Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. des. 1944 Danni hafði oft óskað þess, að viðhorf kvenna til karl- manna væri örlítið líkara við- horfi karlmannanna sjálfra hvor til annars. Honum fanst konum hætta of mikið til þess að -kveða upp sleggjudóma, og hann harmaði það, hve marg- ar gjörðir þeirra byggðust á einhverri eðlishvöt í stað skyn- samlegra íhugana. Hann hafði oft hugsað um það, að kona sú, sem hann kvæntist yrði að eiga eitthvað af drenglyndi hinna fornu víkinga. — Hvers- vegna fengu konur andúð hvor á annari við fyrstu sýn — án þess að þekkja hvor aðra hið minsta? Og hversvegna voru þær að hnotabitast hvor við aðra að ástæðulausu, oft á tíðum? Hversvegna ljetu þær altaf stjórnast af tilfinningum sínum? Nei, það var ógjörning ur að botna í þessu kvenfólki! — Jæja, Tamea var þó ekki gjörsneydd drenglyndi. — Hún hafði af ásettu ráði hörfað af orustuvellinum í dag, til þess að gefa keppinaut sínum tæki- færi til þess að hremma bráð- ina! — Danni færði sig örlítið nær Maisie og snart hönd hennar. Mjúkir, hlýir fingur hennar umluktu þegar hönd hans. — Undarleg tilfinning greip hann. Hann vildi gjarnan halda ut- an um hönd hennar, mjúka og smágerða. En hann vildi ekki, að hún hjeldi utan um hönd sína. — Þessvegna dró hann að sjer höndina. Hún færði sig þegar frá honum. ,,Nei, gerðu ekki þetta“, muldraði hann. ,,Það var ekki ætlunin11. Hann lagðí handlegg inn utan um háls hennar og hún hallaði höfðinu að öxl hans. ,,Þetta hefir verið yndislegur dagur“, sagði hann lágt. „Þetta hefir verið einn þessara sjald- gæfu daga, sem maður geymir lengi í vitund sinni. Þú ert svo góður fjelagi, Maisie. í raun rjettri er jeg vitlaus í þjer“; hann kysti hana blíðlega á kinn ina. Augu hennar Ijómuðu. „Jeg varð svo glöð, þegar þú baðst mig að koma hingað með þjer í dag“, hvíslaði hún. „Mjer hef- ir liðið svo yndislega. — Þegár jeg frjetti, að Mark Mellenger væri farinn, var jeg hrædd um, að þú myndir reyna það óger- lega — að gefa tveim konum til hæfis í einu. — ;— Jeg er hrædd um, að jeg hefði ekki getað leikið lengi golf, ef Tam ea hefði verið áhorfandi". „Þetta á Tamea ekki skilið11, íleipraði Danni út úr sjer. — „Hún vildi ekki koma með okk ur“. Hún lyfti höfðinu . frá öxl hans og horfði út um gluggann. „Jæja“, sagði hún. „Þú baðst hana að koma með okkur?“ Hann reiddist alt í einu. „Nei, það gerði jeg ekki, Maisie. Það var hún, sem stakk upp á því, að jeg skyldi fara og leika golf með þjer“. ^ „Þú segir ekki satt! Sú er göfuglynd! Hversvegna skyldi hún hafa gert það?“ „Hún sagðist þurfa að skrifa nokkur brjef“. • „Það hefir varla verið svo áríðandi. — 1 Ástæðan hlýtur að hafa verið önnur. En jeg kæri mig ekki um með- aumkvun hennar nje göfug- lyndi. Jeg vil ekki þurfa að líta á þennan hálfviita kvenmann sem velgjörðarmann minn“. Danni varð æfur. „Það varst þú, sem nefndir nafn hennar", hreytti hann út úr sjer. „Jeg hefi gætt þess vandlega, í allan dag, að gera það ekki“. „Hversvegna?11 „Þetta eilífa „hversvegna!" Það -getur komið hvaða hæg- Iætismanni sem er úr jafnvægi. Mjer finst jeg vera eins og lík, sem á að fara að kryfja“, „Smekkleg samlíking!“ ans- aði hún kuldalega. „Þegar þú segist hafa gætt þess vandlega í allan dag, að nefna ekki nafn Tameu, hlýt jeg að draga þá ályktun, að þú hafir ætlað það mjer á móti skapi, að nefna nafn hennar, og þessvegna ekki gert það. Jeg er einungis gædd heilbrigðri, kvenlegri forvitni, og þess vegna spurði jeg „hversvegna11. Ef maður vill afla sjer vitneskju um eitt- hvað, verður maður að spyrja11. „Þú nefndir ekki nafn henn- ar, og þessvegna hjelt jeg, að það væri ósk þín, að við mint- umst ekki á hana“. „Þú ert laglega vitlaus! Jeg hefi ekki nefnt stúlkuna á nafn af þeirri einföldu ástæðu, að mjer hefir ekki dottið hún í hug í allan dag — fyrr en nú. Hversvegna skyldi jeg hugsa um hana? Mjer stendur nákvæmlega á sama um hana“. „Það gleður mig að heyra. Jeg gekk með þá fáránlegu hug mynd, að þjer stæði ekki á sama um hana“. „Ja — nú er jeg hissa! — Hversvegna, Danni?