Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 1
31. árgungTir. 270. tbl. — Laugardagur 30. desember 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. PATTON 8ÆKIR HART Á ALL8HERJARATLAGA AÐ ÞJOÐVERJA ELASLIÐIiM Litlar brcytinpr í Belgíu London í gærkveldi: Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞRIÐJI Bandaríkjaherinn undir stjórn Pattons herð- ir nú áhlaup að vinstra fvlk ingararmi Þjóðverja í Ar- dennahæðum, einkum í nánd við borgina Bastogne, sem leyst var úr umsát Þjóð verja, einnig af mönnum Pattons. Til þess að geta beitt sjer þarna til varnar og gagnsóknar, þurftu þeir að láta af hendi við Þjóð- verja aftur borgina Dilling- en í Saarhjeraði, og hörfuðu vfir um Saarfljótið á nokk- uru svæði. Orustur í Ardennaskógi eru ákaflega harðar. Þjóðverjar grafa skotgrafir. A hægra fylkingararmi sókn arhers Þjóðverja hefir lið þeirra hörfað nokkuð aftur á bak og grefur þar nú skotgraf- ir. Telja herfræðingar þá munu ætla að verjast þar nokkuð, að minsta kosti í bráð, en ekki halda þeir útilokað, að von Rundstedt ráðist aftur fram til sóknar, því hann muni ekki hafa beitt öllu varaliði sínu ennþá. — A miðju sóknarsvæð inu . í Belgíu hefir lítið verið um að vera, Þjóðverjar sótt ör- lítið fram sumsstaðar, en banda menn annarsstaðar. Við Eichternach. Langhörðustu orusturnar, sem nú eru háðar á Vesturvíg- stöðvunum yfirlcitt, eru í nánd við bæinn Eichternach í Lux- emburg, en þar eru gagnáhlaúp þriðja hersins ameríska hörð- ust. —• Beitt er þar miklu af skriðdrekum af beggja hálfu, og' auk þesg miklu stórskotaliði, en á milli gerir fótgönguliðið áhlaup. Hefir baráttan þarna gengið upp og ofan í dag, en undir kvöldið tókst bandamönn um að sækja nokkuð fram. Patton heiðraður. Patton hershöfðingi hefir verið sæmdur háu heiðurs- merki fyrir frábæra stjórn á þriðja hernum í sókninni í sumar og haust, en skriðdreka- sveitir hans brutust til hins innikróaða liðs í Bastogne, eins og.fyrr er getið, en þar varð- ist.hið kunna 101. herfylki am- eríska, sem hefir tekið mikinn þátt í bardögum. Var það flutt til Frakklands í flugvjelum innrásarmorguninn. Þínghöllin í Budapest. NÚ GEYSA heiftúðugar orustur í höfuðborg Ungverjalands, hinni fögru Budapest við Dóná, og srúfir reykur yfir borginni. Margar fagrar og frægar byggingar- eru þegar rústahrúg- ur, ráðhús borgarinnar sprengt í loft upp, og þinghöilin, hin fagra bygging, sem hjer sjest á myndinni að ofan, stórskemd. Barist um miðhluta Budapest Margar frægar bygg- ingar eyðilagðar ÁKAFLEGAR ÖRUSTUR geysa í íniöborginni í l>uda- pest, og er barist um hvert hús og hverja götu. Ilafa Rússar enn þrengt allmikið að verjenduimm, sem ekki hafa annað sambahd við meginherinn, en flugsambánd, og flugvjeíar Rússa eru einnig altaf á svéimi yfir borginni. Þykkur reykj- armökkur grúfir yfir állri borginni. Margar frægar byggingar erú gersamlega í rústum, svo sem ráðliús borgarinnar og þinghúsið mikið skem’t. Brýr yfir Dóná hafa verið sprengdar. I Slóvakíu hafa Rússar sótt talsvert fram, að því er segir í herstjó-rnartilkynningu Jieirra í kvöld. Sóttu þeir framj fyrir suðaustan Lucene og tóku allmikið herfang, einnig nokkur þorp. méiri en svo, að flestum þeirra hafi verið hrundið. Einnig er barist ákáflegá í Dónárkrik- antim, og eiga þýskar her- sveitir þar í vök að verjast. r Ahlaup Þjóðverja á Ífalíu hæll London í