Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. des. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 - FRJÁLSIR r MENN I FRJALSU LANDI Framh. af bls. 2. hafa fundið til þess oftlega, hversu viðgerðir eru yfirleitt lakar af hendi leystar nú held- ur en áður var. Má þó enginn skilja mig svo, að jeg sje með þessum orðum að áfellast bif- vjelavirkjastjettina sjerstak- legagheldur nefni jeg hana sem dæmi, af því að svo margir eiga bifreiðar og hafa í-eynsl- una nærtæka af sjálfum sjer. En fúskarar eru af illri nauð- sýn margir í þessari grein eins og fleirum. Afskifti verðlagseftirlitsins af nýjum fyrirtækjum, sem berjast í bökkum, bæta gráu ofan á svart og draga stórlega úr nýsköpunarmöguleikunum og vjelaaukningu þeirri, sem verða þyrfti. Með því að takmarka vöxt og viðgang járniðnaðarins í landinu er unnið mikið tjón, án þess að nokkuð gagn komi í móti. VII. Islensk iðja. Það eru ýmsir, sem ekki trúa á íslenska iðju. Telja, að við getum aldrei orðið samkepnis- færir við aðrar þjóðir. Við sje- um fiskimenn og bændur og verðum aldrei annað. En ef þessi skoðuh er rjett, þá er hún ekki bygð á neinu öðru en því, að við sjeum ekki eins færir til starfsins eins og einstakl- ingar annara þjóða. Margir Danir álitu um skeið, að Danir gætu ekki orðið iðn- aðarþjóð; þeir væru bændur og yrðu aldrei annað. Nú hefir reynslan sýnt, að Danir reynd- ust framúrskarandi iðnaðar- þjóð, er framleiða fjölda vjela til útflutnings, smíða skip og hafa orðið brautryðjendur á ýmsum tæknislegum sviðum og tekist á hendur hin stórkost- legustu mannvirki um víða ver öld, svo sem hafnargerðir, brúarbyggingar, járnbrauta- lagningar o. fl. Danska þjóðin á engin hrá- efni eða málma, sem að gagni koma í þessu sambandi, og eng an innlendan orkugjafa, svo sem kol eða vatnsafl. En þeir eiga eitt: Kunnáttu og framtak. Danska þjóðin er greind, of- stækislaus og faglega mentuð þjóð. A nákvæmléga sama hátt er íslendingum —- sem eiga bæði vatnsaflið og hveraorkuna — ekki ofvaxið að byggja vjelar, skip og áhöld og sjá um ýms- ar framkvæmdir; ef þeir styðj- ast við góða, faglega mentun og heilbrigða dómgreind. Islendingar eru að vísu fisk- veiðaþjóð, en þorskurinn er stopull, og fæstir eru fæddir með sjóvetlinga á höndunum. 5vieð bættum og auknum iðnaði fylgir aukið atvinnuöryggi og aukin hagsæld og menning. En hver sá, sem vinnur á móti þessari þróun til sjálfs- bjargar, vinnur þjóð sinni til ógagns, kannske meir en hann grunar. Vantrúin á íslenska iðju og framtíð hennar verður að hverfa. VIII. Oss skortir fleiri. fagmenn. I ljósi framangreindra stað- reynda, sem jeg hefi drepið á, virðist mjer það aðkallandi nauðsyn og eitt merkasta menn ingarmál þjóðarinnar í svipinn, að finna leiðir til þesg að menta fljótt og vel a.m.k. eins marga iðnaðarmenn og brýnustu þarf ir þjóðarinnar krefjast, og helst fleiri. Hygg jeg, að eins og stend- ur myndu járniðnaðarmenn ekki verða í atvinnuhraki, enda þótt þéir væru margfalt fleiri en þeir eru nú. En jeg tel enga ástæðu til þess að gera frekar ráð fyrir atvinnuleýsi eftir stríðið hjá iðnaðarmönn- um heldur 6n öðrum stjettum, ef fagleg geta þeirra er sam- bærileg við faglega getu ann- ara stjetta. Eins og nú er komið málum. þá verða verkstæðin að neita fjöldamörgum efnilegum ung- um mönnum um það að fá að læra