Morgunblaðið - 31.12.1944, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 31.12.1944, Qupperneq 5
Sunmidag'ur 31. des. 1944 MORGUNBLAÐIÐ — Máidarúivegiarisisa 1944 — Afli síldveiðiflotans — afurðarverð bræðslu- og saitsíldar — flug í síldar leit — olíuverð, beitufrysting o. fl. í haust sem leið kom jeg seint að norðan og þegar jeg ætlaði að gefa blaðinu síldarfrjettir frá sumrinu 1944, var prentaraverk fallið að skella á, og hugsaði jeg mjer þá, að síldarfrjettirnar gætu alveg eins beðið og verið áramótagrein, því að þá fengi jeg alt inn í greinina, sem mjer fanst máli skipta og síldinni kæmi við árið 1944, en í haust, á umræddu * tímabili, var t. d. hvorki lokið saltsíldarsölu nje beitufrystingu. Þegar á að gera samanburð á þessu sumri og sumrinu 1943, og maður biður sjómenn og út- gerðarmenn að skýra sjer frá hvað sje það eftirminnilegasta, þá er það þetta frá 1943, sem jeg tek hjer orðrjett upp úr grein frá mjer, „Síldarfrjettir“ Á blaðinu í fyrahaust: „Það var óvenju óstöðug veðr atta og úfinn sjór mest alt sum- arið og nístandi kuldi, svo menn Biuna ekki slíkt áður, enda snjó aði í hverri viku sumarsins í fjöll á Siglufirði, hafís var skamt undan landi og kom á tímabili nokkurt hrafl af hon- um á síldarmiðin út af Skaga. Það sýndi sig þetta sumar (1943), að það getur aflast mik il síld þótt ekki sje hiti og spegilsljettur sjór“. En á þessa leið lýsa sjómenn sumrinu fryir norðan 1944: Að í manna minnum hafi ekki ver ið jafn mikill hiti, sól og sum arblíða eins og síldveiðitíma- bilið frá júlí-byrjun til miðs september. Bæði þessi ár, 1943 og 1944, hafa verið góð síldveiðiár og vaknar þá sú spurning, hverj- ar orsakir liggi til þess, að álíka mikið fiskast af síld illviðra- sumarið og góðviðrasumarið. — Því svara glöggir síldarmenn þannig, að það sje aðallega síld arátan, sem áhrif hefir á afl- ann, því „enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer“. Þátttaka í síldveiðunum. SÍLDVEIÐIN hagaði sjer dá- lítið einkennilega þetta sumar. í byrjun vertíðar var treg síld og það sem aflaðist, var aðal- lega á Húnaflóa, mestmegnis við Strandir og dálítill afli var aftur austur við Langanes, en sama og engin síld var miðsvæð is, sem kallað er, en þá er átt við svæðið frá Skaga austur fyr ir Skjálfanda. Tímabilið frá byrjun júlí til 13. ágúst voru veiðihorfur slæmar, og síldar- verksmiðjurnar voru dögum saman síldarlausar og höfðu ekkert að vinna. En 13. ágúst gaus upp mikið af síld mið- svæðis og var mokafli eftir það þar til um miðjan september, en þá gerði langan óveðurskafla og hættu öll skip veiðum, enda hvergi síld að sjá eftir það. Þátttaka Islendinga í síldveið unum 1944 hófst með 126 nót- um, en 1943 voru næturnar 117. A síldveiðitímabilinu í sumar Eftir Óskar Haíldórsso Sykursíld Kryddsild Faxasíld . 2459 — 2022 — 1474 — sukku tvö síldveiðiskip, eitt 'strandaði, þrjú urðu fyrir vjela jbilunum og brunnu og af einu skipinu hljóp skipshöfnin í land í byrjun vertíðar. Slys á mönn um urðu engin, að mig minnir, að undanteknu því, að Guðm. Þorl. Guðmundss. skipstj. á Jóni Þorlákssyni fjell fyrir borð og drukknaði, og hafa flest blöð landsins og sameignarmaður hans í útgerðinni, Ingvar Vil- hjálmsson, minst þessa virðu- lega manns að maklegleikum. Síldarflotinn skiptist þannig í flokka 1944: 11 92 9 13 1 Gufuskip ............. Mótorskip, ein um nót Hringnótaskip ........ j Mótorbátar, 2 með nót Mótorbátar, 3 með nót Enginn íslenskur togari gekk á síldveiðar þetta sumar, en 5 eða 6 færeysk skip lögðu upp afla sinn hjer í sumar, aðallega á Seyðisfirði. Einn reknetabát- ur hóf reknetaveiði á Siglufirði í sumar, en úthaldstíminn var stuttur og aflinn tregur. Sjómenn eða skipshafnir ís- lenska síldveiðiflotans, sem at- vinnu hafa af síldveiðum við norðurland, er um 2000 manns og á síldveiðibátum, ers afla beitu í reknet við vestur og suð ur land munu vera um 120 manns á 18 bátum. Bræðslusíldin. EINS og eftirfarandi skýrsla sýnir, hefir aflinn 1944 verið talsvert meii'i en 1943 og var hann þó góður þá. En það verða jmenn að muna, að losunartæki síldarverksmiðja i'íkisins er komu 1943 eiga sinn þátt í þessu mikla aflamagni, sama gildir um löndunartæki Kveld- úlfs og Djúpavíkur, þau hafa aukið aflamagnið. Það sem vekur aðallega eftir tekt, ér aflamagn vjelskipaflot ans. Það er 2000 mál meiri veiði á hvert skip í sumar að meðaltali en það hefir verið nokkumtíma áður. Það er áhyggjuefni útgerðar manna og sjómanna, að síldar- bræðslurnar verði ekki nógu stórar á næstunni, þegar við bætist hinn nýi fiskveiðafloti, néma við verði bætt jafnframt nýjum stórum bræðslum. Ný síldarbræðsla kom í notk un á Ingólfsfirði s.l. sumar, er hún eign Geirs Thorsteinssonar útgerðarmanns í Reykjavík og Beinteins Bjarnasonar útgerð- armanns í Hafnarfirði. Síldar- bræðsla þessi hefir verið um 2 ár í smíðum og kostar vafa- laust mikið fje. Eru afköst henn ar 2500 mál síldar á sólarhring. Ennfremur er verið að endur byggja síldai’verksmiðjuna Rauðku á Siglufirði. Á hún að verða 5000 mála verksmiðja. Jeg vil engu spá, og get heldur engu spáð um það, hvort hún verður tilbúin til að taka á móti síld til vinslu næsta sum- ar, eða ekki. Bygging hennar hófst s. 1. vor og hlýtur hún að verða dýr verksmiðja, með þeim vinnulaunum, sem nú eru og þeim erfiðleikum á að ná vjelum og öðru efni til slíks fyrirtækis á þessum tímum. Síldarvei'ksmiðjur ríkisins og verksmiðja Kveldúlfs eru í undirbúningi með að auka af- köst sinna verksmiðja fyrir næstu síldarvertíð, sje þess nokkur kostur. Verð síldarmáls (áætlað 135 kíló), var kr. 18.00 hvert mál. Nokkur skip lögðu upp síld hjá síldarvei'ksmiðjum ríkisins uppá vinslu, og er fullyrt að þau skip, sem það gerðu, fái 2 til 3 kr. uppbót á mál, og er það aðallega tvent sem veldur því, hversu sildarmagnið var mikið, sem verksmiðjui’nar fengu til vinslu í sumar og hvað síldin var feit og lýsis- mikil. Bræðslusíld 1944 var sem hjer segir: hektol. Eyri, Ingólfsfirði .... 147,883 Djúpavík .............. 232,726 Ríkisverksm., Sf. . . 861,641 Krossanes............... 86,870 Hjalteyri ............. 415,450 Dagvei'ðareyri .... 136,746 Raufarhöfn ............ 414,195 Húsavík ................ 17,205 Seyðisfjörður .......... 42,491 Samtals 2.355,207 eða sem svarar 1.570,140 mál- um. Árið 1943 var bræðslusíldin samtals 1.895,395 hektolítrar eða sem svarar 1.263,596 mál- um. Allar ofanritaðar verksmiðj- ur munu geta brætt á sólar- hring um 40 þús. mál. Sildarafurðirnar voru seldar til Englands með fyrirfram- samningum, og var verðið um 1 kr. hvert kíló af lýsinu, en mjölpokinn, 100 kg., kr. 52,19 fob. Allar afurðir síldarbræðsl anna, lýsi og mjöl, rnun vera um 53 miljóna króna virði. Saltsíldin. í GREIN um yfirlit yfir sild- veiðina í Mbl. frá 23. okl. 1943, skýrði jeg frá því,að öll síld sje seld frá því ári lil Ameríl^u. Þetta var rjetl. En svo skeður það, að umboðsmaður Síldarút vegsnefndar í Ameríku Frilz Kjartansson, heildsali, gat ekki staðið við skuldbindingar sín- ar, nerna fyrir um 18 þús. ín., en á 12 þús. tunnum varð 3 dollara verðlækkun á tunnu. Gaf Síldarútvegsnefnd Gunnlaugi Guðjónssyni þessa síld á hendina og tókst honum ao selja hana firma í Ameríku, sein Ingvar Guðjónsson, bróðir hans, hafði lengi haft víðskifti við. Þetta leit allt mjög illa út á tímabili í fyrravetur. Og það má ekki minna vera, en að síld- ai’eigendur sendi Gunnlaugi þakklæti silt fyrir hjálpina á sölu sildarinnar frá 1943. Þetta orsakaði það, að mai'gir síldareigendur voru óánægðir með Síldarútvegsnefndina, og þó sjerstaklega Fritz. og stofn- uðu síldarsaltendur, sem rjeðu yfir 86 prósent af