Morgunblaðið - 03.05.1945, Page 10
10
MORGUNBLAÐIö
Fimtudagur 3. maí 1945
Á SAMA SÓLARHRING
Eftir Louis Bromfield
34. dagur
VIII. Kapítuli.
1.
Janie Fagan var nútíma leik
kona, greind og fjölhæf. Hún
klæddi sig smekklega og kunni
ætíð hlutverkin sín út í ystu
æsar. Hún hafði lesið Freud og
Jung, og langaði mest til þess að
leika hlutverk Heddu Gabler.
Henni hafði tekist að draga á
tálar — ekki líkamlega, heldur
andlega — bæði leikritagagn-
rýnendur og leikhúsgesti, tek-
ist að telja þeim trú um, að hún
væri gáfuð leikkona. Og þar
eð hán hitti ’mjög fáa menn,
bæði meðal gagnrýnenda og
leikhúsgesta, sem voru greind-
ari en hún, óg ótal marga, sem
stóðu henni langt að baki,
voru áðeins örfáir, sem
sáu í gegnum þessi látalæti
hennar, og enginn, sem hafði
svo mikið við, að fletta ofan af
henni.
Margir fóru einvörðungu í
leikhúsið til þess að horfa á
Janie Fagan, sem teygði hök-
una fram, á sjerstæðan og
skemtilegan hátt, hvenær sem
tækifæri gafst, til þess að sýna
mjúkar og fagrar línurnar í háls
inum, og þrýsti vasaklútnum
að nefi sínu, á hádramatískum
augnablikum. Hefðarkonur, sem
drápu tímann með því að fara
á síðdegissýningar, voru altaf
ánægðar og hrifnar, þegar þær
sáu hana, í einhverju nýju hlut
verki. Þær biðu með öndina í
hálsinum eftir því, að fíún gerði
eitthvert snildarbragð, og ef
það brást, hjeldu þær vonsvikn
ar heim á leið, sannfærðar um,
að leikritið hefði verið slæmt,
og ekki gefið eftirlætisgoði
þeirra neitt tækifæri til þess að
nota hæfileika sína.
í hvert sinn, sem hún birtist
í nýju leikriti, var einn gagn-
rýnandinn vanur að skrifa: —
„Janie litla Fagan, hrekkjótt og
glettin, vakti að vanda mikla
athygli".
Það mátti heita hrein tilvilj-
un, ef hún sýndi á leiksviðinu
þá konu, sem höfundurinn hafði
hugsað sjer. En þar eð hún var
vinsæl leikkona, hafði enginn
leikritahöfundur til þessa haft
hug til þess að segja, að hann
vildi ekki hafa hana í leikriti
sínu.
Hún var ekki af írskum ætt-
um, eins og nafn hennar benti
til. Faðir hennar hafði verið
skólastjóri við mentaskóla í
Cordova, og móðir hennar kven
snift ein, sem faðir hennar
hafði orðið ástfangínn af á unga
aldri, og kvænst vegna ónógrar
dómgreindar.
Jgnie hafði verið svo heppin,
að erfa hina sjerkennilegu lík-
amsfegurð móður sinnar, og
hafði það komið henni að góðu
haldi. — Janie Fagan hafði
ekki orðið fræg á einum degi.
Frægð hennar byggðist á sleitu
lausri vinnu og hún hafði ætíð
verið laus við þá tilfinninga-
næmi og rómantík, sem hafði
eyðilagt líf margra frægra leik
kvenna, svo sem Duse, Bern-
hard og Rachel. Hún hafði ver-
ið köld, aldrei.látið tilfinning-
arnar hlaupa með sig í gönur.
Engu að síður hafði henni tek
ist að sveipa líf sitt rómantískri
hulu, eins og löngum hefir ver
ið siður leikkvenna.
