Morgunblaðið - 03.05.1945, Page 6

Morgunblaðið - 03.05.1945, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagmr 3. maí 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettarilstjóri: Ivar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Stóru orðin TÍMINN hefir að undanförnu ráðist af mikilli heift á landbúnaðarráðherra fyrir það, að ráðherrann hafði ekki getað fallist á að ávísa úr ríkissjóði allri þeirri fjárupp- hæð, til uppbóta á mjólkurverðið árið sem leið, sem Mjólkursamsalan fc'r fram á. Telur Tíminn, að með þessu hafi landbúnaðarráðherra framið „siðlaus svik” gagnvart bændum og ber hinar þyngstu sakir á ráðherrann fyrir þessar aðgerðir. Vitað var strax í upphafi, að ekki myndi vera heil brú í þessum skrifum Tímans og að þetta myndi ráðherrann upplýsa. ★ Nú hefir landbúnaðarráðherra lagt gögnin á borðið..— Kemur þá þetta í ljós: Mjólkursamsalan krafði ríkissjóð um kr. 1.214.252.31, sem hún taldi að vantaði til þess að hægt væri að greiða framleiðendum kr. 1.23 pr. lítra, sem meðalverð fyrir mjólkina, árið sem leið, en það var verð sex-manna nefnd arinnar, er bændur áttu tilkall til. Þegar landbúnaðarráðuneytið fer að athuga gögnin, sem krafan á hendur ríkissjóði er bygð á, kemur eftirfarandi í ljós: * í fyrsta lagi, að ríkissjóður er krafinn um endurgreiðslu á öllu varasjóðstillagi Mjólkurbús Flóamanna, krchur 157.722,41 og Mjólkursamlags Borgfirðinga, krónur 44.553.22. Landbúnaðarráðherra gat ekki fallist á, að þess- ir liðir væru taldir til reksturskostnaðar, heldur bæri að telja þá greiðslu til framleiðenda. í öðru lagi kom í ljós, að Mjólkursamsalan hafði á s.l. ári haft yfir 322 þús. kr. tekur (brúttó) af sölu brauða o. fl. vara (annarra en mjólkur og mjólkurafurða), en sá hagnaður allur var lagður í byggingarsjóð hinnar nýju mjcOkurstöðvar. Fjelst landbúnarráðherra á, að upphæð þessi kæmi ekki til úthlutunar sem útborgað mjólkurverð til framleiðenda. en taldi hinsvegar rjett að þessi brauða- sala o. fl. tæki einhvern þátt í reksturskostnaði mjólkur- búðanna og lækkaði því þenna tekjulið um 25 þús. kr. Loks kom í þriðja lagi í ljós, að ríkissjóður er krafinn um greiðslu til byggingarsjóðs Mjólkursamsölunnar, 3 au. af hverjum innvegnum mjólkurlítra á verðjöfnunarsvæð- inu, eða samtals kr. 512.743,86. Með því að það eru fram- leiðendur, en ekki ríkissjóður. sem eiga hina nýju mjólk- urstöð, taldi ráðherra óheimilt að greiða þetta fje úr rík- issjóði. Samkvæmt framansögðu ákvað landbúnaðarráðherra að draga kr. 740.019.49 frá kröfu Mjc'lkursamsölunnar og komu því til útborgunar kr. 474.232.82. ★ Það má telja fáheyrða ósvífni af Tímanum, að gera þetta mál að árásarefni á landbúnaðarráðherra. Því vissulega hefir ráðherrann ekki gengið á hlut framleiðenda. Þvert á móti. Ráðherrann gat að sjálfsögðu, með fullum rjetti, dregið frá allan hagnaðinn af brauðasölunni. En það gerði ráðherrann ekki, heldur leyfði hann að hagnaðurinn yrði lagður í byggingarsjóð mjólkurstöðvarinnar. En meðal annara orða: Hvernig er með skatt- og útsvarsgreiðslu Samsölunnar af þessum verslunargróða? Æskilegt væri að skattayfirvöldin upplýstu þetta. Tíminn segir, að sunnlenskir bændur fái lægra verð fyrir mjólkina en bændur á Norðurlandi. Sje þetta rjett, hlýtur að vera eitthvað bogið við rekstur Mjólkursam- sölunnar. En sökin er ekki hjá landbúnaðarráðherra. Hún er hjá stjórnendum Samsölunnar. Vildi Tíminn t. d. ekki upplýsa, hvernig á því stendur, að ekki má bjóða út mjólk urflutningana hjer syðra, eins og Mjólkursamlagið á Ak- ureyri gerir? Vafalaust mætti spara bændum stc’rfje, ef þetta væri gert. Vaeri ekki reynandi að leita tilboða í þessa flutninga og fá úr því skorið, hvað spara mætti með þejm hætti? ÚR DAGLEGA LÍFINU Svo er það jazzinn. MJER HAFA að vonum borist allmörg brjef út af skrifum Kol- beins unga og svari mínu við þeim. í þessum brjefum kennir margra grasa, eins og eðlilegt ér. Rjett er að byrja á því besta og birti jeg hjer fyrst brjef frá skólapilti. Hann á fyllilega skil- ið, að fá forgangsrjettinn, — því brjef hans ber af öllum hinum. Það er ritað 27. apríl og er á þessa leið: „All-skemmtileg orðasenna“. 1 MORGUNBLAÐINU í gær gaf að líta all-skemtilega orða- sennu milli yðar og manns, sem kallar sig „Kolbein unga“. Þessi deila var út af einu viðkvæm- asta máli okkar unga fólksins, danslögunum. í henni komu fram tvö gjörólík sjónarmið, og að því er mjer finnst, bæði jafn öfga- fulL Hvorugur viðurkennir að hinn hafi nokkuð til síns rjettar. En ef gengið væri nú meðalveg- inn, væru mest líkindi til að flestir yrðu ánægðir. í þessu sambandi minnist jég þess, að þjer minntust á erlendar útvarps stöðvar. Það er satt, að þær (eink um þær, ensku og þýsku) halda uppi fjölbreyttri dagskrá með klassiskri tónlist um miðjan dag- inn og frameftir kvöldinu. Þetta er líka það, sem íslenska útvarp ið gerir og á það þakkir skilið fyrir það. En ensku stöðvarnar hafa danslög öll kvöld vikunn- ar. Jeg dreg ekki í efa, að ef dag skrár allra útvarpsstöðva heims ins væru athugaðar, fyndist að- eins ein, sem aðeins ver þrem klukkustundum í viku til dans- lagaflutnings. Og þessi rausnar- lega útvarpsstöð sem segist hafa það takmark að hafa fjölbreytta og skemtilega dagskrá, er Ríkis- útvarpið hjer. • Röksemdir stofnunarinnar. OG HVERJAR skyldu nú rök- semdir þess vera í þessu sam- bandi? Helgi Hjörvar skrifstófu- stjóri þess sagði í einum útvarps- þætti nýlega, að jazzlög yrðu ekki spiluð í útvarþið að neinu ráði, af því útvarpsráð vildi það ekki og þeir rjeðu. Hvílíkir ein- ræðisherrar. Þeir minna mann á Þýskaland nútímans, álveg sama hvað fólkið vill, við ráðum. Jeg býst við að Kolbeinn ungi hafi sagt það satt, að fjöldi manna hlustaði nú orðið meira á amer- ísku útvarpsstöðina hjer, en þá islensku. Allir hljóta að sjá, hví- líkt skaðræði slíkt er fyrir ís- lenska menningu og þjóðrækni. Væri því ekki betra fyrir útvarps ráð að láta af þrjósku sinni, sam kvæmt vilja meirihluta hlust- enda? Jú, vissulega yrði það, en ráðin til þess þekkir