“ „Þarna er ykkur kvenfólk- inu lifandi lýst! Nú ætlar þú að neyða mig til þess að segja einhverja vitleysu, svo að þú losnir við að segja hana sjálf“. Hún hló lágt. Hún hafði ber- sýnilega gaman að vandræðum hans. „Nei, nei, karl minn, reyndu ekki að koma þjer und- an! Hversvegna hjelst þú, að mjer stæði ekki á sama um Tameu?11 „Nú — eftir að Mel snæddi með oklcur kvöldverð — þú veist að það var dálítið óþægi- ilegt. Og ykkur geðjast ekki hvor að annari. „Ef þú átt við, að jeg hafi aðeins með herkjum getað stilt mig um að ráCast á þessa dækju ....“. „Kallaðu hana ekki dækju, Maisie. Það orð fcr illa í þínum munni, og auk þess er hún eng in dækja. Hún er aðeins ein- mana, lítil stúlka, sem enginn skilur og. . . .“. „Og daðrar hræðilega við þig“, sagði Maisie. „O-jæja11, sagði hann og hló við. „Jeg verð að játa, að jeg hafi enga skapraun af því. í raun rjettri er jeg fremur hreyk inn af.“ Hann deplaði augun- um framan í,hana og hjelt síð- an áfram: „En þá staðreynd, að hún daðraði hræðilega við mig, hugði jeg nægilegan grund völl til þess að byggja þann grun minn á, að þú kærðir þig ekki um, að tala um hana“. Maisie sneri höfðinu snöggt við og horfði á hann. Blá augu hennar blikuðu gletnislega, svo að Danni varð dálítið vandræða legur. „Heyrðu, Danni minn, gamli vinur, hversvegna í ósköpunum skyldi mjer ekki standa á sama þótt Tamea daðraði við þig, eða aðra karlmenn? Þú segist vera hreykinn af því. Ef til vill hef- irðu einnig gaman af. Jeg hefi ekki hugmynd-um það, og jeg hefi ekki nógu mikinn áhuga á því, til þess að spyrja. Mjer hefir yfirleitt ekki dottið í hug, að taka Tameu nje daður ykk- ar hátíðlega11. Danni .roðnaði. „Jeg sje, >að jeg hefi hagað mjer eins og fífl“, muldraði hann. ■ „Nei, segðu ekki þetta, væni minn“, sagði Maisie. „Hefirðu enn einu sinni látið einhverja dagdrauma hlaupa með þig í gönur?11 Hann kinkaði kolli. Hún lagði hönd sína á handlegg hans og horfði á hann. í augna ráði hennar var furðulegt sam- bland af forvitni, blíðu og glettni. — Maisie kunni vel að dylja tilfinningar sínar. „Segðu mjer frá því“, sagði hún. „Láttu ekki svona! Þú getur reitt stein til reiði11. „Gerðu það, Danni minn. — Segðu mjer frá því. Jeg er svo forvitin11. „Jæja, það er svo sem sama, þótt jeg segi þjer það. — Jeg hefi víst talið sjálfum mjer trú um, að þú elskaðir mig“. „Nú?“ sagði Maisie légt. „Og þú elskar mig ekki“. „Hvernig veistu það, fíflið þitt?“ „Jeg er enginn hálfviti". „Nei, öðru nær. Jeg held að þú sjert fullkominn heimsk- ingi. — En jeg vil fá að vita, hvaða ástæðu þú hefir til þess að halda, að jeg elski þig“. „Jeg get ekki svarað þeirri^ spurningu, Maisie. Það var ný-’ lega, sem mjer datt það í hug“. „Þú ert helst til öruggur. — Hversvegna spurðir þú mig eliki til þess að fá vissu þína?11 „Það er ekki of seint, Maisie11. — Danni vesalin^ur- inn, var í öngum sínUm. Hann var hræddur við Tameu — og óttaðist hvað um sig myndi verða, ef hann ekki gripi til rót- tæfea ráðstafana þegar í stað. En hann var einnig hræddur við Maisie. Hún var í þannig skapi núna, að ógjörningur var að vita, upp á hverju hún kynni að taka. Og þessa stundina a. m. k. var hann mjög hrifinn af henni. Hann andvarpaði þung- an og sagði: „Jæja, elskarðu mig þá, Maisie?11 |listeriimeI — Tannkrem —■ miiiiiiiiiiiniiiimuiiiiiiuumiuuiiiiiiiiuiiiimiumiiu Ef Loftur tretur það ekki — bá hver? Kattafjölskyldan Eftir Fanny Fern. 3. ósköp horuð og aumingjaleg yfirleitt, eins og heimurinn allur og húsmóðir