járniðnað, enda þótt skört ur járniðnaðarmanna sje eins mikill og lýst hefir verið. , Lögin takmarka fjölda laérl- inga við sveinatöluna. Verk- stæðið nær ekki í fleiri sveina af því að þeir eru ekki til nema hjá öðrum atvinhurekendum og getur því ekki heldur bætt við lærlingum, enda þótt renni bekkirnir standi auðir. A sama tíma, sem íslending- ar flytja inn vjelar og dýr verkfæri, sem tæpast eru not- uð nema 8 tíma á dag, og oft miklu skemur eða ekki, þá er í Bretlandi og Bandaríkjunum víða unnið að framleiðslunni í vaktaskiftum. 16 og jafnvel 24 tíma á sólarhring af kohum og unglingum. A sama tíma sem sjerstakir fagskólar framleiða æ fleiri vjelvirkja, rennismiði etc. í ná grannalöndum vorum, þá er hjer farið fram á að takmarka kensluna og fækka nemendun- um, enda þótt landið sje Iítt numið og verkefnin ótelj"andi. sem biða ungra, faglærðra manna. En frelsi einstaklinganna er ekki meira en svo, að jafnvel drengjum með afburða hæfi- leika er meinað að læra þá iðn- grein, sem hugur þeirra stend- ur til. Margir þessara ungu raanna lenda á skakkri hillu í lifinu, þar sem hæfileikar þeirra nýtast ekki eins og skyldi. Lífshamingja þeirfa er þannig stórlega skert, en þjóð- fjelagið svift árangri, sem eng- inn veit hver kynni að hafa orð ið og sem kann að vera ómet- anlegur. IX. Frelsi og mannrjettindi — eða dýraverndun? Þegar ungur maður biður um að komast að sem lærling- ur í járniðnaði og jeg verð að visa honum frá, vitandi að hann mundi að líkindum hvergi kom asl að og hvergi fá að læra þessa iðngrein nje jafnvel aðra, þá get jeg ekki að því gert að hugsa um það, hvaða stefnu lif þessa unga maniis kunni að laka. Allsstaðar kemur hann að lokuðum dyrum. og síðast gef- ur hann e. t. v. upp alla von um að menta sig, eins og hugur hans hafði þó staðið til. Ef til vill fór þarna forgörð- um mannsefni sem hefði orðið ,afbragðs fagmaður, smiður, vjelstjóri, uppfinningamaður eða atvinnuVekandi. Öll framtíð þessa unga manns gat orðið á annan hátt hefði hann fengið að reyna sig. Og hjer held jeg að komið sje að þeirri spurningu, sem miðað hefir verið að frá byrjun með erindi þessu: Getur hinn ungi maður hrósað happi yfir að hafa fæðst á íslandi og teljast íslenskur ríkisborgari? Eða er hægt að láta mikið af mann- rjettindum og borgaralegu frelsi þessa ,,frjálsborna“ Is- lendings á meðan honum er meinað með lögum að menta sig til hagnýtra starfá? — Og getur nokkur atvinnuleysis- styrkur bætt þetta upp? Væri ekki rjétt að tala um dýravemd un heldur en-mannrjettindi í þessu sambandi Nei, það er engin ástæða iil að vera þakklátur þeim sam- tökum og löggjafarvaldi. er lok aði iðngreinunum •—• og lokaði hann úti — allt lífio? En þó að svo færi fyrir þeim, sem iðn lærður er, að iðngreinin veitti ekki næga atvinnu, væri hann þá nokkru ver settur sem at- vinnulaus faglærður sveinn heldur en atvinnulaus, óbreytt ur verkamaður? Jeg vil halda því fram, að mentun skemmi engan mann, en gefi mönnunum hinsvegar aukin tækifæri til sjálfsbjargar. Margir leggja á sig lengra en fjögurra ára nám og hafa þó enga tryggingu gegn atvinnu- leysi. Iðnfræðingar, verkfræð- ingar, lögfeæðingar, læknar, málfræðingar, náttúrufræðing- ar, listamenn, hagfræðingar og kennarar, auk þess fjöldi margra annara vérða að leggja á sig langt og erfitl nám áh nokkurrar tryggingar