Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 24. des. 1944« Sáðmaður á bókmenntaakri Islendinga í þrjátíu ár B>AÐ ER margs að minnast, þes.ar einn maSur er búúm að skrifa bækur og gefa þær út í 3if ár, alls 10 bæfcur. IjóS, sem f.n: Ifleyg eru orðin fyrir löngu og smásögur, sem hlotið hafa alþjóðar lof. — Þetta hefij/ Jafcob Thorarensen gert nú í . vet'ur. Þá, fyrir 30 árum, gaf Jóhann Jóhannesson út fyrstu ljóðabókina hans, Snæljós, og vildi ekki borga neitt fyrir handritið í fyrstu. En svo fór þó, aö hann vildi heldur borga fyrir það, en að missa útgáfu- rjettinn, en þá var mest greitt 30 kr. fyrir örkina. Jakob fjekk það. Jeg labbaði heim til Jakobs hjer um daginn, til þess að rabba svolítið um það við hann, hvernig væri að skrífa bækur í 30 ár. Við.Jakob höf- um þekst talsvert lengi. Við kyatumst gegnum annan rithöf uncl,. Kristmann Guðmundsson, og höfum stundum hittst og ræðst lítilsháttar við síðan í góðu tómi, meðal annars skemt okkur saman í hinum sumar- I;j«fá stað, Kaupmannahöfn. Vinnustofa skáldsins er lít- ið, vistlegt herbergi og snýr giiugga í vestur. Við alla veggi hi-rbergi.sins standa bókaskáp- ar, þjettsettir fallegum bókum. Hvergi kann jeg eins vel við rnig, eins og í slíkum herbergj- um. Við Jakob tökum tal saraan. Margt ber á góma. Þannig skýr ir hann mjer frá merkilegri hug arfársbreytingu sinni: Er hann var drengur, sat hann í fimm sumur hjá ám, og fanst það allra versta verk, sem hann gerði, en nú tjáði hann mjer, að harm vildi ekkert verk heldur vinna en sitja hjá. — Þegar hann var drengur, þótti honum starfíð ilt, vegna þess, að þá var liann einmana í hjásetunni, eri vitl nú gjarnast vera öllum möimum fjarri. Jeg get þess til, að það sje vegna þess, að hann vilji hafa næði til að yrkja, en þá kemur upp úr kafinu, að Jakob hefir líka ort í hjásetunni, • þegar hann var drengur. Orti hann þá sveitarbragi og bændarím- ur. Skammavísur man hann ekki til, að hann hafi gert, þótt naargtr tækju kannske sumar bögurnar í bændarímunum sem slíkar. Allur er nú þessi skáltískapur gleymdur og týndur. Jakob Thorarensen gaf fyrstu bók sína út fyrir jólin 1914 En smalinn vex upp og er kominn hingað til Reykjavíkur fulífíðá maður árið 1905. Og ■elíaf heldur hann áfram að yrfcja. Og árið 1914 kemur svo úf; íjöðabókin Snæljós. Þar með er 30 ára skálda- og' rithöf- undáíferill Jakobs Thoraren- sen hafinn. Síðan hefir að með- all'aii komið út eftir hann bók þriðja hvert ár, en alfs eru þær komnar út 10, sjö kvæðabækur og þrjú smásagnasöfn. Snæljós, fyrsta bókin, fjekk ágætar viðtökur. Það rituðu ura hana fjórii- doktarar, en þetr voru sýnu færri hjer þá en uú er. Meðal þessara manna voru þeir Valtjr. Guðmundsson og Jón Þorkelsson. Jakob kveð ur sjer hafa líkað vel við rit- dóma beggja, og segist altaf vera aðdáandi Valtýs Guð- mundssonar, eftir að hann kyntist honum í Kaupmanna- höfn árið 1922. Sprettir, næsta bók Jakobs, kom fimm árum síðar, síðan Kyljur, 1922, þá Stillur, 1927. Fyrsta smásögusafnið, Fleygar' stundir, kom út 1929, Ijóða- safnið Heiðvindar árið 1933, smásögusafnið Sæld og synáir árið 1937, Svalt og bjart, einn- ig smásögur,. árið 1939, og loks vísna- og kveðlingasafn Jak- obs, Hraðkveðlingar og hug- dettur, árið 1943. Jég spyr Jakob, hverja af þessum 10 bókum hann haldi mest upp á. Hann hugsar sig nokkuð um og ségir síðan, að Heiðvindar standi eiginlega hjarta hans næst af hans and- legu afkvæmum. Þá bók kveðst hann vera ánægðastur með. Þegar jeg var drengur heima fyrir norðan, fyrir rúmum tutt ugu árum, þá heyrði jeg margt4Iega ást, af kvæðum Jakobs. Hann birti ! ekki heldur, og þó mun hann þá oft kvæði í blöðum, og svo voru Snæljós komin út þá, — og Stillur einnig. Jeg raan, að mörg kvæði hans gengu mann frá manni um sveitina; þau þóttu ágæt. Jeg tala nú ekki jsvo sem að framan er getið, er um eitt, sem birtist í Lqgrjettu, og Jakob nefndi 'Strand. Það hefir ekki birst í bókum hans enn. Hlustið bara á. Það var þrótturinn og kjarnyrðin, sem hreif útskagafólkið. Af höfninni rann á hafið út hinn háreisti, sterki knör. En rökkrið á hlíðar hnýtti klút, og hraðaði vindur för. Það skip fór greitt, þótt skygði áð jeli, skýman brygðist og hyrfi land. Það viknaði ei hót á vjelar þeli, þótt vetrarnótt spinni hríðarband. Glögg er myndin. Eins og maður sjái skipið skríða úr höfn á vetrardegi i mugguhríð undir kvöld. — Þetta kvæði 1 rffv'V' rfiin4 U.CA1J a-g uo u, en mje-r finst nú margar aðrar alt eins góðar, þótt þessi ætti að verð- ou eu.vt.uu uo i/ u uuu liv. KJ UU öulast frægðina. — Yfirleitt hefir Jakob unnið frægan sig- ur með öllum sínum smásögum og margar á hann erm óbirtar. Og eitthvað heyrði jeg um væntanlega heildarútgáfu af verkum hans. 