Morgunblaðið - 08.05.1945, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. maí 1945
Á SAMA SÓLARHRING
Eftir Louis Bromfield
SJTttSífe
Æfintýr æsku minnar
Cfltir d. CJ. ^dnderien
60.
Þar sem þeir þrír eiginleikar, sem kennarinn svo sjald-
an finnur hjá nemandanum, búa allir í H. Chr. Andersen,
nefnilega hæfileikar iðni og góð framkoma, get jeg ekki
annað en mælt með honum sem verðugum alls styrks,
sem hann gæti öðlast, til þess að honum yrði kleift að
halda áfram á þeirri braut, sem hann hefir lagt út á, en
hann er þegar orðinn það gamall, að illmögulegt er fvrir
hann að snúa aftur og byrja á einhverju nýju. Ekki að-
eins hin trygga lund hans heldur líka ástundunin og gáf-
urnar eru trygging fyrir því, að til þess að hjálpa honum,
er vel varið fje.
Helsingör, 18. júlí 1826.
S. Meisling, ’
dr. phil. og rektor lærða skólans í Helsingör.
Um þenna vitnisburð. sem andar svo mikilli gæsku í
minn garð, hafði jeg sem sagt ekki minstu hugmynd, jeg
var alveg að gefast upp, hafði mist alla trú og traust á
sjálfum mjer. Frá Collin fjekk jeg nokkrar hughreystandi
línur:
„Missið ekki kjarkinn, kæri Andersen. — Hressið yður
upp, verið rólegur, og þá munuð þjer sannfærast um að
allt fer vel. Rektor vill yður vel. Hann kemur kannske
fram nokkuð öðru vísi en flestir, en leiðir þær, sem hann
fer, liggja samt að takmarkinu. Jeg skrifa kannske meira
síðar, en nú er jeg mjög tímabundinn.
Guð styrki yður.
Yðar Collin.
Náttúrufegurðin umhverfis mig, hafði mikil áhrif á mig,
en jeg fó'r mjög lítið út. Venjulega var hliðunum lokað
um leið og kennslustundir voru hættar, og varð jeg þá
að vera í mollulegri kennslustofunni. þar var sagt að væri
hlýtt, svo jeg gæti lesið þar lexíurnar mínar. Svo ljek jeg
38. dagur
Hann sneri andlitinu frá
henni og horfði aftur í eldinn.
„Þetta verður löng saga. —
Þjer sofnið sjálfsagt meðan jeg
segi hana. — Jeg heiti fullu
nafni Davíð Melbourn Higgin-
son, en í mörg ár hefi jeg að-
eins kallað mig Davíð Mel-
bourn. Jeg er fæddur í bænum
Ohio í Vesturríkjunum. For-
eldrar mínir voru bæði vel ætt
uð. Þau voru aldrei áuðug —
en eftir að jeg fæddist, tók að
halla undan fæti fyrir þeim.
Það var ekki venjuleg fá-
tækt. Það var seigdrepandi fá-
tækt fjölskyldu, sem er af góðu
bergi brotin, og verður að
halda áfram að láta líta svo út,
sem nóg efni sjeu til, þótt hún
hafi ef til vill varla til hnífs
og skeiðar. — Faðir minn var
ofdrykkjumaður. Það var ekki
hægt að bjarga honum. Það var
eins og hver önnur veiki. Hann
var ágætis maður, þegar hann
var alsgáður, en þegar hann var
drukkinn, sveifst hann einskis,
til þess að ná í viský. •— Hann
varð eins og skepna“.
Ruby horfði án afláts á Mel-
bourn. Hún hjelt, að hann hefði
snúíð andlitinu frá henni til
þess að koma í veg fyrir, að hún
sæi í augu hans. Hún skildi vel
þessa þörf hans eftir að dylja
tilfinningar sínar og hugsanir,
því að sjálf var hún með sama
markinu brend. Það, sem hún
hugsaði — það, sem hún gerði,
kom engum við, nema henni
sjálfri, að því er henni fanst.
