Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 14
14 MORGÚNBLAÐIÐ SunnudagTir 24. des. 13^4. „Þetta er prýðileg uppá- stunga hjá þjer. Eftir nokkrar vikur verð jeg svo búinn að finna handa henni skóla. Þá ætla jeg að tala við hana og segja henni, að jeg ætli í ferða- lag til Evrópu, og hún verði að vera góð og hlýðin stúlka, með- an jeg sje í burtu“. „Ætlarðu í raun rjettri til Evrópu?“ „Já. Eftir um það bil mánuð sel jeg Casson gamla minn hlut í fyrirtækinu eða kaupi hans. Og að því búnu ætla jeg til Evrópu“. „Þegar þú hefir komið Tameu í klaustur — því að þar á hún heima —- átt þú að kvænast Maisie Morrison, og taka hana með þjer til Evrópu. Jeg skal líta eftir Tameu fyrir þig. Þjer er óhætt að trúa mjer fyrir því. Tælandi augnaráð hennar hefir engin áhrif á mig. Og auk þess hefi jeg verið að hugsa um það undanfarið að kvæn- ast einhverjum siðprúðum kven manni og eignast hóp af ljós'- hærðum, bláeygum börnum. — Jæja, hringdu þá í Maisie“. Danni hikaði, svo að Mel hringdi sjálfur í einkaritara hans og bað hann að ná í ung- frú Morrison fyrir herra Pritc- hard. Maisie var heima, og af svör um Daníels dró Mel þá álykt- un, að hún hefði orðið við bón hans. Þegar Danni lagði heyrn artólið á, glotti Mel sigri hrós- andi. „Hvað sagði jeg, drengur minn? — Jæja, þið leggið þá af stað klukkan tvö í dag. — Hringdu nú í Júlíu, svo að hún geti þegar fariö að ganga frá farangri Tameu“. „Það er ekkert smáræði, sem gengur á fyrir þjer! Þú talar eins og þú værir einvaldur yf- ir öllum Bandaríkjunum!“ „Þú ert svoddan heybrók, greyið mitt, að þjer veitti eig- inlega ekki af því að hafa fast- launaða barnfóstru. — Annars þýðir ekkert annað en hafa hraðan á, því jeg þekki mann- eskju, sem er ennþá hraðvirk- ari en jeg“. XVII. KAPÍTULI. Þegar bifreið Danna ók upp að Del Monte gistihúsinu, klukk an sjö um kvöldið, reis ljós- klæddur maður upp úr sæti sínu á veggsvölunum og gekk að bifreiðinni. Hann opnaði bílhurðiná og sagði: „Gott kvöld!“ „Nei, Mel! Ert þú 4ijer!“ Mel varp öndinni. „Þú segir þetta rjett eins og jeg hefði engan rjett til þess að vera hjer! Þegar jeg yfirgaf skrif- stofu þína í dag, var jeg í illu skapi, svo að jeg ákvað að lyfta mjer upp, og fara hingað. Og hjer er jeg kominn. — Góða kvöldið, ungfrú Maisie“. Hann rjetti Maisie hönd sína og hjálpaði henni út úr bifreið- inni. Þau horfðust í augu and- artak, og Mel fann, að hún þrýsti hönd hans ofurlítið. Hann svaraði handtaki henn- ar, og var síðan kyntur fyrir frú Casson. Svo sneri hann sjer að Tameu. „Gott kvöld, Yðar hátign“. „Gott kvöld, herra Steinn“, svaraði Tamea og ljest ekki sjá útrjetta hönd hans. Hann hafði grun um, að það væri henni ekkert sjerstakt gleðiefni að sjá sig þarna. Fjekk hann.grun sinn brátt staðfestan. „Jeg skal gera þjer eins auðvelt fyrir og jeg get“, sagði hún á frönsku. „Jeg hefi hugsað málið vand- lega“. Hún brosti stríðnislega. „Og jeg skil þig svo prýðilega!“ „Já, jeg hygg, að við skilj- um hvort annað, Tamea. En jeg vil að þú vitir það“, bætti hann við, um leið Og þau fylgdu á eftir Danna, Maisie og frú Casson upp tröppurnar, „að viðhorf mitt í þessu máli er algjörlega ópersónulegt. Það er langt frá því, að jeg hafi nokkra andúð á þjer“. „Ef þú hefðir skilið mig, hefðu þessi orð þín verið ó- þörf. — Hlustaðu á mig, Steinn------“. „Hvers vegna kallarðu mig Stein?“ tók hann fram í fyrir henni. „Vegna þess, að margir sjá ekkert í andliti þínu. Það er þumbaldalegt, leiðinlegt og sviplaust — a. m. k. þegar þú vilt blekkja fólk. En þú ert ekki heimskur, Steinn. Þú minnir mig á hin geysistóru steinlíkön, sem eru á austur- strönd Riva-eyjar. Andlit þeirra eru hversdagsleg, dap- urleg, sviplaus. Þaú mæna út á hafið eins og þau sjeu að bíða eftir einhverju, leita að einhverju, sem þau aldrei finna — aldrei að eilifu. Þessvegna ert þú eins og steinlíkan í vit- und minni“. „Og að hverju leita jeg?