Morgunblaðið - 08.05.1945, Side 6
6
M'OBGUN B L A Ð I Ð
Þriðjudagur 8. maí 1945
Úlg:: H.f. Árvakur, Reykjavík.
'■* ' Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stéfánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
p.t. Jens Benediktsson.
Auglýsingar: Árni Qla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Auslurstræti 8. — Sími 1600.^
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10 00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Sigurdagur — Friður
í GÆR gáfust Þjóðverjar skilyrðislaust upp fyrir
bandamönnum. í dag lýkur Evrópustyrjöldinni, sem hófst
með innrás herskara Hitlers í Pc'lland 1. september 1939.
í 5 ár, 8 mánuði og 8 daga hefir styrjöldin geysað. Hátt
á sjötta ár hefir mannkynið úthelt blóði og tárum í ægi-
iegustu heimsstyrjöld, sem sagan greinir. Dimmur skuggi
hefir hvílt yfir öllum löndum og þjóðum heims.
★
En í dag er „sigurdagur”, friðardagur. Evrópustyrjöld-
inni er lokið. Hin myrku öfl, sem hrundu henni af stað,
hafa verið buguð. Ósigur þeirra er algjör og ægilegur.
En þessi dagur er mikill fagnaðardagur. Boðskapur
hans er hið mikla lausnarorð, sem þjóðirnar hafa þráð.
barist fyrir og beðið eftir í ofyæni: Friður. Aldrei hefir
nokkur dagur verið jafn sameiginlegur hátíðisdagur meg-
inhluta heimsins, og dagurinn í dag. Þess vegna mun
hann gnæfa hátt í sögu mannkynsins á öllum öldum, sem
dagur hins mikla fagnaðar og feginleika. Hernumdar og
kúgaðar smáþjóðir hafa endurheimt frelsi sitt, stórþjóð-
irnar, sem stóðu í fylkingarbrjósti í baráttunni, hafa sjeð
glæsilegan árangur hinna miklu fórna sinna.
Winston Churchill, hinn glæsilegi forystumaður bresku
þjóðarinnar, sagði er hann varð forsætisráðherra Breta
á mestu hættustundu Stú'ra-Bretlands, 10. maí 1940, að
hann gæti aðeins lofað þjóð sinni „blóði og tárum” og
harðri baráttu. Þessari baráttu er í dag lokið. Og vissu-
lega hefir hún kostað bresku þjóðina og allar þjóðir heims
blóð og tár. En ávöxtur þessara miklu fórna er friðurinn
og er það hann, sem þrátt fyrir alt er oss efst í huga
í dag.
★
Ógnir styrjaldarinnar, siðleysi nasismans, blóðferill
einræðisherranna, er fortíðin. Framtíðin er friðurinn, hið
mikla uppbyggingarstarf, persónulegt öryggi einstaklings
ins og þjóðanna. Sú kynslóð, sem í dag stendur á rústum
hinna hrikalegu átaka á miklu hlutverki að gegna. Henn-
ar er að gera þær hugsjúnir að veruleika, sem verið hafa
aflgjafi þjóðanna'í hinni löngu baráttu fyrir þeim sigri,
sem vjer fögnum í dag. Hún á að skapa það frelsi, sem
hinn mikilhæfi látni stjórnmálamaður, Roosevelt Banda-
ríkjaferseti, nefndi, frelsi gagnvart óttanum og skortin-
um, í trúariðkunum og skoðunum. Þessu frelsi fagna
þjóðirnar í dag. Þessu frelsi hafa þær fórnað miljónum
mannslífa. Og það er vegna trúarinnar á þetta frelsi, sem
vjer horfum nú vongóðir fram á veginn þrátt fyrir opin
og ógróin sár, sem hvarvetna blasa við.
