Morgunblaðið - 24.03.1945, Síða 7

Morgunblaðið - 24.03.1945, Síða 7
Laugardagur 24. mars 1945 MORGUNBLAÐIÐ 7 viðreisnarbarAtta norðmanna Háttvirta samkoma!. í nokkrum erindum, sem jeg hefi flutt fyrr í vetur, á fundum í fjelagi Norðmanna og fjelagsskap frjálsra Dana hefi jeg á grundvelli fregna sem mjer hafa borist, gefið ýtarlegar skýrslur um gang ýmissa mála í Noregi. — Jeg ætla ekki að halda neinn fyr irlestur í kvöld, en aðeins stikla á stóru um nokkur atriði, sem e. t. v. skipta miklu máli nú, þegar dagar reikningsskila virðast í nánd, og skammt virðist i land til þess, að hin kúgaða og hrjáða þjóð vor, geti hafið viðreisnarstarfið og horfið á ný til frjáls lífs. Þegar við horfum um öxi og lítum yfir ógnaratburði síðustu ára, staðnæmumst við fyrst við hina örlagaríku baráttu á heimavígstöðvun- um árið 1942, og þá sjer í lagi hina hetjulegu baráttu kennaranna og kirkjunnar þjóna. Andstaðan var sömu leiðis öflug á árinu 1943, en þó er ekki vafi á því, að við sem dvöldumst utan Noregs höfðum óljóst hugboð um, að dregið hefði úr mætti henn ar, sjerstaklega þegar leið á veturinn. Vitanlega lágu til þess sjerstakar ástæður, sem jeg mun ekki frekar gera að umræðuefni nú. Svo gekk árið 1944 í garð, en á því ári áttu heimavígstöðvarnar á- kaflega erfitt uppdráttar. — Þá tókst nasistum að greiða hinum frjálsu — svonefndu ólöglegu — norsku blöðum og öðrum hjálparmeðölum vorum, þung og mikil högg. En snögg umskipti urðu snemma vors, þegar stjórn heimavígstöðvanna skar upp herör og eggjaði til baráttu, — baráttu, sem náði há- marki sínu með tilraun nas ista til þess að skrá til vinnu þjónustu þrjá aldursflokka norskrar æsku, í lok maí- mánaðar. Tilraun þessari var rækilega komið fyrir kattarnef. Næstu vikur urðu þúsundir æskumanna að leita skjóls í skógum lands ins. Heimavígstöðvarnar fengu erfið viðfangsefni til úriausnar, og unga fólkið fjekk óyggjandi sannanir fvrir vilja þeirra og mætti til að koma æskunni undan klóm valdhafanna. Geysi- víðtæk og nákvæm skipu lagning varð að koma hjer til, en hin erfiðu viðfangs- efni voru leyst á þann hátt, að nasistayfirvöldin urðu að hverfa algerlega frá vinnu kvaðningaráformum sínum. Með starfi sínu öðlaðist stjórn heimavígstöðvanna fullt traust allrar þjóðarinn ar og jafnframt viðurkenn ingu sem hinn eini rjetti og sanni leiðtogi á heimavíg- stöðvunum. Menn voru tekn ir í þjónustuha á allt annan hátt en áður. Allir, sem vildu, fengu sín tækifæri. — Barátta æskulýðsins færði hinum hluta þjóðarínnar heim sanninn um skvldur sínar. Svo kom innrásin í Frakkland, en hún hafði mjög örfandi áhrif á bar- áttugleðina. Hinni svo- Erincli flutt af S. A. Friid blaðafulltrúa, á fundi í fjelagi Norðmanna hjer í bænum s. I. þriðjudags- kvöld. — ( nefndu ,,þjóðlegu“ vinnu- þjónustu var greitt rothögg- ið og spellvirki voru framin gegn henni um land allt. A innrásarárinu fengu Þjóðverjar engan norskan vinnukraft til virkja- gerða sinna og annara hernaðarframkvæmda. Svo mátti heita, að „borgaravakt in“ væri hundsuð um land allt. Sóknin hafin. Árið 1944 hófu svo liðs- menn heimavígstöðvanna norsku sókn sína. — Gagn ráðstafanirnar gegn vinnu- þjónustunni og vinnukvaðn ingunni höfðu örfandi áhrif á andstöðuvilja norskrar æsku. Gripið var til víð- tækra spellvirkja, fyrst gegn bensíh- og olíubirgð- um Þjóðverja, síðan gegn ýmsum öðrum hernaðarverð mætum þeirra. Næstum á hverri nóttu voru árásir gerðar á hernaðarstöðvar en hinar víðtæku varúðar- ráðstafanir Þjóðverja. bann svæði, aukið varðlið o. s. frv., stoðuðu ekkert gegn dugnaði og djörfung spell- virkjanna. Þeir urðu brátt vinsælir, því að aðgerðum þeirra var einvörðungu beint gegn hernaðarstöðv- um, en eignum Norðmanna hlíft eins og framast var unt. Samtímis því, að skemmdar verkin færðust í aukana, var frelsun Noregs hafin. — Við vitum öll, hversu ægi- legar fórnir hún kostaði. En fantabrögð Þjóðverja megn uðu ekki að brjóta á bak aft ur mótstöðuþrótt