Morgunblaðið - 04.01.1945, Síða 5

Morgunblaðið - 04.01.1945, Síða 5
Fimtudag’ar 4. jarniar 1945. •'-35$í*&í* V ,"lLv MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptaráðið og rafvirkjarnir“ Athugasemd frá Viðskiptaráði Mariene í Frakklandi ÚT AF grein með þessari yf- irskrift í Morgunblaðinu 30 desember síðastliðinn, eftir Guðmund Þorsteinsson raf- virkja, vill Viðskiftaráðið taka fram eftirfarandi: lnnkaupasamband rifvirkja h.f. er nýtt verslunarfyrirtæki, stofnað í janúar 1944. Það er hlutafjelag og verslunarfyrir- tæki eins og samskonar eldri fyrirtæki er annast innflutning á sömu vörum og þeim, er það hyggst að flytja inn. Sjerstaða þess virðist aðallega felast í því, að hlulhafar þess sjeu fleiri en annara hliðstæðra eldri fyrirtækja, og einnig því, að fleiri rafvirkjar sjeu hlut- hafar í því en samskonar versl- unarfyrirtækjum, sem eldri eru. Þetta hlutafjelag, Innkaupa- samband Rafvirkja h.f.. hefir óskað eftir, og talið sig hafa rjell til, að fá til umráða all- mikinn hluta af innflutnings- kvóta landsins í rafmagnsvör- um, einkum raflagnaefni, sem er hliðstætt því, að trjesmiðir stofnuðu nýtt hlutafjelag og krefðust því til handa að fá að flytja inn megnið af þeim timb urskamti, sem landinu er ætl- aður á hverjum tíma, eða t. d. að járn- og vjelsmiðir stofnuðú verslunarfyrirlæki og krefðust hins sama því til handa varð- andi allt efni sem þeir þyrflu til að vinna úr. Á tímum eins og þeim sem nú eru, þegar viðskifti við önn- ur lönd eru raunverulega alls ekki frjáls, þýðir þetta í fram- kvæmd, að hið opinbera taki með valdi þann rjett, sem eldri fyrirtæki hafa öðlast á lengri tíma, 'meðan slík viðskifti voru frjálsari en nú. er og afhendi hann öðrum sem ekki virðast hafa kosið að öðlast svipuð fjettindi meðan þess var kost- ur án þeirrar íhlutunar hins op * inbera er að framan getur. Viðskiftaráðið mun ekki leggja neinn dóm á slíkar að- gerðir, sem þessar, en því þykir rjett að upplýsa, að það hefir ekki heimild til að gera slíkt, samkvæmt sínum starfsreglum. Því þykir og rjett að benda á í þessu sambandi, að það eru fleiri aðilar í landinu en iðn- aðarmennirnir sjálfir, sem hafa hagsmuna að gæta í sambandi við verslun rheð efnivörur til iðnaðar, t. d. nolendurnir, þeir sem bæði þurfa að kaupa efni- vöruna og vinnu iðnaðarmann- anna. , Það er rjett hjá greinarhöf- undi, að það hefir reynst ýms- um erfiðleikum bundið að fá íil lanösins hinar nauðsynlegustu rafmagnsvörur eftir að viðskift in með þessar vörur færðust að öllu leyti til Ameríku. Hitt mun síður rjett, ef talið er, að lítið hafi verið gert til að yfir- stíga þá erfiðleika. Má í því sambandi benda á, að hinir eldri innflytjendur hafa stofn- að með sjer innkaupasamlag — hliðstætt öðrum innkaupasam- lögum er nú starfa hjer —til að bæta aðslöðuna í þessu efni. Viðskiftaráðið, samninganefnd in og sendiráð íslands í Wash- ington hafa einnig látið í tje alla þá aðstoð sem þessar stofn anir gela í tje látið til að bæta úr þeim erfiðleikum er þurft hefir að stríða við í þessum efnum. Greinarhöfundur eyðir all- miklu rúmi til áfellis skiftingu á raflagnarörum er komu lil landsins nú fyrir skömmu. — Saga þess máls er í sem stytslu máli þessi: Snemma á síðast- liðnu ári taldi eitt firma hjer i bæ sig hafa nokkra möguleika lil að fá keypt allt að 140 000 fet af raflagnarörur i Banda- ríkjunum. Viðskiftaráðið vildi að tilraunin yroi gerð og veitti leyfið þegar í stað, en setti það að skilyrði, að það hefði íhlut- ^ un um skiftingu vörunnar, ef tilraunin tækist, en málið sióð þannig, að þótt varan væri til þá var með öllu vafasaml aö út flutningsleyfi fengist. Með að- stoð Viðskiftaráðs tókst þó u.m síðir að fá