Morgunblaðið - 08.05.1945, Page 2

Morgunblaðið - 08.05.1945, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudag'ur 8. maí 1945| Nauðlentu við island Þetta eru Jiýsku flug’mennirnir fjórir, sem voru í flugvjel (f»eirri, er nauðicnti hjer við Norðtiriand fyrir skömmu, er þeir voru í veðurathuganaflugi. Þýsk fkigvjel nauðlenti við Norðurland. - Frásögn flugmanna JÞjóðverjarnir fjórir, sem riauðlentu í síðtistu viku fyrir nnfð-austur strönd landsins, voru flutlir til Reykjavíkur og ftafa nú verið yfirheyrðir af þeiíri deild ameríska hersins hjer, sem fjalíar uhi striðsfanga rn.áléfhi. Flugvjel þeirra var Junkers 88 og komu þeir frá bækistöðvum í Nörður-Noregi. Áttu þeir að gera veðurathug- anir á svæðinu milli íslands og )Jan Mayen, en vjelarbilun varð jtil þess að þeir urðu að nauð- lenda. Þrír fanganna éru þýsk,- i að ætterni, en sá fjórði er Austurríkismaður. Aldur þei*Ta er frá 23 til 29 ár. Var einn flugmaður, annar loítskeyta- laður, þriðji veðurfræðingur ig sá fjórði skytta. Allir voru peir undirforingjar að tign. Enda þótt engum fanganna iiæri fullljóst, hversu alvarlega áiorfði fyrir Þjóðverjum í stýrj- jöídínni, kváðust þeir þó hafa Í ílað það, að styrjöldin væri ópuð Þjóðverjum. Framburð- tr þeirra var ósamhljóða um fcað, hvernig samband þýska hersins og norsku þjóðarinnar jværi, Einn hjelt því fram, að Jtaisverð vinátla væri milli hers kn.3. og þjóðarinnar, en annar pagði að nauðsynlegt væri að rtafa tvöfaldan vörð um flug- Jvjelar og bækistöðvar þeirra ttíi að koma í.veg fyrir skémd- jar; starfsemi Norðmanna. j Eftirfarandi atriði eru tekin jupp úr skýrslum þeim, sem jLeknar voru af hinum þýsku jflugmönnum: m j — Meðal aldur hermanna í Noregi núna, mun vera nálægl tiO ár. Nokkrar fjallaherdeildir, Jíem á sínum tíma komu frá ýnnlandi til Norður-Noregs, hrú þar enn, en-aðrar hafa hins Í’egar verið fluttar frá Noregi ii Ðanmerkur siðustu 6 mán- ðina. Einn taldi samband 1 , # norsku þjoðannnar og hersins tefa gott; annar sagði, að stöðv þr þeirra væru svo afskektar, ýð þeir hefðli lítinn samgang við óbreytta borgara og enn ann ar skýrði frá því„ að verði yrði & hafa mjcig öfluga við flug- vjelar til að koma í veg fyrir skemdarverk. Skemdarverka- starfsemi frelsishreyfingarinn- ar virðist vera í blóma í Suður- Noregi. Matarskamtur hermanna og óbreyltra borgara hefir altaf verið að minka undanfarið. Brjef, sem hermönnum bárust frá ættingjum i Þýskalandi, gefa til kynna, að matvæla- ástandið þar sje að verða mjög alvarlegt, sögðu fangarnir enn- fremur. Súpa, dilkakjöt og þurkaðar baunir eru algeng- ustu rjettir, sem þeir fá í bæki- stöðvum sínum um þessar mundir. * Einn fanginn sagði að hann hefði sannfærst um óhjákvæmi legan ósígur ÞýskalandS, þegar hann frjetti, að Hitler hefði fallið í Berlín. Foringinn hafði lofað því, að hvorki Vín nje Berlín skyldu vera teknar, en nú var augljóst, að ekki var hægt að standa við það loforð. Það var auðsjeð að Þjóðverj- arnir stóðu í þeirri meiningu, að Hitler hefði dáið hetjudauða. Þá skýrði einn fanganna frá því, að hann hefði verið í or- ustuflugvjeladeild í Suður- Frakklandi, en hluti hennar var fluttur til Noregs, þegar innrásin á meginlandið var gerð. Allir kváðust þeir fást við veðurathuganir sem aðalstarf. Þeim var ætlað að fá nákvæm- ar upplýsingar um vindhraða og vindstöðu, sjávargang og skýjafar. Byrjað var á því að fræða- hermenn um pólitísk efni í júlí- mániiði s. 1., sagði einn flug- mannanna, én áður hafði verið lögð lítil áhersla á pólitiska þekkingu hermannanna. Allir voru fangarnir sarii- mála um það, að styrjöldin gæli ekki staðið lengi enn, sak- ir skorls á hergögnum og öðr- um birgðum. Hjer lýkui' frásögn þeiri’i er blaðið hefir fengið frá hernað- aryfirv.