Morgunblaðið - 21.04.1945, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laiigardagur 21. apríl 1945
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)-
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
p.t. Jens Benediktsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Rilstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
ísland og Svíþjóð
SAMKVÆMT tilkynningu frá ríkisstjórninni, sem
birt er á öðrum stað í blaðinu, hefir verið undirritaður
samningur um loftflutninga milli íslands og Svíþjóðar.
Er samningur þessi samhljóða samningi þeim, sem rík
isstjóm íslands gerði við stjórn Bandaríkjanna 27. jan-
úar s.l. og var sá samningur birtur.
Það er vitað máþ að Svíar hafa að undanförnu haft mik-
inn hug á, að taka upp fastar flugferðir milli Svíþjóðar
og Ameríku, með viðkomu á íslandi, strax og mögulegt
væri. Hafa Svíar verið að undirbúa þetta mál og m. a.
gert samhljóða samning við stjórnir beggja landanna,
Bandaríkjanna og íslands. Eru því miklar líkur til, að
Svíar sjeu nú langt komnir með nauðsynlegan undirbún
ing þessa máls og að ekki verði langt að bíða þess, að
þeir geti hafið flugferðir á þessari leið.
Við íslendingar fögnum því af alhug, að viðskiftin milli
íslands og Svíþjóðar eru hafin á ný. Fyrir stríð voru mikil
viðskifti milli þessara frændþjóða og benti margt til þess,
að þau myndu fara vaxandi. Svo kom stríðið og lokaði
þessum samböndum.
En nú eru á ný hafin viðskifti milli þessara landa og
þau fara myndarlega af stað.
Samkvæmt hinupa nýja viðskiftasamningi landanna er
gert ráð fyrir, að Svíar kaupi af íslendingum a. m. k. 125
þúsund tunnur af saltsíld, af þessa árs framleiðslu. Enn
fremur að Svíar selji okkur ýmsar iðnaðarvörur, sem
okkur vantar tilfinnanlega, svo sem efni til rafstöðva, raf-
vjelar, efni til vitabygginga, vjelar í báta, landbúnaðar-
vjelar. trjávörur og ýmislegt fleira. Áður höfum við sam-
ið við Svía um smíði vjelbáta, sem kunnugt er.
Allt bendir því til þess, að strax og stríðinu lýkur, verði
mikil viðskifti milli íslands cg Svíþjóðar. Er það íslend-
ingum fagnaðarefni, því að þeim hefir fallið vel að eiga
viðskifti við Svía.
Með reglubundnum flugferðum milli landanna, munu
viðskiftin verða greiðari og er það vel farið.
Hiiln nýi viðskiftasamningur íslendinga og Svia getur
að sjálfsögðu ekki komið að fullum notum, fyrr en sam-
göngur hefjast á ný milli landanna. En það veltur hins-
vegar á því, hvenær stríðinu lýkur.
Það er einlæg ósk Islendinga, að þessi viðskiftasamn-
ingur verði upphaf mikilla og varanlegra viðskifta milli
þessara frændþjóða.
Vottur skilnings
ÞAÐ VAR ÖLLUM íslendingum mikið fagnaðarefni,
er tekist hafði að greiða úr farþegaflutningi milli íslands
og Ameríku. Eftir að sökt hafði verið báðum farþega-
skipunum, sem íslendingar höfðu í þessum ferðum, mátti
segja. að allar leiðir væru þeim lokaðar. Þeir áttu ekk-
ert farþegaskip, sem hægt var að setja í þessar ferðir, í
stað skipanna sem sökt var. Voru því fyrirsjáanleg stór-
vandræði, ef ekki hefði greiðst úr á annan hátt.
En þegar verst horfði, komu þau gleðitíðindi, að her-
stjórn Bandaríkjanna hefði greitt úr erfiðleikum okkar,
með því að veita Islendingum far með flugvjelum hersins,
sem fara milli landanna.
