Morgunblaðið - 31.12.1944, Page 14

Morgunblaðið - 31.12.1944, Page 14
14 MORG UNBLAÐIÐ Sunnudagiir 31. des. 1944 Blessaður fáráðlingurinn! — Hann steingleymdi að fullvissa hana um ást sína og aðdáun, áður en hann spurði. Og Maisie var nú einu sinni þannig gerð, að hun gat ekki farið að játa honum ást sína að fyrra bragði. Hún gat ekki átt á hættu, að hann hefði það á tilfinning- unni þegar árin liðu, að það hefði verið hún, sem bað hans. Hún horfði því kuldalega á hann, og í augnaráði hennar var ekkert, er ljóstraði upp til- finningum hennar. „Onei — ekki geri jeg það nú“, ansaði hún. Þau þögðu bæði drykklanga stund. Maisie gaf Danna horn- auga. Fyrst varð hann eldrauð- ur í andliti, en náði sjer þó brátt. Hann beygði sig áfram og kallaði til Graves: „Hertu á ferðinni, Graves. Jeg. hygg, að verðir laganna hjer um slóðir sjeu að snæða kvöldverð núna. En jeg skal a. m. k. greiða sektiná, ef við verð um teknir fastir“. Graves kinkaði kolli, og bif- reiðin þaut áfram með óleyfi- legum hraða. „Jeg hefi sjer- stakan samning við Graves“, hjelt Danni áfram og hallaði sjer aftur á bak í sætinu. Hann talaði rólega, eins og ekkert hefði í skorist. „Ef hann fær ekki skipanir um hið gagn- stæða, á hann ætíð að fylgja umferðareglunum. Ef hann er sektaður án þess að hafa fengið slíkar skipanir, verður hann sjálfur að greiða sektina. En að öðrum kosti er það jeg, sem greiði hana“. „Það er ekki nema sann- gjarnt“, ansaði Maisie. Við sjálfa sig sagði hún': „Hann er dásamlegur! Jeg hefi komið honum í laglegan bobba, og nú flýtir hann sjer eins og hann getur heim á gistihúsið, til þess að geta lokað sig inni í her- bergi sínu og nagað sig í hand arbökin. Jæja, það munaði minstu, að hann biðlað? til mín í þetta skiftið! Skyldi jeg hafa hagað mjer helst til kven- lega við hann? Jeg ljet tæki- færið ganga mjer úr greipum. . En ekki eru öll kurl komin til grafar enn. Hann á eftir að biðja mín aftur og þá. . . . „Jæja?“ sagði hún spyrjandi. „Jæja, hvað?“ spurði Danni. „Það, sem við vorum að ræða um áðan“. „Jeg legg til, að við tökum það mál út af dagskrá’V „Þá það“, sagði Maisie og brosti. Hún brosti til þess að leyna hugarangri sínu. — Hún hafði látið stjórnast af þeirri eðlishvöt konunnar — að flýja karlmanninn, jafnvel þótt hún þráði, að gefa sig á vald hans. — Hún vildi refsa Danna fyrir hina klaufalegu ástarjátningu hans, ef ástarjátningu skyldi kalla, — leika sjer að honum dálitla stund, eins og köttur að mús, áður en hún gæfist upp. Hún vildi aff Danni væri ákveð inn, ruddalegur — virti að vet- tugi allar mótbárur hennar með karlmannlegu öryggi. Hann átti að játa henni ást sína með mörg um fögrum orðum — grátbiðja hana um ást hennar — hvísla eldheitum ástarorðum hennar. — I raun rjettri hafði Maisie aldrei átt unnusta nje elsk- huga. Hún hafði ætíð haldið ástföngnum ungmennum í hæfilegri fjarlægð frá sjer. Hún var ólík mörgum vinstúlkum sínum að því leyti, að hún hafði enga unun af því, að láta ástfangna pilta, sem ekki vöktu neinar tilfinningar í brjósti hennar, flangsa utan í sig. Hún . hafði aldrei fundið neina fró- I un í því, að gera unga menn ástfangna af sjer, þótt hún ! geymdi í hjarta sjer sinn ástar draum. Hún ætlaði/ að giftast þeim manni, sem hún elskaði, og þegar hún væri gift ætlaði hún að helga líf sitt því starfi, að gera eiginmann sinn ham- [ingjusaman. Hún ætlaði að ala honum börn. Hún ætlaði aldrei að verða gömul nje ljót. — Hún ætlaði aldrei að gera sig seka um þau heimskupör, sem hún hafði svo.oft sjeð giftar vinkon ur sínar gera — þegar þær gerðu bændur sína hálfvit- lausa á því, að heimta daglega nýjar fullyrðingar um eilífa ást þeirra, elta þá stöðugt á rönd um og reyna á