Morgunblaðið - 03.05.1945, Page 2
MORGUNBLA9IÐ
Fimtudagnr 3. maí 1945
Sextugur:
fteindér BJdrnsson
frá Gröf
*
Sigurður Olafsson
sextugur
f
I
í DAG er einn af frumherjum
íþróttahreyfingarinnar, Stein
dór Björnsson frá Gröf, sex-
tugur.
Flestir, sem hafa lagt stund
á íþróttir og einnig þeir, sem
, fylgst hafa með íþróttakeppn-
um síðustu 40 árin, kannast við
Steindór, enda hefir enginn nú
lifandi íslendingur verið starfs
maður við eins margar íþrótta-
keppnir og hann. Allt frá byrj-
unarstarfi í ungmennafjelags-
hreyfingunni, en hann er einn
af frumherjum hennar og einn
fyrsti fimleikakennari hjá U.M
F. Velvakandi hjer í bæ og hjá
U.M.F. Afturelding í Mosfells-
sveit, hefir Steindór verið stoð
og stytta keppendanna á öllum
þeim íþróttamótum, sem hann
hefir staðið fyrir eða starfað
fyrir. Má segja að þeir, sem
Jengst hafa komist í góðum ár-
angri megi þakka Steindóri að
íiokkru getu sína, þar sem hann
hefir oft og tíðum leiðbeint
bæði ungum sem eldri kepp-
endum um leið og hann hefir
haft dómarastörf með höndum.
Steindór er ekki málgefinn
maður og hygg jeg að hann
viiji láta sem minst á sjer bæra
í dag, en mjer finst að þessi
tímamót megi ekki svo hjá líða
að einhver íþróttamaður kveði
sjer hljóðs og þakki Steindóri
fyrir allt það starf, sem hann
hefir unnið í þágu íþróttahreyf
ingarinnar.
Á fyrslu árum íþróttastarf
seminnar var ekki glæsilegt að
leg'gja út á þá braut og verða
fþróttakennari, en Steindór fór
tii Danmerkur 1906 og dvald-
ist þar um tveggja ára skeið, og
lagði hann stund á íþrótt
ir: með fram námx
sínu í lýðskólanum í Vallikilde
og þegar hann svo kom heim,
gerðist hann kennari við Barna
skólann í Reykjavík og kenndi
þar fimleika ásamt öðrum náms
greinum allt til ársins 1928.
Samfara þessari kennslu kendi
hann leikfimi á vegum í. R. um
15 ái'a skeið, eða á þeim árum,
er vegur fimleikanna var sem
Kiestur hjá í- R. Hann hefir
starfað mikið í þágu bindind-
hsmálanna frá því fyrsta og set
iið’ í framkvæmdanefnd stórstúk
unnar um árabil. Sjerstaklega
trxega ungtemplarar minnast
starfs hans, því þar hefir starfs
svið hans að mestu verið.
Árið 1908 gerðist hann starfs
maður hjá Landssímanum og
atarfar þar enn þá og er einn
elsti starfsmaður hans.
Sleindór er sonur hjónanna
Björns hreppstjóra Bjarnarson-
af I Grafarholti og Krist-
rúnar Eyjólfsdóttur frá Stuðl-
um við Reyðarfjörð.
I- R.-ingur.
I dag er einn af mætustu
borgurum Reykjavíkur, Sig-
urður Ólafsson rakari, sextug-
ur að aldri. Hann er fæddur
3. maí 1885 í Vestur-Leirár-
görðum í Borgarfjai'ðarsýslu.
Foreldrar hans voru Ólafur
Jónsson, bóndi og smiður í
Vestur-Leii'árgöi'ðum, og kona
hans, Ásgerður Sigurðardóttir.
Sigurður fluttist með foreldr-
um sinum hingað til Reykjavík-
ur árið 1900, og hefir dvalið
hjer síðan. Fjekst hann við
margskonar störf, uns hann ár-
ið 1907 setti á stofn rakarastofu,
er hann hefir rekið síðan. Árið
1912 giftist hann Halldóru Jóns
dótlur frá Fljótstungu í Hvíl-
ái'síðu, ágætri konu, sem reynst
hefir manni sínum hinn ákjós-
anlegasti lífsförunautur. Hefir
þeim hjónum orðið átta bai'na
auðið, fjögurra sona og fjögurra
dælra.
Vegna lífsstarfs síns hefir Sig
urður Ólafsson kynst miklum
fjölda manna í þessum bæ, en
auk þess hefir hann tekið drjúg
an þált í ýmis konar fjelags-
málum. Þannig hefir hann að
sjálfsögðu starfað í stjettar-
fjelagi sinu, en einnig í reglu
Góðtemplara, og er hann heið-
ursfjelagi í stúkunni „Framtíð-
in‘“. í Guðspekifjelagi íslands
hefir hann verið frá 1920, og
árum saman setið í stjórn þess
fjelagsskapar. Jeg hygg, að það
sje ekki ofmælt, að alstaðar hafi
hann lagt gott eitt lil mála og
verið nýtur maður og farsæll
í starfi, enda er hann sanngjanv
drengskaparmaður, sem hvei'gi
má vamm sitt vita. Hann er
þess vegna vinsæll og vel met-
inn af öllum þeim, er þekkja
hann og kunna að meta mann-
kosti og fjelaglegar dygðir.