síldar- magninu f jelag með sjer, í vor, er heitir Sölusamlag síldar- framleiðenda, og varð starfs- svið Sildarútvegsnefndar með þessu mjög lítið. Fjelag þetta á lögheimili á Siglufii’ði og opn- aði þar strax 'skrifstofu. Ætl- aði fjelagið að senda mann til Ameríku, en það var mjög seint fyrir og fól því Sambandi ísl. samvinnufjelaga að sjá um sölu síldarinnar í Ameríku fyrir sig. Það virtist þó erfitt að selja síldina þar, en áður en alvar- lega reyndi þó á það, tókst Thor Thors og samninganefnd utanríkisviðskifta að selja alla saltsíldina frá 1944 til hjálpar- stofnunar hinna sameinuðu þjóða sem nefnist UNRRA. SÖluverð síldarinnar var yið unandi, eða hið sama og síldin var seld fyrir árið áður: Venjul. sallsild US dollar 22.50 Cutsíld........... — 25-00 Sykursíld . — 27.50 Matjessíld . — 27.50 Kryddsild . — 31.00 Er þetta verð miðað við heil- tunnu fob. Á tímabili í haust leit út fyr ir að UNRRA mundi kaupa 2 —3 hundruð þús. tunnur af salt síld n.k. ár, en því miður virð- ist ekki verða af þessu vegna tunnuleysis og dýiieika á tóm tunnum fluttum frá Ameríku hingað, en selst hefir af næsta árs framlciðslu 30—40 þúsund tn. til UNRRA, eða það, sem tn. eru lil í landinu urylir. Fregnin um þessa miklu síld arsölu í haust, sem mátti heita að væri fullyrt í blöðunum að takast mundi, gerði það að verk um, að útvegsmenn hjer og aðr ir hafa gert ýmsar ráðstafanir í sambandi við þetta, en sömu btöð hafa ekkert um það getið, að- þessi mikla sala hefir ekki tekist. Ættu menn því að fara varlega í ráðstöfunum sínum í sambandi við þella mál. Alls var saltað til útflulnings af sild: Matjessíld ............ 7428 tn. Culsíld .............. 11722 — Grófsöltuð síld .... 417 — Samtals ......... 25522 — Auk þess voru saltaðar utn 1750 tunnur af síldarílökum, sem seíd eru til annara i Araer iku en UNRRA. Öll saltsíldin er seld, eins og áour er *getið, og verða nú greidd strax 75 prócent af and virði hennar. Maður er nú að leggja af stað frá Ameriku íil þess að skoða síldina og taka á móti henni íyrir kaupendur —• Álitið er, að síld þessi fari til Evrópulanda þegar leiðin opn- ast þangað. Síldarútvegsnefnd ákvað íersk síldarverðið til söltunar hið sama og næsta ár á undan, eða 25 ki’. tunnan fyrir venjutega saltsíld og 30 krónur fyrir upp saltaða tunnu af matjes- og hausskoi'inni síld. Sífdarfíugið. EINS og undanfarin ár, yar flugvjel höfð til síldarleitar þetta sumar, og þykir það nú sjálfsagður hlutur. Þarf eng- um að blandast hugur um það, að flugvjelanotkunin hefir auk ið aflann svo miljónum króna skiftir, enda eru síldarfrjettir flugvj elar inn ar aðalumr æðu- efni sjómanna í talstöðvamar. Flugvjelin hjelt til í sumar á Miklavatni í Fljótum og er.daði sína dvöl í vertíðarlok með því að fjúka um á vatninu, i af- takaveðri, er hún var að taka sig upp til heimflugs. Komust flugmennirnir á kjöl og rak flugvjelin með þá marandi í kafi að landi. Brensluolía. TVÖ undanfarin ár hefir, að tilhlutun ríkisstjórnarmnar, verið útveguð ódýr olia i'tl Siglufjai'ðar og látin á ölíu- geymi Sildarverksmiðja rikis- ins. Engir bátar njóta þessara hagstæðu olíukaupa nema þeir, sem skifta við Síldarverksmiðj ur ríkisins. Var verð olíunnar hjá verksmiðjunum 33 au. kg. en hjá öðrum 42 au. í sumar. Veiðarfærin. DÝRLEIKI veiðarfæra og hei'pinótabáta er að fara upp úr öHu valdi. T. d. kostar nú korkurinn einn á nótina, tilbú inn hjer, álíka mikið o.g öll nót in uppsett kostaði ný frá Nor- egi fvrir stríðið. Og það eru ekki fá dæmi þess, að viðgerð nótabáta hafi farið fram úr 10 þús. kr. og nótaviðhald og við- gerð hafi farið fram úr 20 þús- kr. á einni herpinót yfir ver- tíðina Beitusíldarfrysing. ÁLÍKA mikið af sild var fryst til beitu og sl. á, eða um 56 þús. tunnur og munu það Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.