Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 Sr< Hurold Sandbæk segir frá hrottaskap og pyntingum nasista I „FRIT DANMARK", er hingað kom nýlega, er birt frá- sögn sr. Haralds Sandbæk, jóskur prestur, sem losnaði úr klóm nasista, þegar bresku flug vjelarnar eyðilögðu stöðvar Geslapo í Árósa háskóla. Hann er nú í Svíþjóð. Áður en hann yfirgaf Jótland, hafði hann tal af frjellamönnum föð urlandsvina, og skýrði m. a. svo frá: Þó margir alburðir síðustu vikna standi Ijóslifandi fyrir hugskolssjónum mínum, þá éru ýms atvik gleymd, hafa máðst í burtu úr vitundinni, vegna þess hve margt hroðalegt jeg hef lif að. Hver 'dagur varð öðrum verri, og það sem einn daginn geroist. er var alveg með ólík- indum, bar næsti dagur ennþá ótrúlegri hluti í skauli sínu. Grimd Gestapomanna reyndisl meiri en hægt var að hugsa sjer að óreyndu. í fyrstu fór alt friðsamlega fram. Okkur var ekið frá Hadsten til Árósa, og fengum skipun um, að standa bognir á veginum, þangað lil við feng- Um aðrar fyrirskipanir. Það bótti auðmýkjandi fyrir okk- ur, þegar einn eða annar lög- reglumaður þýskur gaf ein- i hverjum okkar manna utan- undir. En síðar meir fanst okk Ur slíkir smámunir líkari því , að vera vinahót. Eftir að við höfðum verið j innritaðir. vorum við sendir Lil klefa okkar. Síðan vorum við yfirheyrðir hvíldarlaust í sex klst. i Þá höfðum við ekki yfir öðru að kvarta en handjárnum, er altaf voru höfð á okkur, þegar j við vorum utan klefanna, nema begar við fengum heimsókn í klefann. Þá áttum við ekki að hafa handjárnin og máttum ekki minnast á hina ómannúð- legu meðferð. Lengi vel fjekk Jeg ekki að sjá konu mína. 39 klukkustunda yfirheyrsla. Eftir því sem lengra leið, Urðu yfirheyrslurnar óþægi- Jegri. Þjóðverjar komu með hót anir gegn okkur og hótanirnar Urðu ákvecinari dag frá degi. Yf U'heyrslurnar hjeldu áfram all- an daginn frá því snemma morg Uns og fram á nótt, og við feng- Um hvorki vott nje þurt allan hm.ann. Einn Gestapomaður tók við af öðrum, en næstæðsti Gestapomaður í Árósum hafði Uún mál með höndum. Lengsta yfirhcyrslan by.rjaði ® dögum eflir að jeg kom bang- að. Hún stóð yfir hvíldarlaust 1 39 klst. og jeg fjekk hvorki v°tt nje þurt, og varð að silja ullan tímann með handjárnin. ^eir sögðu mjer, að jeg hefði logið að Gestapo, að jeg væri Lilltrúi hinnar fjandsamlegu kirkju, og stjórnaði launmorð- lngjaklíku. Þrír Gestapomen'n V°ru við yfirheyrsluna, og þeir s°mu voru 3 klst. í einu. Þegar ieg var orðinn alveg úrvi/ida, Var farið með mig í klefann. En jeg' var nýlagslur út af í bekkinn. þegar tykli var Stung ið í skráargalið og inn komu tveir beljakar. Barsmíð í klukkustund. Nú var jeg leiddur inn í skrif stofu .Gestapoíoringjans Sch- witzgiebels. Þar var meðhjálþ- ari hans, Werner. Hann sagði mjer, að jeg hefði nú siðasta tækifærið lil þess að segja sann leikann. Þá afhentu þessi tvö hrakmenni mig til böðla-bel- jakanna, sem drógu