Islenska þjóðin, elsta en minsta lýðræðisþjoð heims-
ins, fagnar deginum í dag af djupum innileik. Hún fagnar
frelsun vina og frænda, Norðmanna og Dana, undan
þungbæru oki. Hún dáist að þreki þeirra og fórnarlund
á liðnum erfiðleikaárum. Hún metur að verðleikum for-
ystu þeirra stórþjóða, sem fremst hafa staðið í barátt-
unni og hún hefir haft nána samvinnu við. íslendingar
hafa fært þungar fórnir í þessari styrjöld, þrátt fyrir
efnahagslega velgengni. Hundruð íslenskra manna hafa
látið líf sitt og fjölmörg íslensk heimili sitja í sorgum.
En vjer, eins og allar aðrar þjóðir, trúum því að friður
framtíðarinnar græði þessi sár og skapi nýjan gróanda
og öryggi í líf einstaklingsins og þjóðarinnar. Vjer vit-
um að örlög vor eru nátengd örlögum annara þjóða heims.
En vjer viljum leggja vorn skerf til þess að byggja upp
hinn nýja heim, til þess að frelsi og friður megi ríkja frá
morgni þess dags, sem nú er risinn.
Vjer sendum á þessari stundu þeim þjóðum, sem oss
eru skyldastar, bróðurkveðju um leið og \7jer fögnum
því að geta hafið samsikfti við þær á ný.
Norðurlönd hafa ekki fjarlægst hvert annað þessi ár.
Samvinna þeirra mun í framtíðinni verða nánari pg raun-
hæfari en áður. Það er von vor og trú að sá friður, sem
framundan er megi færa.þessum þjóðum og öllum þjóðum
heims aukinn þroska og mannaóm, nýjan og betri heim.
‘XJílar álrifiar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Evrópustyrjöldin
á enda.
í DAG lýkur styrjöldinni í Ev-
rópu’, og hefir hún staðið síðan
1. september 1939. Aldrei hefir
eins mikil eyðing orðið í nokk-
urri styrjöld, eins og þessari,
aldrei hefir Evrópa verið hörmu-
iegar leikin en hún er nú. Allir
fagna því, að friður skuli aftur
vera kominn á í álfunni. Menn
voru hj'erumbil búnir að gleyma,
að nokkurt ástand væri til, sem
hjeti friður, voru farnir að venja
sig á styrjöld sem eðlilegar kring
umstæður. Og nú verður maður
að fara að venja sig aftur á það
ástand, sem maður er hálfpart-
inn búinn að gleyma, — að alt
komist í vanalegar skorður frið-
arins, engar hernaðarógnir geisi
yfir álfuna og menn geti farið
hvert sem þeir vilja, án hindr-
ana, lífshættu eða hverskonar ó-
þæginda. Farið verður að byggja
upp aftur, það sem í rústir er
hrunir. Það mun taka iangan
tíma. En það sem mestu varðar
er þó það, að friðurinn verði
haldgóður. Nú er talað um, að
styrjöld megi aldrei framar
verða, en það hefir verið gert
að hverjum hildarleik aflokn-
um, og allir vita hvernig farið
hefir.
•
Atburðaríkur dagur.
DAGURINN í gær var næsta
viðburðaríkur. Allir bjuggust við
tilkynningu um styrjaldarlokin
þá. Fánar þutu upp, og SÖlúbúð-
um var lokað án alls fyrirvara,
svo margir áttu erfitt með að ná
sjer í nokkuð í kvöldmatinn, en
hafa bara látið slag standa og
haft fögnuðinn fyrir fæðu. En tii-
kynningin um friðinn kom ekki
frá Churchill kl. 2, eins og lausa-
frjettir höfðu hermt. Frjettirnar
virtust hinsvegar smámsaman
sveigjast í þá áttina, að ekkert
yrði tilkynt opinberlega um
styrjaldarlokin og uppgjöf Þjóð-
verja, fyrr en í dag. Þetta fjekk
svo staðfestingu kl. 6 e. h. — Alt
frá hádegi stóð múgur manns og
horfði á frjettaspjöld Morgun-
blaðsins, en miklu munaði á f jöld
anum, og þegar tíðindin bárust
um innrásina í Danmörku og
Noreg, enda komu þau svo ó-
vænt. Eftir þessum frjettum
hafði hinsvegar þegaf verið béð-
ið í nokkra daga, og vitað með
nokkurnvegin vissu að þær voru
á leiðinni. En það eru dásamleg-
m' fregnir, að hinum vilta vopna-
dansi skuli vera lokið. — Eftir
fimm ár og átta mánuði þagna
skotdrunurnar og sprengjurnar
falla ekki lengur. Það liður mik-
ið fagnaðarandvarp frá brjósti
alls mannkyns.