þjóðarinn ar, fórnarlund hennar og trú. Ekkert vinnst án fórna. En allar fórnir eru unnar fyrir gýg og enginn sigur vinnst, nema hinni fórn- freku baráttu sje haldið á- fram með auknum krafti. Og það er einmitt það, sem daglega á sjer stað. — Það nægir að minna á hin stór- kostlegu skemmdarverk síð ustu daga og refsiaðgerðir Þjóðverja í sambandi við þau. í einu af hinum frjálsu blöðum Noregs, birtist ný- lega eftirfarandi hugvekja: Þeir, sem hafa misst allar eigur sínar, þeir, sem hafa verið fangelsaðir og þeim misþyrmt og þeir, sem hafa verið dæmdir til lífláts, — hafa ekki vorkennt sjálfum sjer. E. t. v. voru þeir engar hetjur áður, en neyðin gerði þá að hetjum. Einmitt þeir, sem stvrjöldin hefir leikið verst, hafa greinilegast sann að lífsvilja og mótstöðukraft norsku þjóðarinnar. — Þeir hafa ekki verið að hugsa um það, hvort fórnin hafi ,,borgað sig eða ekki“. Okkur hefir borist marg- víslegar sannanir fyrir því, að þannig hugsa þeir, sem standa teinrjettir andspæn- is aftökusveitum Þjóðverja og þeir, sem veslast upp inn an fangelsisveggjanna. Hinn ósveigjanlegi kjarkur þeirra og djörfung, hefir verið hin um norska málstað að meira liði en þá e. t. v. grunar. — Fórnarlund þeirra hefir gripið um sig meðal allrar þjóðarinnar. Oflun nauðsynja verður erfið. Eitt þeirra vandamála, sem vitanlega eru efst á baugi meða-1 Norðmanna | heima og erlendis, er öflun j lífsnauðsvnja að styrjöldinni j lokinni. Þeir bjartsýnustu j hafa talið, að þjóð vor gæti fengið nægar birgðir mat- væla, hráefna og vjela þeg ar að stríði loknu, en við verður því miður að taka slíkar fullyrðingar til yfirvegunar á ný. Á alþjóða markaðnum verður að taka tillit til allra hinna her numdu og soltnu þjóða, þ. á. m. stórþjóða eins og Kín- verja og Rússa. Það mun því reynast nauðsynlegt að taka upp strUnga skömtun meðal þjóðanna á þeim vörubirgðum, sem heims- markaðurinn hefir. yfir að ráða. Á undangengnum stríðsárum hafa hinar sam- einuðu þjóðir haft með sjer sameiginlega nefnd til að annast innkaup og skipt- ingu hernaðarnauðsvnja. — Til þess að fullnaegja brýn ustu þörfum borgaranna í hinum hernumdu löndum, var hjálparstofnun hinna sameinuðu þjóða (UNRRA) komið á fót. Þessar tvær stofnanir munu í samein- ingu annast dreifingu þeirra nauðsynja, sem handbærar verða eftir stríðið. En þarf- irnar eru svo geysimiklar og viðfangsefnin svo erfið að sjerhver þjóð verður að bjarga sjer af eigin ramm- leik eins og framast er unt. Það er því undir því tvennu komið, hversu mikil neyðin verðui' í öðrum löndum og því, hversu vel birgur heims markaðurinn \Terður. hvað Norðmenn geta vænst mik- ils innflutnings frá öðrum löndum. Norska stjórnin hef ir að sjálffiögðu fulltrúa í U. N. R. R. A.. og munu þeir gæta hagsmuna hennar þar. Hún hefir og gengið frá samningum við Svía um vöruflutninga til Noregs að stríði loknu. þess, hve skjótt hún berst. Um heim allan er nú skortur matvæla, klæðnað- ar, húsnæðis, húsgagna o. s. frv. Samgöngutæki eru mjög úr sjer gengin og þarfnast endurnýjunar. Auk þess er mikill skipaskortur og fiskimenn vantar veiðar- færi. Landbúnaðinn skortir vjelar, útsæði og áburð. Mik ill skortur er hráefna og eldsneytis. Allar þessar þarf ir munu segja til sín sam- tímis, en auðsætt er, að þeim verður ekki fullnægt öllum í einu. Það er og ljóst, að ríkio verður að skipuleggja við- reisnarstarfsemina; viðfangs efni'n eru vafalaust meiri en svo, að einkaframtakið ráði við þau. Fvrsta verkefnið verður að bæta úr sárustu neyð- inni. Norska stjórnin í Lon- don hefir þegar lagt drög að því. En þá fvrst verða höfuðákvarðanirnar teknar um þá starfsemi, er landið hjálp þeirra tekna, sem verslunarflotinn hefir gef- ið, höfum við getað lagt; fram alt að 500 miljónum króna til herbúnaðay þ. e. a. s. komið á fót litlum en vel útbúnum her, haldið úti herflota með 60—70 skipum og byggt upp flugher, sem er næst stærstur af flug herjum hinna hernumdu þjóða. í Svíþjóð dveljast nú 