— Janie Fagan var ein af
þeim manneskjum, sem aldrei
hafa stundlegan frið fyrir fram
girni og dugnaði. Metnaðurinn
rak hana áfram til þess að vinna
og vinna, svíkja og stela, Ijúga
og blekkja, til þess að fá það,
sem hún ætlaði sjer. Það hafði
stundum komið fyrir, meðan
hún var yngri, að hún var grip
in samviskubiti, ■ en hún hafði
ætíð bælt þá tilfinningu niður,
með því að segja við sjálfa sig,
það, sem í raun rjettri var sann
ara en flest annað, sem hún
taldi sjálfri sjer trú um: — að
hún væri ein og yfirgefin í stór
borg, hefði ekki á annað að
treysta en eigin mátt og megin,
og flestir þeir, er næðu frama
á leiklistabrautinni, skeyttu lít
ið um það, sem samviska væri
kallað. Henni skildist brátt, að
'meðal keppinauta hennar voru
ótal menn og konur, sem voru
betri gáfum gædd en hún, og
þess vegna varð hún að neyta
annara bragða — sem hún hafði
ef til vill ekkert á móti — til
þess að ná settu marki. Það var
orðið svo langt síðan, hún hafði
komið til dyránna eins og hún
var klædd, að hún var búin að
týna sjálfri sjer, hinni uppruna
legu Maríu Everhardt frá Cor-
dova.
í raun rjettri voru það sunnu
dagaskóla-samkundur, sem
höfðu steypt Maríu Everhardt
í glötun, ginnt hana af þeim
dyggðarinnar vegi, sem guð
hafði ætlað henni. Frá því hún
var fjögra ára götnul, hafði hún
ætíð staðið framast í flokki á
sýningum þeim, er þar voru
haldnar guði til dýrðar. Þegar
hún var orðin tólf ára, hafði hól
ið stigið henni svo til höfuðs,
að hun'þóttist sannfærð um, að
hún væri listamaður af guðs
náð, og var þá þegar fastráðin
í því, að freista gæfunnar í New
York.
2.
Þegar vinum hennar og aðdá-
endum hafði loks tekist að slíta
sig frá henni, og hún orðin ein
eftir í búningsherberginu, sendi
hún þjónustustúlku sína til þess
að sækja Filip, sem sat þolinmóð
ur á brotnum kassa úti í horni
á leiksviðinu, og beið.
Þegar hann kom inn í bún-
ingsherbergið, ljek Janie hlut-
verk hinnar ungu, saklausu
meyjar. Hún stóð á bak við
rautt hengi og kallaði til hans:
,,Bíddu mín þarna frammi, —
jeg er að hafa fataskipti“, rjett
eins og enginn karlmaður hefði
nokkru sinni sjeð hana fá-
klædda.
Filip fjekk sjer sæti, kveikti
í vindlingi og hugsaði hrærður:
„En hvað þetta er henni líkt!
Jafnvel hjer, í leikhúsinu, varð
veitir hún blygðunarkend sína“.
— Hann var ýmist uppi í skýj
unum af sælu yfir því að vera
hjer í herbergi hennar, svo ná-
lægt henni, eða niðri á jörðunni,
mitt í bláköldum veruleikanum,
sannfærður um, að hún myndi
aldrei vilja játast sjer. Og jafn-
vel þótt hún fjellist nú á að gift
ast honum, myndi þess Iangt að
bíða, að þau fengju að njóta ást
ar sinnar, því að hún vildi sjálf
sagt ekki ganga í heilagt hjóna
band nærri strax.
Gegnt vilja sínum var hann
stöðugt að reyna að skyggnast
bak við hengið, í von um að sjá
hinum yndisfagra líkama henn-
ar bregða-fyrir, og hann blygð-
aðist sín fyrir þessar syndsam-
legu hugsanir, í garð saklausrar
og skírlífrar stúlku, eins og
Janie.
Og aftur þakkaði hann sínum
sæla fyrir, að hann skyldi hafa
varðveitt líkama sinn eins ó-
snortinn, og líkami hennar var.
Þetta hjónaband myndi verða
nákvæmlega eins og hann hafði
hugsað sjer, að hjónaband sitt
ætti að vera, og meðan hann sat
þarna, og íhugsaði þetta, datt
honum Nancy í hug. Hann sá
hana koma hlaupandi á móti
sjer, í hvíta kjólnum — og hann
skildi alt í einu, að í raun rjettri
var það henni að þakka, þeirri
hugsjón, sem hún hafði gefið
honum, að hann hafði haft hem
il á ástríðum sínum til þessa.
