Morgunblaðið - 07.06.1945, Síða 12

Morgunblaðið - 07.06.1945, Síða 12
Fiintudagiir 7. júní 1945, «2íí Bslendingur fersf meH arlendu skipi SÚ sorgarfregn hefir borist Kntgað til lartds,: frá London, að Helgi Helgason, sjómaður teaf'i farist með eriendu vöru- flutningaskipi, af hernaðarvöld um — Ekki er þesa getiði til- líynmngunni, hvar eða hvenær skipið hafi farist, Helgi Helgason för hjeðan af landi burt í byrjun- febrúarmán aðar, með dönsku skipi, en þess er þó ekki getið hvört hann hafi vfeiið með því skipi, er hann f ÓFSt, Helgí Helgason var fæddur 5 júlí 1912, og var því 32 ára, er hann fórst. Hann var sonur Hfelga Jónssonar, frá Tungu og könu hans Friðrikku- Pjeturs- dóttir, en þau eru’ bæði látin. Prýðileg fimieika- sýning ísfirskra a r fl| •Hjer fara fram mestu hátíftahöldin í Oslo í dag. Konungshöilin í Oslo í gær sýndi stúlknaflokkur úr Gagnfræðaskóla Isafjarðar leik fimí hjer, undir stjórn kennara síns, ungfrú Maríu Gunnars- dóttur. Sýningin var í Iðnó, á frekar óhentugum tíma. en þrétt fyfir það var aðsókn mjög góð, enda hefir hróður flokks- ins flogið á undan bonum hing að, Hann hefir verið á ferð um ilandið og sýnt á nokkrum stöð- um, allsstaðar við hirrar ágæt •ustú viðtökur — Og ekki urðu þær- síðrí hjer, enda var sýningin prýðileg. Stúlkurnar ágætiega samæfðar og bauð öll sýningin af sjer einkar góðan þokka. Nokkuð af sýrringunni fór fram eftir hljóð færSslætti, sem ein af náms- rneyjunum annaðist, en þær eru alíar úr þriðja bekk skólans. Er ekki að efa, að marga fleiri langi til að sjá stúlkurnar, þeg- ar þeir heyra hvernig kunn- íngjunum, sem sáu Sýninguna, fannst hún. Lófataki áhorfenda ætlaðí aldrei að linna, og að Iökum hrópuðu þeir ferfalt húrra fyrir flokknum. Hefir hann vissulega sýnt mikinn dugnað við æfingar, fyrst svona góður árangur náðist; og þá er Hitt eins víst, að mikla alúð og atorku hefir kennarinn lagt í það að gera flokkinn eins góðan og raun ber vitni Flugfjelagið eykur hlutuié sitt upp í 6. milj. kr. Eimskip geríst hiutliafi Skatiasbá Sigfufjarðar Frá frjettaritara vorum. Siglufirði, mánuda'g. NIÐURJÓFNUN útsvara hjer «r nú lokið. Alls var jafnað nið ur kr 1.233.790.00 á 1069 gjald endur. — Þeir skattgreiðendur, er greiða 10 þús. krónur og þar yíir, eru þessir: Þórður Eyjólfs ,son 32.500, Olíuverslun íslands 'h.f. útibú 25.720, Óskar Hall- dórsson h.f. útibú 22.850, Hin- rik Thorarensen 20.500, Hafliði h.f 17.555, Kjötbúð Siglufjarð- ar 15.570, Fjelágsbakaríið h.f. 13.700, Shell h.f. 13 þús., Stein- dór Hjaltalín 11.509, Aðalbúðin h.f 11.190, Schiölh 10.180. Á FRAMHALDS aðalfundi Flugfjelags íslands, er haldinn var í fyrradag, var samþykt til- laga þess efnis, að hækka megi hlutafje fjelagsíns upp í 6 milj- ónir króna. — Fram til. þessa var hlutafje fjelagsins takmark að við 1.5 miljón króna. Þessu næst fór' fram kosning stjórnar og hlutu þessir menn kosningu: Bergur G- Gíslason, Agnar Kofoed Hansen, Jakob Frímannsson, Guðmundur Vil- hjálmsson og Richard Thors. Varamenn þeir Jón Árnason og Svanbjöm Frímannsson. Endur, skoðendur voru kosnir Magnús Andrjesson fulltr. og Eggert P. Briem, fulltr. Framkvæmdastjóri fjelags- ins, Örn Johnson, skýrði frá því á fundinum, að Eimskipafjelag íslands muni kaupa hluti í fje- laginu fyrir 500 þús. kr. og hafi Eimskip auk þess boðist til að lána fjelaginu 1 miljón króna, en fje þessu skal varið til frek- ari flugvjelakaupa og aukins reRsturs þess. Stjórn fjelagsíns hjelt fund með sjer í gær og skipti þar með sjer verkum, en skiptingin varð þessi, að Guðmundur Vil- hjálmsson er formaður fjelags- ins, Bergur G. Gíslason, vara- formaður og Jakob Frímanns- son ritari. — Örn Johnson verð ur áfram framkvæmdastjóri fje lagsins Bergur G. Gíslason, varafor- maður fjelagsins er nýfarinn til Bandaríkjanna. Mun hann þar athuga möguleika á frekari ílug ‘ Catalia-flugbátur Flugfjelags Islands hefir nú als farið tvær \ ferðir til Austurlands og tvær til Norðurlandsins og eina feÆ ! til ísafjarðar. — Undanfarna daga hefir verið unnið að því, að fullgera ýms smáatriði við innrjettingu flugbátsins, sem ekki vanst tími til, er hann hóf flugferðir sínar. — Ráðgert er að flugbáturinn fari tvær flug- ferðir nú í