mig upp á háaloft í byggingunni, klæddu mig þar úr hverri spjör og settu á mig önnur handjárn. Þau voru þannig útbúin, að hægt var að þrengja járnunum • að úlnliðunum, en við það lagði sára verki upp eftir handleggj- unum. Þá var mjer fleygt á poka og síðan laminn með þung um leðúrólum. Er þessir menn höfðu lamið mig í klukkustu.nd, spurðu þeir mig að því, hvort jeg vildi gefa drengskaparheit um það, að jeg nú vildi tala. Þá var jeg svo máttfarinn, að jeg hefði ekki getað komið svo miklu sem jétun fram yfir varir mjer. Jeg gat hvorki hreyft legg nje lið. Þegar jeg var aftur dreginn inn í skrif- stofuna, gat jeg engu svarað af spurningum þeim, er fyrir mig voru lagðar. Þegar loftárásin kom. Þegar loftárás breska flug- hersins skall yfir, var jeg í yf- irheyrslu hjá Werner og tveim aðstoðarmönnum hans. Alt í einu heyrðust sprengjudrunur og flugvjel kom með miklum gný yfir háskólann. Werner fötnaði af hræðslu og þaut út og menn hans með hon- um, án þess að skeyta um mig. Eg sá á eftir þeim er þeir hlupu til hægri eftir ganginum fyrir framan skrifstofuna. En af hend ingu hijóp jeg til vinstri. Það bjargaði lífi minu. Rjett á eftir hrundi byggingin. Werner og kumpánar hans fórust í rústun- um. Jeg hevrði tvær drunur og misti síðan meðvitund. Þegar jeg raknaði við aftur, lá jeg innan um múrasteina hröngl og gal aðeins hreyft hægri handlegginn. Rjett hjá mjer lá einn af böðlum mín- um. Hausinn var molaður. Nokk uð fjær lá Dani einn. Hann stundi þungan. Jeg heyrði að hann endurtók í sífellu: Góður guð, lát mig deyja. Góður guð, lát mig deyja. Jeg reyndi að lesa Faðir vor með honum, og bjóst við að við mýndum báðir deyja þá og þegar. En eftir dá- litla stund heyrði jeg tvo þýska dáta tala saman. Þeir grófu okkur upp úr rústunum og lögðu okkur hjá öðrum, er Særð ^ ir voru. Svo misti jeg aftur j meðvitund. Þegar jeg vaknaði að nýju, voru danskir menn hjá mjer. Jeg bað þá að gefa mjer eiturpillur meðan tími væri til. Jeg vildi heldur deyja strax, en lenda í klóm Gestapo að nýju. Framh. á bls. 11. Útvarpið um jólin AÐFANGADAGUR: 8.30 Morgunfrjettir. 11.00 Morguntpnleikar (plötur):, a) Jólakonsert eftir Corelli. b) Konsert fyrir tvö píanó eft- ir Bach. c) Conserto grosso, Op. 6, nr. 12, eftir Hándel. 15.00 Miðdegistónleikar (plötur):! Ýmis klassisk lög. 16.00 Frjettir. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkj- unni (síra Bjarni Jónsson). 19.00 Tónleikar (af piötum): Þættir úr tónverkum og önn- ur lqg. 20.10 'Ongelleikur d Ðómkirkj- unni ag sálrnasöngur (‘Páll ís-; ólfsson og síra Garðar Þor- steinseon). 20.30 Ávarp (Magnús Jónsson prófessor). 20.45 Orgelleikur í Dómkirkj- unni og sálmasöngur (Páll ís- ól'fsson og síra Garðar Þor- steinsson). 21.10 Tónleikar (af plötum):! Jólalög, leikin á hljóðfæri. JÓLADAGUR: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Jólakveðjur. 13.55 Sendiherra Dana flytur á- varp. 14.00 Dönsk messa í Dómkirkj- unni (síra Friðrik Hallgríms- son). 