“ spurði hann. „Þú leitar hjá öðrum mönn- um að eiginleikum þeim, er búa í sjálfum þjer. Það er erf- itt að finna þá, Steinn. Og hjá sumum konum leitar þú að ást, sem færir þjer lítið — þótt þú gefir mikið. Þú ert einmana, Steinn — leitar sífelt, finnur sjaldan — ert aldrei ánægður. Jeg hefi verið að hugsa um þig. Og jeg hefi verið að hugsa um það, sem þú sagðir við Danna Pritchard“. „Við skulum ekki fara að kýtast á um það“. „Það er erfitt að kýta við sannan vin þess. sem maður elskar. En þú ert fyrir mjer, Steinn, og þú ert óvæginn. Þess vegna verð jeg miskunnarlaus. ;Þú dregur taum Maisie........ |En þegar guðirnir láta högg- in dynja á Tameu, tekur hún þeim með bros á vör. Hún læt- ur ekki bugast, hversu sárt sem þau svíða. Og þú hefir sært mig, Steinn. — En jeg mun berjast drengilega. Danni Prit- chard er kominn hingað til þess að vera með mjer — en þú ert I hingað kominn til þess að reyna að koma í veg fyrir það. — Jæja, jeg skal láta þjer hann eftir þessa fáu daga, vegna þess að jeg elska hann, Steinn. Jeg vil ekki angra hann, með því að þurfa að gera tvær konur hamingjusamar í einu. — Það skal ekki koma fyrir aftur, að l jeg hagi mjer illa og komi hön um í vandræði", bætti hún við þung á brúnina. „Þú þykist örugg?“ „Já. Og hvers vegna ekki? j Þessi stúlka“ — með fyrirlit- j legri axlayptingu leit hún á ! Maisie, sem var að tala við einhvern kunningja sinn, sem hún hafði hitt í anddyrinu - „Hún er meinlaus og þess vegna ætla jeg að vera vin- gjarnleg við hana“. „Það er þá jeg, sem er hættu legasti andstæðingurinn?“ „Það er a. m. k. ekki vert að ganga framhjá þjer“. Hann fór að hlæja. „Hvers vegna ert þú and- vígur mjer, Steinn? Jeg er ekki múlatti, jeg er ekki heimsk og jeg er eins falleg og þessi Maisie“. „Mjer er sagt“, sagði Mel kuldalega, „að í móðurætt þína sjert þú af konungum komin, er aldrei hafi blandað blóði við sauðsvartan almúg- ann?“ „Það er satt“. „Jeg vil forða vini mínum frá því að blanda blóði við kynþátt, sem ekki er hvítur, og eignast börn, sem ekki eru alhvít“. Tamea þagði andartak. Þess um orðum Mel var í raun rjettri ekki hægt að svara neinu. Síðan sagði hún: „Ein- hvern tíma kemur máske að því, Steinn, að þú kastar þess- ari röksemdaleiðslu frá þjer — eins og barnsfati, sem er of lítið fullvaxta manni“. Nú kom Maisie til þeirra. „Við skulum koma upp á loft og hafa fataskifti áður en við borðum, Tamea“, sagði hún. Þegar Mel var orðinn einn, eftir, fjekk hann sjer sæti úti í einu horninu á anddyrinu. Hann þurkaði svitann af erini sjer. „Hún sækir á!“ hugsaði hann. „Hún setur mann blátt áfram út af laginu! Það er ó- gjörningur að eiga nokkuð við hana. Hún veit upp á hár, til hvers jeg er hingað kominn, og gerir því nærveru mína ó- þarfa með því að breyta um bardagaaðíerð. Drottinn minn! Hún er hræðileg! Hún reynir ekki að ryðja mjer úr vegi. Hún virðir mig aðeins að vett- ugi. . . . Jæja, jeg gerði mitt besta til þess að hjálpa vesal- ings Danna. En hann er hjálp- arvana. Þessi stúlka ræður yf- ir töfrum, sem Maisie á ekki til, Hún heyrir í hljóðpípum Pans, og hún er þeirri gáfu gædd að geta og látið karl- menn heyra í þeim. Það var meinið! — Mel datt ekki í hug, að hann hefði einnig yndi af slíkri hljómlist. XVIII. KAPÍTULI. Við kvöldverðarborðið sett- ist Tamea fyrst hjá Danna, en stóð þegar upp, er Maisie kom niður, og sagðist heldur vilja sitja hjá Mel og tala við hann. En hún sagði fátt, meðan á máltíðinni stóð. Virtist láta sjer nægja að hlýða á hin. HEST <*i VSA I VíORí;i MRI Rómverskt æfintýr Eftir Naomi Mitchison. 