fyrir að ná jafnvel prófi hvað þá fyrir því að fá öruggt velborgað sfarf að launum. Þessir menn fá þó venjulega laun sem borga fyrirhöfnina — jafnvel þó þau sjeu ekki há að krónutali; þá ánægju, sem því fylgir að fá að starfa að hugð- aréfnum sínum. Neyta þeirra tímis og hamhliða hinni venju ' legu leið, af þeim er hana kysu- Þessi leið liggur um nýjan hag nýtan iðnskóla, útbúinn þeim áhöldum og tækjum sem þarf til hagnýtrar kenslu. Ef opnaður væri iðnskóli þar sem hægt væri að mentást í ýmsum sjergreinum, svo sem vjelvirkjun, bifvjelavirkjún, rennismíði, eldsmíði, rafsuðú, logsuðu, málmsteypu, model- smíði o. fl. o. fl. ekki aðeins bóklega, skriflega og með fyrir lestrum, heldur og með verk- legum æfingum undir hand- leiðslu góðra kennara, þannig, að skila skyldu ákveðnum smiðisgripum i lok námskeiðs- ! ins, er sýndu leikni nemand- ans, ag ljúka prófi í öðrum þeim | greinum sem rjettmætar þættu | — þá myndi áreiðanlega ekki verða skortur á nemendum. •— Geri jeg ráð fyrir að á slikum skóla væri hægt að læra miklu meira á tveim árum heldur en lærlingur lærir yfirleitt á fjór- um árum eftir gömlu aðferð- ! inni. A slíkum skóla skyldi hver nemandi færa sína vinnubók er lýsti verkefnunum, er hann leysti, en í hana rituðu kenn- arar umsagnir um flýti og aðra hæfni nemandans við hvert verkefni. Yrði bók þessi vinnu! veitendum og góðum nemend- i um til mikils hagræðis þegar J ráða skyldi nýja menn frá skól anum. J Menn er væru útskrifaðir frá þessum skóla gætu öðlast t. d. I nýsveinarjettindi með lokapróf inu og full sveinarjettindi, er þeir hefðu unnið í smiðju sem nýsveinar venjulegan tima. Skóli sem þessi gæti starfað í náinni samvinnu við iðn- skólann um bóklegu greinarn- ar. Sjerstaka áherslu skyldi . leggja á að kenna til gagns eina erlenda höfuðtungu, svo [sem ensku, þannig að útskrif- uðum nemendum stæði opinn sá heimur af sjerfræðibókum, sem nú er flestum sveinum lok aður. Því að af þessum bókum verður aldrei nema lítið eiít þýtt á ístensku. Loks gæti kom að auka kunnáttu sína, og þá aðra þátttakendur, er slíka kenslu vildu sækja. Erlendis eru stíkir kvöldskólar algeng- ir, og Sækja þangað t. d. menn sem atvinnu siúnar og f járhags vegna geta ékki sótt dagskóia, en ýms mikilmenni á sviði iðn- aðar og verklegra framkvæmda hafa sótt fyrstu fræðslu sina í slíka skóla. Hið núverándi en úreltá fýr- irkomulag á iðnaoarnámi, þar sem þess er krafist að nemand- inn vinni um margra ára skeið fyrir lág laun hjá meistara sín- um,- miðist við það að meistar- inn hefði hag af nemandanum á námstíma hans. En tímarnir hafa breytst svo mjög að þetia á tæpast við lengur. í stað hinna tiltölulega fá- breyttu verkfæra og vjeta, seir» áður þektust, eru nú svo margs konar áhöld og vinnubrögð og svo margt að læra, að mörgúna meistaranum er sú kensla, sem með þarf, ofvaxin. Vinnuvjel- arnar eru dýr verkfæri og þai.