Jeg, sem þessar línur rita, hef
átt því láni að fagna að kynn-
ast Sigui'ði Ólafssyni all-mikið
og starfa með honum að sam-
eiginlegum áhugamálum okk-
ar beggja. Það er fljótsagt, að
í vitund minni er mikill ljómi
yfir þeirri viðkynningu og því
samstarfi, — ljómi, sem hvergi
ber skugga á og mun endast
mjer vel og lengi. Sigurður er
öfgaiaus áhugamaður, en það
tvent fer því miður ekki altaf
saman. Hann er og gæddur góð
látlegri kýmnigáfu, og er því
oft glatt í kringum hann, en
öllu í hóf stilt. Og þó að hann
sje hugsjónamaður, er hann þó
ef iil vill fyrst og fremst hag-
sýnn raunsæismaður? sem læt-
ur ekki blekkjast af neinum
hi'lingum.
Sigurður Ólafsson er ekki
skólagenginn maður, sem kall-
að er. En hann er gæddur mik-
illi eðlisgreind. og hefir því
læi't margt í skóla lífsins sjálfs,
og er betur að sjer í sumum
námsgreinum þar en ýmsir aði
ir, sem geta bætt lærdómsiitl-
um við nöfn sín. Þess vegna
hefir liann og slaðist vel sum
af þeim prófum, sem um er að
ræða í þessum skóla allra skóla,
og mikilvægust eru allra prófa.
Hann hefir reynst nýtur mað-
ur og dugandi, og er ennþá
ungur*mjög í anda og þess
vegna enn á vaxlar- og þroska-
skeiði. Og er það ekki í raun
og veru það mesta og besta,
sem hægt er að segja um’sex-
tugar. mann?
Það var ekki ætlun mín að
hlaða neinu ofiofi á afmælis-
barnið, enda mundi' hinn hæ-
verski heiðursmaður ekki óska
eftir slíku. En nota vildi jeg
tækifærið til þess að þakka
honum fyrir ágæta vináttu og
mai'gra ára ánægjulegt sam-
slarf á þessum tírnamótum í
lífi hans, og árna honum allra
heilla í nútíð og framtíð. Og
óska vildi jeg hvei'jum góðum
fjelagsskap og hvei'ju góðu máli
þess að eignast sem flesta liðs-
menn; er hefðu suma þá eðlis-
kosti, er mest prýða Sigurð
Ólafsson, og mundi þá fleiri
slysum afstýrt og betur fara
yfirleitt, en off: verður raunin á.
Gretar Fells.
Afli glæðist
aftur
AFLI hefir glæðst mjög aft-
ur hjer í verstöðvunum við
Faxaflóa, eftir að veðrið batn-
aði. Má telja að ágætur afli
sje'hjá flestum bátum. Bátar á
Akranesi, sem voru hættir veið
um vegna aflatregðu, eru nú
byrjaðir á róðrum aftur.
Fiskflutningaskipin fá nú
fisk í sig jafnharðan. Gera þau
ekki betur en að hafa undan.
Leit meira að segja svo út í
gær, að vanta myndi skip til
flutninga hjer suður með sjó.
En von var á skipum á hverri
stundu, svo að vonandi hefir
ekki orðið neinn bagi að þessu..
En þetta sýnir, hve fjarri
sanni hafa vei’ið allar hinar
heiftúðugu árásir á ríkisstjórn-
ina, sem Tíminn og Vísir hafa
verið að ala á að undanföi'nu,
þar sem m. a. því var haldið
fram, að flutningaskipin væru
langsamlega of mörg og að þau
hefðu ekkert að gera.
UTGERÐ
Þeir, sem kynnu að vilja gerast hluthafar í útgerð- %
| arfjelagi sem verið er að stofna geri svo vel að senda
| nöfn sín (og shnanúmer). í lokuðu umslagi til blaðs-
| ins fyrir 5. maí, rnerkt, „Tjtgerð“. Fullri þagmælsku |j
heitið.
IMIIMOIM
Sumardrcsgtir
Bankastræti. 7.
I
Hjón
sem vilja veita sumarhóteli forstöðu óskast nú þegar.
Matreiðslukunnátta nauðsynleg. Umsóknir ásamt með-
mælum, sendist blaðinu, merkt „Sumarliótel“.
Stórt iðnfyritæki
IMYTT HUS
á Seltjarnarnesi, 3 herbergi og eldhús, til sölu. Nánari
f upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofu Einars B.
Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austur-
stræti 7. — Símar 2002 og 3202.
Ef einhver ætti
innflutningsleyfi fyrir bifreið
frá Englandi og langaði til að fá laglega bifrcið fyrir
lítið, væri ráðlegt að leggja inn nafn sitt og
heimilisfang á afgr. blaðsins í dag. merkt, „Fuílri
þagmælsku heitið“.
Danmörk
Framh. af 1. síðn.
þaðan, að kyrð væri aftur að
komast á hið þýska setulið, og
væri þar hver maður á sínum j
stað, albúinn að verjast. Áður
höfðu komið flugufregnir um
það, að Þjóðverjar hygðu á að
yfirgefa Danmörku, en ekki
verður gjörla sjeð, eins og nú
er komið, hvert þeir ættu að
fara þaðan, nema þá til Nor-
egs.
til sölu. Framtíðaratvinna fyrir duglegan mann. Tilboð %’
X
fsendist til Málflutningsskrifstofu Einars B. GuSmunds- f;
á,
sonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7, sem |>
gefur nánari upplýsingar. f
Tilkynning
Ilöfum til leigu 22 til 26 farþega bifeiðar í lengri og f;
skemmri ferðir. f
Uij^reiciaótö&in ^JJehta L.^. I
Hafnarstræti 21. — Sími 1515.