14. skamaðist mín fyrir okkur báða, rómversku borgarana! En svo kom dómarinn, hár og hæverskur, og virtur af öll- um. Radimir stóð upp og heilsaði honum. þeir ræddust við örstutta stund, og svo var kallað á mig. Dómarinn lagði hönd sína á öxl mjer, og allt í einu varð jeg aftur hreykinn af hugsjónum mínum, og öllu sem mig dreymdi um að verða einhvern tíma. Fyrst tók Radimir í hönd mjer, hristi hana og drakk mjer til, og það þýddi að jeg væri ekki lengur þræll hans, og Giamund og bræður hans komu til mín og óskuðu mjer góðs gengis. Svo var eftir að komast undan áhrifum og valdi föður míns, en það var gert með einhverju mála- myndar kaupskaparbralli, faðir minn nöldraði allan tím- ann við sjálfan sig, en Gotarnir horfðu og hlustuðu á og sögðu það, sem þeim fanst um þessi viðskifti, og var gam- an að heyra það flest, eða hefði að minsta kosti verið, ef mjer hefði ekki .verið svo mikið niðri fyrir. Þegar þessi látalæti voru á enda, og dómarinn orðinn forsvarsmaður minn, — reyndar líkari föður þeim, sem jeg hafði aldrei dreymt um að eignast, — þá bjó hann út skjal, sem faðir minn var svo látinn skrifa undir. Þetta gerði hann, tautandi og nöldrandi og braut fyrsta pennann, sem honum var lánaður. Jeg átti nú að fá fjár- muni mína og fult frelsi að lokum. Jeg fór til hestanna með Giamund og mjer fanst allt hafa á sjer mjög breyttan blæ. Hann gaf mjer einn af hestum sínum og reyndi einu sinni enn að fá mig til þess að vera hjá þeim áfram. Áður en jeg lagði upp, fjekk jeg lán út á arfinn hjá dómaranum og keypti Magsa aftur. Seinna keypti jeg líka konuna hans af föður mínum, og þau urðu svo glöð yfir að sjást aftur, vesalingarnir, að þau gleymdu öllu öðru. Svo rjeðust þau til mín, þótt Magsa sje betri mat- reiðslumaður en jeg þarf sem námssveinn. Og konan hans hugsar um fötin mín. Auðvitað var það dómarinn, sem hjálpaði mjer að kom- ast til námsins. Jeg skrifa honum oft. Hingað til hefir mjer gengið vel, jeg vona að það haldi áfram. Einnig skrifa jeg Giamund stundum. hann getur lesið, þót’t hann kunni ekki að skrifa. Hann sendi mjer silfurbikar á síð- asta hausti. Jeg drekk úr honum minni friðar og laga, eins og Gotarnir drekka sín minni úr þessum bikurum. Endir. Ilann: — Eigum við að fara í bíó? Ilún: — Æ, nei, þú myndir liara reyna að kyssa mig, þeg- ar ljósin væru slökkt. Ilann: — Nei, svei mjer þá. Ilún: — Hvað eigum við þá að gera í bíó? ★ Gunna: — Óli heí'ir altaf komið fram við mig eins og mesti heiðursmaður. ^ligga: -— Já, mjer finnst. hann líka hálf leiðinlegur. ★ Frægur prófessor, Keller að nafni, var orðlagður fyrir viðutanhátt og gleymsku. -—1 Einu sinni, er hann var á heim leið úr boði gleymdi hann, hvar hann átti heima. Prófes- sorinn vjek sjer að manni á götunni og spurði: — Getið þjer sagt mjer, hvar Keller prófessor býr? |En þjer eruð sjálfir Keller ])rófessor, sagði maðurinn undrandi. — Það veit jeg vel, sagði Keller. Jeg var ekki að spyrja yður að því, hvað jeg hjeti heldur hvar jeg ætti heima. ★ Maður nokkur gumaði altaf í tíma og ótíma af ættgöfgi sinni, hvað foreldrar sínir hefðu nú verið miklir menn. — Þú minnir mig á óupp- tekna kartöflu, sagði kunn- ingi hans eitt sinn við hann. — Nú, að hvaða leyti. — Það besta af þjer er grafið í jörð. * — Þjer eruð að verða of feitat* , Sigríður mín. Þjer ættuð að reyna megrunar- meðul. — Jeg hefir reynt það, en árangurinn hefir verið magur. ★ — Þetta er hauskúpa Lúð- víks fimmta. — En það eru tvær haus- kúpur? — Já, önnur er af honum á unga aldri. ★ — Ileldur þú að það sje satt, að maður geti orðið vit- laus af ást. — Já, áreiðanlega, annars myndi engin eifta sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.