útflutningsleyfi fvr- ir rörunum án þess að bau kæmu til frádráttar á þeim | skammti er um það leyti var verið að ákveða íslandi vestra. j Er rör þessi komu til lands- ins stóð svo á, að nær því eng- ar birgðir af raflagnarörum j voru til í landinu, en skömmu aður hafði allmikið magn af sömu vöru farið í sjóinn með e. s. Goðafossi, þólti ráðinu því rjettara að segja fyrir um skift ingu vörunnar en að láta eitt verslunarfyrirtæki annast hana eftir eigin geðþótta. Að sjálf- sögðu' skifli ráöið vörunni með hliðsjón a.f þeim reglum er gilda um skiftingu innflutnings leyfa. Ef ráðinu hefði hins- vegar komið til hugar að hlut- i aðeigendur óskuðu fremur að ein verslun annaðist skiftin og að allir þeir, er málið snerti yrðu ánægðir með hennar gerð ir. þá myndi ekki hafa staðið á því að draga sig í hlje. | Greinarhöfundur lætur það skína í gegn, að Viðskiftaráðið hindri eðlilegan innflutning nauðsynjavara, eins og t. d. raf magnsröra, með því að neita ein stökum verslunarfyrirtækjum um innflutningsleyfi. Svipaðs misskilnings gætir ótrúlega oft hjá innflytjendum og ýmsum öðrúm. Um langt skeið hafa all flestar nauðsynjavörur, sjer- staklega málmar og vörur úr, þeim, verið háðar ákveðnum útflutningstakmörkunum í Bandaríkjunum. Viðskiftaráðið hefir því aö sjálfsögðu orðið að haga leyfisveitingum fyrir þess um vörum í samræmi við út- flutningskvótann á hverjum tíma.Þegar buið er að gefa út innflutningsleyfi fyrir upphæð sem nemur öllum útflutnings- kvótanum á ákveðnu tímabili, er tilgangslaust að gefa út fleiri leyfi fyr en næsta kvóta- tímabil hefst. Það hefir frá upphafi verið sjerstökum erfiðleikum bundið að fá rafmagnsrör frá Amer- íku, og ætli innflytjendum að vera ljóst, að slíkir erfiðleikar standa í beinu sambandi við nú verandi heimsstyrjöld. Það er því mikill misskilningur að saka Viðskiftaráð um skort hjer í landinu á þeim og fleirum nauð synjavörum er svipað stendur á með. Um aðstöðu nefnds hlutafje- lags til að fá gjaldeyris- og inn flutningsleyfi er þetta að segja: Ýmsir eigendur þess fá gjald- eyris- og innflutningsleyfi fyr- ir rafmagnsvörum, og er þeim ao sjálfsögðu heimilt að fela sínu eigin hlutafjelagi að sam- eina pantanir og flytja inn vör- ur samkvæmt þeim leyfum. — Sem einstakt verslunarfyrir tæki mun fjelagið einnig fá gjaldeyris- og innflutnings- leyfi í samræmi við gildandi reglur um leyfisveitingar til nýrra fyrirtækja. Hinsvegar má ! óefað gera ráð fyrir því, að ekki verði auðið að uppfylla óskir fjelagsins í þessum efnum, fremur en svo margra annara, bæði nýrri og eldri fyrirtækja. 31. desember 1944. Viðskiftaráðið. Mikið rii um NorSur- Ms-ssldina ÚT ER komið mikið rit um Norðurlands-síldina eftir Árna Friðriksson fiskifræðing. Er rit ið gefið út á vegum Atvinnu- deildar háskólans. Rit þetta er tæplega 300 bls. að stærð, en auk þess er út- dráttur úr efninu á enska tungu áftan við. Rúmlega 50 skýringa myndir og 70 töflur eru í bók- inni. Ritið er prentað á Siglufirði. Þakkarávarp ÞEGAR jeg veiktist fyrir tæpum tveim árum og varð að yíirgefa heimili milt. varð það að sjálfsögðu fyrirvinnulaust. Brugðu þá vio vinnufjelagar mínir og veittu mjer um lang- an tíma fjárhagslega aðstoð og sýndu í því mikinn bróðurkær- leika. Það er ekki hægt að nefna nöfn allra þeirra, sem hlut eiga að máli, þeir eru svo margir, en jeg vil sjerstaklega nefna verkstjóra minn, Martein Gísla son og konu hans, sem ávalt hafa revnst mjer sem systkini, nú síðast með því að færa mjer að Vífilsslöðum stóra fjárhæð- Ennfremur vil jeg nefna Jón Eyjólfsson. Flókagötu, sem einnig hefir styrkt mig fjárhags lega, þó hann væri í öðrum vinnuflokki. Ennfremur frú Ás laugu Þórðardóttur og mann hennar, Pjetur