alla lund að koma í veg fyrir heilbrigt sam band þeirra við aðrar álíka hreldar karlverur — bann- færðu yfirleitt alt athafnalíf þeirra, er ekki stóð í beinu sam bandi við heimilið eða þær sjálfar. ------Þótt engir af nánustu vinum Maisie hefðu grun um það, var hún há-rómantísk stúlka. Hún þráði af allri sálu sinni að rómantískur elskhugi — 100% kvennagull — biðlaði til sín — legði ást sína að fót- um hennar. Löngu áður en hún hafði orðið ástfangin af Danna Pritchard, var hún orðin ást- fangin af ástinni. Þaðan var runnin hin ósjálfráða gremja hennar í garð Danna og hinnar furðulegu framkomu hans. — Hvernig gat hún skýrt honum frá því, sem hún hafði geymt í hjarta sjer, frá því að hún komst til vits og ára, eins og hvern annan helgidóm — — aðeins til þess að svala forvitni hans? Hvaða tryggingu hafði hún fyrir því, að hann myndi opna hjarta sitt fyrir henni í staðinn? Og bar honum ekki að láta fyrst í Ijós tilfinningar sín ar? — Maisie brosti, en það sem hana langaði í raun rjettri mest til þess að gera, var að gefa Danna vel útilátið kjafts- högg og gráta síðan úr sjer jgremjuna og hrygðina við brjóst hans. „Hroki veldur hrösun“, sagði Daníel upp úr þurru. „Þú varst ekkert hrokafull- ur“, ansaði Maisie, og leit á hann. „Nei, ef til vill ekki. En jeg hrasaði engu að síður“. „Þú hafðir fullan rjett til þess að spyrja, Danni“, sagði Maisie áköf. „Þú hefir þekt mig svo lengi og við höfum ætíð verið góðir fjelagar, og —“. „Já, já“, tók hann fram í fyr- ir henni. „Þú skilur mig. Það er ágætt. En þú getur verið al- veg róleg. Jeg mun ekki ar.grg í eyra þig oftar. Þú ert altof góð og j indæl stúlka til þess, að þetta asnastrik mitt kasti nokkrum skugga á.vináttu okkar“. j „Jeg verð þá að biðja hans, eftir alt“, hugsaði Maisie með sjer. Og hún hefði gert það þá, ef bifreiðin hefði ekki numið staðar frammi fyrir gistihúsinu á sama andartaki. | Þegar Danni hjálpaði henni út úr bifreiðinni, þrýsti hún hönd hans örlítið, og leit ástúð- lega á hann. I „Það er fallegt af þjer að fyr- irgefa mjer framhleypnina“, hvíslaði Danni. — Maisie fór beina leið upp á herbergi sitt, kastaði sjer upp í rúm og hágrjet. Hún grjet svo lengi, að augu hennar urðu rauð og þrútin. Hún þorði ekki að láta Tameu sjá sig við kvöld- verðarborðið, og sendi því þjón ustustúlku sína með þau skila- boð til Danna, að hún hefði höf uðverk og -ætlaði að snæða kvöldverð á herbergi sínu. XXI. Kapítuli. Þegar Danni sagði Tameu að Maisie hefði höfuðverk og kæmi ekki niður til kvöldverð ar, gladdist hún í laumi yfir ó- heppni hennar — þótt hún setti vitanlega upp innileghn samúð arsvip. Ekki gat hún gert að því, þótt Maisie notaði ekki tækifæri þau, sem henni buð- ust — en hún ætlaði svei mjer ekki að vera iðjulaus í kvöld. Að kvöldverði loknum tókst henni að fá frú Casson til þess að spila bridge við einhverja kunningja sína, og áður en Danni vesalingurinn vissi af, hafði Tamea leitt hann við hönd sjer út í stjörnubjarta nóttina. Þau hjeldu í áttina til Monterey-flóans. — Tamea var hljóð. Hún fann, að Danni kærði sig ekki um að tala. Honum lá eittfívað á hjarta — hann var hryggur yfir einhverju. Það sem hann þarfnaðist var ást, samúð og söngur. Tamea tók að syngja, mjög lágt. Það var víst ástar- söngur — því að þótt Danni skyldi ekki orðin, skynjaði hann ást og þrá af tónunum.... Alt í einu þagnaði Tamea og bar hönd hans að vörum sjer. Síðan hjelt hún áfram að syngja. — Þau komu að bekk, sem stóð á lágum kletti, niður við sjóinn. Á þessum kletti brotn- uðu bárurnar, í háflæði. En í kvöld var hafið hljótt og dimm blátt. Þau settust niður. Tamea hjelt enn utan um hönd Danna. Hún sleppti henni meðan hann kveikti sjer í vindlingi, en