Með þessu hefir Bandaríkjastjórn enn á ný sýnt hug
sinn til okkar íslendinga. Því að það vita íslendingar
mjög vel, að Bandaríkin hafa nóg verkefni fyrir þær flug-
vjelar, sem herinn hefir í förum milli landanna. Það þarf
því vissulega næman skilning á. þörfum íslendinga, að
þeir skuli vera Iátnir sitja fyrir um flugferðir á vegum
hersins, milli landanna.
íslendingar þakka stjórn Bandaríkjanna af heilum hug
fyrir góða láUsn á þessu máli.
'Uílar ihrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
; Skemtileg: útvarps- |
dagskrá.
ÞAÐ ER ekki úr vegi að minn- j
ast svolítið á dagskrá útvarpsins
á súmardaginn fyrsta, úr því hún
var eins skemtileg og raun var |
á. Mátti með sanni segja, að fólk
gæti hlustað á útvárpið sjer til j
mikillar ánægju allan daginn og
fram á nótt. Kórsöngurinn frá
Laugarvatni veitti tilbreytingu
milli danslaganna og ferðasögur
og frásagnir voru prýðilega vald
ar og yfirleitt vel fluttar. Mátti
glögt heyra á dagskránni allri,
að mikil vinna hafði verið lögð
i undirbúning hennar og að sú
■-■inna bar einnig tilætlaðan ár-
angur. Eiga þeir þakkir skilið,
sem að þessu stóðu, og mun vera
'angt síðan að menn hafa lokið
svo upp einum munni um ágæti
dagskrárinnar.
•
Leikstaðir barna.
J. M. SKKIFAR: „Flestir Reyk-
víkingar, sem börn eiga, vita
hversu erfitt er með leikstaði
handa þeim hjerna í þjettbýl-
inu. Ekki er hægt að halda stálp-
uðum börnum altaf á lítilli lóð,
göturnar.síst ákjósanlegar, enda
stórhættulegar vegna bílaum-
ferðarinnar. Barnaleikvellirnir
eru því mjög kærkomið afdrep,
end.a margir foreldrar meir en
fegnir að geta sent börn sín þang
að og vita þau á öruggum stað.
Við búum nálægt Grettisgötu-
leikvellinum og notum hann.
Leikvöllurinn er vel hirtur, en
þó stundum rakur og hefir borið
á því, að jarðvegurinn hefir spor
ast upp og myndast for undir
rólunum, þó eigi meiri en svo,
að nægja myndi að bera möl eða
sand undir þær“.
•
Hættulegar hellur.
NÚ ER verið að lagfæra völl-
inn og setja nýjar rólur á tveim
stöðúm, og er það ágætt, en
veistu hvað svo er gjört? Til þess
að þrifalegt sje undir rólunum,
eru settar sex eða átta steinhell-
ur, eins og notaðar eru í gang-
stjettar, undir hverja rólu. Nú
eru rólurnar það stórar, að 10 ára
börn geta rólað sjer tvö í einu
og gjöra það oft, og smærri börn
stundum fleiri, en 4—6 ára börn
verða að teygja handleggina út
til þess að halda sjer. Rólurn-
ar eru sterklegar og kaðlarnir
líka, en engin grind, hvorki fyr-
ir framan nje aftan.
•
Gæti valdið slysi.
GÆTI NÚ ekki hugsast, að
barn dytti einhverntíma úr rólu,
og þarf hún ekki að vera á mik-
ílli ferð, til þess að slys verði,
beinbrot eða jafnvel eitthvað
verra, ef höfuðið lendir á und-
an. Engin merki sjást þess, að
endurnýja eigi gömlu rólurnar
og erfitt mun að setja grindur á
þær, svo að vel fari. Hinsvegar,
eru hellurnar undir einni ról-
unni farnar að aflagast, tommu-
háar steinbrúnir hafa myndast
og dregur það ekki úr slysahætt-
unni. Að lokum vil jeg taka það
fram, að jeg skrifa )>etta ekki
sem ádeilu á neinn, og veit jeg
ekki, hverjir þessu ráða, en að-
eins til þess að reyna að afstýra
slysi og til þess að þora að senda
barnið rnitt á leikvöllinn“. —
Þannig er brjef J. M. og kem
jeg hjermeð umkvörtunum henn
ar til rjettra aðila.