öldunUm urii þetta mál. Blaðið átti í gær tal við Framhald á 8. síðu Skyndiheimsókn amerískra • * hlaðamanna Voru á heimleið frá Þýskalandi. í GÆR komu hingað 17 am- eriskir blaðamenn og blaðaút- geferidur. Eru þeir meðal fremstu og áhrifamestu manna stjettar sinnar í Ameríku. Þeir höfðu hjer aðeins nokkurra klukkustunda viðdvöl. Þeir voru þessir: Joseph Pulitzer, útgefándi St. LoUis Post-Dispatch, Leonard Nicholsson, útgefandi New Or- leans Tifnes-Picayuns, Walker Stone, ritstjóri Scripps-Howard Newspapers, M. E. Walter, rit- stjóri Times-Chronicle, Nor- man Chandler, útgefandi Los Angeles Times, Duke Shoop, Washington frjettaritari Kans- as City Star, E. C. Dimitman, ritstjóri Chicago Sun, Malcolm Bingay, ritstjóri Detroit Free Press, Ben Hibbs, ritstjóri Sa- turday Evening Post, Stanley Hígh, einn af ritstjórum Read- ers Digest, William Chenery, útgefandi Colliers Magazine, William Nichols, ritstjóri This Week Magazine, Ben McKel- way, ritstjóri Washington Star, John Hearst (sonUr William Randolph Hearst), aðstoðar að- alritstjóri Hearst blaðanna, Gideon Seymour, ritstjóri Minneapolis Star-Journal-Tri- bUne, Colönel Stewart Beach, frá upplýsingaskrifstofu her- málaráðuneytisins, Major Frank Mayhorn, starfsmaður upplýs- ingaskrifstofu herstjórnarinnar á meginlandi Evrópu. Þetta voru blaðamenn þeir og blaðaútgefendur, sem Eisen- hower yfirhershöfðingi boðaði til Evrópu til þess m. a. að þeir gætu með eigin augum sjeð fangabúðirnar í Þýskalandi og kynst því, sem þar hefir gerst. Samtímis þessum mönnum fór nefnd þingmanna að vestan til Evrópu í sömu erindum. Hinir amerísku blaðamenn skoðuðu bæinn undir leiðsögn Ðóra Hjálmarssonar og Valdi- mars Björnsonar. Þeir skoðuðu m. a. Alþingishúsið og fóru nokkuð um bæinn. Samtímis var þeim sagt frá einu og öðru, sem þeir spurðu um eða frá- sagnarvert þótti um land og þjóð. Sá sem þetta ritar átti m. a. tal við útgefanda vikuritsins Colliers Mr. William Chenery. Harin sagði m. a., að hann þekti engan þann mann, er hann tryði svo vel, að hann hefði trúað því af frásögn, sem hann sá í fangabúðum Þýska- lands. Þessir ferðamenn fóru frá London í gærmorgun og bjugg- ust við að vera í New York shemma í morguri. Hraðfleyg flugvjel. Hall Hibbard, einn af starfs- mönnum Lockheed flugvjela- fjelagsins, sagði nýlega, að verkfræðingar fjelagsins væru að leggja síðustu hönd á flug- vjel, knúna lofti, og mundi hún ef til vill geta farið 100.000 míl ur á klst. í 100 mílna hæð. Heillaóskir forseta og forsætisráðherra til Dana Frjettatilkynning frá ríkisstjórninni. FORSETI ÍSLANDS sendi Hans Hátign Kristjáni X. Dana komingi svohljóðandi símskeyti 5. maí í tilefni af því að Dan- mörk endurheimti frelsi sitt: „Frjettirnar um uppgjöfina hafa vakið óumræðilegan fögn uð hjá íslensku þjóðinni. Með dýpstu aðdáun fyrir einstakri fórnarhugprýði og þreki yðar hátignar og dönsku þjóðarinn- ar öll hin löngu ár þrenging- anna bið jeg yður hálign að taka á móti innilegustu og hlýj- ustu árnaðaróskUm yður til handa og dönsku þjóðinni frá ís lensku þjóðinni nú við endur- heimt frelsisins. Sveinn Björnsson forseti íslands“. Forsætis- og utanríkisráð- herra sendi sama dag þetta skeyti til hins nýskipaða ulan- rikisráðherra Dana, Christmas Mölters: • ..Með fögnuði get jeg fullviss- að yður, herra utanríkisráð- herra, um að öll íslenska þjóðiri hefir þráð þá stund, sem nú er upp runnin, er danska þjóðin með hinn ástsæla, hugprúða konung sinn í broddi fylkingar. er aftur frjáls orðin. Tíminn. græðir sárin, en sagan geymír um