Um hundahald.
„ÞORSTEINN JÓNSSON skrif
ar: Herra Víkar! í Mbl. í dag
gerið þjer hundahald manna
hjer í bæ að umtalsefni. — Jeg
er hundavinur, en það vil jeg
þegar taka fram, að jeg er því
mótfallinn að láta hunda ganga
um lausa á götum bæjarins. —
Hundar eiga auðvitað að vera
merktir og skrásettir. Aðrir hund
ar að sjálfsögðu rjettdræpir.
Jeg hefi ekki getað komið auga
á það, að Reykjavík sje að neinu
leyti fyrirmyndarbær. Jeg hefi
sjeð höfuðhorgir Norðurlanda og
nokkrar aðrar borgir baéði á
Norðurlöndum og annarsstaðar í
Evrópu. Jeg get ekki hugsað
mjer neitt, sem þessar borgir
gætu tekið sjer til fyrirmyndar
hjeðan. Þvert á móti hygg jeg
að alt of lítið sje gert til þess að
læra af þessum bæjum, því
það er ótrúlega margt sem hjer
fer í handaskolum og afarmargt
er hjer í ólagi og káki þrátt fyr-
ir óhemju háa skatta og álögur.
Þetta er ekki ritað af óvild til
ráðandi manna, en jeg held að
flestir sjeu sammála um þetta.
•
Skynsöm stefna.
AF ÞVÍ að einhverir mikils-
metnir og, að öðru leyti, góð-
gjarnir menn fengu það „á heil-
ann“ fyrir all-mörgum árum, að
útrýma bæri öllum hundum úr
bænum, hefir stöðugt verið alið
á þessari ósanngjörnu og óþörfu
firru síðan. Hundar eru einhver
tryggasta, besta og vafalaust,
skynsamasta skepna jarðaTÍnnar,
sem mennirnir hafa í þjónustu
'sinni. Hundurinn er elsta húsdýr
mannsins og vit hundsins er al-
veg ótrúlega mikið. Hann er gér-
samlega hættulaus, sje hann vel
upp alinn og rjett með farinn. —
í menningarborgum Evrópu er
afarmikið af hundum, t. d. í ensk
um borgum og dönskum. Auðvit-
að ganga hundarnir þar aldrei
lausir, nema þá varðhundar inni
í görðum, þar sem aðgangur ó-
viðkomandi manna er bannað-
ur.
Það er engin skömm að því,
að eiga hund og þykja vænt um
það ágæta dýr, jafnvel þótt það
sje einungis gert sjer .til ánægju.
Það má margt læra af vitrum
hundi og tryggari vin héfir eng-
inn sjer við hlið. En það er skylda
eigenda hunda, að hirða þá vel
og að láta þá ekki leika lausum
1 ala í borgum. Ef þær reglur eru
haldnar — og það gera að sjálf-
sögðu allir, sem ant er um
hunda sína, fæ jeg ekki sjeð, að
Reykjavíkurbær geti með nokkru
móti *vaxið að áliti við það, þótt
yfirvöldin fyrirskipi dráp allra
hunda þar. Jeg held, að særtira
væri að snúa sjer að öðrum meira
aðkallandi efnum til sæmdar-
auka þessu bæjarfjelagi.
Til margs
nytsamlegir.
ENN ER EITT. Margir eiga
hjer sumarbústaði og' eru að
reyna að rækta kartöflur og kál-
meti kringum þá. En eins og all-
ir vita, gengur sauðfje hjer, als-
staðar og eyðileggur þessa við-
leitni manna. Oftast nægir það
að hafa hund, þótt hann hje i
tjóðri, á lóðinni, til þess að
styggja þessa vágesti.