enginn, og hlustendur virðast engin ítök hafa þar. — Krafa okkar unga fólksins er því: Danslög milli kl. 22 og 24 öll kvöld vikunnar. — Þeir, sem ekki kynnu að vilja hlusta á þau, gætu lokað fyrir viðtækið sitt, það er lítil fyrir- höfn. í þessum danslagatímum finnst mjer ætti að spila til skiptist jazzlög, gömul danslög og valsa. Hinir úreltu tangóar ættu að mega falla brott, því að mjög fáir hafa gaman af þeim, og þeir hafa heldur ekki neitt list ærnt gildi, sem rjettlæti tilveru þeirra í útvarpinu". Margt rjett og vel sagt. • í ÞESSU brjefi skólapilts, er eins og jeg áður tók fram, margt rjett og vel sagt, og hann hefir heldur ekki Kolbeins-unga-að- ferðina að segja: „Vjer aleinir vitum“. En nokkrar athugasemd ir þykir mjer hlýða að gera við þetta brjef. Skólapiltur virðist gera ráð fyrir því, að meirihluti hlustenda sje hlynntur auknum danslagaflutningi. En þá er þrautin þyngri að komast að því, svo almenningur geti ráðið hjer um. Jeg fyrir mitt leyti er ekk- ert á móti auknum danslaga- flutningi, sjeu ekki flutt danslög i sinni verstu mynd, eða þeirri, sem ekki er snefill af hljómlistar gildi í. Flestir virðast vera sam- mála um að gera tangóana út- ræka, en margir af þeim eru þeg ar orðnir sígildir. En það er auð heyrt á skólapilti, að hann er ekki orðinn neitt jazz-óður, held ur hefir gaman af danslögum, og það tvent er ólíkt, og það var einmitt hið fyrra, sem jeg vildi víta hjá Kolbeini unga, því það stoðar hvorki einn nje neinn að neita því, að það fyrirbæri þekk ist og sjálfsagt því miður hjer líka. — Svo skulum við láta út- rætt um jazzinn og útvarpið í dag, en það kemur meira urh það síðar. • „De mortuis .... „VANAFASTUR" skrifar: — „Ósköp á jeg bágt með að fella mig við það, þegar er verið að skrifa skammir og óhróður um dauða menn, enda þótt þeir hafi kanske ekki verið nein góðmenni og margt illt af þeim hlotist. En þetta sá jeg að var gert um Mussolini, þegar hann var drep- inn, og þá fór jeg að hugsa margt. Það kvað við annan tón í blöðum heimsins, meðan Musso- lini var sem valdamestur, en þeg ar hann er orðinn gamall ein- stæðingur og búinn að tapa öllu, þá er farið að svívirða hann op- inberlega. Ekki held jeg að okk ar frægu forfeðrum hefði þótt þetta drengskapur, og tek jeg undir það með þeim. Þjer komið þessu á framfæri fyrir mig, herra Víkar, ef þjer haldið að það megi segjast". — Við þessu brjefi er ekkert annað að segja en það, að jeg veit ekki betur en menn geti sagt það sem þá langar til enn í þessu þjóðfjelagi. Og svo hitt að til er latneskt spakmæli, sem þannig hljóðar: „De mortuis nil nisi bene“, — eða á íslensku: Ekkert illt skyldi segja um látna menn. — Þetta hefir lengi verið góð Latína, gott spakmæli, og þeir. þótt menn að meiri,' sem hafa haft það í heiðri. FRÁ FRÆNDÞJÓÐUNUM « í SÆNSKA blaðinu „Nordens Frihet" birtist nýlega grein und- ir fyrirsögninni „Hverjir ráða í Danmörku?" í greininni segir svo: „Þetta kann að þykja ein- kennileg spurning, því að auðvit að hafa Þjóðverjarnir töglin og hagldirnar. Og þó —------síðan veldissól Hitlers tók að lækka á lofti freistast menn samt til að endurtaka spurninguna: „Hverj- ir ráða raunverulega í Dan- mörku?