allar aldir afrek einstakra ágætismanna og þjóðarinnar í heild. í dag blaktir hver einasti íslenskur fáni við hún í inni- legum samfögnuði og til heið- urs dönsku þjóðinni, sem í aug- um vor íslendinga hefir aldrei verið glæstari en einmitt nú, vegna hetjudáða þréngingarár- anna. Ólafur Thors utanríkisráðherra íslands1'. Börnin og bíóin Herra ritstj! JEG skrifaði smágrein í .Vísi 9. apríl um mikla ásókn barna í æsandi kvikmyndir og taldi ráðamenn kvikriiyndahús anria þá einu aðilja sem gætu afstýrt því. Margir una illa þessum eðlisgalla barna og deila óspart á heiinilin, skólana og barnaverndarnefnd. En jeg sný mjer nú bara beint til kvik myndahúsanna sjálfra og bið þau að athuga málið. Fyrst ekki er hægt að fá betri mynd- ir, væri best af öllu að selja börnum als ekki miða á hina varasömu tegund þeirra. — Órjúgur skildingur mun það vera sem bíóin fá frá börnum, en drýgri myndi sú stóra fórn að neita þeim um inngang. Skólarnir hafa kvað eftir ann að kvartað um bíóferðir barna að vetrinum og víst er það öm- urleg sjón að börn skuli hlaupa tangar leiðir með bókatöskurn- ar sína til* að híma við útstill- ingatöflur bíóanna. Ef þar er nógu mikill ,hasar“ horfa þau ekki í að kaupa miða fyrir aur aria sem marririia þeirra gaf þeim fyrir mjólk með brauðinu í skólann. Ef s,vo þessi óvita- skapur nær fram að ganga, mun það draga athyglina frá náms- greirium næsta dags. Það er heldur ekki gott að stórir hóp- ar unglinga skuli fara af Hljóm skálatúninu og Arnarhól í glaða sólskýni á sumrin inn.í myrk- ursvælu bíóanna. Og alveg er þeim sama hvort þar er verslað með andleg verðmæti eða skað leg áhrif — jarðvegurinn er alt af nógu gljúpur fyrir þau. Ekki dettur mjer í hug, að halda því fram að bíóin sjeu eina hættan, sem Verður á vegi æskunnar. Nei. Hún hefir meira en nóg tækifæri til að æða úr öskunni í eldinn. — En nú skul um við athuga eitt, við rrtegum ómögulega stara steinblindum augum á tækifærinu og áfella þau — en stinga undir stól öll- um þeim náðargjöfum sem til eru í okkar eigin eðli. Jeg óska að Guð hjálpi unglingum til að byrja strax að nota hæfileika sína til að velja og hafna. —• Margir munu nú telja það gam- aldags að tala um trú og sið- gæði innan um alt þetta ágæta frelsi hraðans í dag. „Kvénnasíðan" í Vísi svaraf grein minni þar á þá leið að „ekki komist börnin peninga- laus í bíó, þá fái þau hjá for- eldrum sínum og hvíli því að- alábyrgðin á þeim“. Já, víst er það satt. Foreldrarnir eru fyrsti skjólgarður rjettra áforma barna sinna svo langt sem hann nær. Sumstaðar gengur þetta ágætlega, en afstaða heim ilanna til þeirra mála er ákaf- lega misjöfn. Sum þeirra erU svo bágstödd að þaðan er ekki mikils að vænta og skal jeg nú sýna ykkur aðeins eitt dæmi sem jeg veit um. Fátæk hjón í ljelegri íbúð með sex börn, sem smá-tíndust út á götuna og í barnaskóla eft- ir aldri. Konan var mjög heilsutæp, með smá börn heima og vérkefni svo mörg sem henni var ómögulegt að klára, þótt hún ynni framá nætur. Maður- inn drakk og valdi sjer auðvit- að fjelagá á sama menningar- stigi.Nú vildu þessir vesalingar sírta heimilinu góðvild sína á þann hátt að gefa eldri krökk- unum^aura, ef eitthvað var éft- ir í vasanum. En það er jeg viss um að þessi bágstadda móð ir gleymir aldrei þeim orðum, er einn þeirra sagði við elsta drenginn: „Þú mátt eiga þetta. Þið getið farið á bíó eða fengið ykkur eitthvað að drekka, ef þið eruð þyrstir. Þið getið kom ist inn í einhverja sjoppu, þótt. búið sje að loka búðum“. Strák arnir ljetu ekki segja sjer það tvisvár og hlupu út. Svona ei’ Framhald á 8. 6iðu<

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.