Hrafntóftum HINN 20. nóv. s.l. varð Þor- steinn á Hrafntóftum 80 ára gamall. Þorsteinn fæddist að Hrafn- tóftum 20. nóv. 1864. Hefir hann dvalið þar alla æfi. Hann byrjaði búskap 1890 við lítil efni eins og oft vildi vera í þá daga. — Þorsteinn hefir eignast tvær konur en mist báðar. Börn átti hann^ með báðum konum sínum. Heimili Þorsteins var altof þungt, mörg börn og gestakoma mikil. Þótt hann væri efnalítill, sá það enginn, sem dvaldi þar lengri eða skemri tíma. Var miku líkara að þar væri altaf nóg úr að spila. Þorsteinn er höfðingi í lund og engin smá- sál, eins og það er kallað, því var hann þrátt fyrir lítil efni, gestrisinn og reyndi að leysa hvers manns vanda. Þórsteinn hefir sjálfur sagt, að svo lítil hafi efni sin verið á tímabili, að hann varð að telja meira fram en hann átti, til þess að forðast það, að gengið væri að honum að hinum ýmsu iánardrottnum. En þótt efna- hagurinn væri ekki betri en þetta, var Þorsteinn aldrei fá- tækur eða vanmegnugur að finna úrræði, sem dugðu honum og öðrum vel. Enginn tapaði á því að lána Þorsteini fje á með an hagur hans var verstur. -— Hann borgaði hverjum það, sem hann átti. Annað hefði honum fundist ósæmilegt. Þegar jeg segi að Þorsteinn hafi aldrei verið fátækur, á jeg við það, að menn með hans skapgerð, greind, hugsjónir og andlegan styrkleika, eru ríkir þótt skuldir sjeu miklar og bú- peningurinn lítill. Slíkir menn berjast heiðarlegri og drengi- legri baráttu. Þeir bogna ekki fyrir erfiðleikunum. Eldur hugsjónanna og heil- brigðra lífsskoðana hitar þeim og gerir þá sterka i hverri raun. Þorsteinn hefir því altaf verið sterkur og ríkur, þótt hann á tímabili ætti ekki fyrir skuld- um, eins og það var orðað. Þorsteinn er löngu lands- kunnur, sjerstaklega fyrir trú- málaskoðanir sínar. Hann er eldheitur trúmaður og hefir ferðast víða um land og flutt íyrirlestra um trúmál. Hann er víðsýnn og fylgist vel með. Þótt Þorsteinn sje nu 80 ára, er hann samt unglegur og ung ur í hugsun. Hann hefir enn mikinn framfara-hug. Hefir hann alla tið verið mikill fram fara- og athafnamaður. Þorsteinn dvelur nú á heimili sonar éíns, Sigurðar, sem býr á Hrafntóftum og er sá 5. í röð- inni í þeirri ætt, sem býr á þess ari fornu sögu-jörð. Vinir Þorsteins hjeldu hon- um veglegt samsæti, að Hrafn- tóftum. Var það mjög ánægju- legt og fór í alla staði fram með miklum myndarbrag. Afmælis- barninu bárust fjöldi skeyta og gjafa. Um leið og jeg enda þessar línur, vil jeg óska Þorsteini góðra daga í ellinni og þakka honum fyrir góða viðkynningu og margar ánægjulegar sam- verustundir. I. J. » Fjölskyldu hetjunnar hjálpað. London: Gamlir fjelagar eins af þeim hermönnum, sem hlot- ið hefir Viktoríukrossinn, fall- inn, hafa skotið saman 143 sterlingspundum handa fjöl- skyldu hans, sem á við mikla neyð að búa. X-9 íW Eftir Robert Storm BLUE-JAVf ! BLUE-JAVa THIS IS AU AGENT OF THE. FEDERAL BUREAU OF INVESTIGATION! WE HAVE yOU SURROUNDED!... SAC1.../V1ARTV..JUST TOOK ANOTMEf? PRI$ON£f?! ALL SET FOR TM£ 016 SMOW/ GOOD! USTEN IN A LOW VOICE, TME AGENT SPEAKS INTO NlS AtlDGET MAND TALKIE- 1—2) Monk: Það er alls ekki líkt Puggy að sofa á verðinum. (Kallar) Hæ, Pug, ertu hjer inni í hlöðunni? — Um leið og Monk kemur inn slær Marty hann í rot með kylfu. 3—4 Marty tilkynnir lágri röddu í gegnum sím- ann: — Sac, við vorum að taka annan fanga. Allt tilbúið, leikurinn getur hafist. Fyrirliðinn: Ágætt. í hátalarann er þrumað: — Blákjammi! Blákjammi! Þetta er fulltrú frá amerísku ríkislögreglunni. Við höfum þegar umkringt þig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.