Bjarnason, sem á margan hátt hafa styrkt konu mína og börnin. Þessum öllum og öðrum þeim, sem hafa veitt mjer styrk og huggun í veikindum mínum, þakka jeg af innsta huga mín- um og bið þann. sem öllu ræð- ur að veita þeim huggun og styrk, þegar þeir þurfa með, eins og þau hafa veitt mjer. Oska þeim öllum gleðilegra jóla. ' Vifilsstöðum 18. des. '44. Halláór Þórhallsson. ÞEGAR MARLENE DIETRICH leikkona fór hjeðan í haust» hjelt hún fyrst til Englands en þaðan fií Frakklanás. Ljek hún og flokkur hennar fyrir hermennina, hvar sem þau komti Myndin hjer að ofan er tekin eínhversstaðar í Frakklanái og sýnir Marlene og hermann nokkurn, sem leikur á móti hernsi- Anderson til Parísar PARÍS: Fyrir nokkru kom Sir John Anderson fjármálaráð- Breta og frú hans til heimsókn ar hingað í borgina. Þau stóðu við nokkra daga. Ávarp Cíwrchills Hf dönsku heíma- vígslöðvanna ETNE og áður hr.fir verið getið í frjettiim. sendi Ghurc- hill ávarp til dönsku heima- vígstöðvanna mma um ára- mótin. Ávarpið er þannig:, — Nú í ársliyrjun get jeg ekki lofað ykkur að stvrjahL ariokin sjeu í náimt, en hitt get jeg sagt, að hið nasist- i.ska villidýr hafa verið kró- uð iimi og tortíming ]>ess er álrjákvannileg. Þau sár, sem handamenn hafa veitt ]>ví. draga það ti) dauða. Þegar við llretai' töluiu um banda- menn ('igum við ekki einung- is við herafla. hinna samein- uðu þjóða, heldnr og þá, seni| herjast á IieimavígstöðvununV um alla Evrópu og leika á hættusfunt hlntverk í hinui al gera stríði gegri sa.meiginleg-' um fjandmanni. Við ykkur á dönsku heimavígstöövumnn, iundir stjórn Frelsisráðsins. segi jeg: :— Við vitum hvaðj þið hafíð orðið að þofa fvrir að vísa á hug smjaðurvrðum iNasista og rísa gegn kúgun þeirra. Við vitum um uokkur:| af afreksverkum ykkar við1! I eðileggrngu ]výskra hergagna (<ig hervjela. sem i’yrir fimm, árum vai' koniið með inn í varna.rlaust land vkka.r. \',ð unctntmst stöðuglyndi ykkar og dugnaö. Viðnám ykkar er þýðingarmikið fyrir málsta.ð allra handamauna og fyrir, Danmörku efti rstríð. Nú, þegar óvinurinn nálgast fallL ið og beitir sjer til liins ýtr- asta, verðmu við allir að. standa vel saman. Við verðj um að herða tökhi t.il þess að flýta fyrir sigrinum. Með hug rekki og köldu hlóði skulum við sameiginlega vinna þann sigur, sem mun færa dönsku þjóðinni aftur hið , æfagamla frelsi hennar. ÓáapEepr ppd- ingar ÞjóSverja i London í gærkveldi. Frjettaritarar hafa skýrt frá“- því hváð eftir annað eftir að* innrásin var gerð á megin-* lándi, hvernig Þjóðverjar liaf.'v pyntað andstæðinga sína á hinn viðui’styggilegasta hátt. En nú hefit' í fyrsta sinni ven ið gefin út opinber skýrsla. um pyntingaraðferðir Þjóð- verjai' í N’iður-löiidum. Var skýrslan liirt í aðalstöðvuux 21. hersins í dag og skýrt frái- pyntingum, sem fram haf;v farið á tveimur stöðum. Hönnunargögn eru margs- konar. Pyntingartækin mr ennþá t.il og ennfremur vitnir setn énn ern a lífi. 1 hinni op- inheru skýrshi segir, að pynt- ingaaðferðir Þjóðverja gef* sí.st eftir pyntingaað ferðunm þeim, sem spánski rannsóknar: rjetturinn notaði á síiiumt tíma. Þessai' pyntingaaðferð- ir sjeu langt frá því, senx. menn geti gert sjer í hugar-* lund; að’ eigi sjer stað lvj:i- svokölluðum mentuðum mönnj um á 20. öfdmni. Fjársöfmit til íþróHaleikvattgs NÝLEflA var efnt til fjár- söfnunar í Færeyjum til á- góða fyrir íþróttaleikvang Þórshafnar. S’tóð söfnunin yf- ir í hálfan mánuð og var á þeím tíma safnað 08.000 kr. Við það áð fá íþróttaleik- vang - í Þórshöfn aukast í- þróttaskilyrði Færeyinga að stórum mun, en þeir liafa átt við erfið æfingarskilyrði að búa. (Samkv. uppl. frá Sámal Davidsen).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.