Melbourn hjelt áfram frásögn
sinni: „Ohio var stór bær. Þar
voru margar verksmiðjur og
bræðsluofnar. — Eftir því, sem
efni foreldra minna gengu til
þurðar, fluttum við í verri húsa
kynni. Móðir mín saumaði og
þvoði þvotta fyrir fólk, en hún
var ekki vel heilsuhraust, og
aðstæður okkar fóru stöðugt
versnandi. Jeg man tvisvar eft-
ir því, að við stóðum uppi als-
iaus. Áttum ekki þak yfir höf-
uðið. Jeg var of ungur til þess
að geta unnið. Loks fluttum við
í lítinn, hriplekann kofa, í út-
jaðri verksmiðjuhverfis, þar
sem mest megnis bjuggu Serb-
ar, Kroatar og Italir, sem unnu
í verksmiðjunum. — Móðir mín
reyndi að dylja fyrir mjer,
hvernig ástatt væri með föður
minn. Hún sagði aðeins, að
hann væri veikur — sem var
auðvitað satt og rjett.
Þegar hann kom drukkinn
heim, kom hún altaf í veg fyr-
ir, að jeg sæi hann, en jeg
heyrði oft ógurlegan hávaða, og
kvaldi það mig ennþá meira en
þótt jeg hefði Vitað sannleik-
ann. Það hryggilega var, að þeg
ar hann var alsgáður var hann
góður maður, sem gerði alt fyr
ir okkur, sem í hans valdi stóð
— en þegar er hann fjekk ein-
hverja atvinnu, byrjaði hann
að drekka, og var rekinn úr
vistinni — og loks var svo kom
ið, að enginn vildi hafa hann í
vinnu hjá sjer. Hann var talinn
mesti drykkjusvoli bæjarins.
Það er það hryllilega við
drykkjuræfla. Maður sjer föð-
ur sinn vin sinn, sem annars
er góður maður, verða vitskert-
an, alt í einu — dýrslegan og
viðbjóðslegan.
Jeg vissi í raun rjettri ekki,
hvað drykljjurútur var, fyrr
en jeg var orðinn átta ára gam-
all. Jeg vissi aðeins, að það var
eitthvað ilt á seyði á heimili
okkar, sem gerði mig óttasleg-
.inn. — Dag einn, — jeg var þá
átta vetra — var jeg á leið
heim frá matvörukaupmannin-
um, með poka af baunum — en
þá var mjög þröngt í búi hjá
okkur, og við lifðum nær ein-
göngu á baunum og káli. Leið
mín lá yfir autt svæði, þar sem
menn köstuðu úrgangi bak við
háa trjegirðingu.
Jeg man ennþá glöggt, hvern
ig þessi trjegirðing var. Hún
var grænmáluð, og á hana
voru hengdar margar auglýs-
ingamyndir frá fjölleikahúsi.
Minningin um þennan dag hefir
verið • óafmáanleg úr vitund
minni. — Þegar jeg gekk fram-
hjá girðingunni, sá jeg heilann
«hóp af strákum, á mínu reki
standa þar, og henda steinum
og skít í eitthvað, með miklum
gleðilátum. Þetta voru börn
verkamanna, serrf unnu í verk-
smiðjunum, og af forvitni gekk
jeg nær, til þess að sjá, hvað
þeim þætti svona skemtilegt.
Þegar jeg kom að hópnum sá
jeg, að það, sem olli fögnuði
þeirra var drukkinn maður,
sem stóð og hallaði sjer upp að
girðingunni, forugur frá hvirfli
til ilja, og bölvaði þessum ó-
þjóðalýð fyrir óknyttina. Það
var faðir minn. Þannig komst
jeg að því, að hann var drykkju
maður“.