Velvaninn hundur er fullkom-
in trygging fyrir' því, að sauð-
fjeð lætur matjurtir manna í
friði þegar fólkið sefur. — En
hvað á þá að gera við hundinn
9 mánuði ársins, ef eigendur
mega ekki hafa hann í bænum?
Jeg tel slíka hunda als ekki ó-
þarfa og veit, af eigin reynslu,
að svo er ekki.
Með lögum skal land byggja
en með ólögum eyða“.
Á INNLENDUM VETTVANGI
í GÆR var .uppi fótur og fit
hjer í bænum, sem eðlilegt var.
Því framanaf deginum var bú-
ist við því, að forsætisráðherra
Breta Winston Churchill talaði
í útvarp og tilkynti, að styrj-
öldinni í Evrópu væri lokið,
með skilyrðislausri uppgjöf
Þjóðverja á öllum vígstöðvum.
Upp úr hádeginu barst sú
fregn eins og eldur í sinu um
bæinn, að núverandi utanrík-
ismálaráðherra Þjóðverja hefði
tilkynt í Flensborgarútvarpi að
Þjóðverjar væru uppgefnir á
stríðinu, og þeir hefðu þegar
gefist upp.
★
Nú biðu menn ekki boðanna
og drógu fána á stöng um all-
an bæinn, svo Reykjavík var
fánum skreytt sem á hinum
mestu hátíðisdögum. Tóku
, menn þó eftir því, að ríkis-
Istjórnin hafði eigi fána við hún.
iOg. heldur .ekki :sendiherrar
■ stórveldanna. Því éndá þótt áli
ír sjái, að nú er komið að stríðs-
lokurri, þá hefir hin opinberlega
tilkynning frá stjórnum banda-
manna ekki birst um það.
Enda frjettist það um nónbil í
gær, að þeir Þjóðverjar, sem
stjórna hernum í Böhmen,
vildu að engu hafa orð Dönitz
og meðráðamanna hans um; að
Þjóðverjar væru uppgefnir.
★
Klukkan að -ganga 5 barst
fregn um það, að friðartilkynn-
ing Churchills væri ekki vænt,-
anleg fyr en á þriðjudag, eða
i dag.
En þegar sú fregn kom, þá
höfðu Reykvíkingar yfirleitt
tekið daginn sem hinn lang-
þráða friðardag. Var búðum og
skrifstofum lokað skömmu eft-
ir hádegi, og hætt vinnu á fleiri
vinnustöðvum. Því sannarlega
hafa menn oft tekið sjer frí og
gert sjer glaðan dag fyrir
minna tilefni en það, að nál. 6
ára Evrópustyrjöld sje lokið.
★
Friðartilkynningin kemur í
dag. Og þá verða i bæjarbú-
ar að sætta sig við, að þeir
hafi tekið út friðarfríið einum
degi of snemma, ellegar þá að
þeir hafa tvíheilagt. Má búast
við að margir hafi þann hátt-
inn á.
★
Hjer voru á ferð í gær 17
amerískir blaðamenn. Þeir
höfðu hjer stutta viðdvöl. Þeim
var á einni klukkustund sýnd-
ur bærinn. Þeir ljetu í ljós á-
nægju sína yfir því, hve bæj-
arbúar sýndu eindreginn fögn-
uð yfir sigri bandamanna og
væntanleguiri friði í áífurini.
★
Vórið 1940, þégar framsókn
þýsku herjanna var sem hröð-
ust og hvern daginn af öðruxn
bárust hin geigvænlegustu tíð-
indi, var mönnum hjer öðru-
vísi innan brjósts en nú. Menn
minnast þeirra daga sem hinna
dapurlegustu og ískyggilegustu
á alla lund. Er hið drungalega
ský styrjaldar og ofbeldis nálg-
aðist óðfluga land vort. ;
En nú, þegar aftur lýsir af
degi, horfa menn vonglaðir
l'ram á veginn, í öruggri von
uift það, að á næstu tímum tak-
ist að lækna styrjáldarsárin ‘