gærkveldi: ÞJÓÐVERJAR hafa, að minsta kosli í bráð, hætt áhlaup um sínum á stöðvar fimta hers ins á Ítalíu, um 25 km.. frá vest urströndinni, en þar höfðæþeir getað sótt talsvert fram undán farna tvo daga. Herfræðingar telja, að áhlaup þessi hafi verið gerð til þess að rjetta við varn- arlínur Þjóðverja á þessum slóðum, og kunni áhlaupin að verða fleiri síðar. er veður batn ar. en snjóþyngsli eru mikil á vígstöðvunum, svo þar er yfir- leitt ekkerl um að vera, en flug vjelar bandamanna hafa gert árásir á stöðvar í Austurríki. — Reuter. Þá kveðast Rússar hafa sótt fram bæði fyrir suðvestan og norðausttan Sahy og komist yfir ána ílron. Segjast* þeir hafa náð fóstfestu á vestut- bakkanum. Þjóðverjar segja, að þeim hafi gengið bærilega að komast yfir fljót þetta. Milli Balatonvatns og Dón- ár segja Þjóðverjar áhlaup Rússa allhörð, en þó ekki I Lettlandi segja Þjóðverjat frá stöðugum áhlaupum Tíússa en Rússar geta ekki um bar- daga þar. Hafa S.S.-sveitir Þjóðverja og sjálfboðasveitir Lettlendinga, að sögn þýsku herstj órnarinnar, hrundið flest um a£ áhlaupum þessum. —■ Prá vígstöðvununi í Póllandi og við landamæri Austur- Prússlands er ekert að frjetta fremur en nú um langt skeið. Óku yfir kapteininn. Loncjon: — Fyrir skömmu síðan varð kapteinn úr breska sjóliðinu var við það, að tveir þjófar voru að stela úr búðar- glugga, Brá hann við og ætl- aði að handsama þá, en þeir stukku upp í bifreið og óku yf- ir kapteininn. Beið hann bana af meiðslunum, sem hann hlaut. Churchill kom- inn heim London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRESKAR hersveitir og liðssveitir grísku stjórnar- innar lögðu til allsherjarat- lögu gegn sveitum Elas- skæruliðanna í Aþenu og Piræus snemma í morgun og var byrjað á gífurlegri fall-. byssuskothríð á stöðvar þeirra fyrir suðaustan borg ina. Eftir skothríð þessa, rjeðist fótgönguliðið fram og náði á sitt vald hæða- stöðvum nokkrum. Orustur eru mjög ákafar. Chiu-chill kominn heim. Þeir Churchill forsætisráð- herra og Anthony Eden utan- ríkisráðherra komu til London í dag og settust þegar á stjórn- aríund. Sumir telja, að Elas- menn hafi ritað Churchill brjef en ekkert er þó víst um það- —• Meðan Churchill dvaldi í Grikk lanai hafði hann bækistöð sína á beitiskipinu fræga Ajax. sem lá i Piræushöfn. Þar ræddi haun við Damaskinos erkibisk- up, og einu sinni var skotið á skipið og kom fallbyssukúla um 150 m frá því. - Enginn bilbugur á Elas. Allt er enn í óvissu um stofn un ríkisstjóraembættis í Grikk landi, og Elas-skæruliðarnir láta ekki finna á sjer hinn minsta bilbug. Söfnuðu þeir saman stuðningsmönnum sínuin í þeim hverfum Aþenu, sem þeir ráða enn yfir, og vopnuðu þá, sem óvopnaðir voru. Mót- spyrna þeirra hefir líka verið framúrskarandi»hörð og ákveð in 1 allan dag — og minkaði ekki hið minsta, þótt Bretar beittu flugvjelum. - Lokasóknin hafin. Frjettaritarar í Aþenu eru þeirrar skoðunar, ‘ að Bretar muni nú ekki láta staðar num- ið, fyrr en Elasmenn sjeu að fullu yfirbugaðir, en telja hins vegar að þess kunni að verða þó nokkuð langt að bíða, að svo fari í Aþenu og Piræus. í Norður Grikklandi eru bar dagar harðir, en þar fara hægrí menn halloka fyrir Elasmönn- um og eru hraktir aftur á bak. Hafa Bretar ekki komið til þeirra hjálp enn sem komið er, |en munu hafa það í hyggju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.