Hann þagnaði og saup á glas-
inu. Síðan hjelt hann áfram:
„Jeg reyni að reka krakkana í
burtu, en jeg var aðeins smá-
patti, svo að þau báru mig al-
gjörlega ofurliði. Mjer tókst þó
að losna úr klóm þeirra, og
hljóp í harðaspretti heim til
mömmu. Hún kom þegar á
vettyang — hrakti krakkaorm-
ana á brott, og í fjelagi gátum
við komið honum heim. — Við
móðir mín minntumst aldrei á
þennan atburð — og vegna þess
að við gátum ekki talað um það,
urðu miklir fáleikar með okk-
ur, og það varð síst til þess að
gera heimilislifið bjartara. Við
reyndum bæði að láta, sem ekk
ert hefði ískorist. Ef til vill
hafði hún rjett fyrir sjer. Ef til
vill var það eina leiðin, til þess
að gera henni kleift að lifa líf-
inu áfram.
Jeg gekk í skóla í verksmiðju
hverfinu, og hitti því aldrei
dregni úr minni þjóðfjelags-
stjett. Jeg átti nokkra frændur,
sem bjuggu í öðrum hluta borg
arinnar, en þeir blygðuðust sín
fyrir að vera í ætt við okkur, og
vildu ekkert hafa saman við
okkur að sælda. Jeg vissi, að í
raun rjettri átti jeg ekki heima
í þessum hluta borgarinnar —
meðal Serba, ítala og Kroata,
sem mjer fjell altaf illa við. —
Þeir voru flestir*ruddalegir og
illa upp aldir,og þegar þeir kom
ust á legg hjeldu þeir, að þeir
gætu leyft sjer að gera það sem
þeim þóknaðist, vegna þess að
þetta væri land lýðræðis og at-
hafnafrelsis. Ef þeir hefðu ver-
ið í Evrópu, hefðu flestir þeirra
verið þjónar, sem hefðu hneigt
sig og beygt í auðmýkt fyrir
tuttugu og fimm aura í þjórfje.
Þjer getið ráðið af þessu, að jeg
var lítill lýðræðissinni, þegar á
unga aldri. — Þriðja hluta ævi
minnar bjójeg meðal þeirra, en
jeg skildi þá aldrei — og þeir
ekki mig. Oftast nær var hlut-
skipti þeirra í rjettu hlutfalli
við það, sem þeir áttu skilið.
Einstaklingshyggjumaður er því
aðeins sósíalisti, að hann sje
gjeggaður. Jeg trúði því ekki
þá, að lítilsigldir, fáfróðir og
illgjarnir menn gætu verið við-
feldnir, og jeg trúi því ekki
enn.
Flestir þeirra hefðu getað
komist lengra áleiðis í lífinu, ef
það hefði verið einhver veigur
í þeim. En jeg var neyddur til
þess að lifa meðal þeirra, og
eina leiðin, til þess að jeg gæti
afboríð það, var sú, að segja við
sjálfan mig: „Einhverntíma
verð jeg ríkur og voldugur, og
þá skal jeg sýna þeim, hvers jeg
er megnugur“. Það kom oft fyr-
ir, að jeg gat ekki sofið fyrir
hungri, og þá var jeg vanur að
bollaleggja, hvernig jeg ætlaði
að sigra heiminn, komast til
vegs og virðingar, til þess að
gera frændum mínum og skóla
bræðrum, sem stríddu mjer
vegna þess að jeg var öðruvísi
en þeir, gramt í geði.
Þegar jeg var fjórtán ára,
kom dálítið hræðilegt fyrir. —
Maður nokkur reyndi að henda
föður mínum út úr knæpu. —
Faðir minn var mjög drukkinn,
og kastaði flösku í höfuð
mannsins, svo að hann Ijest
tveím dögum síðar.
Vegna þess hve faðir mirin
var drukkinn, var hann aðeins
sekur fundinn um manndráp.
Honum var varpað í fangelsi, og
vínið tekið frá honum, svo að
hann ljest ári siðar! Jeg sá hann
aldrei framar, því að mamma
vildi ekki að jeg heimsækti
hann í fangelsinu.