15.15 Miðdegistónleikar (af plöt- ,um): Jólalög frá ýmsum lönd- .um. 18.15 Barnatími: Við jólatrjeð (Telpnakór Jóns ísleifssonar, Jón Norðfjörð, Pjetur Pjeturs- son, útvarpshljómsveitin o. fl.) 1930 Hljómplötur: Þættir úr frægum tónverkum. 20.00 Frjettir. 20.20 Jólavaka: a) Upplestur (Vilhjálmur Þ. Gíslason, Ragnar Jóhannesson, Guðbjörg Vigfúsd., Andrjés Björnsson, Helgi Hjörvar o.fl.) b) Söngur (Guðm. Jónsson). c) Hljóðfæraleikur (plötur). 22.00 Hljómplötur: Messías, óra- tórium Hándels. ANNAR JÓLADAGUR: 11.00 Morguntónleikar (plötur): Tónverk eftir Vivaldi, Bach og Hándel. 12.10 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Hallgrímssókn (sr. Jakob Jónsson). 15.30 Miðdegistónleikar (plötur): Ljett klassisk lög, leikin og sungin. 18.15 Barnatími: Við jólatrjeð (Telpnakór Jóns ísleifssonar, Jón Norðfjörð, Pjetur Pjeturs- son, útvarpshljómsveitin o.fl.) 19.50 Frjettir. 20.10 Fyrsti þáttur úr leikritinu ,,Álfhóll“ eftir Heiberg. Út- varpað af leiksviði í „Iðnó". (Leikfjelag Reykjavíkur). 21.00 Jólagestir í útvarpssal: Fröken Thora Friðriksson, Einar Magnússon mentaskóla- kennari, OJafur Ólafsson kristniboði o. fl. (Pálmi Hann- esson kynnir). Kvartettsöngur: Tvöfaldur kvartett karla (Hallur Þorleifs son stjórnar). 22.10 Frjettir. 22.15 Danslög (lil kl. 2 e. miðn.). MIÐVIKUDAGUR 27. DES.: 8.30 Morgunfrjettir. 12.10 Hádegisútvarp, 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 IJljómplötur: Óperusöngv- ar. 20.30 Kvöldvaka: a) Guðmundur Thoroddsen prófessor: Úr Breiðafirði; ferðasaga. b) 21.00 Lárus Pálsson leikari les kvæði. c) 21.10 Takið undir! (Þjóð- kórinn. — Páll ísólfsson stjórnar). íslenskar þjóðsögur og æfintýri íslenskar þjóðsögur og æfint. Islewskar þjóðsögur og! ævintýri. Með mynd- um eftir íslenska lista- menn. Utgefnndi Il.f. Leiftur. Prentsmiðjan llólar,. Kvk. 1944. UJER Á BORÐINU fyrir framan mig liggur einhver alli'a fegm-sta hókin, sem út heíir komið nú fyrir jólin. Það er úrvalssafn íslenskra Jrjóðsagna og ævintýra, og' hefur dr. Kinar Ól. Sveinsson valið í ritið'og liúið það tii prentunai-. Er það kunnara* en frá þurfi að segja, að.dr.; Einar er ágætur sm^kkmaður og flestum handgéngari þeirri tegnnd bókmenta, sem hjer ■Ttm ræðir. Ber nrval þetta öll merlti fegurðarskyns veljand- ;ms og natinvirkni, svo að segja má, að þar sje hver- sagan annari bet.ri. Meginhluti sagnanna er tekinn úr Þjóð- sögum Jóns Árnasonar, en nokkrum úrvalssögum er beett við úr öðrum ritum. Kveður þai' einna mest að Þjóðsögum og munnmælum Jóns Þorkels- sonar, en þaðan eru teknar um tuttugu sögur, flestar af- burða vel sagðar. Þá eru. þarna snilldarsögur úr Sagna- kveri Björns frá Yiðfirði. (FMdukonuhefndin o. fk), og góðtti' frásagnir úr Þjóðsög- wm Ólafs Davíðssonar, eink- um gamla sagimkverinn. Loks, eru teknat' ein eða fleiri sög- ur ftr Huld, Jtjóðsögum Odds Bjiirnsuona;', Loðskinmi