35—40 þúsund norskir flóttamenn, sem eru grann- þjóð okkar ekki til verulegr ar byrði. sökum þess, að norska stjórnin styður þá fjárhagslega. Við höfum get að borgað vexti og afborgan ir af erlendum skuldum. En floti vor hefir beðið mik ið tjón. Hann hefir minkað um h. u. b. helming, eða ca. 2 miljónir smálesta, en það, sem við höfum fengið af nýjum skipum frá Bretum og Bandarikjamönnum. nem ur ekki mörgum hundruð- um þúsunda smálesta. Takmarkið er vitar.lega hefir verið frelsað úr klóm það, að flotinn verði aftur En það, sem \hð þannig fáum frá Svíum, verður metið til frádráttar því. sem U. N. R. R. A.-gæti látið okkur í tje. En hjálp j Svía \’erður engu að síður hin mikilvægasta, sökum nasista, og þjóðin sjálf getur lagt lóð sitt á metaskálarn- ar. Þá verðum við að velja milli þess, hvort við eigum að leggja höfuðáhersluna á að bæta afkomumöguleika þjóðarinnar sem mest þeg- t.r í stað, eða hvort við eig- um að hugsa meir fram i u'mann og einbeita hugan- um að því að hagnýta hin lítt numdu náttúruauðæfi landsins með aðstoð nýjustu tækni. Ef við veljum síðari kostinn, verðum við að sætta okkur við að lifa mjög einföldu lífi fyrstu árin eft- ir stríðið. Það mun verða nauðsynlegt að spara kraft- ana, svo að við getum ein- beitt þeim að því að hag- nýta fossaflið í landinu, reka járnbrautirnar með rafmagni og vfirleitt að koma atvinnulífinu í ný- tísku horf, þannig að okkar eigin hráefni komi að sem bestum notum. Stvrjöldin er enn í full- um gangi. Viðurstvgging eyðileggingarinnar hófst fvrst.fvrir alvöru í Noregi, þegar Þjóðverjar hófu und- anhald sitt frá Finnmörku. Engan gat grunað, að eyði- leggingarnar yrðu svo stór- kostlegar, en svo mikið er víst, að meðan vopnaðir Þjóðverjar eru á norskri igrund, má búast við sams i konar framferði þeirra ann- i arsstaðar. Hversu miklar | eyðileggingarnar verða um ' það er lýkur, vitum við ekki ' í dag Viðreisn verslunarflotans. Eitt af þeim atriðum, sem mestu máli skiftir, er við- reisn siglingaflotans. Hið rnikilvæga hlutverk, sem hann hefir unnið í þágu bandamanna, hefir hann jafnframt unnið fyrir frels- isbaráttu Noregs. Þar að auki hefir hann skapað okk- ur sterka aðstöðu meðal bandamanna vorra og gert styrjaldarrekstur frjálsra Norðmanna mögulegan.Með jafn stór og hann var fyrir stríð, en slíkt er okkur lífs- nauðsyn. Fyrir stríð námu tekjur hans 11% af þjóðar- tekjunum og því aðeins gát- um við bjargast með hinn geysilega óhagstæða versl- unarjöfnuð, að tekjur versl- unarflotans vógu þar upp á móti. Aðstaða Noregs sem siglingaþjóðar eftir stríðið, þarf ekki að vera i neinni hættu, ef heimsverslunin og samkepnin á höfunum verð- ur frjáls, en einungis með því móti fá hinir miklu kost ir okkar sem siglingaþjóðar notið sín. Uánsfengur Þjóðverja. * Þjóðarbúskap Norðmanna hefir farið stórhrakandi á styrjaldarárunum. Fyrir stríð var talið að þjóðareign Norðmanna, þ. e. a. s. heild- arsumma þeirra verðmæta, sem voru í eigu Norðmanna, næmi 20 miljörðum -króna. í stríðinu hefir gengið á þjóðareignina af tveimur á- stæðum. Flestum mun auð- vitað fvrst og fremst detta í hug tjón af hernaðarvöld- um. Byggingar, verksmiðj- ur, skip og aðrar eignir hafa eyðilagst af hernaðarvöld- um. En til þessa er þetta þó e. t. v. minsti pósturinn Það sem mestu máli skiftir er, að gengið hefir verið á ger\rallan höfuðstól þjóðar- innar. Vörubirgðir eru raun verulega með öllu þrotnar. Bændur hafa -orðið að færa saman búrekstur sinn, skóg- arnir höggnir gegndarlaust, samgöngukerfi, m. a. bifreið ir og járnbrautir, eru úr sjer gengin og hafa ekki verið endurbætt, verksmiðjuvjel- ar eru í megnasta ólestri vegna þess, að endurnýjun hefir ekki farið fram og hús eru víða að falli komin vegna viðhaldsleysis. Ótal fleiri dæmi mætti nefna. Þjóðverjar hafa mergsogið þjóðina, af vörum og þjón- ustu, um 10 miljarða króna. Það er hin svcmefnda .,fyr- Frámhald á 8. síðu,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.