lagði síðan handlegg hans utan um háls sjer og lagði vanga sinn að vanga hans. Hún hjelt áfram að syngja. Alt í einu þagnaði hún, lagði aðra hönd sína á kinn hans og sneri andliti hans að sjer. „Ástin mín“, hvíslaði hún. — „Jeg elska þig af öllu hjarta mínu og allri sálu minni“. Skrítnu konurnar í litla húsinu Eftir Phyllis Mégorz LITA SNOTRA HÚSIÐ stóð í röð af litlum ®húsum, en gatan hjet Snotrustræti. Húsin voru öll máluð hvít að utan með hárauð þök. Á öllum húsunum voru græn- ar hurðir og snjóhvít tjöld fyrir hverjum einasta glugga. Fyrir framan hvert einasta hús var líka lítill, snyrti- legur garður með malargangstíg og blómareitum, full- um af fallegum blómum. Snotrugata var sannarlega rjettnefni á götu þessarri, þar sem húsin voru öll svona björt álitum og hreinleg. En þótt svo væri var eitt þeirra samt allra hvítast og fallegast. hreinast og þokkalegast af þeim öllum. Það var þar, sem tvær skrítnar systur bjuggu og kölluðu húsið sitt Snotrustaði. — Hvergi sást þar svo mikið sem arfakló í garðinum, nej nokkurskonar óregla á blómum, sem stóðu þar í beinum og fallegum röðum um garðinn. Og það var engin furða. þótt alt væri svona þrifalegt og fínt á Snotrustöðum, því systurnar, sem bjuggu þar, voru svo þrifnar, að þær máttu hvergi nokkursstaðar sjá ryk, hvað þá heldur meiri óhreinindi. Eldri systirin, sem hjet Petra, var mjög há og horuð, eiginlega eins og strik í laginu. Það var yngri systirin líka, hún Pála, en ekki alveg eins há. Þær höfðu báðar hár sitt sett upp í hnút í hnakkanum, og báðar k]ædd- ust þær altaf kolsvörtum kjólum, sem náðu niður á tær á þeim, og svo voru þær í svuntum með tvo stóra vasa. Báðar tvær höfðu þær mikil horngleraugu á nefinu. Og' hvorug þeirra systra, Petru og Pálu, brostu nokkurn- tíma, hvað þá heldur að þær hlægju nú. Jeg var að enda við að segja ykkur. að þær hafi aldrei brosað eða hlegið, og hvað viðvíkur framkomu þeirra við nágrannana, þá sögðu þær aldrei nokkurntíma við þá „Góðan daginn,” eða „það er gott veður í dag.” Og þær góðu nágrannakonur voru líka löngu hættar að bjóða systrunum heim til sín, já jafnvel að heilsa þeim yfir girðingarnar, þegar þær voru úti í görðunum. BEST AÐ AUGLTSA 1 VIIIKI -1 V « Hann: — Það er eðli kven- mannsins að mótmæla. Kven- fólkið getur ekki stilt sig um að bera á móti öllu mögulegu. Hún: — Hvaða bansett vit- leysa. ★ Breskur þingmaður var á göngu gegnum byggingu upp- lýsingaráðuneytisins breska. — Alt í einu sá hann myndastyttu, sem kom honum ókunnuglega fyrir sjónir. Hann sneri sjer að eftirlitsmanni og sagði: — Jeg hefi ekki tekið eftir þessari myndastyttu hjer fyrr. — Það er ekki von, sagði eft- litsmaðurinn. Þetta er ekki myndastytta, heldur blaðamað- ur, sem er að bíða eftir frjett- um. ★ Nýja vinnukonan hjá skip- stjórarium, spurði hann, hvort hann vildi hafa teið sterkt. — Nei, sagði skipstjórinn, en þjer skulið þynna það með rommi, ekki r.-ieð vatni. ★ Amma var að skera brauð handa krökkunum. Villi litli: — Stækka ekki gleraugun þín mikið, amma mín, þegar þú lítur í gegn um þau? Amman: — Ójú, barnið mitt, en af hverju spýrðu? Villi: — Jeg ætla að biðja þig að taka ofan gleraugun, meðan þú skerð snéiðina handa mjer. ★ Gesturinn: — Kallið þjer þetta nautakjöt? Þjónninn: — Er nokkuð að steikinni? Gesturinn: — Ekki annað en það að mjer heyrðist hún hneggja. Cæfa fylgir trúlofunar- hringunum frá Sigurþór Hafnarstr. 4. Svissnesk ( herra armbandsúr, vatns- | þjett og þola högg. Fjöl- | breytt urval í skrautgripa- § verslun minni. Gottsveinn Oddsson | Laugaveg 10, gengið inn s frá Bergstaðastræti. ‘MfMIMNIfUftetfjN Augun jeg hvíli með GLERAUGUM frá TYLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.