og' Gráskinnu. StóriTm eykur það gildi rits þessa. að það er prýtt ttm 70 myndum eftir íslenska lista- me.nn, og eru stnnar þeir.ra með miklutn ágætum. Lit- preutuð er framau við sögum- ar mikilfengleg mynd eftir Ásgrím Jónson, af nátttröll- inu á gluggatuun. Fimmtán aðrar ntyndir á Ásgrímttr í hókinni; þar á meðal eru: Átján barnn faðir í álfheimv nm, Kirkjusmiðúrinn á Revni, Nykur, Gilitrutt og Ofuguggi. Þá er í hókinni h.in töfratidi mynd Kjarvals, ..Skij) mitt er ltontið að landi“, ett hún nýt- ur sín ]iví miður ekki i álög'- um ])i'entsvertutmar. Tryggvi Magnússon á þarna sex mynd- jr, og vekttr einna mesta at- hygli myndasamstivðaiv — „Djákninn á Myrká“. —• Atta mytvdir eru í hókitmi eftir Kristinn B.jetursson. líugþekk ttst þeirra er Álfadans, Ijóm- andi í'alleg mynd. Álfasaga. Ivristins, bls. 31, nær einnig' nökkru a’f hinni dularfollu rómantík bulduheimanna. Þá sýnir sarni listamaður einnig ' Uppvakning, Gandreið og Þor geirsbola. Eggert Guðmunds- son á hjer níu teikningar. Meðal viðfangsefna hans eru: Vígð r-sangey, Draugurinn og1 peningakistilíinn, Skotta, Móri Yofa og Bakkabræður. Þá keimtr Eggert Laxdal meif fjórar myndir; þar á meðal er .Púkinn og fjósamaðurinn* Emnig eru hjer sýndar þrjáx* myndii' Eiivars Jónssonar, Dögun, Útlagar og Úr áiög- um. Loks prýða bókina tutt- ugu og þrjár af teJkningum Guðmntvdar Thorsteinssonar, seia heí'ir náð lí'fi og anda þjóðsögunnar flestum eða öll- um listamönnvmi betur. Kemur snilligáía bans mijög vel fraiu, í þeinv sýnishornumþ sem bók Jtessi geyttvir. Myndir á borð v-ið Tröll (bls. 70), Kerlingar við lilið himnaríkis (hls. 271), og myndaf'lokkar eins og „Sál in hans Jöns míns“ og „Klippt eða skorið“, eru þvílík lista- smíð, áð seint verður við jafft ast. Þótt þjóðsagnamyndir þær, sem hó'k þessi geymir, sjeu ekki aliar stórfelld listaverk, hetvda margar þeirra eindregi'it í þá átt, hversu óþr#tlegan auð viðfangsefna myndlistar-- jtvenn vorir -eiga, þar sem þjóð sÖgUrnaa' «ro. Verði útkoma þessarar fallegu bókar til að beina nýjum, listrænum kröft_ um inn á þær brantir. er það vel farið. Gegnir það sannast sagiva uokkuvri fnrðu, hversu fáir listamenn vorir hafa bergt á lindum þjóðsagnanna, og væri gott, ef það færi í vöxt. Bókaútgáfan Leiftur hefir 'lagt al'lt kapp á að gera ])jóð- sagnarit þetta vel úr garði. Hefir það tekist með ágætum, og á prentsrniðjan llólar þar góðan Mut að máli. Prent- Wmiðjustjórinn, Ilafsteinn Guð nvundsson, liefir gert upphafs- ptafi bókarinnar rajög sttvekk- víslega. Að ]< kutri er jiess að geta, að dr. Einar Ól. Sveinsson' •ritar stuttan en greinargóðau formála fyrir bókinni. Gils Guðmundsson. 5 mínútna myndagáía HJER ER lítil mynda- gáta, sem ætti að mega leysa á 5 mínútum eða styttri tíma, jafnvel á 5 sekúndum. Hún er mjög einföld. En ekki gerður greinarmunur á i og y frek ar en vant er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.