Áætlunarferðir í
Þvottalaugarnar.
KONA skrifar: „Viltu birta
eftirfarandi, svo það komist til
þeirra, er hlut eiga að máli: Fyr-
ir nokkru hefir verið endurreist
og stækkað hús það, sem notað er
til þvotta við þvottalaugarnar
hjer í nágrenni bæjarins, og ým-
klegt lagfært þar innanhúss til
mikilla bóta, þó margt mætti bet
ur fara, og er því slept hjer að
sinni. — Sjálfságt hefir hús þetta
einkum verið bygt fyrir ]>á, sem
ekki geta þvegið tau sitt heima,
eða hafa ekki aðgang að þvotta-
húsi, og hefir reynslan sýnt, hve
ómissandi þetta hús er, því mik-
ill fjöldi fólks fer þangað með
tau til þvotta, og hygg jeg, að
mörgum sinnum fleiri færu, ef
ekki væri slíkum erfiðleikum
bundið að komast fram og til
baka. Enda þótt margir sjeu þann
ig settir, að geta flutt þvottinn
í einkabílum, þá er allstór hóp-
ur af fólki, sem ekki á annars
úrkosta en að kaupa bíl tvisvar
í hvert sinn sem þvegið er, og
er það mikill kostnaður, eins og
öllum má vera ljóst, þar sem
eftirvinnugjald kemur í flestum
tilfellum á ökulaunin aðra leið-
ina, — eða heim úr laugunum.
•
Þurfa að koma
fastar ferðir.
OG ÞAÐ er einmitt þessi hlið
málsins, sem jeg vildi vekja at-
hygli á og mælast til j)ess, að
þeir, sem hafa umsjón með hús-
inu og starfrækslu þess, komi
því í framkvæmd, að áætlunar-
bílar færu þessa leið, og þeir
væru þannig útbúnir að geta
flutt bæði fólk og farangur, og
þar eru að sjálfsögðú hálfkassa-
bílarnir heppilegastir. Ennfrem-
ur, að ferðum væri hagað svo,
að þær kæmu að sem mestum og
bestum notum. — Hjer er mikið
rætt um þrifnað utan húss og
innan, og ekki verður það talinn
hvað minstur þáttur í þeim efn-
um, að þvo þvott heimilanna og
væri það vel, að þessu máli væri
gefinn gaumur og myndu margir
fagna því, ef úr þessu væri bætt
hið bráðasta".
FRÁ FRÆNDÞJÓÐUNUM
FRÁ GAUTABORG frjettist,
að Þjóðverjar, sem flúið hafa
frá Noregi til Svíþjóðar, haldi
því fram, að búast megi við, að
öll þýsk herskip, sem sjeu nú í
Noregi, muni sigla til Strömstað
í Svíþjóð eftir vikutíma.
★
Hinar tíðu árásir á þýsk skip
á Noregsleiðinni hafa orðið til
þess, að margir þýskir hermenn
í Noregi hafa mist kjarkinn.
Á föstudaginn langa ætluðu
þýskir hermenn að gera upp-
steit, er þeim var skipað að fara
út í þýsk í Óslóarhöfn. Til þess
að losna við norska áhorfend-
ur, gáfu Þjóðverjar loftvarna-
merki.
Síðan var miðað byssum á dát-
ana og þeim tilkynt, að ef ])eir
færu ekki út í skipin, þá yrðu
þeir skotnir á hafnarbakkanum.
Þá ljetu þeir undan og fóru.