vikulokin til Austur lands, — Er þegar fullsetið í báðar þessar ferðir, austur og að austan. -— Eftii'spurn eftir ferðum með flugbátnum er mjög mikil. — í Þessum ferð- um flugbátsins hefir hann reynst í alla staði hinn prýðileg asti. fjelagið. Bannað að fagna hermönnunum London í gærkveldi. Frá Þýsltalandi herast þær IVegnir að kanadiska lier- stjórnin á I’ad Zvisenheiin- svæðmn, . hafi barmað þýsku fólki að fagna þýsku hermönn imum, er þeir snúa heim aft- ur úr fangabúðum banda- manna, til þess að taka til starfa við landbúnaðarvinnu. y- I surnum borgurn befir her- lögregla dreyft hópum fólks, sem beið komu hermannanna með blóm, til þess að þjóða þá velkomna, en þeir fyrstu á þessu svæði eru nú að koma lieim. — Reuter, Biskup íslands sækir fund í Khöfn NÝLEGA barst biskupinum vfir íslandi skeyti frá Fuglsang Damgaard Sjálandsbiskupi, þar sem hann skýrir frá því, að biskupafundur verði haldinn í Kaupmannahöfn og hefjist 29, júní n. k. Auk Damgaards biskups munu aðrir biskupar Danmerk ur sitja fundinn, svo og Berg- grav Noregsbiskup, Eidem Svía biskup og Lehtonen Finnlands- biskup. Ákveðið er, að biskup íslands sæki fund þennán. Fulltrúi á kirkjuþing Vestur-ísiendinga HIÐ evangeliska-lutherska kirkjufjelag íslendinga í Vest- urheimi á 60 ára afmæli á þessu vori. Kirkjufjelagið mun -minnast þessa afmælis á þingi í Winnipeg, sem haldið verður dagana 21.—25. júní n. k. Jafn- framt verður þar minst 100 ára afmælis sr. Jóns Bjarnasonar, sem var einn af helstu braut- ryðjendum fyrir stofnun kirkju fjelagsins. Stjórn kirkjufjelagsins skrif aði biskupi og óskaði eftir því, að íslenska þjóðkirkjan sendi fulltrúa sinn á þingið. Hefir orðið að ráði, að Ásmundur Guðmundsson, formaður Presta fjelags íslands, sæti þingið sem fulltrúi þjóðkirkjunnar. Brasilía í sfríð við Japana London í gærkvöldi. Brasilía hefir sagt Japan. stríÝ á hendur. Tekið er frarn, nð þetta sje gert 1il |>ess, að' hægt sjc að láta Bendaríkja- menn fá bækistöðvar í land- inu, en hinsvegar verði enginu brasilískur her sendur gegn •Tapönurn. — Reuter. Drengur verður fyrir vörubíl í GÆR vildi það slys til á Suðurlandsbraut, að 15 áras drengur, Sigurbjarni Guðnason,, til heimilis Nýlendugötu 21,, varð fyrir vörubíl og slasaðist hann nokkuð. Slysið varð á fjórða tímanum. Var Sigurbjarni á reiðhjóli og kom suður Kringlumýrarveg. Er hann kom að gatnamótum Kringlumýrarvegar og Suður- landsbrautar, kom vörubíll austur eftir Suðurlandsbraut... Lenti reiðhjólið á vinstri hlið vörubílsins og fjell Sigurbjarniií í götuna, og var meðvitundar- laus. Hann var þegar fluttur ii. sjúkrahús og við rannsókn koin í Ijós, að hann hafði fengið heiiai hristing. Vinna hafin við Andakílsár- virkjunina VINNA er nú hafin við virkj- un Andakílsárfossa í Borgar- firði. f sumar verður steypt vjelahúsið og ef til vill undir- búin stíflugerð og undirstöður fyrir túrbínur. Haraldur Böðv- arsson útgerðarmaður skýrðt blaðinu frá þessu í gær. Vjelar og annað efni til virkj unarínnar kemur frá Svíþjóð. Búist hafði verið við, að vjel- arnar kæmu til landsins síðarí hluta sumars, en vegna verk- fallsins í Svíþjóð er þeiirai varla von fyrr en um áramót. Vonast er til að hægt verði að fullgera virkjunina á næstai ári. Verður vinna þá hafim snemma vors. Stíflan verður þá fullgerð og gengið frá túrbín- unum. Línur verða lagðar tilL Akraness og Borgarness. vonast til að þessir staðir geti! fengið rafmagn frá virkjuninni haustið 1946. Byrjunarvirkjun verður 5.000 hestöfl. Almenna byggingarfjelagið sjer um framkvæmd verksins. Blómsveigar lagðir á leiði Axels Tuliniusar í GÆR, á 80. afmæliscfegii Axels Tuliniusar, lögðu stjórnir íþróttasambands íslands og Bandalags ísl. skáta blómsveiga á leiði hans í kirkjugarðinum, Axel Tulinius var sem kuhn ugt er forseti í. S. I. í 14 ár og 12 ár skátahöfðingi. Þá lagði B. í. S. blómsveig á leiði Arsæls Gunnarssonar skátahöfðingja, en hann var einn aðalhvatamaður að stofn- un bandalagsins. K.R. vann 2. flokks mótið. Úrslitakappleikurinn í annars flokks mótinu fór fram í gær- kveldi, milli Vals og KR, og lauk þannig að KR sigraði með 2 mörkum gegn 1. Vann KR þac, með mótið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.