— Eftir að faðir minn andað-
ist, neyddumst við til þess að
flytja úr borginni. Við fluttum
í annan bæ, sem var álíka stór
og Ohio, og móðir mín fjekk
lánaða peninga, til þess að koma
á fót matsölu.Þegar jeg vaf orð
inn fimmtán vetra, fór jeg að
vinna í verksmiðjunum, hafði
í hyggju að leggja fyrir fje, og
reyna að komast eitthvað til
mennta.
— Melbourn leit á Ruby og
brosti lítið eitt: „Leiðist yður
ekki, að hlusta á mig? En þegar
jeg er einu sinni kominn af
stað, verð jeg að halda áfram.
Þetta er í fyrsta sinn, sem jeg
hefi sagt nokkrum 'ævisögu
mína, og það hefir góð áhrif á
mann, að leysa frá skjóðunni.
— Eins og þjer sjáið, voru það
ekki aðeins peningar, sem jeg
hafði upp úr vinnu minni
í verksmiðjunni. Þar öðlaðist
jeg reynslu og þekkingu, sem
hefir orðið mjer að ómetanlegu
liði síðar í lífinu. Jeg kynntist
lífi verkamannanna — hugsun-
um þeirra og ástæðunum fyrir
umkvörtunum þeirra.
Ef Loftur getur það ekki
— þá hver?
Sú saga er sögð um Stalin
marskálk, að hann hafi útveg-
að sjer enskan túlk áður en
hann fór á Teheranráðstefnuna
og beðið hann að segja sjer,
hvernig heppilegast væri að á-
varpa þá Churchill og Roose-
velt, þegar fundum þeirra bæri
sarnan, en eins og mörgum mun
vera kunnugt af afspurn, er
marskálkurinn illa að sjer í
tungu Engilsaxa. Túlkurinn er
sagður hafa kent honum eina
setningu, sem Stalin hafði yfir
nokkrum sinnum og lærði. —
Þegar Stalin kom til ráðstefn-
unnar vildi svo til, að hinir tveir
stóru voru sestir við samninga-
borðið á undan honum. Þegar
hann gekk inn í salinn urðu
viðstaddir ekki lítið hissa, þeg-
ar þeir heyrðu hinn volduga
mann segja:
— Hver andskotinn gengur
eiginlega á hjer.
★
Sir Bernard L. Montgomery,
reykir ekki, drekkur ekki, bölv
,ar ekki og jetur ekki kjöt. Ein-
hverju sinni bauð hann hinum
hertekna, þýska hershöfðingja
vorr Thoma til kvöldverðar en
þingmenn í Neðri málstofunni
kunnu ekki við þetta tiltæki og
báru fram kvartanir sínar við
forsætisráðherrann. En Churc-
hill ypti aðeins öxlum og svar-
aði:
— Veslings von Thoma. Jeg
heii sjálfur borðað kvöldverð
með Montgomery og jeg veit
hvað það er.
★
Góð dómgreind er afleiðing
af mikilli reynslu, mikil reynsla
er afleiðing af ljelegri dóm-
greind.
★
Dómarinn var að kveða upp
fimm ára fangelsisdóm yfir
gömlum manni.
— Já, en herra dómari, jeg
get ekki lifað í fimm ár, jeg er
orðinn gamall maður.
—■ Þjer getið reynt.
★
Hún var ung og nýgift og
svo hamingjusöm, þangað til alt
í einu einn morgun, en þá kom
hún grátandi niður stigann með
sárum ekka.
— Hvað er að þjer elskan,
sagði eiginmaðurinn fullur sam
úðar^ — hef jeg nú gert eitt-
hvað af mjer?
— Yndið mitt, sagði hún, —
mig dreymdi í nótt að þú værir
að kyssa ókunnuga stelpu. Ef
þetta kemur nokkurn tíma fyrir
aftur, þá skal jeg aldrei svo
mikið sem tala við þig oftar.
Sigurgeir Sigurjónsson
hœstaréttarlögmad'ur
Skrifstofutími 1ó —12 og 1-6.
Adalstrœti 3 Simi 1043