'ár Blaðamenn hafa venjulega ákaflega lítinn tíma,. ekki síst rjett fyrir jólin, þegar alt er á öðrum endanum, og jeg fer að hugsa til hreyfings, þótt mjer þyki altaf erfitt að yfirgefa skemtileg skáld og hcrbergi. -sneysafult af bókum. Því kveð jeg hið síunga skájd, með sitt mikla skegg, Framh. á bls. 6. Blómakörfur Nokkrar fallegar blómakörfur ódýrar, verða seldar í bakhúsinu Hverfisgötu 82 í dag frá kl. 12—3. varð mjög fleygt, vegna þess aðallega, að það var ort rjett áður en Goðafoss strandaði við Straumnes, —- eða rjett á eft- ir. Hvort sem var, þá settu menn kvæðið í samband við strandið, — en þó var það alls ekki ort um þenna atburð. Við Jakob spjöllum um heima og geyma. En Jakoto les ekki kvæði. Það rökkvar óðum inni, og mjer finst eins og kvæði og sögur úr hinum 10 bókum, sem hjer hafa margar hverjar ver- ið skapaðar, liggi í loftinu. Þannig heyri jeg: í sögunni fann jeg fyrnsku hyf í fossinum skrýmsli bjó. í niðamyrkri og norðanbyl um nætur það skellihló. Þétta kvæði ber einnig blæ norðlensks vetrar og íslenskr- ar þjóðtrúar í algleymingi, á- samt geyg og dul þjóðarvitund arinnar. Oft fór hrollur um mig ungan við að heýra það. — En Ijóð Jakobs eiga líka sín vor. Hlustið á: Við fyrstu sýn mitt hjarta brann sem bál, jeg bað til Guðs, er hverja löngun sjer, að glæða af ylnum inst í þinni sál eitt orð, eitt bros, er lielgað gæti jeg mjer. Yfir þessu kvæði er Ijómi æskunnar og ástarinnar, en Jakob veit einnig, að þetta á sitt haust. Kvðæði heitir Ilverf leiki, og það heíir mjer lengi fundist eitt af bestu ástarkvæð um á íslensku. — Það er svo satt, eitt sannasta af þesskon- ar-kvæðum, sem jeg hefi lesið. Nútíminn trúir ekki á ódauð- Jakob T-horarensen C,,»,M«**M,*»*4X**X,*X**XMM*,X**X**IM*M**,t*****XMWM»**X*'******XH*M'»HJM******«”****M****M*^ +3nniíecj uótu jóíct - otj ntjáróóókir færum vjer öllum nær og fjær. tœ Lja uerótun n i i un nkamój manna næstur því að hafa höndlað það hnoss með sinni glæsilegu konu. Af smásögum Jakobs, sem nú hafa birst í þrem bindum, í Ríkisútvarpið Takmark og ætlunarverk Ríkisútvarpsins er að ná til allra þegna landsins með hvers konar fræðslu og skemtun, sem því er unt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS annast um afgreiðslu, fjárhald, útborganir, samningagerðir o. s. frv. Útvarps- stjóri er venjulega til viðtals kl. 2—5 síðd. Sími skrif' stofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. INNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sjerstök skrifstofa. Sími 4998._ ÚTVARPSRÁÐIÐ (Dagskrárstjórnin) hefir yfirstjórn hinn- ar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. ■ Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síðd. Sími 4991. FRJETTASTGFAN annast um frjettasöfnun innanlands og frá útlöndum. Frjettaritarar eru í hverju hjeraði og kaupstað landsins. Frásagnir um nýjustu heimsviðburði hprast með út varninu um alt land tveim t.il brem klukkU- stundum eftir að þeim er útvarpað frá erlendum út,- varpsstöðvum. Frjettastofan starfar í tveim deildum. sími innlendra frjetta 4994; sími erlendra frjetta 4845. AUGLÝSINGAR. Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn- ingar til landsmanna með skjótum og áhrifamiklum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifamestar allra auglýsinga. Auglýsingasími 1095. VERKFRÆDÍNGUR ÚTVARPSINS hefir daglega umsjón með útvarpsstöðinni, magnai’asal og viðgerðarstofu. ■ Sími verkfræðings 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annast um hvers konar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og viðgerðir útvarpstækja. Sími viðgei’ðarstofunn- ar 4995. TAKMARKIÐ ER: Útvarpið inn á hvert heimili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því, að hlusta á æðaslóg þjóðlífsins; hjartaslög heimsins. Ríkisútvarpið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.