hennar sjerstaklega, hefðu hana á hornum sjer, — já hún viðurkendi meira að segja að vera mjög svöng, og barin á hverjum degi þar að auki fyrir, að krækja sjer í bita til þess að halda líftórunni í skrokknum. Þegar hún hafði þetta sagt. fjekk hún hrylíi- legt hóstakast, sem móður hennar þótti ægilegra að heyra, en frá verður sagt. Bannaði mamma hennar henni að segja meira og bað hana að vera hjá sjer um nóttina, hún skyldi gefa henni eitthvað að borða, og reyna að lækna í henni hóstann. Nú átti Dröfn að segja frá, og hún hafði haft sína sögu til, en orðið svo mikið um að Grána skyldi hafa krækt sjer í bita, að hún hafði gleymt helmingnurtT af sögunni. Sagðist hún skammast sín fyrir systur sína, og vildi ekki láta nokkurn kött vita. að þær væru skyldar. Þegar hún sagði þetta gaf mamma hennar henni vænan löðrung og sagði að alt frá Adams ketti, hefði öllum köttum ver- ið kent að bjarga sjer, og þagnaði þá Dröfn fljótt. Um leið og þetta gerðist varð Loppu litið út í eitt horn- ið á eldiviðarkofanum, og þar sat þá bröndóttur köttur og horfði á fjölskylduna. Loppa var ekki lengi að sýna þessum óboðna gesti fram á það, að þarna væri hann ekki velkominn, og þótt hann bæri það fyrir sig með kurteisi, að hann hefði komið til þess að fylgja Dröfn heim, þá bar það engan árangur, út varð hann að fara.. Þegar ró var kominn á aftur, reis Lubbi litli upp til þess að segja sína sögu. Honum var óhemju mikið niðri fyrir en gat loksins stunið því upp, að þann dag hefði hann veitt fyrstu músina sína, kom með hana og lagði hana við fætur mömmu sinnar. Og Lubbi sleikti út um, eins og hann langaði ákaflega mikið í músina. Lubbi sagði líka mömmu sinni, hvað það hefði verið erfitt fyr- ir sig að bíða óratíma eftir músinni við holuna hennar. og svo hefði hann verið hálfhræddur við hana, hún var svo stór. • Það'var nú orðið framorðið og Loppa stóð upp og spurði hver ætti að fá músina og auðvitað var samþykt í einu hljóði að aumingja Grána skyldi fá hana. Svo buði hinir kettlingarir móður sinni góðar nætur og löbbuðu heim í tunglsljósinu. Hvað mjer viðvíkur, kom jeg fram úr felustað mínum full af áhuga á Loppu og fjölskyldu hennar. Og jeg var algjörlega ákveðin í því, að fara vel með litla kettlinga, sem væru á mínu heimili, og einnig öll önnur dýr. / ENDIR. Skoti var að kaupa ýmislegt. í Apóteki. Honum var það á að koma við joðflösku svo að hún datt og brotnaði. Mestur hlut- inn af joðinu lenti á annari hönd hans og í fötum. Hann hljóp strax til dyranna. — Þú þarft ekki að vera hræddur, kallaði apótekarinn á eftir honum, jeg ætla ekki að krefjast neinnar borgunar. En Skotinn hljóp áfram. — Það er ekki það, kallaði hann aftur yfir öxlina á sjer, jeg verð að flýta mjer heim og skera mig í fingurinn svo joðið fari ekki til einskis. ★ I mörg herrans ár hafði Gyð- ingurinn Ihey látið föður sinn fá öll vikulaun sín. Eina vik- una vantaði 25 aura og faðir hans krafðist skýringar. — Sjáðu, jeg var of seinn einn morgun og þurfti að taka strætisvagn. Faðir hans var ánægður með þessa skýringu, en þegar þetta hafði komið fyrir í samfíeytt þrjár vikur, fór hann að hafa áhyggjur. Fjórðu vikuna, þegar enn vantaði 25 aura, gat hann ekki stilt sig um að spyrja: — Ihey, drengurinn minn, svona okkar á milli sagt, hver er stúlkan? ★ Hann: — Rakhnífurinn minn bítur als ekkert. Hún: — Ætlarðu að segja mjer, að skeggið á þjer sje stíf- ara en sardínudósin, sem jeg opnaði með honum í morgun. ★ Gesturinn: — Stúlkan mín, hversvegna haldið þjer að jeg hafi sett skóna mína fyrir fram an dyrnar. . Þjónustustúlkan: — Það get jeg ekki ímyndað mjer, nema ef það væri af því, herra minn — þjer fyrirgefið — að þjer vor uð dálítið drukkinn í gær- kveldi. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.