“ ★ Þvi það voru þau valdatæki, sem Þjóðverjar höfðu yfir að ráða, sem gerðu þeim kleyft að halda hernumdu löndunum í skefjum. Það var ekki aðeins herstyrkur Þjóðverja, sem dreyfð ur var um hinár ýmsu herstöðv- ar, sem þarna hafði sína þýð- ingu, heldur ekki hinn mikli fjöldi Gestapomanna, það var fyrst og fremst vissa hinna her- numdu þjóða um það, að Þjóð- verjar áttu auðvelt með að draga að sjer geisilegan liðsauka, ef þörf krefði. Sú var tíðin, að þessi möguleiki varpaði skugga jafn- vel yfir höfuðborg Svíþjóðar. Það>er nú að vísu langt um lið- ið siðan þessi Skuggi var á ferð- inni, og Svíar háfa nú meira oln- bogarúm til athafna, einnig á þeim stöðum, sem enn eru undir oki Þjóðverja, því á þessum stöð- um hefir „bráðatæringin", sem gripið hefir veldi Þjóðverja, líka haft sín áhrif“. ★ Og greinarhöfundur heldur á- fram: „Þróunin í Danmörku hefir þegar uín nokkurt skeið mótast af hinu þverrandi veldi Hitler- ríkisins. Þetta hefir komið í ljós í aukinni hörku og eyðilegging- arstarfsemi á öllum sviðum. Sú staðreynd, að handtökur og eyði leggingarstrafsemi nasista hefir aukist, sýnir ekki herstyrk Þjóð- verjanna, heldur aðeins reiði þeirra og máttleysi. Ef baráttan hefir harðnað og aðgerðir föður- landsvinanna sífelt orðið fífldjarf ari, þá er það einungis vegna [>ess, að baráttan er altaf hörð- ust milli jafnsterkra aðila. Það er þetta ástand, sem nálg- ast, og það hefir í rauninni mest áhrif á mann, þegar maður kem- ur tíl Danmerkur eftir nokkra fjarveru. Það er nú að því kom- ið, að jafnvægi skapist á milli hinna andstæðu afla. Þetta kem- ur manni til að spyrja sjáífan sig, hver hafi hið raúnveruléga vald og hafi haft áður en frels- ið sigrar að lokum. Þessi þróun er augljós. Menn þurfa ekki ,áfS ferðast lengi í Kaupmannahöfn til þess að sjá merki hennar. Þjóðverjar hafa aukið virkjagerð sína og halda sig eins mikið og auðið er innanhúss í rammger- um byggingum, eins og Shell- húsinu, Dagmar-húsinu og Vest- erport. Steinsteypuvirki og vjel- byssur eru hafðar til varnar þess um byggingum og mörgum öðr* um. Hermennirnir matast og sofa í skrifstofunum og aðeins þegar þörfin fyrir einhverja skemtun ætlar að gera útaf við þá, læð- ast þeir niður á neðri hæðina „til þess að borða í veitingahúsi“. Dr. Best, fulltrúi Stór-Þýska- lands, ekur í sjúkrabifreið eftir Strandgötunni á milli villu sinn- ar og Dagmarhússins, ef um ein- hverjar meiri óeirðir er að ræða á götunum, en gengur og ger- ist daglega. Þýskir liðsforingjar forðast að nota sporvagna, en á stjettarpöllum þeirra hafa marg- ir svikarar verið skotnir niður. Fjelag austfirskra kvenna hjer í bæ heldur basar í dag i Góð- templarahúsinu. Basarinn hefst kl. 2. Renfiur allur ágóði til þeirra Austfirðinga, sem liggja í hinum ýmsu sjúkrahúsum bæj- arins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.