* þarf að hagnýta á dýrmæt verk efni. Sjálfur tíminn er dýrmæt ur og afleiðingin verður sú, atf kenslan verðúr minni eii skvldi, þá* vilja lærlingarnir veljast misjafnlega og komast að vegna kunningsskapar, skyldleika eða af einhverri tilviljun, en ekki fyrir það, að þeir hafi 'meiri hæfileika eða áhuga til að bera en ýmsir þeir, sem ekki fá að læra. Ur öllum þessum vand- ræðum hygg jeg að sje helst hægt að greiða með sjerstökum. hagnýtum iðnskóla, eins og áð- ur hefir verfð lýst. Og við þann skóla rrtá koma upp styrktai- sjóðum, er styrkja fátæka en efnilega nemendur. Lc-fum ungu kynslóðinni, sem á að erfa landið og atVinnuvegina, að spreyta sig á hinum ótæmandi tæknislegu verkefnum, sem enn eru óleyst og sem marga langar nú til að glíma við. Ver um vel á verði gegn hverskon- ar höftúm, einokun og óþarfri skipulagningu, er leiðir til löm unar. Aukum heldur starfs- gleðina og einstaklingsfrelsið > hæfileika sem þeir eiga besta. Lenda á rjettri hillu. X. Opnið dyrnar: Stctfnið hag- nýtan iðnskóla! Til þess að bæta úr þessu á- standi þarf, að því er mjer skilst, fyrst og fremst að fella niður allar lagalegar takmark anir á nemendafjölda hjá verk stæðunum, og setja iðnfulltrú- unum það í sjálfsvald að á- kvarða hversu marga nema hver smiðja má hafa. Getur á- kvörðun iðnfulltrúa farið eftir ýmsu öðru en sveinafjölda, t. d. hversu margir rennibekkir eða aðrar vjelar eru fjn'ir hendi í hvérri iðngrein, svo og öðrum ástæðum er fryggi sæmilega kenslu. Með þessu fengist þeg- ar nokkur bót á núvérandi á- standi en þó langt frá því nægi lega mikil. Kemur þetta til af því, að verkstæðunum eru lagðar svo miklar skyldur á herðar við nemendur, að óvíst er, hversu marga nemendur verkstæðin myndu treystast til að taka. En til er önnur leið, sem virð ist mun vænlegri til árangurs, og sem hægt væri að fara sam- ið til mála að frá þessum skóla mætti ljúka minni prófum, sem væri takmörkuð við ákveðin þröng verkefni eins og t, d. raf suðu eða logsuðu án þess að sveinsrjettindi fylgdu. — En menn er öðlast hefðu slika mentun gætu ávalt síðar aukið ! við sig námi og lokið sveins- prófi, ef þeir vildu freista þess. Með slíkum skóla, sem hjer j hefir lauslega verið lýst, væri þeim mönnum, sem hafa mikla hæfileika, æfingu eöa góða mentun, t. d. frá fyrri störfum, eða frá öðrum skólum. en ekki eigá þess kost að kornast að sem lærlingar í járniðnaði, gert kleift að komasl yfir þá miklu torfæru, sem kröfurnar um 4 ára námsvist hjá meistara eru. Slikur dagskóli eins og hjer hefir verið lýst gæíi með tíð og tima fært út kvíarnar, aukið verkslæði sín og tilraunastofur, framkvæmt ýmsar athuganir og rannsóknir svipað og Tekno- logisk Inslitut í Kaupmanna- höfn, ef heppilegt þætti í sam- starfi við Háskólann •— en auk þess veitt kvöldfræðslu og fram haldsfræðslu fyrir fulllærða sveina, sem áhuga hefðu fyrir landinu, og sköpum iðnaðinunv og öðrum atvinnuvegum þao skilyrði til að þróast. sem þeir eiga heimtingu- á — til hagsælel ar fyrir allan landslýðinn. Rvik 10. sept. 1944. Gísli Halldórsson. Vitnum stefnt. London í gærkveldi: — Öií vitnin, sem komu fram vicV vörn í máli ítölsku hershöfð- ingjanna Pantinelli og de'l Tetto, verða handtekin os* landráðamál höfðuð gegn þeim. — Hershöfðingjarnir eru á- kærðir fyrir að hafa skipað fyr ir að Napóli skyldi gefast upp fyrir Þjóðverjwm, en þegar var farið að athuga vitnin, sem þeir leiddu til að sanna sak- leysi sitt, kom upp, að þau vóru einnig sek um landráð. Frazer hjá Niemitz. London í gærkveldi: — Bruce Frazer flotaforingi, sem stjórn- ar Kyrrahafsflotanum breska, hefir nýlega lokið viðræðum við Niemitz, flotaforingja Bandaríkjamanna. Viðræðurn- ar fóru fram í Pearl Harbour

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.