★
Mælt er, að 20 menrt hafi unn-
ið bug á varðmönnum þeim, er
gættu Berggravs biskups. Síðan
fóru þeir á brott með biskupinn.
Talið er, að hann sje úr allri
hættu.
★
Frá London er símað: Hákon
konungur hefir heimsótt fólkið
frá Suðureyju í Vestur-Finn-
mörku, þar sem það dvelur nú
nálægt Glasgow. En eins og kunn
úgt ér björguðu breskir tundur-
spillar niilli 500 og 00 manns,
konum og börnum, frá Suður-
eyju fyrir nokkfum vikum og
fluttu það til Skotlands, þar sem
það dvelur nú. Anthony Eden,
utanríkismálaráðherra Bret-
íands, hefir áður heimsótt fólkið.
í fylgd með konunginum voru
Bjart Ording majór, Sven Niel-
sen ráðherra og fjöldi norskra og
skoskra embættismanna. En Ro-
bertson, fyrv. ráðherra frá Finn-
mörku, og breski höfuðsmaður-
inn Fergusson fóru með honum
um bústaði Norðmannanna. Kon-
ungurinn ræddi við fólkið og
kynti sjer vel hagi þess. Bauð
konungurinn fólkið frá Suður-
eyju velkomið með ræðu og
sagði m. a.: „Einstaka sinnum
er það gott, að við getum ekki
sjeð hið ókomna. Jeg hefi oft
hugsað um það, hvað við hefð-
um gert 9. apríl 1940, ef Við hefð
um vitað, að það væri fimm ár,
hvort við hefðum megnað að
taka þá afstöðu þann dag, sem
við gerðum. Föðurlandsástin,
sem þjer hafið sýnt, hefir styrkt
okkur í vissunni um, að við gerð-
um hið rjetta 9. apríl.
Við hugsum öll hið sama: að
fá að sjá Noreg frjálsan aftur.
Jeg vona, að þess verði ekki langt
að bíða, að við náum því tak-
marki. Jeg ætla ekki að gerast
spámaður. Jeg segi ekki, að það
verði á morgun og ekki hinn dag
inn, og ekki heldur eftir hálfan
mánuð, en svo mikið get jeg sagt,
að lengsti tími útlegðarinnar er
á enda. Þegar þjóðernistilfinn-
ingin og samheldnin hefir hald-
ist allan þennan langa tíma, sem
' er liðinn, er jeg ekki í minsta
1 vafa um — eftir það sem jeg
hefi heyrt og sjeð í dag — að
| við höldum heim með góða sam-
' visku í vissu um það, að hver
J einstaklingur hafi gert skyldu
sína til að ná því marki, sem
við settum okkur 9. apríl: Frjáls
og fullvalda Noregur".
Nýlega hafa verið brend 500
lík þýskra flóttamanna og her-
manna í bálstofu Kaupmanna-
hafnar. f Höfn deyja 50' Þjóð-
verjar á dag að meðaltali, flótta-
menn og hermenn. Margir her-
menn andast á skurðarborðum.
Meðal flóttamanna er heilsu-
farið hræðilegt.
Fyrir nokkru síðan fór flokk-
ur þýskra hermanna frá Ring-
köbing á Jótlandi til vesturvíg-
stöðvanna. Einn þeirra kom aft-
ur eftir nokkra daga. Fjelagar
hans allir vorú teknir til fanga'
sama dag og þeir komu til vig-
stöðvanna. Þessi eini náði í lest
og flúði alla leið til baka til
Ringköbing.
Talið er líklegt, að Hipo-lög-
reglan verði leyst upp. Illræðis-
verk Hipo-manna orðin svo
gegndarlaus í Danmörku, að jafn
vel Þjóðverjar telja sjer henta
að láta liðið hverfa. Eitthvað af
Hipo-mönnum á að fara í svo-
nefnda „öryggisþjónustu“.