3.
Meðan Janie hafði*fataskipti
bak við hengið, var hún að
hugsa um, hve Filip hefði verið
fallegur og glæsilegur, þegar
hann kom í dyrnar áðan.
Ef hún giftist honum, myndi
hún ekki einasta verða rík, held
ur myndi hún og fá þá stöðu í
þjóðfjelaginu, sem henni myndi
ella ókleift að hreppa. Hún
hneigði sig fyrir spegilmynd
sinni og sagði: „María Evpr-
hardt — þú hefir staðið þig
vel!“
Hún vissi, að Filip hafði í
hyggju að biðja hennar. Hún
vissi það frá því hún horfði
fyrst í hrein, blá augu hans.
Það hlaut að vera hjónaband,
sem hann hafði í hyggju, því að
hún hafði þá reynslu, að karl-
menn, sem ætluðu að biðja ein-
hverja konu um að sofa hjá
sjer, ljóstuðu venjulega upp á-
formum sínum áður en þeir
höfðu komið orðum að þeim.
niiiiiiiiiiiiiuiiiiimnniinmiiíiniiiiimniimiinininiii
| Alm. Fasíeignasalan §
| er miðstöð fasteignakaupa. 1
| Bankastræti 7. Sími 5743. i
Íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiniiíi
_______________
SHIPAUTCEPP
oijjL^iaai
E.s, „Elsa"
Vörumóttaka til Vestmanna-
eyja í dag.
„Ármann“
Aukaferð til Sands, Olafsvík-
ur, Grundarfjarðar, Stykkis-
hólms og Flateyjar. Vörumót-
taka í dag.
Höfum í dag ópnað
tÍTSÖLU
í húsinu við Háteigsveg 2 hjer í bæ (Aðalkjötbúð
Norðurmýrar.)
Kjö th öllin |
Klömbrum við Rauðarárstíg.
<Sx$x$-^x$x$xSx$*$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x»><$><S>'4x$K$K$x$x$x$-Sx$xyx$K$x$x$x3><$>3xí>^x$><$xíx?>/*><v«sx$x
Cóð bújörð
í Árnessýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu far-
f dögum. Vjeltæk tún og áveituengi. Ágæt ræktunar- T
skilyrði. Silungsveiði. — Upplýsingar veitir, Eiríkur
Einarsson, Njálsgötu 87. Sími 5819. ITeima síðdegis. %
4—5 herbergja ibúð
. í nýju eða nýlegu húsi, helst -í Austurbænum, óskast f
x Y
f til kaups. Til greina kemiir einnig lítið íbúðarhús. f
% Lysthafendur gefi upplýsingar undir nafninu „Milli- S
X i - f
f liðalaust“ til afgr. blaðsins fyrir n.k. laugardagskvöld. %
IMófabátar og síldarnót
til söl'u.
Gísli Jónsson
Sími 1744. I
A
•<^x$^x$x$>^x$x$x$><$><$><$x$x$><$><$x$^x$x$><$x$^<$x^$x$x$><$^x$x^><$>^k$><Íx$x$><$><$>$x$><$4>
^X^$X$>^X$X$X$X^<$X$X^<^<^<$^X^<$^X$X$X$X$X$X$X$X$X$^>$X$>^X^^<^$X$x$X$^X$x$k$X$X$
Akraness - Egg
10 krónur kílóið í heildsölu.
JJrijótiLúóiL ^JJeJulreJ
. Sími 2678.
Nýkomið
|> Þurkað Hvítkál, Gulrætur. Rauðbeður, Bl. Grænmeti.
Laukur, — Kartöflur. ...
Verslunin IMova
Barónsstíg 27. Sínd 4519.
Mélaflutningg-
ekrifstofa
Einar B. Guðmundsson.
Guðlaugur Þorlákssoa.
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími
kl. 10—12 og 1—5.
Gæfa fyigir
trúlofunar-
hringunum
frá
Sigurþór
Hafnarstr. 4.